Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1987, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1987. Frjálst.óháö dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÚNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 600 kr. Verð i lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr. Fiskvinnsla er félagsmál Sjávarútvegsráðuneytið hyggst auka verndun lág- launastarfa í fiskvinnslu með því að auka skattlagningu hálaunastarfa í sjómennsku. Þessi lífskjarajöfnun niður á neðsta samnefnara felst í tvöföldun úr 10% í 20% á svokölluðum kvótaskatti á útfluttan ísfisk. Þetta er hluti hinnar almennu, pólitísku hugsjónar íslendinga að draga máttinn úr vaxtarbroddinum og hlúa að kalviðnum. Þessi hugsjón er rekin áfram af öll- um stjórnmálaflokkunum og hefur náð fullkomnun í ríkisrekstri hins hefðbundna landbúnaðar kúa og kinda. Ríkiskerfið er smám saman að byrja að taka fisk- vinnsluna upp á sína arma. 20% kvótaskatturinn er skref á þeirri leið, vegvísir á leið greinarinnar úr at- vinnulífmu inn í eins konar félagsmálastofnun á borð við þá, sem skattgreiðendur þekkja í landbúnaði. Miklu nær væri, að ríkið styddi fiskvinnsluna til sjálfshjálpar. Á vegum Rannsóknaráðs ríkisins hefur verið fundið, að unnt væri að spara milljarða í fisk- vinnslu með 500-600 milljóna tæknivæðingu. Ríkið gæti hjálpað við að útvega lánsfé til að knýja þetta fram. Ríkismat sjávarafurða hefur reynt, að fjórðungur frystihúsa notar gaHað vatn eða óhæft til framleiðslunn- ar. Sveitarfélögin, sem einna hæst jarma um byggða- stefnu, gætu lyft litla fingri til stuðnings fiskvinnslu sinni með því að útvega henni frambærilegt vatn. Meirihluti þjóðarinnar telur enn, að fiskvinnsla auki verðmæti fisks. Fólk er næmt fyrir órökstuddum full- yrðingum um, að „fullvinna“ eigi aflann hér heima og ekki selja útlendingum of mikið af „óunnum“ fiski. Þess vegna er reynt að draga aflann inn í frystihúsin. Samt er óunni fiskurinn, ísfiskurinn, verðmætasti fiskurinn. Hlutverk fiskvinnslunnar er raunar einkum að bjarga undan skemmdum þeim afla, sem ekki er hægt að selja sem verðmætan ísfisk. En þessi rök mega sín lítils gegn grónum trúarbrögðum meirihlutans. Fiskvinnslan er orðin að hálfgerðri óperettu. Til hlið- ar á sviðinu syngur grátkór Verkamannasambandsins sorgarlög um láglaunastörfm í greininni. í hinum kant- inum eru umboðsmenn frystihúsanna í símanum til London að gabba saklausa útlendinga í vinnu tH sín. Því meira sem alvöruatvinnuvegi með hálaunafólki er refsað fyrir að sigla með ferskan fisk eða senda hann í gámum til útlanda, þeim mun meira fyUast frystihúsin af fiski, sem mannafla skortir til að bjarga undan skemmdum, vegna lágra launa og lélegrar tækni. Ef við lifðum í alvöruþjóðfélagi, heimtaði fólk, að stjórnvöld notuðu sameiginlega sjóði okkar til að efla hálaunagreinar, svo sem tölvutækni, fiskveiðar, ísfisk- útflutning og orkubúskap, svo og tH að skapa nýjar, einkum á sviði alþjóðlegra viðskipta og fjármála. Hér vilja menn hins vegar halda sem flestum á lága kaupinu í fiskvinnslu og flytja inn tH viðbótar farand- verkafólk frá útlöndum til þess að halda uppi sem mestum umsvifum í grein, er siglir í höfn hliðstæðrar félagsmálastofnunar og er í hefðbundnum landbúnaði. Að baki fiskvinnslunnar eru sölusamtök, sem gegna sama hlutverki og Sambandið í landbúnaði. