Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1989, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1989, Blaðsíða 6
22 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 1989. Kvikmyndir - Kvikmyndir - Kvikmyndir Bíóborgin: Hið öfluga Luc Besson valdi óþekktan leikara, Jean-Marc Barr, til að fara með aðalhlutverkið. Hluti myndarinnar fer fram neðansjávar og þurftu leikarar sem og tækni- menn að kafa i isköldum sjónum. Hiö öfluga (The Big Blue) er ein- stök mynd sem best er líst sem ævintýramynd með rómantísku ívafi. Er þetta fyrsta enskumælandi kvikmynd franska leikstjórans Luc Besson sem er þekktastur fyrir verðlaunamynd sína Subway. Það tók níu mánuði að kvikmynda Hið öfluga og var ferðast til margra landa til að allt yrði sem raun- verulegast. Er myndin tekin á Sik- iley, Korsíku, París, New York, Bahamaeyjum, Grikklandi, Perú og í Ölpunum. Aðalhlutverkin leika Rosanna Arquette, Jean-Marc Barr og Jean Reno. Það hefur lengi verið draum- ur Besson að gera kvikmynd um köfun og þann undraheim sem leynist á hafsbotni. Besson hefur reynslu í köfun. Fékk hana hjá frægum kafara sem einnig var mik- ið með höfrungum. Sá maður gaf Besson hugmyndina að myndinni. Reynsla þessa kafara var mikil en það þurfti að skálda í eyður og í lokaútgáfunni má segja að helm- ingurinn sé byggður á raunveru- legum atburðum og helmingurinn sé skáldskapur. Aðalkarlhlutverkið leikur Jean- Marc Barr. Er þetta hans fyrsta kvikmynd. Besson hafði haft í huga marga aðra leikara áður en hann váldi Barr. Christopher Lambert, Mickey Roiu-ke, Matthew Modine og Mel Gibson var öllum boðið hlutverkið en allir voru þeir upp- teknir við annað. Það var því loka- ákvörðun Besson að nota óþekktan leikara og varö Barr fyrir valinu. Hið öfluga hefur yfirleitt fengið mjög góða dóma og metaðsókn á meginlandi Evrópu. -HK Dans og tónlist einkenna hinna léttu skemmtimynd, Sing. Stjömubíó: Sing Sing er ný bandarísk dans- og söngvamynd sem Stjömubíó hefur hafið sýningar á. Fjailar myndin um krakka við htinn gagnfræða- skóla í Brooklyn sem komast að því að leggja á skólann þeirra niður og banna þeim þar með að flytja söngleikinn Sing. Aðalhlutverkin leika Lorraine Bracco og Peter Dobson. Dobson leikur hinn götuvana Dominic Za- metti sem gerir sjálfan sig og aðra undrandi þegar hann finnur að honum þykir þrátt fyrir allt vænt um skólann sinn. Hann leiðir ásamt vinkonu sinni hóp krakka í baráttu fyrir tilvist skólans og um leið flutningi á söngleiknum. Þetta er fjörug og létt söngva- og gamanmynd þar sem tónhstin skiptir núklu máh. Það era þekktir tónlistarmenn er flytja tónhstina og einn þeirra, hin þekkta söng- kona Patti la Behe, kemur fram í myndinni. Sýningar Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74 Opið alla daga nema mánudaga kl. 13.30-16. Gallerí Grjót, Skólavörðustig 4a Nú stendur yfir sýning 10 finnskra málm- listarmanna. Sýningin ber yfirskriftina Intimate Pieces. Verkin á sýningimni eru afrakstur vinnu nemenda á málmlistar- braut listiðnaðarháskólans í Helsinki á nýliðnu vormisseri. í hópnum eru gull-, silfúr- og steinsmiðir og efhiviðurinn því margbreytilegur. Að auki er ein veflistar- kona í hópnum. Sýningin er opin kl. 12-18 aila virka daga en kl. 14-18 um helgar. FÍM-salurinn, Garðastræti 6 Guðrún Gunnarsdóttir opnar sýningu í dag kl. 17-19. Guðrún er ísfirðingur og hefúr stundaö nám í Danmörku og Bandaríkjunum undanfarin 6 ár. Öll