Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1987, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1987, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1987. 25 ' Fólk í fréttum Jón Helgason Jón Helgason landbúnaðarráö- herra hefur verið í fréttum DV vegna umræðna um niðurgreiðslur á land- búnaðarafurðum. Jón Helgason er fæddur 4. október 1931 á Seglbúðum í Landbroti og varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1950. Hann stóð fyrir búi móður sinnar í Seglbúðum nokkur ár aö námi loknu og hefur verið bóndi í Seglbúðum síðan 1959. Jón var stundakennari við unglingaskól- ann á Kirkjubæjarklaustri 1966-1970 og varð oddviti Kirkjubæjarhrepps 1967. Hann hefur verið alþingismað- ur Suðurlands síðan 1974 og varð dómsmála- og landbúnaðarráðherra 1982 og landbúnaðarráðherra í nú- verandi stjóm. Kopa Jóns er Guðrún Þorkels- dóttir, stýrimanns í Rvík, Sigurðs- sonar og konu hans, Bjameyjar Bjamadóttur. Systur Jóns era Margrét, kona Erlends Einarssonar, fyrrv. forstjóra SÍS, Ólöf, hjúkrunarkona, gift Bimi Bergsteini Bjömssyni, verslunar- stjóra hjá SÍS, og Asdís, gift Einari Hauki Ásgrímssyni, vélaverkfræð- ingi í Rvík. Foreldrar Jóns em Helgi Jónsson, b. í Seglbúöum í Landbroti, og kona hans, Gyðríður Pálsdóttir. Helgi var bróðir Ólafar, móður Kristjáns Torfasonar, bæjarfógeta í Vest- mannaeyjum. Helgi var sonur Jóns b. í Seglbúðum, Þorkelssonar. Móðir Jóns í Seglbúðum var Guðríður Magnúsdóttir, Kirkjubæjarklaustri á Síðu, Jónssonar, b. og hreppstjóra á Kirkjubæjarklaustri, Magnússon- ar. Meðal systkina Magnúsar vora Þórunn, amma Jóhannesar Kjar- vals, Guðríður, langamma Sveins á Fossi í Mýrdal, afa Sveins Runólfs- sonar landgræðslustjóra og Brypju Benediktsdóttur leikstjóra, og Guðný, amma Eldeyjar-Hjalta, afa Hjalta Geirs Kristjánssonar, fyrrv. formanns Verslunarráðs. Móðir Magnúsar var Guðrún Oddsdóttir, systir Guðríðar, langömmu Helga Bergs, forstjóra Sláturfélags Suður- lands, föður Helga Bergs, banka- stjóra Landsbankans, og Jóns H. Bergs forstjóra. Bróðir Guðrúnar var Sigurður, langafi Guðbrands, fóður Ingólfs, forstjóra Útsýnar, og Þorfinns, afa Ómars Ragnarssonar. Móðir Guðríðar var Kristín Teits- dóttir, systir Matthildar, langömmu Hólmfríðar, ömmu Júlíusar Sólness alþingismanns. Matthildur er einnig langamma Guðrúnar, móður Péturs Sigurgeirssonar biskups. Móðir Helga var Ólöf Jónsdóttir, b. í Segl- búöum, Jónssonar, b. í Seglbúðum, Jónssonar, bróður Guðlaugar, ömmu Ástu sem var amma Davíðs Oddssonar borgarsljóra. Móðir Jóns, Gyðríður, er systir Guðrúnar, móður Hjörleifs Gutt- ormssonar alþingismanns, dóttir Páls, b. í Þykkvabæ í Landbroti, bróður Sigríðar, ömmu Ingólfs Guð- brandssonar, sonar Sigurðar, b. í Þykkvabæ, Sigurðssonar. Móðir Jón Helgason. Páls var Guðríður, dóttir Sigríðar Jónsdóttur, systur Magnúsar á Kirkjubæjarklaustri. Móðir Gyðríð- ar var Margrét Elíasdóttir, b. á Syðri-Steinsmýri, Gissurarsonar, og Gyðríðar Þórhalladóttur, b. í Mörk, Runólfssonar. Jónatan Jakobsson Jónatan Jakobsson, fyrrverandi skólastjóri, Leifsgötu 4, Reykjavík, er áttraeður í dag. Jónatan er fæddur á Torfastaða- húsum í Miðfirði og var í Alþýðu- skólanum á Hvítárbakka. