Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1987, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1987, Blaðsíða 1
FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1987. 19 Dansstaðir - Matsölustaðir - Leikhús - Sýningar - Kvikmyndahús - Myndbönd o. f 1. Ef þú vilt dansa Ártún, Vagnhöfða 11, sími 685090. Gömlu dansarnir á föstudagskvöld. Hljóm- sveitin Danssporið ásamt söngkonunni Kristbjörgu Löve. Lokað laugardags- kvöld. Broadway, Álfabakka 8, Reykjavik, sími 77500 Skemmtidagskráin „Allt vitlaust" á fóstu- dagskvöld, kynning á ungfrú ísland en krýningarkvöldið verður á mánudags- kvöld. Á laugardagskvöld verður lokað. Casablanca, Skúlagötu. Diskótek föstudagskvöld. Megas á laugar- dagskvöld, opið til kl. 23.30. Evrópa v/Borgartún Diskótek, opið til kl. 03 á föstudagskvöld og til kl. 23.30 á laugardagskvöld. Hollywood, Ármúla 5, Reykjavík, „Leitin að týndu kynslóðinni", lifandi tón- list áranna fyrir 1975. Hótel Borg, Pósthússtræti 10, Reykjavík, sími 11440 Diskótek iöstudags- og laugardagskvöld. Opið til kl. 23.30 á laugardagskvöld. Gömlu dansamir á mánudagskvöld. Hljómsveit Jóns Sigurðssonar leikur. Hótel Esja, Skálafell, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík, sími 82200 Dansleikir á föstudags- og laugardags- kvöld. Tískusýning öll fímmtudagskvöld. Hótel Saga v/Hagatorg, Reykjavík, sími 20221 „Laddi og félagar" föstudagskvöld. Lennon við/Austurvöll, Reykjavík, sími 11630 diskótek föstudags- og laugardagskvöld. Miami Skemmuvegi 34, Kópavogi, simi 74240. Diskótek föstudaga og laugardaga. Ald- urstakmark 16 ára. Casablanca við Skúlagötu Diskótek um helgina. Uppi og niðri, Laugavegi 116, Reykjavik, sími 10312 Opið alla daga vikunnar, lifandi tónlist. Þórskaffi, Brautarholti 2, Reykjavík, sími 23333 Grínveisla ársins. Þórskabarett á föstu- dagskvöld. Hljómsveitin Santos ásamt söngkonunni Guðrúnu Gunnarsdóttur. Lokað laugardagskvöld. Tónleikar Tónleikar í Selfosskirkju Föstudaginn 5. júm' kl. 20.30 munu Nora Komblueh sellóleikari, Óskar Ingólfsson. klarínettuleikari og Snorri Sigfús Birgisson píanóleikari halda tónleika í Selfosskirkju. Á efnisskrá tónleikanna em einleiks- og kam- merverk eftir Lutoslawski, Webem, Schum- ann, Stravinsky, Beethoven og Snorra Sigfús. Grafík á ísafirði og í Reykjavík Hljómsveitin Grafík verður með tónleika í Uppsölum á Isfirði laugardagskvöldið 6. júní og hefjast þeir kl. 21. Munu þeir leika efni af væntanlegum hljómplötum. Þess má geta að meðlimir sveitarinnar em frá Isafirði og verða þetta einu tónleikamir þar á þessu ári. Mánudagskvöldið 8. júní spila þeir á Hótel Borg og kemur Sniglabandið einnig þar fram. Keflavikurgangan í ágúst 1985. Tíunda Keflavíkurgangan Samtök herstöðvaandstæðinga efna til Keflavíkurgöngu á morg- un, laugardag. Þetta er 10. Kefla- víkurgangan sem andstæðingar erlendrar hersetu á íslandi hafa efnt til síðan sú fyrsta var farin vorið 1960. Gengið verður undir hinum klassísku kjörorðum her- stöðvaandstæðinga um endurreisn hlutleysisstefnunnar, brottför hersins og úrgöngu úr NATO. Gangan mun einnig mótast af þeim umræðum sem eiga sér nú stað um víðtæka afvopnun í Evrópu og verður í brennidepli 11. og 12. júní. í Keflavíkurgöngunni verður einn- ig knúið sterklega á um að íslensk stjórnvöld virði