Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1987, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1987, Blaðsíða 2
28 MÁNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1987. íþróttir Staðan í kvennaflokki Eftir fyrstu keppnisvdku í heimsbikar skíðaíþróttanna er staöan ntj þessi í kvenna- flokki: (1) Mateja Svet, Júg....40stig (2) Blanca Ochoa, ftal.35 stig (3) Sigrid Wolf, Aus. ...35stig (4) V- Schneider, Svi...21stig (5) Christia Guetlen, V-Þ...20 Sigrid Wolf geysist hér niður snarbratta fjallshlíð í Sestriere á Ítalíu. Simamynd Reuter Skíði - heimsbikarinn Sigríður Wolf vann sigur í risasvigi Austurríska stúlkan Sigrid Wolf vann glæstan sigur í risastórsvigi heimsbikarsins á laugardag. Var þetta hennar fyrsti sigur í heims- bikarnum hérna megin Atlantsála en hún hefur tvívegis hreppt gull í Ameríku, í bæöi skipti í hinni erfiðu braut í Vail í Colorado. „Brautin var stórkostleg. Það var hreint út sagt stórkoslegt aö renna sér hérna,“ sagöi Wolf við heims- pressuna eftir keppnina sem fór fram í ítalska bænum Sestriere á laugar- dag. Var Sigríður að vonum ánægð með sinn hlut, átti enda erfitt upp- dráttar á síðasta keppnisári. Italinn Alberto Tomba sem sigraði i svigi heimsbikarsins um helgina. Simamynd Reuter Tími hennar nú var 1:16,64 mínút- ur. Júgóslavneska stúlkan Mateja Svet kom næst Wolf á tímanum 1:16,69 mínútur. Þriðja í risastórsviginu varö síðan Sylvia Eder frá Austurríki, fékk tím- ann 1:17,70. -JÖG Tomba tók fyrsta gullið Fyrsta keppni heimsbikarsins á skíðum í karlaflokki fór fram nú um helgina. Keppt var í svigi í bænum Sestrire á Italíu. Öllum á óvart hreppti heimamaðurinn Alberto Tomba sigur og kunnu fjölmargir áhorfendur það vel að meta - tími hans var 1:44,96 mínútur. Tomba hafði betur í keppni við ekki verri kempur en Pirmin Zur- briggen sem mátti sætta sig við sjöunda sæti sem er nokkuð aftar en að jafnaði. í öðru sæti í sviginu á fóstudag varð arftaki Ingemar Stenmark í Svíaríki, Jonas Nilsson, - fékk hann tímann 1:45,76 mínútur. Þriðji varð síðan Gúnter Mader frá Austurríki með tímann 1:46,89 mín- útur. Eftir keppnina var mikill völlur á Tomba enda var þessi sigur hans fyrsti í heimsbikarnum. í spjalli við blaöamenn eftir keppnina kvaðst Tomba stefna að sigri á vetrarólymp- íuleikum sem nú eru framundan. • „Jæja! Ég tók gamla Lancerlnn í neflð. Er þá Muggur á Gamli Lancer gaf upp öndina Um helgina gaf einn frægasti rallbíll landsins upp öndina er honum var ekið með tilþrifum út í hraun, nærri Grindavík. Ökumenn komust ómeiddir úr hildarleiknum en litu ósjálega blikkhrúgu er þeir komu undir himin. Lancerinn, sem þótti spegilfag- ur á árinu 1974, var með í fyrstu rall-keppni íslands. Reyndist hann þá bæði lipur og skæður mótheijum sínum eins og jaíhan síðan. Eigendur Lancersins hafa verið margir í gegnum tíðina. Eftir þvi sem Muggur kemst næst hefur bry tinn og ökuþórinn Bragi Guö- mundsson átt bílinn fimm sinn- um. í hvert skipti komst Lancerinn lífs af viö illan leik en nú er hann loksins horfmn af sérleiðunum. Loia þaö sjálfsagt keppinautar og sauðkindur sem hafa sótt í saltið viö vegakant- ana. Fiábær aðstaða að Varmá íþróttafréttamenn hafa lengi búiö viö illan kost hvað starfsað- stöðu varðar á keppnisvöllum. Minnisstæð er Muggi aöstaöan á Valbjarnarvelli og Hliöarenda þar sem sparkkappar mætast. Hafast skriffmnar við i tjaldi, á báðum stööum, og rignir á gögn blaðamanna ýri eitthvað úr lofti. Þá safnast hópar manna gjaman framan við þessi tjöld og fer þá leikurinn iðulega fyrir ofan garð og neðan. í íþróttahúsum er aðstaðan jafnan betri en þó hvergi jafngóö og í iþróttahúsinu að Varmá í Mosfellsbæ. Em þar góö borð fyr- ir gögn blaðamanna og vinnuljós ágætt. Þá er útsýni yfir allan kappvöllinn og áhorfendur kom- ast hvergi til að skyggja á iþrótta- viöburðinn. Eiga Mosfellingar heiöur skilinn fyrir þetta frábæra framlag sitt. Áhugi mikill að komast til Seoul Mikill áhugi er hjá iþróttaá- hugamönnum hérlendis að komast á ólympíuleikana í Seoul. Margir í þeirra hópi em komnir svo langt í þeim efnum að þeir em búnir að ákveða sumarfrí á þeim tíma sem leikarnir verða. Áhugi manna beinist aðallega að þátttöku íslenska landsliðsins í handknattleik. í bígerð er hóp- ferð á leikana í tengslura við handknattleikinn og hefur í því sambandi verið rætt um að taka stóra þotu á leigu til að ferja mannskapinn. Muggur hefur heyrt að síminn stoppi varla á skrifstofu HSÍ þar sem fólk er að spyrjast fyrir um hvernig komast megi á leikana og einnig um gistingu. Víst er að þessi mál komast á hreint Qjót- lega enda gisting á hótelum að seljast upp í Seoul. Ef marka má áhuga hér á landi verður ekki lengi að seljast upp í ferö sem þessa. Ætli það sé ekki bara best að setja upp hattinn og skella sér... Koma Kanar? Það sem af er keppnistímabil- inu hefur aösókn að körfubolta- leikjum verið í lágmarki og vita forsvarsmenn körfuboltamála vart sitt ijúkandi ráð. Sú breyting sem átti sér stað á deiidinni í ár hefur ekki hitt í mark. Muggur hefur heyrt að á næsta KKÍ verði lögð frara tillaga um að leyfa Könum á nýjan leik aö spila hér á landi og einnig að sú tillaga muni örugglega hfjóia samþykki. •usluqoi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.