Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1988, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1988, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 1988. 19 Dansstaðir ABRACADABRA Laugavegi Bigfoot sér um tónlistina um helgina. AMADEUS Brautarholti, sími 23333 Greifamir leika fyrir dansi í kvöld. Diskótek laugardagskvöld. ÁRTÚN Vagnhöfða 11, Gömlu dansamir fostudagskvöld kl. 21-3 og laugardagskvöld kl. 22-3. Hljómsveitin Danssporið leikur fyrir dansi bæði kvöldin. BÍÓKJALLARiNN Lækjargötu 2, sími 11340 Opiö um helgina. Á sunnudags-, mánudags- og þriðjudagskvöld kem- ur Hans Blues Boogie fram kl. 22. BROADWAY Álfabakka 8, Reykjavik, simi 77500 Einn vinsælasti danslaga- og reggae- söngvari Evrópu, Maxi Priest, kemur fram í Broadway fóstudags- og laug- ardagskvöld. CASABLANCA Skúlagötu 30 „Hip-hop house acid“ danstónlist fostudags- og laugardagskvöld. DUUS-HÚS Fischersundi, sími 14446 Diskótek fóstudags- og laugardags- kvöld. EVRÓPA v/Borgartún Diskótek fóstudags- og laugardags- kvöld. GLÆSIBÆR Álfheimum Lokað um helgina vegna einkasam- kvæmis. HOLLYWOOD Ármúla 5, Reykjavík Ball fóstudags- og laugardagskvöld. HÓTELBORG Pósthússtræti 10, Reykjavík, sími 11440 Diskótek fóstudags- og laugardags- kvöld. HÓTEL ESJA, SKÁLAFELL Suðurlandsbraut 2, Reykjavík, sími 82200 Dansleikir fostudags- og laugardags- kvöld. Lifandi tónlist. Tískusýningar öll fimmtudagskvöld. Opið frá kl. 19-1. HÓTEL ÍSLAND Lonlí Blú bojs og rokkband Rúnars Júlíussonár leika fyrir dansi föstu- dags- og laugardagskvöld. Skemmti- dagskráin „I sumarskapi" verður í beinni útsendingu á Stöð 2 og Stjöm- unni á föstudagskvöld. HÓTEL SAGA, SÚLNASAL- UR v/Hagatorg, Reykjavík, sími 20221 Hljómsveitin „Einsdæmi" leikur fyr- ir dansi á laugardagskvöld. Mímisbar opinn frá kl. 19-3. LÆKJARTUNGL Lækjargötu 2, sími 621625 Diskótek fóstudags- og laugardags- kvöld. VETRARBRAUTIN Brautarholti 20, sími 29098 Hljómsveitin Boogie spilar um helg- ina. ÖLVER Álfheimum 74, s. 686220 Opið fimmtudags-, fóstudags-, laugar- dags- og sunnudagskvöld. ZEPPELIN „ROKK-KLÚBBURINN“ Borgartúni 32 Gildran leikur fyrir dansi föstudags- og laugardagskvöld. -'P a veginn! Brýr og rœsi krefjast sérstakrar varkámi. Draga verður úr hraða og fylgjast vel með umferð á móti. Tökum aldrei áhœttu! gugFBUW Síðustu sýningar light Nights Nú um helgina fara fram síðustu sýningar feröaleikhússins Light Nights á þessu sumri. Verða þær í kvöld, annaðkvöld og á sunnudags- kvöld og hefjast allar kl. 21.00. Light Nights sýningarnar eru sérstaklega færðar upp til skemmt- unar og fróðleiks fyrir enskumæl- andi ferðamenn. Efniö er allt ís- lenskt en flutt á ensku, að undan- skildum þjóölagatextum og kveðn- um lausavísum. Meöal efnis má nefna þjóðsögur af huldufóki, tröll- um og draugum, gamlar gamanfrá- sagnir og einnig er atriði úr Egils- sögu sviðsett. Eru sýningaratriði 25 alls, ýmist sýnd með fjölmyndatækni eða leik- in. Leiksviðsmyndir eru af baö- stofu og víkingaskála. Stofnendur og eigendur Ferðaleikhússins eru Halldór Snorrason, Kristín G. Magnús og Magnús S. Halldórsson. Er leikhúsið nú að ljúka 19. starfs- ári sínu. Úr Víkingaskáia, atriði úr sýningu leikhússins. Norrænt Ragnh^iður með sýnishorn af damaskinu. Damask unnið af