Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1989, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1989, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 2. MARS 1989. Utiönd Áhyggjur af sölumönnum Pólsklr sölumenn selja allt tnilli himins og jarðar á götum Vestur- Berlínar og valda viðskipti þeirra nú áhyggjum embættismanna. Aukið ferðafrelsi hefur gert Pól- verjunum kleift að koma til borgar- innar og um síðustu helgi komu um sjö þúsund þeirra þangað til að afla sér gjaldeyris. í siðustu helgarferö vann einn Pólverjanna sér inn hálf mánaðar- laun pólsks tannlæknis með því að selja smjör, ost, pylsur og annan varning útbreiddan á teppi á göt- unni. Afraksturinn var 2800 krón- ur. Yfirvöld í Vestur-Berlín segja að Fatlaður Pólverji hjá varningi sín- um nálægt Bertinarmúmum. Simamynd Reuler þessir viðskiptahættir með óinn- pökkuð matvæli geti verið heilsu- spillandi. Fleiri handtökur Tveir menn og ein kona til viðbótar hafa veriö handtekin í sambandi við rannsóknina á morðinu á blökkudrengnum Stompie sem lífverðir Winnie Mandela hafa verið sakaðir um. Alls hafa nú átta manns verið handteknir vegna morðrannsóknarinnar. Drengurinn fannst í skurði, skorinn á háls. Hann var einn fjögurra drengja sem lífverðir Mandela rændu frá meþódistapresti sem þeir sökuðu um kynferðislegt ofbeldi. Tveir særðir skóladrengir aðstoða kennara sínn viö að gera hreint i skólastofu þelrra í bænum Ainab f Lfbanon f gær. Drengirnir voru með- al tuttugu og þriggja bama sem særðust i loftárás Israelsmanna á þriðjudaglnn. Simamynd Reuter Talið er að um tuttugu þúsund manns hafi misst útlimi í stríðinu í Afgan- istan. Simamynd Reuter Gervilimaverksmiðja opnud Alþjóða rauði krossinn opnaði aftur í gær gervilimaverksmiðju í Kabúl í Afganistan. Af öryggisástæðum hafði hún verið lokuð í þrjár vikur í sambandi við heimfór sovésku hermannanna. í verksmiðjunni, sem sett var á laggimar fyrir ári, eiga menn fyrir höndum langt og erfitt starf. Talið er að að minnsta kosti tuttugu þúsund manns hafi misst útlimi í stríðinu i Afganistan. Sumir segja að þeir geti verið miklu fleiri. Dani, sem vinnur í verksmiðjimni, sagði að tiu ára verkefni væri fram undan og bætti því við að enn lægju miiljónir jarð- sprengja á við og dreif. Feitum vísað á dyr Tólf feitir farþegar voru beðnir ura að yfirgefa Bœing 737 farþegaþotu á eynni Samos í fyrrakvöld til þess að hún kæmist í loftið. í ljós kom að þotan, sem er í eigu gríska flugfélagsins Olympic Airlines, var ofhlaðin. Rifrildi hófst um það hverjir farþeganna væru þyngstir og varð áhöfnin að skerast í leikinn. Einum farþeganna, sem var í þyngra lagi, var þó hlíft því um var aö ræða þungaða konu. Tveggja tíma seinkun varö á brottfór flugvélarinnar sem tekur 130 manns í sæti. Svindlað með ávexti Þrátt fyrir bann við viösMptum við Suður-Afríku hafa Danir flutt inn ávexti þaðan fyrir átta milljónir dansMa króna í þeirri trú að ávextimir kæmu frá Zambíu. Talið er sennilegt að ávextimir hafi veriö fluttir með vörubílum til Zambíu undir því yfirsMni að flytja ætti þá áfram til Zaire. Ávextimir vom hins vegar fluttir meö flugi til nokkurra landa í Vestur-Evrópu, þar á meðal til Danmerkur. Rannsóknir, sem danska sendiráðið í Lusaka í Zambíu hefur gert, gefa þetta til kynna. í Zambíu er bann við innflutningi á ferskum ávöxtum frá Suður-Afríku. Vegna þessa máls hafa yfirvöld í Zarabíu hafið yfirheyrslur yfir þeim sem gmnaöir em um aðild aö flutn- ingunum. Rannsóknir danska utanríkisráðuneytisins hafa leitt í ljós að í Zambíu er ræktun ávaxta ekki í því magni