Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1988, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1988, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 25. APRÍL 1988. 15 Hvert stefnum við? Fyrsta skóflustungan fyrir Ráðhús í Reykjavík hefur verið tekin. - Tákn- rænt um offors og offjárfestingu, segir i greininni. Það er haft á oröi þessa dagana að nú sé komið í algjört óefni í þjóð- arbúskapnum. Erfiðlega gangi að selja á erlendum mörkuðum, þjóð- arframleiðslan standi ekki undir neyslunni og fjárfestingunum og erlendar skuldir hrannist upp, þannig að allt stefni þetta í átt tíl hins verra. Nú skal það ekki dregið í efa hér að afturkippur hefur átt sér stað hvað varðar hagvöxt sé miðað við tvö síðustu ár, tölur tala sínu máii þar. En þegar afturkippur á sér stað, þá er að sjálfsögðu nauðsyn- legt að beita ákveðnum aðhaldsað- gerðum. Úr böndum Það er sem sagt staðreynd, að tvær stærðir í jöfnu efnahagsmál- anna hafa farið úr böndum, - þ.e. fjárfesting og neysla. Til þess að jafnan gangi upp og sé í samræmi beggja vegna jafnaðarmerkisins þarf því að draga úr fjárfestingum og takmarka neylsu. Þetta er svo auðskilið mál, að undrun sætir að ekkert sé að gert. Nú er spurt: til hvers halda allir þessir hagfræð- ingar að þeir séu? Er það ekki í verkahring þeirra að vara við áður en í óefni er komið? Við höfum ráðið hagfræðinga í æðstu valda- stöður, svo mikil er ábyrgð þeirra. Það eru þessir sérmenntuðu menn sem fást við þaö árum og áratugum saman að spá í efnahagsdæmið, en það er eins og allt beri að sama brunni, - útkoman er ýmist of eða van. í góðæri fer allt úr böndunum. Þá er keppst við að fjárfesta og eyðslan rýkur upp. Þeir sem stjórna fjármálunum eru þar í engu KjaHaxinn Karvel Pálmason alþingismaður eftirbátar í eyðslunni. Þjóðin virö- ist búa við það hlutskipti að eiga ekki meðal ráðandi manna fyrir- myndir um það sem í gamla daga var kallað ráðdeild og sparsemi. Þessi þjóð á sem betur fer ærinn auð, en það er farið illa með hann. Nú, þegar hægir á hagvextinum, þá halda hinir sömu opinberu og óopinberu aðilar uppteknum hætti, fjárfesta og eyða. - Það er því réttlát gagnrýni að tala um hagfræðinga sem fyrirferðar- mikla gerendur í þessari óstjóm. Þeir t.a.m. reikna oftast út með hinni svokölluðu „reglustrikuað- ferð“ en gleyma venjulega að taka tillit til mannlegra sjónarmiða. Þar af leiðir að þessi litla þjóð á í sífelld- um örðugleikum með útkomuna í áðurnefndri þjóðhagsjöfnu. Augljós ögrun Talandi um offjárfestingu þá er táknrænt hvað hana varðar offor- sið, sem greip borgarstjórann í Reykjavík, þegar hann öllum að óvörum tók fyrstu skóflustunguna fyrir ráðhúsinu í Tjöminni. Hún hefur sennilega ekki náð eyrum hans, vitneskjan um að nú bæri að draga úr fjárfestingum að sinni. - Á sama tíma og algjör stöðnun rík- ir á landsbyggðinni og atvinnuleysi á sér stað þar, heldur þenslan áfram á höfuðborgarsvæðinu. Hér er um svo augljósa ögrun að ræða að yfirgengilegt má kalla. Þótt þetta dæmi sé tekið hér sér- staklega um stefnulaust fjárfest- ingarbraðl, þá ber ekki að skilja það svo að þetta eigi ekki við á fleiri svtiðum. Óþarfi er að telja það upp, því þetta blasir alls staðar við. En það sorglega er að ekki virðist vera nein samstaða um skipuleg vinnubrögð, því er málum svo komið sem raun ber vitni. Hvað segja menn um þá skipulagningu sem átt hefur sér stað í fiárfestingu allra verslunarhallanna í Reykja- vík? Það hefur augsýnilega gleymst í öllum látunum að taka með í út- reikningana að það þyrfti fólk til þess að vinna