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og Sölusamband íslenzkra fiskfram- leiðenda hafa misst spón úr aski tH ísfiskútflutnings og eru að verja hagsmuni sína, svo sem eðlHegt er. Ef þjóðin skildi hagsmuni sína, kæmust fiskvinnslan og sölusamtökin ekki upp með tilraunir sínar tH að draga úr framtíðargrein hins arðsama ísfiskútflutnings. Jónas Kristjánsson Einsdæmi í þing- sögunni Viðbrögð sumra stjómarþing- manna í Framsókn og Sjálfstæðis- flokki við stjómarframvarpinu um húsnæðismál em án efa einsdæmi í allri þingsögunni fyrr og síðar. Þingmenn, er setið hafa ánun sam- an á Alþingi, segjast ekki minnast þess að ráðherra hafi nokkm sinni fyrr mátt sitja í sölum Alþingis undir jafn strákslegum og ódrengi- legum árásum samstarfsflokka sem Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra í umræðum um húsnæðismálafrumvarpið er ríkis- stjóm öll hefur lagt fyrir Alþingi með venjulegum hætti og án fyrir- vara eða athugasemda. Þessi dæmalausa aðför að Jó- hönnu Sigurðardóttur félagsmála- ráðherra hefur alfarið verið fólgin í persónulegum árásum á hana og útúrsnúningmn ásamt vísvitandi rangfærslum og ósönnum fullyrð- ingum en hvergi örlað á jákvæðum tilburðum til úrbóta. Spegilmyndin Grein Guðm. G. Þórarinssonar framsóknarþingmanns í DV síðast- liðinn þriðjudag er spegilmynd af þessum málflutningi. Hér verður ekki farið að eltast við ruglið og rangfærslurnar í þess- ari grein Guðmundar lið fyrir lið en þó vikið að sumu. Guðmundur viðurkennir að nú- verandi húsnæðislöggjöf sé gölluð og takmarka þurfi sjálfvirkan að- gang að niðurgreiddu og takmörk- uðu fjármagni Byggingarsjóðs. Er það ekki einmitt markmið fmm- varpsins - eða hvað? En Guðmundur segir að úrbætur sé hægt „að gera án mikilla flækja“! Það virðist þó sannarlega flækjast fyrir þingmanninum að finna hina einu og réttlátu leið að því marki. Um hana fmnst a.m.k. enginn stafkrókur í þessari DV- grein hans. Hvað annað ætti að hafa til viðmiðunar? Spyrja mætti hvort markmið húsnæðislöggjafar á hveijum tíma eigi ekki fyrst og fremst að felast í því að hjálpa fólki til að komast undir þak í sómasamlegum íbúð- um? Er þá ekki eðlilegast að sú hjálp taki mið af þeirri aðstöðu sem fólk býr við í húsnæðismálum en ekki af einhveiju öðra ef takmarka þarf aðgang að því fjármagni sem er til ráðstöfunar? Þegar þingmaðurinn talar svo um þaö að heimildin til skerðingar og synjunar á lánveitingum sé „óskýr og illa unnin“ lætur hann eins og hann viti ekki aö sá siður tíðkist að sett sé reglugerð til nán- ari útfærslu og skilgreiningar á lögum. Hér má svo geta þess að Grétar Guðmundsson, forstöðumaður Ráðgjafarþjónustu Húsnæðisstofn- unar, hefur látið þá skoðun í ljós á fundi í húsnæðismálastjóm að vandalaust sé með athugunum á umsóknargögnum og viðræðum við umsækjendur að framfylgja skerðingar- og synjunarákvæðum frumvarpsins. Þar talar maður sem hefur reynslu og almenningsorð fyrir góð og traust vinnubrögö í sínu starfi. Virðist ekki skilja mælt mál Á einum stað í þessari grein sinni er þingmaðurinn orðinn svo flækt- ur í tilraunum sínum til að ófrægja þetta frumvarp að hann virðist ekki skflja mælt mál. Hann játar að hann skilji ekki eftirfarandi málsgrein í 2. gr. frumvarpsins: „Endanleg svör um afgreiðslu- tíma láns og lánsupphæð berist eigi síðar en einu ári áður en fyrsti hluti lánsins kemur til afgreiðslu." Nú ætti þingmaöurinn að vita aö biðtími eftir lánum lengist stöðugt a.m.k. viö óbreyttar aðstæður. Búið er að gefa út lánsloforð fyrir allt næsta ár og um 4000 umsóknir bíða afgreiðslu í lokuðu kerfi (sem Geir Haarde segir að ekkert hggi á að opna) þannig að biðtími sumra gæti farið að skipta árum. Málsgreinin hér að framan, sem Guðmundur þingmaður skilur ekki, þýðir einfaldlega að sá sem þarf að bíða í tvö ár eftir láni skal þó ekki þurfa að bíða nema í eitt ár eftir svari um það hvort hann fái lán og þá hvenær og sá sem bíð- ur í þrjú ár eftir láni skal heldur ekki 1 rfa að bíða nema í tvö ár eftir svari. Svona einfold er þessi málsgrein. KjaJIaiiim Jón H. Guðmundsson fyrrv. skólastjóri Rugluð réttlætisvitund Þá gerir Guðmundur athuga- semd við það að sá sem í upphafi hafi keypt litla íbúð og þurfi síðan að stækka við sig sé ekki settur á sama bás og þeir sem era að eign- ast sína fyrstu íbúð. Er það ekki svolitið ragluð réttlætisvitund að viðurkenna ekki að sá sem ekkert þak hefur yfir höfuðið eigi jafnvel að ganga fyrir þeim sem búa í þröngbýli? Einu sinni var þó