Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1988, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1988, Blaðsíða 30
30 LAUGA-RÐAGUR-17: -ÐESRMBER 1988. Stjómin lifir jólin og áramótin - spáir ísafjarðarkratinn Ólafur Ragnar Grímsson „Stjórnin lifir jólin." spáir Ólafur Ragnar Grímsson íjármálaráöherra þegar stund gefst frá stríðinu um fjárlögin. ,.og áramótin líka og fer létt meö. Þetta er aö vísu ákveðin tilraunastarfsemi aö vinna meö þess- urn hætti. bæði fyrir þá sem eru í stjórninni og eins fyrir þá sem eru utan stjórnar á þingi. Þetta er próf- raun. Ég sé raunar ekkert því til fyrir- stöðu aö stjórnin sitji áfram út kjör- tímabilið. Mér finnst andinn innan stjórnarinnar mjög góöur og það hafi tekist aö búa til mjög gott vinnulag. Viö erum farnir aö ná vel saman." Þeir sem fylgst hafa meö umræðum á Alþingi undanfarna daga eru marg- ir reyndar efins um vinskapinn og vinnulagið. „Þetta er mikill mis- skilningur,"'segir Ólafur Ragnar um sundurlyndi í stjórninni. „Menn vilja gleyma því að í ríkisstjórninni eru þrír flokkar og þaö er mjög flókið viöfangsefni aö ná samstööu bæöi innan flokkanna og milli þeirra. Við megum heldur eki gleyma því aö við lifum í opnu þjóöfélagi þar sem upplýsingamiölunin er ör og víötæk. Ástandið hjá þessari ríkisstjóm er ekki óvanalegra en oft hefur veriö. Þegar landsmenn bjuggu við þröng flokksblöð var ekki sagt frá því sem var aö gerast. Ríkisútvarpið sagöi þá bara formlegar fréttir. A síðustu 10 til 15 árum hefur þetta gjörbreyst. Nú er staöan þannig aö allir í landinu vita það sama og stjórnmálamenn- irnir vissu einir áöur. Aðalatriðiö er hvemig tekst til frá degi til dags. Ég tel vinnuandann og vinnulagið innan þessarar stjómar í góöu lagi.“ Prófsteinn á fleiri en rnig Síöustu daga hefur Ólafur Ragnar veriö mest í eldlínunni af stjórnarliö- um og gengur í gegnum hþrðustu rimmuna sem hann hefur háð sem stjórnmálamaður. Er þetta próf- steinninn á stjórnmálamanninnn Ólaf Ragnar? „Þaö er margt sem er prófsteinn á menn sem stjórnmála- menn,“ segir hann. „Ég held að sag- an kenni mönnum aö þaö er ekkert eitt sem er prófsteinninn. En þaö er rétt aö þaö hefur enginn fjármálaráöherra tekið viö embætti viö jafnóvenjulegar aðstæöur og haft jafnskamman tíma til að skila inn á þing fullburöa fjárlagafrumvarpi og áætlun um tekjuöflun og nýja skatta. Þaö er aldrei vinsælt hlutskipti aö leggja á skatta en þaö er nauðsynlegt. Þaö verður að nema staðar á þeirri braut aö reka ísland fyrir erlent láns- fé. Þaö er vissulega prófsteinn að fást viö það. Mér finnst aö það sem af er sé þessi vinna í eðlilegum farvegi. En hvort ég sanna mig sem stjórn- málamaður með þessu frumvarpi er ég ekki dómbær um. Ég held aö slík sönnun verði aldrei til því það sem eru talin góð verk í önn dagsins líta ööruvisi út þegar sagan dæmir þau og öfugt. Ég hugsa málin ekki þannig að ég sé búinn aö sanna mig eða ekki ef fjárlagafrumvarpið nær fram aö ganga. Ég geng aö því sem hverju öðru verki. Ég er búinn aö fást við þaö margt á undanfömum árum að þaö væri mjög erfitt aö draga eitt af því út og segja: Þetta er sönnunin." Meiri niðurskurður „Ég tel augljóst að fjárlagafrum- varpið fer í gegnum þingið en spum- ingin er hver verður þá endanleg gerð þess. Aðstæðurnar í þjóðfélag- inu eru erfiðar. Á næstu dögum kom- um við með víðtækar tillögur um niðurskurö