Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1987, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1987, Síða 26
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1987. Jarðarfarir í gærkvöldi Ester Sighvatsdóttir frá Ragnheið- arstöðum verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Ester fæddist í Ártúnum á Rangárvöllum 30. maí 1931. Foreldrar hennar voru Kristín Árnadóttir frá Odda á Rang- árvöllum og Sighvatur Andrésson frá Hemlu í Vestur-Landeyjum. Átta ára gömul fluttist hún með fjölskyld- unni að Ragnheiðarstöðum í Flóa. Ester giftist Kristjáni Jónssyni frá Akureyri 1954. Þau Ester og Kristján. eignuðust fjögur börn. Pálmi Sveinsson Eyjabakka 3, verð- ur jarðsunginn föstudaginn 27. nóvember frá Fossvogskirkju kl. 15. Haukur Magnússon Tunguvegi 3, Hafnarflrði, verður jarðsunginn frá 'flafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 26. nóvember kl. 13.30. Vilhjálmur Þorsteinsson rafvirki, Álfheimum 54, verður jarösunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 26. nóvember kl. 13.30. Jónbjörn Magnússon verður jarð- sunginn frá Háteigskirkju í dag. Jónbjörn fæddist 3. ágúst 1967 og var sonur Magnúsar Þórs Hilmarssonar og Önnu Þ. Ingólfsdóttur. Jónbjörn var elstur þriggja bræöra. ■ Tilkyimingar Múlahreppur Fyrrum íbúar Múlahrepps ætla aö hittast föstudaginn 27. nóvember kl. 20 í Þinghóli, Hamraborg 11, Kópavogi. Klúbbur matreiðslumeistara Klúbbur matreiöslumeista á íslandi hef- ur gert samning viö Hagkaup um aö klúbbfélagar sjái um vörukynningar í húsakynnum Hagkaups í Kringlunni einu sinni í mánuöi í vetur. í desember veröa þó tvær vörukynningar. Vörukynningar þessar verða í sér- hönnuðum bás á fimmtudögum frá kl. 2 til lokunar verslunarinnar og munu tveir matreiðslumeistarar sjá um hverja kynn- ingu. Uppskriftir aö hverjum rétti munu !kggja frammi og hægt verður aö fá aö bragða á réttunum ásamt því aö meistar- arnir munu gefa faglegar ráöleggingar. Fyrsta kynningin verður nú 26. þ.m. og hefst, eins og áður hefur verið sagt, kl. 2 e.h. 60 ára afmæli F-erðafélags íslands - afmælishátíð. Föstudaginn 27. nóvember verður Ferðafélag íslands 60 ára. Feröafélagiö efnir til hátíðarhalda þann dag og býður félögum og velunnurum að taka þátt í afmælisfagnaði. 27. nóvember verður hátíðarfundur í Borgartúni 6 kl. 17.00. Um kvöldið kl. 20.30 verður kvöldvaka í Borgartúni 6. Efni hennar er helgað verkum Sigurðar Þórarinssonar jarð- Sveirir Einarsson kirkjugarðsstarfsmaður: Bylgjan best Ég gat hlustað óvenjumikið á útvarp í gær og vel ég nær alltaf Bylgjuna þegar þannig stendur á. Mér finnst hún hafa hæfu starfs- fólki á að skipa og eru til dæmis Ásgeir Tómasson og Hallgrímur Thorsteinsson mjög góðir útvarps- menn. Ég var heima í gærdag þannig að ég hafði tækifæri til að horfa á bíó- mynd Stöðvar 2 kl. 5. Hún var ágætis afþreying ég en skildi lítið eftir sig. Þar á eftir melti ég Popp- korn eins og vanalega. Ég reyni yfirleitt að ná báðum fréttatímum sjónvarpsstöðvanna en mér finnst 19:19 vera heldur betri og líflegri, þeir vinna skemmtilegar úr frétt- um. Á Ríkissjónvarpinu tók svo við mjög svo fróðlegur þáttúr um dýra- líf á Galapagoseyjum. Svo reyndi ég að fylgjast með þætti Pálma Gunnarssonar á Stjörnunni og var gaman að honum. Þar sem ég er íþróttasjúklingur sleppi ég aldrei frábærum íþróttaþætti Heimis Karlssonar á Stöð 2 ef ég kemst hjá því. Þar á eftir var sakamálaþáttur- inn Hunter en ég er ekki sérlega uppnæmur fyrir honum. Sá þáttur er heldur þunnur og sama marki brenndur og margir þættir í þess- um dúr. Bíómyndin á eftir, Til varnar krúnunni, var sérstaklega góð og alveg þess virði að horfa á þó ég heföi séð hana áöur. Það