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Menntaskólan- um á Akureyri 1931 og kennaraprófi 1934. Jónatan var kennari í Staðar- skólahéraði í Húnavatnssýslu 1931-1938 og í Fremri-Torfustaða- skólahéraði 1938-1940 og 1942-1945. Hann var skólastjóri bamaskólans á Drangsnesi í Strandasýslu 1941-1942 og kennari í bamaskólanum í Vest- mannaeyjum 1945-1949. Jónatan var kennari á Jaðri við Reykjavík 1949-1951 og í Vestur-Eyjafjalla- skólahverfi 1951-1952. Hann var skólastjóri bamai'zólans í Austur- Eyjafiallaskólahverfi 1952-1953 og bamaskólans í Fljótshlíð 1953-1970. Fyrri kona Jónatans var Svanhvít Stefánsdóttir, b. í Stóra-Lambhaga í Garðahreppi í Gullhringusýslu, Magnússonar og konu hans, Jó- hönnu Jóhannsdóttur. Böm þeirra era Jakob, vélstjóri í Kópavogi, kvæntur Bimu Hervarsdóttur, Sig- rún, lést ung, og Stefán, tjónaskoð- Jónatan Jakobsson. unarmaður í Kópavogi, kvæntur Ásu Benediktsdóttur. Seinni kona Jónatans var Margrét Auðunsdóttir, b. í Dalseli undir Eyjafiöllum, Ingv- arssonar og konu hans, Guðlaugar Helgu Hafliðadóttur, en hún lést 1970. Böm þeirra era Auður, kenn- ari, gift Aðalsteini Guðmundssyni, vélvirkja í Keflavík, Sigrún Helga, sagnfræðinemi, gift Gesti Bjöms- syni, kennara í Iðnskólanum. Systidni Jónatans era Benedikt, verslunarmaöur í Brynju í Rvík, kona hans er Svandis Guðmunds- dóttir, Marinó, b. í Skáney í Reyk- holtsdal, kona hans er Vilborg Bjamadóttir, Elín, maður hennar er Halldór Guðjónsson, fyrrv. skóla- stjóri í Vestmannaeyjum, Þuríður, býr í Rvík, Guðrún, er látin, maður hennar var Finnbogi Ingólfsson, starfsmaður ESSO. Foreldrar Jónatans vora Jakob Þórðarson, b. á Torfustaðahúsum í Miðfirði, og kona hans, Helga Guð- mundsdóttir. Faðir Jakobs var Þórður, b. á Torfastöðum efri, Narfa- sonar. Móðir Jakobs var Guðrún Ámadóttir, b. á Efri-Torfastöðum, Einarssonar. Móðir Jónatans, Helga, var dóttir Guðmundar, b. á Barkarstöðum í Miðfirði, Sigmundssonar. Móðir Helgu var Margrét Jónsdóttir, b. og hreppstjóra á Bjargarstöðum í Húnavatnssýslu, Bjömssonar. Jónatan ætlar að taka á móti gest- um í Hallarseli að Þarabakka 3 eflfr kl. 17 á afmælisdaginn. Lilja Jónasdóttir Lilja Jónasdóttir, Þórunnarstræti 134, Akureyri, er sjötug í dag. Lilja er fædd í Syðri-Villingadal í Saur- bæjarhreppi í Eyjafirði og alin þar upp til fiögurra ára aldurs en átti síðan heima að Leyningi. Árið 1938 flutti hún til Akureyrar þar sem hún réð sig í heimilishjálp og starfaöi við það þangað til hún gifii sig 1944. Maður hennar er Karles, f. 15.10. 