á ýmsum sviðum. Sumt er sjálfsagt eins og 250 milljón króna niðurskurður á fjármagni til ferða- laga og risnu innan lands og utan. Annaö er erfitt vegna þess að það snertir fleiri. Ég tel það meiri prófstein á mig hvemig það gengur að vinna eftir fjárlögunum í raunveruleikanum en að koma fmmvarpinu gegnum þing- ið. Ég er nú sannfærður um að þjóð- in er nú á þeim vegamótum að hún verður að gera það upp við sig hvort hún metur sjálfstæði sitt það mikils að hún sé reiðubúin að fóma ein- hverju efnahagslega til að halda sjálfstæðinu. Það er prófsteinn á stjómina og þjóðina hvort hún vill taka á þessum málum.“ Betri skattar en síðast - Þið alþýðubandalagsmenn gagn- rýnduð síðustu stjóm fyrir að vera skattpíningarstjórn. A gagnrýni á skattabyrðina ekki lengur við? „Við í Alþýðubandalaginu höfum aldrei verið á móti sköttum. Við höf- um alltaf sagt hreinskilnislega aö nútíma velferðarþjóðfélag verður ekki byggt upp nema með sköttum. Nágrannalöndin eru líka með hærra hlutfall skatta, enda viðurkennt að velferðarþjóðfélagi verður ekki hald- iö uppi nema með háum sköttum. Undanfarið höfum við íslendingar tekið erlend lán fyrir þessum kostn- aði. En þaö er grundvallaratriöið að það á að sækja þessa skatta til þeirra sem hafa miklar tekjur og þeirra fyr- irtækja sem græða mikið. Þetta er stefnan hjá stjóminni. Skattar þessarar stjórnar eru rétt- látari en skattar síðustu stjórnar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei viljað að stóreignamennirnir í landinu borguðu hlutfallselega meira en annað fólk. Ef þetta er skattastjóm eins og hin fyrri þá er hún réttlátari og sanngjarnari og viö erum ekkert aö leyna því. Ef menn ætla að halda uppi velferðarþjóð- félaginu þá er um þaö að velja að hætta skatta eða taka meiri erlend lán. Við höfum um þetta að velja og ég vil ekki að íslendingar standi í sömu spomm og sumir af þeim mönnum frá skuldugum þjóöum sem ég hef kynnst. Þeir eru í reynd búnir að glata sjálfsforræði sínu og veröa að taka á sig gífurlegar hörmungar vegna þess að lánardrottnarnir segja hingað og ekki lengra. Hinn kosturinn sem við okkur blasir er að tapa sjálfstæðinu. Það em stór orð og hátíðleg. Mörgum reynist erfitt að skilja þetta en ég hef líka veitt því athygli að margir átta sig á þessu. Við getum ekki byggt okkar framtíð á að taka erlend lán. Þá erum viö í reynd að segja að við ætlum að lifa hér í vellystingum praktuglega en börnin okkar eiga að borga.“ Ekki bara Jóni Baldvin að kenna Ólafur Ragnar hælir sér af því að hafa komið fjárlagafrumvarpi saman á skömmum tíma og þaö bendir til að undirbúningurinn hjá Jóni Bald- vin í síðustu stjórn hafi verið fátæk- legur. Ólafur er spurður hvort hann hafi komið að öllum verkum óunn- um. „Nei, auðvitað var það ekki þannig þótt hér væri vissulega mikið af pappír í óreiðu. En ég þarf ekki að lýsa því að síðustu mánuðir ríkis- stjórnar Þorsteins Pálssonar voru óvenjulegt upplausnartímabil. Þegar ég kynnist þessu nú betur innan frá þá hefur ástandið í stjórninni verið orðið mjög kalt og sambandsleysið og trúnaðarbresturinn yfirgnæfandi. Ríkisstjórnin vann ekki þau verk sem hún átti að vinna yfir sumar- mánuðina við aö móta stefnuna fyrir næsta vetur. Fjárlögin voru óunnin þegar ég kom hingað en það var ekki vegna þess að Jón Baldvin hefði ekki unnið þau heldur vegna þess að stjórnin tók engar ákvarðanir. Það átti eftir að taka allar ákvarðanir varðandi stefn- una. Stjórn Þorsteins var ekki í því ástandi, hvorki pólitískt né sálarlega, að hún gæti sest niður og gert þetta.