Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1989, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1989, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1989. i>v Fréttir Neytendasamtökin: Hætt við áskorun um neyslu- stöðvun? Neytendasamtökin hafa átt nokkra fundi með félagi kjúklingabænda að undanfomu en að sögn Jóhannesar Gunnarssonar, formanns Neytenda- samtakanna, hfefur ekkert komið út úr þeim viðræðum ennþá. Vegna við- ræðnanna hafa allar aðgerðir Neyt- endasamtakanna dregist á langinn en ætlun þeirra var að hvetja til neyslustöðvunar á kjúklingum og eggjum eftir páska. „Meginmálið hjá Neytendasamtök- unum í þessu máli, sem og öðram, er að ná árangri en ekki endilega að vera í einhverjum stríðsátökum við aðila. Á þeirri forsendu erum við að ræða við þá. Nákvæmlega hvaö kem- ur út úr því er erfitt að segja til um. Við viijum þrautreyna að ná sam- komulagi sem við getum, fyrir hönd neytenda, unað við,“ sagði Jóhannes. Hann sagði að öraggt væri að við- ræðumar stæðu ekki lengur en einn mánuð til viðbótar. Samkvæmt heimildum DV er rætt um að framleiðendur láti að nokkru af framleiöslustýringu sinni sem leiði til lækkunar á verði. Ef af því verður þá er rætt um aö Neytenda- samtökin og framleiöendur snúi bök- um saman um sameiginlega kröfu- gerð á ríkið. Er þá rætt um verulega lækkun á fóðurbætisskatti og þá hugsanlega endurgreiðslu sölu- skatts. Jóhannes segir að allt tal um að slíkt sé lausn sé einfoldun en það væri þó ljóst að hlutur ríkisins í þessu dæmi væri ekki fagur. Ríkið hefði mismunað þessum greinum herfilega miðað við hefðbundnar landbúnaöargreinar. -SMJ Togararallið: Úrvinnslan tefst vegna verkfalls Úrvinnsla gagna úr togararalli Hafrannsóknastofnunar var komin vel á veg þegar verkfall Félags ís- lenskra náttúrufræðinga hófst. Þar með lagðist vinna við úrvinnsluna niður og niðurstöðurnar liggja ekki fyrir fyrr en nokkru eftir að verk- fallinu lýkur. Samkvæmt lögum ber sjávarút- vegsráðuneytinu að endurskoða aflakvóta ársins fyrir 15. apríl ár hvert. Gögnin úr togararallinu era afar þýðingarmikil við þá endur- skoðun. En þar sem þau liggja ekki fyrir má gera ráð fyrir að endurskoð- un kvótans dragist fram yfir verkfall náttúrufræðinga. S.dór Næsta hvíldar- & heilsuferð til SANDANSKI verður farin 6. maí næstkomandi 2ja-3ja vikna ferðir á fyrsta flokks heilsuhóteli SANDANSKI, sem býður upp á ýmislegt tilað auka vellíðant.d. nudd- ogheit- ir bakstrar, vatnsnudd, meðferðir við: öndunarfærasjúkdóm- um, td. astma og húðsjúkdómum; psoriasis og exem, tannviðgerðir o.fl. Hægt er að fara í sérferðir til Grikklands og ýmissa staða innan og utan Búlgaríu. Mögulegt er að dvelja nokkra daga í Kaupmannahöfn í upphafi eða við lok ferðar. FERÐAŒWAL hf Hafnarstræti 18 —Símar: 14480 12534 > f i a vi*cnyjvi \ u \ s ijj i 114 n b r. r t r i ■1 .111 la.uí. fcLli >. LL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.