1909, en hann hefur verið starfsmað- ur hjá Mjólkursamlagi KEA. For- eldrar Karlesar vora Tryggvi, b. á Jórunnarstöðum í Eyjafirði, Sig- urðsson og Lilja, frá GuIIbrekku við Eyjafiörð, Frímannsdóttfr. Lilja og Karles eiga sjö böm: Lilja Margrét, f. 1943, er gift Aðalgeiri Finnssyni, byggingameistara á Ak- ureyri, og eiga þau þijú böm. Hreinn, byggingastarfsmaður, f. 1944, á tvö böm og býr á Akureyri. Ævar, trésmiður í Vestmannaeyj- um, f. 1946, er giftur Emu Sigur- laugsdóttur og eiga þau þijú böm. Karl Jóhann, húsasmiður, f. 1946, er giftur Elísahetu Svavarsdóttur. Þau eiga þijú böm og búa á Akureyri. Tryggvi, f. 1949, er bankafulltrúi á Fáskrúðsfirði. Hans kona er Berg- þóra Bergþórsdóttir og eiga þau tvö böm. Jónas, f. 1951, er verkfræðing- ur og starfar hjá Verkfræðiskrifstofu Sigurðar Thoroddsens á Akureyri. Hann er giftur Sigrúnu Hannesdótt- ur og eiga þau þijú böm. Frímann er svo yngstiu-, f. 1953. Hann er starfsmaður hjá Mjólkursamlagi KEA og býr í foreldrahúsum. Systkini Lilju urðu níu og komust þau öll til fiillorðinsára nema það yngsta sem dó í bemsku. Föðurætt Lilju er úr Skagafirðin- um en móðurætt úr Eyjafirði. Foreldrar hennar vora Jónas Tóm- asson og Margrét Valdimarsdóttir, b. á Kolgrímsstöðum í Saurbæjar- hreppi. Andlát Alexander H. Bridde bakarameist- ari, Kleifarseli 9, varð bráðkvaddur aðfaranótt sunnudagsins 20. sept- ember. Aðalheiður Björnsdóttir, Hring- braut 52, Reykjavík, andaðist á Sólvangi, Hafnarfirði, sunnudag- inn 20. september. Oddsteinn Friðriksson lést 21. september á Hrafnistu í Reykjavík. Svavar Jóhannsson, fyrrverandi bifreiðaeftirhtsmaður, Bjarkarstíg 1, Akureyri, lést 19. september. Gísli Elísson, Vinaminni, lést í sjúkrahúsinu á Seyðisfirði aðfara- nótt 19. september. Unnur Guðmundsdóttir andaðist á Kristneshæli 19. september. Rósa Sigurðardóttir frá Merkigili, Þórunnarstræti 123, Akureyri, lést laugardaginn 19. september á dval- arheimilinu Hlíð. ®UÐsö«r Bðjfí^ Komið á afgreiðsluna" Þverholti 11 um hádegi virka daga. SÍMI27022 Afmæli Ágúst Georg Erlendsson Ágúst Georg Erlendsson málara- meistari, Minni-Grund, Blómvalla- götu 12, Reykjavík, er áttræður í dag. Agúst fæddist að Brúsastöðum í Vatnsdal en missti móður sína þeg- ar hann var fiögurra ára og var alinn upp hjá vandalausum, þeim hjónum Hallgrími Jónssyni, b. á Hnjúki í Vatnsdal, og Þorbjörgu Þorsteins- dóttur. Þegar Ágúst var tæplega fimmtán ára fór hann til Hvamms- tanga og var þar hjá föður sínum í tvö ár en hélt síðan til Reykjavíkur þar sem hann vann við flutninga á eyrinni og víðar með hestum og hestvögnum. Áriö 1926 hélt Ágúst til Vestmannaeyja og lærði