Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1987, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1987. Fréttir Skoðanakönnun DV Flestir vilja að ríkið eigi Útvegsbankann Hart er deilt um Útvegsbankann. Flestir landsmenn vilja aö ríkið eigi IRvegsbankann samkvæmt skoðana- könnnun DV um síðustu helgi. Þetta er þó aðeins rúmlega fjórðungur þeirra sem afstöðu taka. Næst á eftir koma þeir sem telja að SÍS eigi að eiga bankann og síðan þeir sem telja 33- menningana svonefndu eiga að fá hann. Lítum fyrst á stöðuna. Ríkið á nú langmestan hlut Útvegsbankans, sem er hlutafélag. Bankinn er til sölu. SÍS lagði fram tilboð í bankann. Eftir það brugðust einkaaðilar við og svonefhd- ir 33-menningar eða KR í höfuðið á Kristjáni Ragnarssyni gerðu tilboð. í þeirri sveit eru margs konar fyrir- tæki, einkum Eimskip, sem ekki eru í útgerð, en sum eru í útgerð. Þeir sem í könnuninni sögðu að útvegurinn, útgerðarmenn og sjómenn, ættu að eignast bankann eru þvi sérhópur. Loks hefur hevrst að starfsfólk og við- skiptavinir bankans kynnu að gera tilboð en það er allt á huldu. í könnun- inni nefhdu sumir starfsfólkið en enginn viðskiptavini sem slíka. Niðurstöður könnunarinnar urðu þær að 3 prósent sögðu að starfsfólkið ætti að eignast bankann. 8,8 prósent úrtaksins nefndu 33-menningana. 12,5 prósent nefndu SÍS. 8,2 prósent vildu að bankinn yrði almenningshlutafé- lag, sem hefur verið nokkuð í umræðunni. 15,7 prósent úrtaksins sögðu að ríkið ætti að eiga bankann. 4.8 prósent sögðu að bankinn ætti að vera í eigu útvegsins. 2 prósent töldu að bankann ætti að leggja niður. 39,7 prósent voru óákveðnir enda máið flókið. 5,3 prósent vildu ekki svara. Þetta þýðir að þeir sem afstöðu taka skiptast þannig: 5,4 prósent segja staxfsfólkið. 16,1 prósent vilja að 33- menningamir eignist bankann. 22,7 prósent segja að SÍS skuli fá bankann. 14.8 prósent vilja gera hann að al- menningshlutafélagi. 28,5 prósent vilja að ríkið eigi bankann. 8,8 prósent vilja að útvegurinn eigi bankann. Loks vilja 3,6 prósent leggja bankann niður. Úrtakið í könnuninni voru 600 manns. Jafnt var skipt milli kynja og jafnt milli Stór-Reykjavíkursvæðisins og landsbyggðarinnar. Spurt var: Hver eða hveijir telur þú að eigi að eiga Útvegsbankann? -HH fólks i inni Kona á Austurlandi kvaðst vilja leggja Útvegsbankann niður og raunar hafa aðeins emn banka í landinu. Karl á Reykjavíkursvæð- inu sagði að SÍS mætti alls ekki fa bankann en hann gæti ekki gert upp við sig hver ætti að fá hann. Karl á Reykjavíkursvæðinu sagði að SÍS hefði átt að fá bankann miðað við hvemig tilboðið hefði verið sett upp. Annar sagði aö hlutafélag. Margir lýstu sérstak- lega þeirrí skoðun að SÍS ætti ekki að eignast Útvegsbankann. Kona á Norðurlandi sagöi aö það væru svo margar flóknar hliöar á Útvegs- bankamálinu að hún hefði ekki vit á því. Karl á Norðurlandi sagði best að þetta væri rfkisbanki. Karl á Norðurlandi sagði aö SÍs hefði gert fyrst tilboö og skyldi því fá bankann. Karl á Norðurlandi taldi SÍS hafa staðið óheiðarlega aö málinu. Kona á Reykjavíkursvæð- inu sagði aö Sambandið væri aö •HH Súluritið sýnir hlutföllin milli þeirra sem tóku afstöðu í skoðanakönnuninni. Niðurstöður skoðanakönnunarinnar urðu þessar: Hver á að eiga Útvegsbankann? Starfsfólk bankans 18 eða 3,0% 33-menningarnir 53 eða 8,8% SÍS 75 eða 12,5% Almenningshlutafélag 49 eða 8,2% Ríkið 94 eða 15,7% Útvegurinn 29 eöa 4,8% Bankann á að leggja niður 12 eða 2,0% Óákveðnir 238 eða 39,7% Svara ekki 32 eða 5,3% Ef aðeins eru teknir þeir, sem