Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1987, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1987, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 1987. Neytendur 15 Hækkun tekjutiygg- ingar og sérstök heimilisuppbót Tiygginganiál: Hver er réttur okkar? Greinar um tryggingamál birtast að á neytendasíðunni á þriðjudög- um. Það er Margrét Thoroddsen sem sér um þennan þátt. Hún svarar einnig fyrirspumum ef einhverjar kynnu að berast. Utanáskriftin er DV,c/o Margrét Thoroddsen, Þver- holti 11, Reykjavík. Ný reglugerð um hækkun bóta 1. sept. sl. gekk í gildi ný reglugerð um hækkun bóta elli- og örorkulífeyr- isþega. Er þar annars vegar um að ræða hækkun á tekjutryggingu hjóna og hins vegar sérstaka heimilisuppbót til einstaklinga sem búa einir og hafa tekjur undir lágmarkslaunum. Um aðrar hækkanir er ekki að ræða. Mun ég nú leitast við að skýra þetta nánar. 1. Hækkun á tekjutryggingu hjóna: Grunnh'feyrir hækkar ekki (verður áfram 6.823 kr. á mánuði hjá hvoru hjóna) en óskert tekjutrygging verður sú sama hjá hjónum og einstaklingum. Fyrir 1. sept. var hámark tekjutrygg- ingar hjá hvoru hjóna kr. 11.130 en nú verður hún kr. 13.166. Þau hjón, sem hafa skerta tekjutryggingu, fá sams konar hækkun. Tekjutrygging byrjar að skerðast þegar sameiginlegar tekjur hjóna (að frátöldum tryggingabótum) fara yfir 132.700 kr. á ári, þ.e.a.s. 11.058 kr. á mánuði. Tökum dæmi: (Miðast við einn mán- uð) Tekjutrygging fellur ekki alveg nið- ur fyrr en sameiginlegar tekjur hjóna fara yfir 834.889 kr. á ári eða 69.574 kr. á mánuði. Eftir þessa breytingu er líklegt að einhverjir lífeyrisþegar, sem ekki hafa fengið tekjutryggingu áður, ættu ein- hvem rétt núna. 2. Sérstök heimilisuppbót Greidd er sérstök heimilisuppbót, kr. 3.078, til þeirra einstaklinga, sem búa einir og hafa engar aðrar tekjur en tryggingabætur. Þó fá þeir sem hafa tekjur undir 3.078 kr. á mánuði greidd- an mismun á þeim tekjum og þessari uppbót, þannig að allir einstaklingar, sem búa einir, fái að lágmarki kr. 28.300 á mánuði. Tekjutiygging byijar að skerðast þegar árstekjur einstaklings (að frá- töldum tiyggingabótum) fara yfir 94.800 kr., þ.e.a.s. 7.900 kr. á mánuði. Tökum nokkur dæmi um áhrif tekna á tekjutryggingu, heimilisuppbót og þessa sérstöku uppbót: (Miðast við einn mánuð). Tekjutrygging fellur ekki alveg nið- ur fyrr en við 445.893 kr. árstekjur eða 37.158 kr. á mánuði. Heimilisuppbót er háð því að ein- staklingar búi einir. Þess vegna em þó nokkrir einstaklingar sem fá ekki heimilisuppbót vegna þess að það em fleiri i heimili, t.d. böm, bamaböm eða systkini. Tryggingaráðherra heíur farið fram á við Tryggingastofnun að þeim hópi einstaklinga, sem em með bætur og laun undir lágmarkslífeyri, verði greidd uppbót, sem heimilt er að greiða ef sýnt þykir að lífeyrisþegi geti ekki komist af án frekari aðstoðar. Sækja þarf um slíka uppbót til Tryggingastofnunar ríkisins eða