er hending hvað ég endist yfir sjónvarpsdagskránni og getur hún oft verið ágætis svæfingarmið- ill. Ég skil ekki fólk sem lætur hana ráða yfir sér og getur ekki slökkt þó dagskráin sé ekki búin. fræðings sem um árabil var varaforseti félagsins og um skeið forseti þess. Flutt verða verk Sigurðar í bundnu og óbundnu máli og blandað saman vísind- um og gamanmálum. - Kafft verður veitt í hléi. Kvöldvaka þessi er undirbúin af Árna Björnssyni þjóðháttafræðingi og Sigurði Steinþórssyni jarðfræðingi. Ferðafélagið hvetur felagsmenn sína til virkrar þátttöku í hátíðarhöldunum. Tónleikar Tónleikanefnd Háskólans Sjöttu Háskólatónleikar vetrarins verða haldnir í Norræna húsinu miðvikudag- inn 25. nóvember kl. 12.30-13.00. Á tónleikunum munu Sigrún Valgerð- ur Gestsdóttir sópran og David Knowles píanóleikari flytja lagaflokkinn Söngva- sveig (Liederkreis) Op. 39 eftir Robert Schumann. Ljóðin samdi Josep von Eich- endorff. Þau eru til i íslenskri þýðingu Þorsteins Gylfasonar. Sigrún Valgerður Gestsdóttir hóf tón- listarnám i Hveragerði þar sem hún er fædd og uppalin. Hún nam söng hjá Guð- rúnu Sveinsdóttur og Engel Lund við Tónlistarskólann í Reykjavík og stundaði framhaldsnám hjá Marjorie Thomas við Royal Academy of Music í Englandi og síðar í Bandaríkjunum og Austurríki. Sigrún hefur komið víða fram sem Ijóða- og óratóríusöngvari. Hún hefur einnig sungið með íslensku óperunni. Auk söng- starfa er hún kennari við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. David Knowles lauk einleikaraprófi frá Northern CoOege of Music í Manchester árið 1980. Hann fluttist til Egilsstaða árið 1982 og kenndi við Tónskóla Fljótsdals- héraðs til ársins 1985 er hann flutti til Reykjavíkur. David starfar sem undir- leikari við söngdeild Tónlistarskóla Garðabæjar og Söngskólann í Reykjavík. Áður var hann organisti Kristskirkju. David hefur komið fram sem undirleik- ari víða um land. Tónlistahátíð ungra einleikara Dagana 9.-10. nóvember fór fram í Gauta- borg lokaval þátttakenda í Tónlistarhátíð ungra einleikara sem haldin er í höfuð- borgum Norðurlanda á tvegga ára fresti og verður næst haldin í Reykjavík 25.-30. október 1988. Norræn dómnefnd valdi þátttakendur að undangengnu forvaii í hveiju landi fyrir sig. Að þessu sinni voru 8 eftirtaldir þátttakendur valdir: Píanóleikarinn Leif Ove Andsnes, Nor- egi, sellóleikarinn Michaela Fukacová Christensen, Danmörku, harmóníkuleik- arinn Geir Draugsvoll, Danmörku, selló- leikarinn Jan-Erik Gustafsson, Finnlandi, flautuleikarinn Áshildur Har- aldsdóttir, íslandi, píanóleikarinn Anders Kilström, Svíþjóð, blokkflautu- leikarinn Dan Laurin, Svíþjóð, baríton- söngvarinn Hans Olle Person, Svíþjóð. Fulltrúi íslands í norrænu dómnefnd- inni var Gunnar Kvaran sellóleikari. t I ^ BURÐA RFOLK á ófálAVW o&^Aa Ófrluxótr BLAÐ ii i X i i i i i i i t' Þórsgötu Freyjugötu Hörgatún Faxatún Aratún Goðatún i t i i i i 11i ^ t t t I Garðabæ Háholt Eskiholt Hrísholt Engimýri Krókamýri Fífumýri Löngumýri i i t t AFGREIÐSLA í. ÞVERHOLTI 11 i i i i Fréttir SIMI 27022 Reykjavík- Bæjarstjórn Kópavogs sam- þykkti í gær að falla frá forkaups- rétti aö 41 hektara úr Vatnsendal- andi sera Reykjavíkurborg kaupir á 23 milljónir króna. Um leiö var samþykktur samningur um hreinsun landamerkja sveit- arfélaganna upp í Lækjarbotna. Kópavogur fær um 10 hektara unifram það sem Reykjavík fær í þessari hreinsun og borgar tvær milljónir króna. Borgarráð samþykkti þennan landamerkjasamning og bæjar- stjórn Kópavogs samþykkti haim með 9 atkvæðum en tveir sjálf- stæðismenn af íjórum sátu hjá. Þeir höfðu lagt fram tillögu í bæjarráði um að neyta forkaups- véttar en drógu þá tillögu til