þann almannavilja sem skoðanakannanir sýna að er ríkjandi um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd. Dagskrá Keflavíkurgöngunnar er á þá leið að við aðalhlið her- stöðvarinnar mun Ólafur Ragnar Grímsson flytja ávarp og göngu- hvatning kemur frá Ingibjörgu Haraldsdóttur, kennara og for- manni Samtaka herstöðvaand- stæðinga. I Vogunum mun Ægir Sigurðsson kennari fjalla um stað- hætti og þjóðsagnir í nágrenni herstöðvar. I Kúagerði verður súpa og hvíld, lesið verður úr ljóðum, fluttur leikþáttur og alménnur söngur. Þegar komið verður að Straumi mun Sigurður G. Tómas- son verða með fróðskap um jarð- fræði og sögu. í Kópavogi verður ennfremur staldrað við og endar gangan á Lækjartorgi þar sem flutt verður ávarp og Bubbi Morthens syngur og leikur. Fundarstjóri á Lækjartorgi verður Birna Þórðar- dóttir. Rútuferðir verða frá BSÍ að aðal- hliði herstöðvarinnar. Skráning í gönguna er á skrifstofu herstöðva- andstæðinga í síma 17966 og 623170. Gjörningur við Gallerí Svart á hvítu Listakonan Viola Pfordte frá Vestur-Berlín fremur gjörning fyrir utan Gallerí Svart á hvítu við Óð- instorg á hvítasunnudag kl. 23. Viola stundaði nám við listahá- skólann í Kiel 'í Þýskalandi á árunum 1978-’82. Hún hefur verið búsett í Vestur-Berlín síðan 1982 þar sem hún vinnur að list sinni meðal annars í náinni samvinnu við kvikmyndagerðarmenn og tón- listarmenn. Gjömingar Violu eru unnir út frá ákveðnu þema, til dæmis samspili ljóss og hreyfingar. I þeim notar hún kvikmyndatækni og málverk jöfnum höndum. Eftir námsdvöl í New York 1984 hefur hún kannað möguleikana á notkun elds í gjörn- ingum sínum. I síðasta hluta gjörningsins á sunnudaginn mun Viola Pfordte nota þessa tækni sem húr. kallar „með eldinn í höndunum". í tilefni gjörningsins verður opið i Gallerí Svart á hvítu til kl. 23 á sunnudagskvöldið en þar er nú sýning á verkum Borghildar Óskarsdóttur sem stendur til ann- ars í hvítasunnu. Frá Brekkuhlaupinu ’86 sem hátt i fimm hundruð börn tóku þátt i. Hátíðíbæ: Brekkuhlaupið rásnúmerum. í verðlaun er glæsi- legt reiðhjól. Fallhlífarstökkvari stekkur af himnum ofan og dreifir karamellum og síðast en ekki síst mun Jóhann Hjartarson tefla fjöl- tefli og fjölbreytt skemmtidagskrá verður fyrir þá allra yngstu. I fyrra mættu hátt í fimm hundr- uð börn til leiks og ekki er búist við síðri þáttöku í ár. Hið árlega Brekkuhlaup, sem nánast allt snýst um á Akureyri, verður haldið á Hamarstúninu á laugardag. Skráning í hlaupið hefst klukkan 12 og hlaupið verður af stað kl. 13. Keppt verður í þremur greinum drengja og stúlkna. Og í lokin fá allir gos og sælgæti og jafnframt verður happdrætti í gangi þar sem dregið verður úr Megas og Bubbi hrella i sameiningu Stapadrauginn i kvöld. Bubbi og Megas í Stapanum Megas hefur að undanförnu ve- rið á ferð hringinn í kringum landið og er senn að ljúka tónleika- för sinni. í kvöld, föstudagskvöld, verður næstsíðasta skemmtun hans, en þá mun meistari Megas ásamt Bubba Morthens taka lagið í Stapanum í Njarðvík, bæði gömul og ný lög, og hefjast tónleikarnir stundvíslega kl. 21.00. Á laugardagskvöldið endar svo Megas tónleikaferð sína i Reykja- vík á skemmtistaðnum Casablanca og hefjast þeir tónleikar einnig klukkan 21.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.