um- boðsmanna hennar úti á landi og er hún úrskurðuð af lífeyrisdeild stofn- unarinnar. Tekjur Lífeyrir Tekjutr. Huppb. Sérstök huppb. Ráðsttekjur 0 7.581 13.166 4.475 3.078 28.300 2.000 7.581 13.166 4.475 1.078 28.300 3.078 7.581 13.166 4.475 0 28.300 7.900 7.581 13.166 4.475 0 33.122 15.000 7.581 9.971 3.388 0 35.940 25.000 7.581 5.471 1.859 0 39.911 Tekjurámán. (þ.m.t. lífeyrsj.) Lífeyrir Tekjutr. Ráðsttekjur hjá hvoru hjóna 0 6.823 13.166 19.989 11.058:2 = 5.529 6.823 13.166 25.518 15.000:2 = 7.500 6.823 12.280 26.603 25.000:2 = 12.500 6.823 10.030 29.353 50.000:2 = 25.000 6.823 4.405 36.228 Þvottaefni með fyrir- myndar merkingu Spes nefnist lágfreyðandi þvotta- efni fyrir allar þvottavélar sem nýkomið er á markaðinn hér á landi. Þetta þvottaefni hefur algera sér- stöðu á íslenskum þvottaefnamark- aði hvað varðar merkingu sem er til hreinnar fyrirmyndar. Þvottaefnið er pakkað sérstaklega fyrir Sund hf. sem flytur þetta þvottaefni inn. Við hönnun umbúð- anna var höfð samvinna við Holl- ustuvemd ríkisins vegna innihald- slýsinga og vamaðarmerkja sem þurfa að vera á umbúðum sem þess- um. Sund hf. hefur undanfarin ár flutt inn og dreift mat- og nýlenduvörum m.a. frá Spar. Nýja Spes þvottaefnið méð öðrum hreinlætisvörum með sama nafni, em sömu vörur og áður vom seldar undir vörumerki Spar. Varð að hætta dreifingu á þeim vegna lögbanns sem Frigg hf. kom á vegna skráningar sinnar á vöm- merkinu Sparr. Spes-línan samanstendur af þvottaefni í 3ja kg pakkningum, mýki í 4 lítra brúsum, hreingeming- arlegi í eins lítra umbúðum og uppþvottalegi í eins og tveggja lítra þann eiginleika að eyðast í náttú- umbúðum. Þessar tmibúðir hafa mnni. -A.BJ. Haft var samráð viö Hollustuvernd rikisins viö hönnun og merkingu á umbúöum þessa þvottaefnis sem nýkomiö er á markaöinn hér á landi. DV-mynd JAK OLAFSVIK Okkur vantar blaðbera í Ólafsvík. Upplýsingar hjá Lindu í síma 61269. FRÖNSKUNÁMSKEIÐ ALUANCE FRANCAISE 13 vikna haustnámskeið hefst mánudaginn 21. sept- ember. Kennt verður á öllum stigum ásamt bók- menntaklúbbi, barnaflokki og unglingaflokki. Einkatímar eftir óskum. Undirbúningur fyrir próf i A.F. í París. Innritun ferfram á bókasafni Alliance Francaise, Lauf- ásvegi 12, alla virka daga frá kl. 14.00 til 19.00 og hefst fimmtudaginn 10. september. Allar nánari upp- lýsingar fást í síma 23870 á sama tíma. Veittur er 10% staðgreiðsluafsláttur og 15% stað- greiðslafsláttur fyrir námsmenn. Ath. Greiðslukorta- þjónusta (EURO, VISA). Clarke GÓLFÞV0TTA- 0G TEPPAHREINSIVÉLAR Clarke Leader 2400 dl gólf- þvottavél fyrir stærri verslanir og húsa- kynni. Þvottageta 3.200 m2 á klukku- stund. ^ajSSf- Clarke ext 311 og 515 teppa- hreinsivélar. TB 16 gólfþvottavél fyrir minni húsa- kynni. Þvottageta 780 m2 á klukku- stund. Clarke EIGUM ÞESSAR VÉLAR FYRIR- LIGGJANDI. brsteinsson ohnson ht ÁRMÚLI 1 105 REVKJAVlK SÍMI 91-685533

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.