Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1987, Blaðsíða 8
26 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 1987. Iþróttir VEIÐIÞÁTTUR DV: Umsjón: Gunnar Bender TVeir 22 punda laxar - þeir stærstu til þessa Laxveiðin er að komast á íullt og veiðimenn famir af fá hann. Tveir 22 punda laxar eru komnir á land og einn 20 punda. Þverá í Borgarfirði gaf fyrsta stórlaxinn og Blanda kom nokkrum dögum á eftir með sinn. Á laugardaginn veiddi Sigurfinnur Jóns- son, sem er einhentur, 22 punda lax í Blöndu og sama dag veiddist 20 punda fiskur. Fyrsta veiðidaginn veiddust 24, næsta dag 18 og svo 22 á hvítasunnu- daginn, flestir hafa laxamir veiðst á maðk og einn og einn á spún. Vatnið í Blöndu er tært en mikið og er þetta góð byrjun í ánni. Veiðin í Norðurá í Borgarfirði hefur heldur dofnað eftir mjög góða byijun og kulda um kennt, þó hafa veiði- menn, sem hafa verið að koma úr ánni, ekki séð mikið af fiski. Norðurá hefur gefið um 80 laxa og er hann 14 punda sá stærsti. Snæbjöm Kristjánsson var við veiðar um hvítasunnuna og fékk sinn fyrsta fisk í sumar, 12 punda, og var búinn að fá 3 laxa þegar við síð- ast fréttum. Allt er þetta mjög góður fiskur og mest 10 til 14 punda. Veiðin í Þverá hefur gengið vel og hafa veiðst 85 laxar niður frá og 60 laxar upp frá. Sigurður Sigurðsson er með stærsta fiskinn, 22 punda. Veiði- maður, sem var að koma úr Kjarrá, sagði töluvert vera af fiski og veiðin töluvert að glæðast þar upp frá. Síð- ustu tölur úr Þverá em því 145 laxar og er það gott. Við höfum sagt frá að laxinn sé kom- inn víða og um helgina sást lax í Fitjá sem rennur í Víðidalsá. „Þegar maður er á ferðinni er gaman að sjá hvort fiskurinn er kominn og ég var að koma úr Mývatnssveitinni, kom við í Víði- dalsánni og í Fitjá og leit í Kerið og viti menn þar vom 25-30 fallegir lax- ar, þetta var svakalegt," sagði Ámi Baldursson. VORHAPPDRÆTTI SÁÁ DREGIÐ 10. JÚNÍ UPPLAG MIÐA 100.000 Veiðiklæmar virða fyrir sér veiðina og ekki vom þeir stórir blessaðir. Það þarf eitthvað að gerast svo fiskurinn stækki og verði skemmtilegur á færi, það sýnir þessi mynd. DV-mynd G.Bender. Geitabergsvatn 1 Svínadal hefur í gegnum tíðina gefið stóra og væna silunga, sem veiðimönnum hefur þótt gaman að veiða en eitthvað hefur fiskur smækkað með tíð og tíma, er það miður, því stærri sem silungurinn verð- ur þeimur meiri barátta verður það . Margir veiðimenn hafa fengið góða veiði í vatninu og hafa stærstu urriðarnir verið 8 pund. Um helgina var rennt fyrir silung í vatninu og beitt maðki og flugu en smáfiskurinn var gráðugur að taka agnið hjá okkur. Við urðum ekki varir við þessa stóru að ráði, þó var einu sinni réttur öngullinn á flugunni og var það vænn fisk- ur. Annars var smáfiskurinn á í hveiju kasti, þvi miður, því Geita- bergsvatn hefur löngum þótt gott veiðivatn og til er mjög stór fiskur í vatninu en hann lét ekki sjá sig um helgina. Það sem þarf að gera í Geita- bergsvatni er að fækka þessum smáfiski og hin vötnin í Svínadal Þórisstaðavatn og Eyrarvatn mættu fylgja með því veiðimaður, sem renndi þar um daginn, lenti i svipuðu og við um helgina. Saga sem við fréttum úr Geita- bergsvatni nýlega var góð og þar var veiðimaður sem veiddi útá bát eins til tveggja punda urriða og það köllum við fiska. Greinilegt er að Meðalfellsvatn er að koma til eftir að það var grisjað eins og við segjum frá annars staðar á síð- unni, silungurinn þarf að vera eitt tvo pund svo hann verði skemmti- legur á færi . Silungsveiði „Þetta gekk frekar rólega hjá okkur enda rosalega kalt, þetta var reyting- ur,“ sagði Ámi Baldursson sem var að koma af urriðasvæðinu í Mývatns- sveit. „Besta veiðin var í Geldingaey, Geirastöðum og Amarvatni. Lenti í skemmtilegri töku í Strákaflóa , setti í fjóra stóra urriða og þeir fór allir af í löndun, bolta fiskar. Þurfti að vaða langt út til að ná þeim og óð svo í land en þá fóm þeir af.“ Margir veiðimenn hafa lagt leið sína til Þingvalla og veitt, veiðin hefur verið þokkaleg og fréttum við af einum veiðimanni sem veiddi 24 bleikjur, vom þær stærstu 4 punda. Hlíðarvatn í Selvogi hefur gefið töluvert og veiði- menn, sem vom þar í vikunni, fengu 50 fiska og vom þetta mest punds fisk- ar. Ámi Þ. Sigurðsson veiddi stærstu bleikjuna í vatninu og var hún 4,5 punda. Fyrsti laxinn veiddist í Meðalfellsvatni um helgina og silungsveiðin hefur verið mjög góð, hafa menn ekki séð fallegri fisk í vatninu. Þakka þeir Meðalfellsmenn þetta grisjun á fiski í vatninu og voru þetta mest 1-2 punda fiskar. Stærsta bleikja sem veiðst hefur er 3 pund og er veitt í vatninu núna frá sjö til eitt og svo er hvíld til þrjú en þá er veitt til tíu. Dagur- inn kostar kr. 700 og hálfur kr. 400. VORBOÐINN LJÚFI, SÁÁ Smáfiskar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.