baka í bæjarstjórn. Það verður svokallaöur Ofan- byggðarvegur sem skiptir lögsög- unni, en hann er ffamhald af Amarnesvegi sem liggur eftir Arnameshæö og skiptii' löndum Kópavogs og Garðabæjar. Deila Reykjavíkur og Kópavogs um nýtingu Fossvogsdalsins er óleyst eftir sem áður. Þar eru landamerki skýr en Reykjavík vUl hi-aðbraut um dalhm þar sem Kópavogur viU útivistarsvæði. Megnið af óbyggðum hluta dals- ins er innan marka Kópavogs. -HERB 550% hækkun á milli ára „Við eram hressir með þetta og stökkið á leigunni er mikið," sagði Sigurður Lárasson á Gilsá, nokkru eftir aö samingur um Breiðdalsá var frágengin. „Þetta verða um 1770 þúsund í pening- um og um 300 þúsund í seiöum fyrir næsta sumar en bændur fengu fyrír ána í sölulaun síðasta sumar 309 þúsund. Það er Stanga- veiðifélag Reykjavikur sem er með ána eins og áður,“ sagði Sig- urður ennfremur. Dýrasti dagur- inn næsta sumar verður seldur á 4500 og ódýrasti 1200 hundmð. Þykir mönnum það vera sann- gjarnt. Þetta þýðir fyrir bændur um 550% hækkun á árleigunni á milli ára og munar um minna. í byijun vikunnar var gengiö frá leigu á Norðurá í Borgarfirði fyrir næsta sumar og Stanga- veiðifélag Reykjavíkur leigði ána fyrir 16 milljónir næsta sumar en 13,3 milljónir síðasta sumar. Þetta er vísitöluhækkun ó milli ára sem hækkar hana. Ákveðiö var aö Stangaveiðifélagiö og bændur við Norðurá myndu kanna saman lifríkí árinnar. -G.Bender Norðurlondin: Viðskiptahömlum fækkar Viðskiptahömlum milli Norður- landanna hefur fækkað og til eru reglur til einföldunar viðskipta á milli landanna og viðskipti á milli landanna hafa aukist frá árinu 1984, einkum hvað varðar helstu útflutn- ingsgreinar þjóðanna. Þetta kemur fram í frétt sem gefin var út eftir sameiginlegan fund utan- ríkisviðskiptaráðherra Norðurland- anna í Reykjavík í gær. Á fundinum kom fram að þörf væri á að ná ár- angri hvað tollafgreiðslu póstsend- ingar og varúðarmerkingar á framleiðsluvörum varðar og var sérstakri embættismannanefnd fahð að gera áætlun um næstu verkefni. -ój Utanríkisviðskiptaráðherrar Norðurlanda: Á myndinni eru frá hægri þau Anita Gardin frá Svíþjóð, Karin Stoltenberg frá Noregi, Steingrímur Her- mannsson, Pertti Salolainen frá Finnlandi og Nils Wilhjelm frá Danmörku. DV-mynd Brynjar Gauti Kasparov gaf Eftir sigur Karpovs er staðan í ein- víginu jöfn, hvor hefur hlotið átta vinninga. Alls tefla þeir 24 skákir og Kasparov nægir jafntefli til þess að halda heimsmeistaratitlinum. Sautj- ánda skákin verður tefld í dag og þá hefur Karpov hvítt. -JLÁ Heimsmeistarinn Garrí Kasparov gaf sextándu einvígisskákina við Anatoly Karpov í gær án þess að tefla skákina áfram. Er skákin fór í bið á mánudagskvöld hafði Karpov peði meira og yfirburðastöðu og uppgjöf Kasparovs kom því ekki á óvart. Maðurinn ófundinn Ungi maðurinn, sem auglýst hefur verið eftir, er enn ófundinn. Maður hefur gefið sig fram og telur hann sig hafa séð þann týnda við slökkvi- stöðina á Reykjavíkurflugvelli um klukkan tvö aðfaranótt sunnudags. Leitin, sem farið hefur fram, hefur að mestu snúist um að hann hafi verið við Reykjavíkurflugvöll. Sá sem leitað er heitir Guðmundur Finnur Björnsson frá Hvanna- brekku, nú til heimilis að Tjarnar- götu 10 í Reykjavík. Guðmundur er 182 sentímetrar á hæð, grannur og ljóshærður og notar gleraugu. Hann var klæddur í ljósgráan jakka og ljós- gráar buxur, í skyrtu og með hálstau og í svörtum skóm. Eins og fyrr segir telur maður sig hafa séð hann við Reykjavíkurflug- völl um klukkan tvö aðfaranótt sunnudags. Annars sást síðast til Guðmundar við veitingahúsið Hollywood um miðnætti aðfaranótt sunnudags. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.