listamönnum Um helgina 27. og 28. ágúst verð- ur kynning og sýning á vefnaðar- vörum frá Georg Jensen Damask í anddyri Hótel Selfoss. Mun um- boðsmaður fyrirtækisins hér á landi, A. Ragnheiður Thorarensen, kynna þessa vöru á milli kl. 14 og 19 báða dagana. Danska Georg Jensen-ættin hef- ur ofiö í 500 ár. Damask-vefnaðar- vörur frá fyrirtækinu hafa hlotið viðurkenningar víða um heim fyrir gæði og hönnun. Aðeins viður- kenndir listamenn vinna fyrir fvr- irtækið. Vörur þessar eru aldrei seldar til verslana heldur einungis beint til neytenda frá verksmiðju á framleiðsluverði. Sýningin Norrænt grafik-þríár hefst í Norræna húsinu á morgun. laugardaginn 27. ágúst. Sýningu þessa hefur Norræna húsið unnið í samráði við félagið íslenska graf- ík. Er fyrirhugað að halda hana þriðja hvert ár héöan í frá, eins og nafnið gefur til kynna. Hugmynd sú er liggur aö baki er aö skapa sýningar sem kanna ákveðið viðfangsefni í grafíklist á Norðurlöndum og víðar. Þemað sem tengir að hluta listamennina á þessari sýningu er Maðurinn og notkun mannsmyndar í verkum. Að þessu sinni sýna sex grafík- listamenn á sýningunni. Eru það Vignir Jóhannesson frá íslandi. Ynve Næsheim frá Noregi. Finn Richardt Jorgensen frá Danmörku. Krystyna Piotrovvska frá Svíþjóð og Tuomo Saali frá Finnlandi. Að auki er Mimmo Paladino frá Ítalíu sérstakur gestur sýningarinnar. Finn Richardt Jorgensen er fæddur i Óðinsvéum í Danmörku árið 1949. Hann lærði í Listaaka- demíunni hjá prófessor Dan Sterup Hansen. Yngve Næsheim er fædd- ur í Bærum í Noregi árið 1960. Hann læröi í Teikni- og málara- skóla Einars Grahum 1979-81 og þrem öðrum listaskólum til ársins 1986. Krystyna Piotrowska er fædd í Zabrze i Póllandi árið 1949. Hún nam myndlist í listaskólum í Kraków og Poznan 1966-75 og siðan í Grafíkskólanum Forum, Málm- haugum. Tuomo Saali er fæddur í Piela- vesi í Finnlandi árið 1957. Hann var við listnám í listaskólum í heimal- andi sínu 1977-83 og stundaði fram- haldsnám í grafík í eitt ár. Vignir Jóhannsson er fæddur á Akranesi árið 1952. Hann lærði í Myndlista- og handíðaskóla íslands 1974-78 og í Rhode Island School of Design 1979-81. ítalinn Mimmo Paladino er fædd- uri í Paduli á Ítalíu áriö 1948. Hann er sannur myndprentari. Gagn- stætt almennum skilningi á grafík, að hún sé eftirbátur málara- og höggmyndalistar, notar Paladino ótal prentaðferðir sem milliliða- lausar tjáningarleiðir á þann hátt að bera má saman við verk eftir Picasso. Johns, Dine og aðra lista- menn sem hafa gert 'hundruð prenta, ekki aðeins i fjölföldunar- eða kaupsýsluskyni lieldur til skapandi útrásar sem skiptist á og fléttast við aðra myndlist. Sýningin verður opnuð kl. 15.00 á morgun og mun Krystyna Pi- otrowska verða viöstödd opnunina. Maðurinn og notkun mannsmynd- ar i verkum er þema sýningarinn- ar. Be-bop í Heita pottinum A sunnudagskvöldið, 28. ágúst, mun kvartett Árna Scheving spila í Heita pottinum í Duus- húsi. Auk Áma, sem leikur á Víbrafón, eru i kvartettinum Kristján Magnússon, sem leikur á píanó, Birgir Bragason á bassa og Guömundur R. Einarsson trommuleikari. Á tónleikunum, sem hefjast kl. 22.00, mun kvartettinn leika bæði gamla og nýja be-bop-standarda. grafík-þríár

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.