“ Steingrímur er ad sinna samskiptum - Nú hefur Steingrímur Her- mcmnsson, meðan umræðan um fjár- lögin hefur staðið, lengst af verið á ferðalagi. Sýnir þetta ekki áhuga- leysi hans um framgang málsins? „Nei, en Steingrímur hefur alltaf lagt áherslu á að sinna samskiptum við aðrar þjóðir. Það skil ég mjög vel og held að sé hverjum manni gagn- legt. Ég hefði t.d. ekki þá afstööu sem ég tel koma mér að gagni viö þetta verkefni nema vegna viðræðna sem ég hef átt við menn víða um heim. Það er eitt af verkefnum forsætis- ráðherra að sinna samskiptum við forystumenn annarra þjóða. Viöræð- ur hans við forsætisráðherra Bret- land og Belgíu í þessari ferð um af- stöðuna til Efnahagsbandalagsins voru mikilvægt verkefni og sú fór tafði ekki vinnu okkar hér heima. Ég hef aldrei gagnrýnt fjarveru manna nema ef þær komu í veg fyrir að verk væru unnin. Ég gagnrýndi fjarveru Þorsteins Pálssonar á síð- asta sumri, ekki vegna þess að ég teldi slæmt að Þorsteinn væri í út- löndum heldur vegna þess að ég taldi það rangt hjá forsætisráðherra að fela sérstakri forstjóranefnd að vinna verkin í stað þess að gera þau sjálfur. Það kom líka á daginn að sú ákvöröun átti þátt í að stjórnin dó vegna þess að hún fól í sér raun- verulegt valdaafsal. Ef Steingrímur hefði falið einhverj- um mönnum úti í bæ að vinna verk okkar þá hefði ég gagnrýnt það. En hann geröi það ekki. Menn verða að gera greinarmun á tilgangslausum skemmtiferðum og ferðum sem eru farnar til að sinna samskiptum við aörar þjóðir. íslenskir ráðamenn verða aö sinna þeim verkefnum. Af hverju er Gorbatsjov alltaf á ferða- lögum? Hefur hann svona gaman af að ferðast? Skýringin er auðvitaö sú að hann gerir sér grein fyrir því að örlög okkar allra í veröldinni eru svo samtvinnuð að við björgum ekki sjálfum okkur nema með víðtækri samvinnu.“ Vinnuferðir eða skemmtiferðir - Þetta er þá eins og með skattana að ferðalög þessarar stjórnar eru betri en þeirrar síðustu? „Nei það er ekki það. Það var að vísu óheppni hjá Matthíasi Á. Mat- hiesen að vera aftur í Seoul þegar hann missti ráðherradóminn. Feröa- lögin eru eins og hver önnur vinna. Þetta er púl og ég hef kynnst því sjálf- ur í minu alþjóðlega starfi. Menn verða að gera greinarmun á hvað eru skemmtiferðir og hvað vinnuferður. Ráðherrar verða að sinna alþjóðleg- um verkefnum en það má ekki vera í óhófi. Þess vegna hef ég gert tillögu um að 250 milljóna upphæð verði tekin af kostnaði ríkisins við ferðalög og risnu erlendis." Tækifæri fyrirtilviljun - Aðdragandinn að þátttöku Al- þýðubandalagsins í þessari ríkis- stjórn var mjög skammur og svo virt- ist sem flokkurinn gripi tækifærið til að bjarga sér frá gleymsku. „Við stóðum allt í einu frammi fyr- ir tækifæri sem ekki gefst nema einu sinni á áratug eða enn lengri tíma,“ segir Ólafur. „Þetta tækifæri var að ná saman félagshyggjuflokkunum. Alþýðuflokkurinn undir hinni nýju forystu hvarf frá því að hafa sjálf- stæðismenn alltaf aö meðreiðar- sveinum. Það var stefnan í 30 ár. Auövitað var þetta stór söguleg stund. Framsóknarflokkurinn hafði líka lært sína lexíu af löngu sam- starfi við Sjálfstæðisflokkinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.