sagt að betra væri að veifa röngu tré en öngu. Auðvitað liggur í augum uppi að fólk í þröngbýli komi í næstu forgangsröð á eftir þeim húsnæðis- lausu. Hvar er svo umhyggja Guðmund- ar G. Þórarinssonar og félaga hans í Framsókn og Sjálfstæðisflokki fyrir þeim umsækjendum sem nú- gildandi húsnæðislöggjöf vísar á dyr vegna lítilla tekna og vangetu að standa undir greiðslubyrði lána? Hvar er hún? Hvar hefur hún heyrst eða sést á því kærleiks- heimili? Hvergi. Þeirra hjarta viðist bara titra vegna efnafólksins ef nú ætti að fara að vísa því út um sömu dymar og hinum. Vísvitandi ósannindi Þá skal loks vikið að því að Jó- hanna Sigurðardóttir félagsmála- ráðherra hafi farið „einforum" og engin samráð haft um þetta hús- næðisframvarp. Þar eru vísvitandi ósannindi höfð í frammi. Félagsmálaráðherra lagði a.m.k. tvívegis framvarpið fyrir ríkis- stjómarfund er samþykkti síðan athugasemdalaust að það skyldi lagt fram sem stjómafrumvarp og undirritaður sat á einum fundi með félagsmálaráðherra ásamt öðrum fulltrúum frá Húsnæðisstofnun þar sem einnig vora mættir ráð- herramir Guðmundur Bjamason og Friðrik Sophusson. Á þeim fundi var ekki annað að heyra en allir væra sammála um nauðsyn þess að stöðva sjálfvirknina í kerfinu og taka upp skerðingar- og synjun- arákvæði í lögin. Þar að auki hafði félagmálaráð- herra meira og minna samband við embættismenn Húsnæðisstofnun- ar og einn stjómarmanna, Gunnar S. Bjömsson, var stöðugt í ráðum meö félagsmálaráðherra við gerð frumvarpsins og lét hann stjóm Húsnæðisstofnunar fylgjast með öllu sem þar gerðist. Og þó að aldr- ei færi fram bein skoðanakönnun í stjórn Húsnæðisstofnunar var samt greinilegur meirihluti fyrir því að skerðingar- og synjunará- kvæði yrðu sett í framvarpið. í þeim hópi voru báðir fulltrúar Al- þýðusambandsins í stjóminni og er ekki líklegt að þeir hafi tekið þá afstöðu án samráðs við sína um- bjóðendur. Hér er því aðra sögu að segja en þegar frumvarp að núgildandi hús- næðislöggjöf var í vinnslu. Þá þótti það ekki ómaksins vert að hafa samráð við húsnæðismálastjóm. Það framvarp eða drög að því sáust aldrei þar á borðum. Hins vegar fékk Húseigendafélag Reykjavíkur frumvarpið til umsagnar. Hver er „sök“ félagsmála- ráðherra? Hver skyldi svo vera „sök“ Jó- hönnu Sigurðardóttur þegar öllu er á botninn hvolft og öllum ósann- indum, rangfærslum og útúrsnún- ingum er mokað ofan af áróðurs- bulhnu? Jóhanna hefur einfaldlega leyft sér frá upphafi að gagnrýna þá húsnæðislöggjöf sem stendur gal- opin fyrir efnafólk en harðlæst við nefið á þeim sem minna mega sín og nú leyfir hún sér ofan í kaupið aö taka sér fyrir hendur að ráða bót á því ranglæti! Þessari gagnrýni Jóhönnu geta sumir þingmenn ekki gleymt og fyrir hana skal hún nú fá bágt. Þar liggur hundurinn grafinn. Hverjirfara nú „einförum“? Það eru þessir þingmenn sem nú fara „einförum" en ekki félags- málaráðherra, Jóhanna Sigurðar- dóttir. Tugir þúsunda landsmanna standa nú að baki hennar. Eftirtal- in fjölmenn félagasamtök hafa sent henni stuðningsyfirlýsingu: Öryrkjabandalag íslands Sjálfsbjörg landssamband fatl- aðra Landssamtökin Þroskahjálp Samtök aldraðra Stúdentaráð Háskóla íslands Bandalag íslenskra sérskóla- nema Leigjendasamtökin og Búseti landssamband. Þessu til viðbótar skrifuöu 114 fulltrúar á nýafstöðnu þingi Verka- mannasambandsins af 138 undir stuðningsyfirlýsingu við Jóhönnu að ógleymdum fjölda skeyta frá einstaklingum vítt og breitt um landið. Hvar era svo stuðningsyfirlýs- ingarnar við málstað Guðmundar G. Þórarinssonar og þeirra þing- manna sem nú róa á sama báti og hann á Alþingi gegn umbótavið- leitni félagsmálaráðherra á húsnæðislánakerfmu? Jón H. Guðmundsson ,,Er það ekki svolítið rugluð réttlætis- vitund að viðurkenna ekki að sá sem ekkert þak hefur yfir höfuðið eigi jafn- vel að ganga fyrir þeim sem búa í þröngbýli?“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.