í þessum höllum og þá um leið að þetta sama fólk þyrfti að fá laun fyrir vinnu sína. Ofur- kappið sem lagt hefur verið á það að koma þessum steinsteypubákn- um upp hefur því verið alls ráð- andi. Steinsteypan gengur fyrir öllu, manneskjan kemur síðar. Er það virkilega hald ráðamanna að það sé þetta sem fólkið sækist eftir? - Það er mikill misskilningur aö svo sé. Það er kominn tími til þess að við forum að gera upp hug okk- ar varðandi það hvert viö stefnum. „Hagvaxtarhungrið", sem á sér alltof marga talsmenn meöal ráð- andi manna, leiðir fyrr eða síöar til ófarnaðar. Okkur ber að keppa að stöðugleika sem aftur leiðir af sér almenna og varanlega velferð. - Karvel Pálmason „Þjóðin virðist búa við það hlutskipti að eiga ekki meðal ráðandi manna, fyr- irmyndir um það sem í gamla daga var kallað ráðdeild og sparsemi.“ Hjálpræðið kemur frá Gyðingum „Eftir að flóttamönnum Palestínuaraba var hleypt inn í Líbanon upphófst i alvöru skæruhernaður og bardagar gegn ísrael," segir í greininni. Hjálpræðið kemur frá Gyðingum sagði Kristur við kanversku kon- una við brunninn í Síkar í Samaríu (Jóh. 4.k.). Kanverska konan svar- aði m.a.: Ég veit að Messías kemur sem kallast Kristur. Jesús segir við konuna: „Ég er hann, ég sem við þig tala.“ Að endurvekja nasismann! Sr. Sverrir Haraldsson spyr í pistli sínum í Þjóðviljanum 6/4 sl. hvort gyðingar séu að endurvekja nasismann. Ég spyr sr. Sverri: Hvar í heimin- um þekkist að hægt sé að ráðast að hermönnum sem eiga að halda uppi lögum og reglum án þess að þeir verji sig? Það er vanhugsað að tala í þess- um dúr um gyðingaþjóðina sem hefur Uðið miklar þrengingar og þjáningar í gegnum aldirnar vegna náðarútvalningar Guðs á forfeðr- um þeirra. Lögmál Gyðinga var harður agi fyrir ísraelsmenn því að hlýðnin er heilög fyrir Guði. Guð gaf ísraelsmönnum þetta land og Guð fór fyrir þeim í bardögum ásamt orðum Guðs fyrir munn Móse. Jósúa leiddi þær 12 ættkvísl- ir ísraels inn í fyrirheitna landið sem þá hét Kanaansland. En Róm- verjar nefndu það Palestínu nokkrum öldum síðar. Fylla mæli synda sinna! En Guð ísraels var búinn að að- vara sinn útvalda lýð fyrir munn Móse og Jósúa að ef þeir fæm að tilbiðja guöi annarra þjóða og ef þeir gerðu sér ekki far um að hlýða „Lögmálinu" þá myndi Guð upp- ræta þá úr landinu. Þegar Nebúkadnezer Babel kon- ungur braut niður múra Jerúsalem og brenndi hana í eldi þá vom ísra- elsmenn búnir að fylla mæli synda sinna. Guð skipað Gyðingum fyrir munn Jeremía spámanns að þeir ættu að gefa sig á vald Babel kon- ungi en hét þeim jafnframt að leiða þá heim aftur að 70 ámm liðnum. í Jeremía 34.17. segir Drottinn, vegna óhlýðni Gyðinga við eina grein Lögmálsins: „Þér verðiö ofur- Kjállariim Ásdís Erlingsdóttir, húsmóðir í Garðabæ seldir sverðinu, drepsóttinni og hungrinu og ég gjöri yður að grýlu fyrir öllum konungsríkjum jarð- ar.“ 70 árum eftir Krist var Jerúsalem enn einu sinni lögð í rúst og ekki skilinn eftir steinn yfir steini. Eftir það tvístruðust Gyðingar út um allan heim þar til útlegðartíminn fullnaðist og Guði þóknaðist að leiða þá heim aftur. En Ísraelsríki var stofnað 1948. ísmael Abrahamsson! Fyrsti sonur Abrahams var ísma- el og er hann ættfaðir Araba. Móðir hans hét Hagar, egypsk kona, amb- átt Söru. En er Hagar fann að hún var með barni þá fyrirleit hún hús- móður sína. En Söru mislíkaöi og þjáði Hagar en þá flúði hún út í eyðimörkina. Engill Drottins talaði þar við Hagar og sagði m.a.: Þú ert þunguð og munt son ala og þú skalt kalla hann ísmael. Hann mun verða maður ólmur sem