þar húsa- málun hjá Einari Lárassyni. Agúst kom svo aftur til Reykjavíkur 1929 og stundaði málningarvinnu í fiölda ára. Hann fékk meistarabréf í iðn- inni árið 1942. í Reykjavík var hann fyrst við málarastörf hjá Jóni Jóns- syni, bróður Ásgríms Jónssonar listmálara, en vann annars víða við iön sína. Ágúst var fastráðinn mál- ari hjá Reykjavíkurborg frá 1970 og þar til hann lét af störfum sakir ald- urs. Hann hefur búið víða í Reykja- vík á þessum árum en þó oftast í gamla bænum, eins og t.a.m. á Lind- argötunni, Lokastígnum og Njáls- götunni. Árið 1984 flutti Ágúst á Minni-Grund á Blómvallagötu en þar býr hann nú. Ágúst hefur verið í MSFR frá 1933. Hann var aðstoðarritari félagsins 1942^44, varaformaður þess 1945 og sat í iðnráði sama ár. Hann var í Ágúst Georg Erlendsson. fulltrúaráði félagsins 1937-38 og í trúnaðarráði þess 1943-46 og 1947-52. Ágúst eignaðist dóttur, Helgu, með Ágústu Guðmundu, f. 13.8.1914, dótt- ur Eiríks Gislasonar, smiðs og málara, á Eyrahakka og konu hans, Guðrúnar Ásmundsdóttur. Ágúst átti eina alsystur sem nú er látin. Hún hét Ingibjörg en hennar sambýlismaður var Albert Guð- mundsson, b. á Heststöðum í Hnappadal. Þeirra sonur er Guð- mundur Albertsson sem nú er b. á Heststöðum. Foreldrar Agústs vora Erlendur, síðast b. á Umsvölum, Bjamason og kona hans, Helga Guömundsdóttir, ættuð frá Ytri-Ey og Homi á Strönd- um. Systkini Helgu vora Jón, b. á Núpi í Laxárdal, og María sem gift var Bjama Péturssyni smið í Reykja- vik. Páll Kristinsson Páll Kristinsson vélsfióri, Njarð- víkurbraut 32, Njarðvík, er sextugur í dag. Páll fæddist í Hrísey og var alinn þar upp hjá foreldrum sínum en flutti með þeim til Njarðvíkur þegar hann var nífián ára. Hafði hann þá verið þar eina eða tvær vertíöir áður. Páll var í vélsfióra- námi á Akureyri en hann starfaði sem vélsfióri í frystihúsinu Bryfijólfi í Njarðvíkum í fiöratíu ár. Árið 1948 giftist Páll Sigrúnu Óla- dóttur, f. 1928. Sigrún er dóttir Óla Bjamasonar og Elínar Sigurbjöms- dóttur en þau búa í Grímsey. Páll og Sigrún eiga þrjú böm, Kristin, Elínu Margréti og Vilhelm- ínu, en þau era öll gift og búsett í Innri-Njarðvíkum. Bamaböm þeirra Páls og Sigrúnar era nú orðin sjö. Foreldrar Páls vora Kristinn Páls- son og Vilhelmína Baldursdóttir, bæði úr Hrísey. 80 ára 50 ára Analius G. Hagvaag, Barmahlíð 34, Reykjavík, er áttræður í dag. Gísli Ólafsson sjómaður, Kóngs- bakka 6, Reykjavík, er fimmtugur í dag. 60 ára Fjóla Jóhannsdóttir, Hlíðarlandi, Árskógshreppi, er fimmtug í dag. Bjarni Ólafsson, Heiðargerði 84, Reykjavík, er sextugur í dag. 40 ára Egill O. Strange módelsmiður, Þrastarhrauni 5, Hafnarfirði, er sextugur í dag. Jón Sigurðsson læknir, Brekku- byggð 24, Garðabæ, er fertugur í dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.