verkin á sýningunni eru þrívíð pappírs- verk. Sýningin er opin virka daga kl. 13-18 og um helgar kl. 14-18. Sýningin stendur til 27. júní. Sölugallerí FÍM er í kjallaranum. Gallerí Borg, Pósthússtræti 9 í Gallerí Borg er nú sérstakt upphengi á verkum gömlu meistaranna í aðalsaln- um. Þar eru til sýnis og sölu verk eftir Ásgrím Jónsson, J.S. Kjarval, Jón Stef- ánsson, Gunnlaug Blöndal, Þorvald Skúiason og fleiri. I kjallaranum eru olíu- pastel- og vatnslitamyndir eftir ýmsa listamenn. Galleríið er opið virka daga kl. 10-18. í Grafík-gallerí Borg, Austur- stræti 10, er mikið úrval af grafik og keramiki, einnig oliuverk eftir yngri kyn- slóðina' í staekkuðu sýningarrými. Graf- ík-galleríið er opið virka daga kl. 10-18. Kjarvalsstaðir Laugardaginn 10. júní verður opnuð að Kjarvalsstöðum hin árlega sumarsýning á verkum Kjarvals. Að þessu sinni er yfirskrift sýningarinnar „Uppstillingar". Sýningin stendur til 20. ágúst og er opin daglega kl. 11-18. Llstasafn Einars Jónssonar er opið alla daga kl. 13.30-16 nema mánu- daga. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega kl. 11-17. Gallerí Langbrók, Bókhlöðustíg 2, textílgailerí, er opið þriðjudaga til fóstu- daga kl. 12-18 og laugardaga kl. 11-14. Gallerí List, Skipholti 50B f Gallerí List er sýning á verkrnn úr leir, jámi og fleiru. Einnig eru sýnd málverk, teikningar og grafík. Öll verkin eru eftir íslenska listamenn. Opið virka daga kl. 10.30-18 og 10.30-13 á laugardögum. Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar Sinnarsýning Hafiiarborgar hefur hlotið yfirskriftina „Á tólfæringi" og verður hún opnuö á morgun kl. 14. Þeir lista- menn sem sýna eru: Björg Örvar, Borg- hfldur Óskarsdóttir, Jón Axel Bjömsson, Kristbergur Pétursson, Magnús Kjart- ansson, Margrét Jónsdóttir, Sigurður Örlygsson, Sóley Eiríksdóttir, Steinunn Þórarinsdóttir, Steinþór Steingrímsson, Sverrir Ólafsson og Valgerður Bergs- dóttir. Sýningjn stendur til 7. ágúst og er opin alla daga nema þriðjudaga kl. 14-19. Kaffistofan í Hafnarborg er opin á sama tíma. Katel, Laugavegi 20b (Klapparstigsmegin) Til sölu em verk eftir innlenda og er- lenda listamenn, málverk, grafik og leir- munir. Listasafn ASÍ, Grensásvegi 16 Laugardaginn 20. maí var opnuð sýning á myndverkum eftir Gunnþórunni Sveinsdóttur frá Maelifellsá í Skagafirði. Myndimar á sýningunni, um 70 talsins, em flestar málaðar með þekjulitum á pappír. Sýningin er opin alla virka daga kl. 16-20 en um helgar kl. 14-20. Sýning- unni lýkur 18. júní. Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Borgartúni 1 í tilefhi af heimsókn Jóhannesar Páls n. hingað tfl lands heldur safnið sýningu á ljósmyndum af páfanum sem pólski ljós- myndarinn Adam Bujak hefúr tekið. Á sýningunni em 73 fjósmyndir og er sýn- ingin opin alla daga kl. 11-19 til 18. júní. Mokka kaffi v/Skólavörðustíg Þorvarður Ámason sýnir Ijósmyndir frá Vestur-Afríkuríkinu Ghana en þar dvaldi hann við kennslu í eitt ár á vegum AFS. Þorvarður hefur fengist við ljósmyndun í hartnær áratug. Þetta er önnur einka- sýninghans. Sýningin stendur til 23. júní. Sýning í Odda, nýja hugvísindahúsinu, er opin daglega kl. 13.30-17. Þar em til sýnis 90 verk i eigu safiisins, aðallega eftir yngri listamenn þjóðarinnar. Að- gangur að safhinu er ókeypis. Listasafn ísiands, Frikirkjuvegi 7 Leiðsögnin „Mynd mánaðarins" fer fram í fylgd sérfræðings á fimmtudögum kl. 13.30-13.45. Safiiast er saman í anddyri