tóku afstöðu, verða niðurstöð- urnar þessar: Starfsfólkið 5,4% 33-menningarnir 16,1% SÍS 22,7% Almenningshlutafélag 14,8% Ríkið 28,5% Útvegurinn 8,8% Leggja bankann niður 3,6% Vigdís sæmd heiðursdoktorsnafnbót í Bordeaux: Fyrsti þjodhofðinginn sem hlýtur þann heiður Vigdís Finnbogadóttir, forseti Islands, kveöur hér forseta háskólaráösins í háskólanum i Bordeaux í Frakklandi þar sem hún var sæmd heiðurs- doktorsnafnbót í gær. DV-símamynd Bjami Hinriksson Bjami Ifiniikssan, DV, Bordeanx: Vigdís Finnbogadóttir, forseti ís- lands, tók við heiðursdoktorsnafn- bót við háskólann í Bordeaux í gærmorgun. Hefur forsetinn verið í borginni frá því á þriðjudag í opin- berri heimsókn í tengslum við eins konar íslandsdaga þar sem mark- miðið hefúr verið að styrkja menn- ingar- og viðskiptatengsl Bordeaux- búa og Islendinga. Sýning var haldin á verkum tíu íslenskra málara. Pétur Gunnars- son, Sigurður Pálsson og fleiri rithöfúndar sátu samræður um ís- lenskar bókmenntir og franskur ljósmyndari hélt sýningu á myndum frá íslandi. Ýmislegt annað var einn- ig á döfinni. Athöftún í gærmorgun fór fram í bókmenntadeild háskólans. Við at- höfnina voru íslensku sendiherra- hjónin í Frakklandi, ræðismenn íslands, Noregs, Sviss, Marokkó og Portúgals, auk fúlltrúa skólans, fyr- irmanna úr sljómmála- og menning- arlífi Bordeaux og fjölmargra annarra. Vigdís Finnbogadóttir er fyrsti þjóðhöfðinginn sem hlýtur þennan heiðurstitil og það voru forseti há- skólaráðs og lektor bókmenntadeild- arinnar sem tóku á móti henni. Forseti háskólaráðs hélt stutta ræðu þar sem hann bauð Vigdísi hiartan- lega velkomna og rifjaði upp gömul og ný tengsl íslands og Frakklands. Að því búnu afhenti hann forsetan- um heiðursskjal. Vigdís svaraði með stuttri tölu, þakkaði persónulega fyrir sig og sagðist taka við þessari nafiibót í nafni allra íslendinga. Hún minntist á Sæmund fróða og nám hans í Frakklandi og hvemig það hefði haft áhrif á sagnaritun. Að lokum talaði hún um mikilvægi tungunnar, íslenskunnar, fyrir litla þjóð eins og ísland. Athöinin var látlaus, tiltölulega stutt og að henni lokinni hélt Vigdis til hádegisveröarboðs borgarstjóra Bordeaux og forseta franska þjóð- þingsins. Greinilegt er að heimsókn Vigdísar hefur tekist vel og að viðtökur Frakka hafa verið með ágætum. Mosfellsbær: Fjöldaganga á sunnudag - vegna umferðaröryggis Það getur orðið truflun á sunnudags- bíltúr þeirra sem hyggjast aka um Vesturlandsveg þar sem hann liggur um Mosfellsbæ á sunnudaginn. Klukkan fjögur munu íbúar bæjarins safnast saman á tveimur stöðum og ganga fylktu liöi til félagsheimilisins Hlégarðs. íbúar Mosfellsbæjar geta komið á bílum sínum á milli klukkan þrjú og fjögur að skólasvæðinu að Varmá en þaðan munu skólabílar flytja göngu- fólkið til upphafsstaða göngunnar við vegamót Þingvallavegar og Vestur- landsvegar og einnig að gatnamótum við Hlíðartún. Hópamir leggja af stað klukkan fjögur og gengið verður að Hlégarði. Reiknað er með að gangan taki um 25 mínútur. Við Hlégarð verð- ur stuttur fundur þar sem lesin verður upp ályktun um umferðaröryggismál og hún síðan afhent samgönguráð- herra eða öðrum þingmanni Reykja- neskjördæmis. Vegna lokunar Vesturlandsvegar í gegnrnn Mosfellsbæ á meðan á göngunni stendur beinir lögreglan þeim tiimælum til ökumanna að þeir aki á bak við Úlfarsfell, framhjá Skyggni og síðan um Álafoss út á Vest- urlandsveg aftur. Reiknað er með að vegurinn verði lokaður í 40 mínútur frá klukkan 16.00. .jr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.