sem tollskýrslur i Danmörku gefa til kynna. Hreinsað í skólastofu i>v Albanir myrtir í Júgóslavíu Serbneskur byssumaöur myrti tvo Albana í bænum Kragujevac í Júgó- slavíu í gær og er búist viö að atvik- ið eigi eftir að auka frekar spennuna sem ríkir á milli þjóðarbrotanna. Sjónvarpið í Belgrad skýrði frá því í gær að ungur, atvinnulaus Serbi hefði skotiö til bana konu og son hennar í verslun þeirra. Byssumað- urinn náðist og hefur hann verið sendur í rannsókn til sálfræðings. Ekki var látið liggja að því aö maður- inn hefði framið morðin vegna hat- urs á þeim sem eru af albönskum uppruna. í sjálfstjórnarhéraðinu Kosovo, þar sem þrír háttsettir embættismenn hafa sagt af sér í kjölfar verkfalla, voru hermenn á öllum helstu þjóð- vegum. Hefur viðbúnaður hersins ekki verið jafnmikill frá því að óeirð- ir brutust út árið 1981. Yfirvöld í Belgrad sökuðu öfga- menn meðal Albana um að hafa skipulagt uppreisn og kváðust hafa aukið eftirlit við landamærin til að koma í veg fyrir smygl á vopnum og skotfærum til Kosovo. Margir námu- menn í Kosovo, verslunarmenn og kennarar neituðu að vinna níunda daginn í röð en yfirvöld skipuðu rúmlega tuttugu þúsund starfs- mönnum verksmiöja og mikilvægra þjónustugreina aö sækja vinnu. Albanir í Kosovo efndu til verkfalla í síðustu viku í mótmælaskyni við stjórnarskrárbreytingar í Serbíu sem fela í sér innlimun Kosovo þar sem Albanir eru í meirihluta. Leiðtogar kommúnistaflokksins í Júgóslavíu hafa lýst yfir þvi opin- berlega að þeir óttist algjört upp- lausnarástand í landinu. Stjórn- máladeilur eru milli hinna ýmsu héraða og almenn óánægja með efna- hagsmál. Rcuter Ungur Serbi frá Kosovohéraði mót- mælir fyrir framan þinghúsið í Belgrad. Alls tóku fimm þúsund manns þátt i mótmælaðgerðum vegna afsagnar þriggja háttsettra embættismanna í Kosovo. Símamynd Reuter Bjargað úr snjóflóði Björg Eva Erlendsdóttir, DV, Osló: Tvö snjóílóð féllu í bænum Hammerfest í Noregi í gærkvöldi. Enginn lét lífið en mörg hús eyði- lögðust. Kona með þriggja ára barn lenti i flóðinu en þeim var báðum bjargað lítiö sködduðum. Vegurinn til Hammerfest lokað- ist í flóöinu en bæjarbúar voru fluttir frá bænum með bát vegna hættu á nýjum flóðum. í dag er snjóflóðahættan enn meiri víða í Norður-Noregi og ekki er útlit fyrir að íbúar Hammerfest geti snúið heim í bráð. Veður er víða slæmt í Noröur-Noregi og ekM búist við aö það batni. Norski herinn ákvað að flytja vetrarherdeildir sínar vegna snjó- flóöahættunnar. Fyrir tveimur árum létu þrettán hermenn lífið í snjóflóöi í Norður-Noregi. Skæruliðar í El Salvador hafa unnið þó nokkur skemmdarverk eftir vopnahlésyfirlýsingu hersins. Meðal annars kveiktu þeir í þessari skemmu þar sem kaffi var geymt. Simamynd Reuter Skæruliðar hafna vopnahléi Þingið í E1 Salvador, þar sem stjómarandstaðan er í meirihluta, samþykkti í gær að taka þátt í til- raunum Duartes forseta um að koma á friöarviðræðum við vinstri sinnaða skæruliða. Á fundi með fréttamönnum ítrek- aði Duarte þá ósk sína aö viðræðurn- ar færu fram í Guatemala en ekki í San Scdvador eins og skæruliðar fara fram á. Duarte og forseti þingsins hvöttu í gær skæruliða til þess að lýsa yfir vopnahléi áður en viðræð- urnar fara fram. Fyrr um daginn höfðu skæruliðar neitað aö lýsa yfir vopnahléi fyrr en komist hefði verið að samkomulagi um tíma og stað fyrir friðarviðræöurnar. Herinn í E1 Salvador lýsti yfir einhliða vopnahléi frá og með þriðjudeginum. Skærulið- ar höfnuðu því á þeim forsendum að það væri áróöursbragð. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.