safnsins og er leiðsögnin öllúm opin og ókeypis. Listasafn Sígurjóns Olafssonar, Laugarnestanga 70 Yfirlitssýningin á verkum Siguijóns, sem sett var upp í tflefni af vígslu safiisins sl. haust, mun standa óbreytt tfl 1. ágúst nk. Þar gefúr að líta nokkur verk sem hafa aldrei áður verið sýnd á íslandi. Opið á laugardögmn og sunnudögum frá kl. 14-17. Á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum er opið kl. 20-22. Lokað verður á fóstudögum. Vikulegir tónleikar verða á þriðjudagskvöldum kl. 20.30. Hin vistlega kaffistofa er opin á sama tíma. Tekið er á móti hópum utan opnunar- tímans samkvæmt samkomulagi við safhstjóra. Norræna húsið við Hringbraut í sýningarsölum stendur yfir sýning á teikningum og vatnslitamyndum eftir sænsku listakonuna Ilon Wikland en hún hefur myndskreytt allflestar bækur Astrid Lindgren. Á sýningunni eru 55 myndir og stendur hún tfl 11. júní og er ppin daglega kl. 14-19. í anddyri Norræna hússins stendur yfir sýning á myndum eftir sænsku listakon- una Siri Derkert sem hún gerði við sögu Halldórs Laxness, Úngfrúin góða og hús- ið. Auk þess eru á sýningunni tíu litlar myndir í lit sem teiknaðar voru á íslandi 1949. Sýningin stendur til 4. júní og er opin kl. 9-19 nema sunnudaga kl. 12-19. Aðgangur er ókeypis. Nýhöfn, Hafnarstræti 18 Edda Jónsdóttir opnar sýningu á morg- un, 10. júní, kl. 14-16. Á sýningunni eru myndir unnar með vatnslit, oliukrít og blýanti. Myndimar eru flestar unnar á sl. vetri en þá dvaldi Edda í Kjarvalsstofu í París um tíma. Þetta er ellefta einkasýn- ing Eddu en hún hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga. Sýningin, sem er sölusýning, er opin.virka daga kl. 10-18 og kl. 14-18 um helgar. Henni lýkur 21. júní. Sjóminjasafn íslands, Vesturgötu 8, Hafnarfiröi „Fundur Ameríku" nefnist sýning í Sjó- minjasafiii íslands. Sýningin er tvískipt. Annars vegar er sýning um ferðir nor- rænna manna til Ameríku og fúnd Vín- lands um 1000. Hins vegar er um að ræða farandsýningu frá ítalska menntamála- ráðuneytinu um Kristófer Kólumbus og ferðir hans fyrir um 500 árum. Sýningin verður opin í sumar alla daga nema mánudaga kl. 14-18. Stofnun Árna Magnússonar Handritasýning Stofnunar Áma Magn- ússonar er í Amagarði við Suðurgötu á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- dögum kl. 14-16. Póst- og símaminjasafnið, Austurgötu 11 Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15-18. Aðgangur ókeypis. Vinnustofa Ríkeyjar, Hverfisgötu Þar em til sýnis og sölu postulínslág- myndir, málverk og ýmsir litlir hlutir. Opið er á verslunartíma þriðjudaga, mið- vikudaga, fimmtudaga og fóstudaga og á laugardögum kl. 10-16. Þjóðminjasafnið Scdhið opið alla daga nema mánudaga kl. 11-16. Listkynning í Alþýðu- bankanum á Akureyri Alþýðubankinn hf. og Menningarsamtök Norðlendinga, Menor, kynna myndlist- armanninn Jónas Viðar Sveinsson. Á listkynningunni em 6 verk, öll unnin í akrýl á striga á árunum 1987-1989. List- kynningin er í afgreiðslusal Alþýðubank- ans á Akureyri, Skipagötu 14, og er opin á afgreiðslutíma bankans. Kynningunni lýkur 30. júní. Slunkaríki, ísafirði Laugardagimi 10. júni opnar Rósa Ing; ólfsdóttir sýningu á grafíkmyndum. Á sýningmuii verða nokkrar myndaraðir sem hún hefúr unnið fyrir sjónvarp og em þær allar tfl sölu. Sýningin stendur yfir til 25. júní og er opin fimmtudaga til sunnudaga kl. 16-18.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.