vilhasni og hönd hans mun verða upp á móti hverjum manni og hvers manns hönd upp á móti honum. Og hann mun búa fyrir austan alla bræður sína. Guð hét því að blessa ísmael og gjöra hann frjósaman og margfalda hann mikillega. Tólf þjóðhöfðingja mun hann geta og ég mun gjöra hann að mikilli þjóð. ísak Abrahamsson! Annar sonur Abrahams og Söm eiginkonu hans var ísak og var hann getinn samkvæmt fyrirheits- orðum Guðs á yfimáttúrulegan hátt (Sara 90 ára, Abraham 100 ára).' Guð gerði umskurnarsátt- mála við Abraham. Allt karlkyn skyldi umskera á holdi yfirhúðar þeirra. Abraham var umskorinn 99 ára gamall ásamt syni sínum ísmael, sem var 13 ára, ísak var umskorinn á 8. degi og síðan kyn- slóð eftir kynslóð. ísak og Rebekka! ísak kvæntist Rebekku frænku sinni en hún var óbyrja. ísak bað Drottin að opna móðurlíf konu sinnar og að 20 ámm liðnnm fædd- ust tvíburar, Esaú og Jakob. En Guð gaf Jakobi nafnið ísrael. Og Drottinn sagði við ísrael: Ég er Drottinn Guð Abrahams og ísaks foður þíns. Landið sem þú hvílist á mun ég gefa þér og niðjum þínum. Og niðjar þínir verða sem duft jarð- ar og þú skalt útbreiðast til austurs og vesturs, noröurs og suðurs og af þér skulu allar ættkvíslir jarðar- innar blessun hljóta. Vinátta Abrahamssona! Vinátta var með þeim bræðrum ísmael og ísak, t.d. jörðuðu þeir sameiginlega föður sinn Abraham. Ég hef hvergi lesið í Biblíunni um óvild eða hatur á milli Araba og ísraelsmanna fyrr en ísraelsmenn fóru að streyma heim aftur í fyrir- heitna landiö (fyrir u.þ.b. 40 árum). Samkvæmt orðum Óla Tynes blaðamanns um þessa atburöi (Velv. Mbl. 9/2 sl.) segir að ísraels- menn hafi beðið Palestínuáraba að fara ekki, þeim var boðinn jafn rík-. isborgararéttur og hátalarar settir upp til að þylja aftur og aftur sömu bónina: Verið kyrr, ekki fara, vinn- um saman að uppbyggingu lands- ins. Sá hluti araba, sem yfirgaf Palest- ínu, gerðist flóttafólk og hét því aö afmá gyðinga úr fyrirheitna landinu og studdu Arabaríkin þær fyrirætlanir. Ég er sammála O.T. um að ísraelsmenn beiti ógnvekj- andi hörku til aö bæla niður óeirðirnar. Kristnu arabarnir í Líbanon! Þannig vildu Palestínuarabar heldur lifa í flóttamannabúðum en að búa í samfélagi gyðinga. Það kom að því að Palestínuarabar vildu fá inni hjá kynbróður sínum, Hussein Jórdaníukonungi. En eftir blóðuga bardaga hröktu hermenn Husseins þá til baka. En eftir þau átök aumkuðu sig yfir þá kristnu arabarnir í Líbanon. Fyrir þann tíma var Líbanon unaðsreitur Mið- Austurlanda og mikið ferðamanna- land. Eftir að flóttamönnum Palestínu- araba var hleypt inn í Líbanon upphófst í alvöru skæruhernaður og bardagar gegn ísrael og er okkur kunnugt um þær skelfingar sem yfir Líbanon hafa duniö. Fyrirheitisorð Guðs! Guö elskar ekki síður araba en ísraelsmenn enda segir Ritningin að Guð fari ekki í manngreinarálit. Það er aðeins að ættleggir fyrir- heitanna þekki sinn vitjunartíma. En samkvæmt Biblíunni fengu þeir ekki sömu fyrirheitin og útvalning- una og ekki sömu fyrirheit um búsetu. Guð hét Davíö ísraelskonungi að gefa honum afsprengi og staðfesta konungdóm hans að eilífu (stytt n. Samb. 7.k.). Það afsprengi er Jak- 9bs-ísraels en ekki ættleggur Esaú, ísmaels eða sona Abrahams og Ketúru. Þessir ættleggir eru Guðs lýður þó að þeir hafi ekki fengið sömu útvalningu á fyrirheitum Guðs. Ásdís Erlingsdóttir „Ég spyr sr. Sverri: Hvar 1 heiminum þekkist aö hægt sé að ráðast að her- mönnum sem eiga að halda uppi lögum. og reglum án þess að þeir verji sig?“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.