Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1989, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1989, Blaðsíða 32
44 FÖSTUDAGUR 16.' JÚNÍ 1989. Skák Rétt áður en heimsbikarmótið í Rotterdam átti að hefjast sagðist Boris Spassky vera of þreyttur til þess að tefla. Samkvæmt reglum keppninnar varð skarð hans ekki fyllt og sautján þátttakendur hófu keppni. Eftir fyrstu umferð fækk- aði þeim niður í sextán, því að Ro- bert Hubner kvaðst veikur og fór heim. Þessi forfoll hafa sett svip sinn á mótið, því að nú sitja tveir keppendur yfir í hverri umferð og staða efstu manna er óljós, þar eð skákmeistaramir hafa teflt mis- margar skákir. Minnstu munaði að „negrastrák- unum“ fækkaði enn því að Rafael Vaganjan og Valery Salov voru veikir og skapheiti Júgóslavinn, Ljubomir Ljubojevic, hótaði að hætta. Vaganjan harkaði af sér og hresstist von bráðar en Salov mun ekki ganga heiil til skógar. Hann hefur orðið að tefla skákir sínar uppi á hótelherbergi og hefur vara- lítið margfalt meiri ástæðu en Hiibner til að hætta. Ljubojevic mislíkaði er hann sá fréttabréf stórmeistarasambands- ins, þar sem fjallað var um heims- bikarmótið í Barcelona. Ljubevic og Kasparov deildu sigrinum á mótinu en Ijubo var hærri á heimsbikarstigum og lítur því á sjálfan sig sem sigurvegara. í fréttabréfinu var Kasparov hins vegar hampað hátt, eins og gert var við verðlaunaafhendingu á mótinu, því að hann hafði betri Sonnebom- Berger stigatölu. Þetta fór svo í taugamar á Ljubo að hann var ákveðinn í því að hætta keppni. Á síðustu stundu mun Jan Timman Nú er til mikils að vinna fyrir Anatoly Karpov. Ef hann sigrar á heimsbikarmótinu í Rotterdam og á mótinu í Skellefteá i ágúst verður hann heimsbikarmeistari. Annars hreppir Garrí Kasparov titilinn. Hvítt: Ljubomir Ljubojevic Svart: Jóhann Hjartarson Caro-Kann vörn 1. e4 c6 2. d3 e5 3. Rf3 Rfi6 4. g3 d6 5. Bg2 g6 6. 6-0 Bg7 7. a4 a5 8. Rc3 0-0 9. h3 h6 10. Be3 d5 11. exd5 Rxd5 12. Bd2 Be6 13. Dcl Kh7 14. Hel Rd7 15. Rdl Dc7 16. Re3 f5 17. Rxd5 Bxd5 18. Bc3 Hae8 19. b3 Bffi 20. Db2 e4 21. dxe4 fxe4 22. Rd4 e3 23. f4 g5 24. Bxd5 cxd5 25. Rb5 Db8 26. Hadl gxf4 27. Hxd5 Rb6 28. Hd6 f3 8 7 6 5 4 3 2 1 29. BxfB f2+ 30. Kfl Dc8 31. g4 fxel = D + 32. Kxel He6 33. Be5 Hxd6 34. Bxd6 Dd8 35. Ke2 He8 36. c4 Dh4 37. Dbl+ Kg7 38. Dfl Rd7 39. Rd4 Og Ljubojevic bauð jafntefli um leið, sem Jóhann þáði. Hann hefur loks náð að bægja sókninni frá og treysta stöðu sína. Jóhann neyðist líklega tfl að fara í drottningakaup en þá hefur hvitur tvö peð fyrir skiptamun og stendur ekki lakar í endataflinu. Dan sigraði á Boðsmótinu Dan Hansson og Þröstur Árnason w I £ A k 1 ■ ■ JSSSS^ 1 A A Jl * k A A 9& ABCDEFGH Heimsbikarmótið í Rotterdam: - Jóhanni gengur afleitlega hafa tekist að telja honum hug- hvarf. Þá var Ljubo búinn að pakka niður farangri sínum og var ferð- búinn! Eftir tíu umferðir var Anatoly Karpov efstur en erfitt var þó að átta sig á stöðunni vegna yfirset- anna. Karpov hafði 5,5 v. af 7 og biðskák að auki, gegn Short, þar sem Karpov stóð reyndar höUum fáeti. Timman og Nunn komu næst- ir með 5,5 v. af 9 og Vaganjan hafði 5.5 v. eftir 10 skákir. í 5. sæti voru Salov og Nogueiras með 4,5 v. af 8 + biðskák, Sax, Seirawan og So- kolov höfðu 4,5 v. af 8, van der Wiel 4,5 af 10, Jusupov og Ehivest 4 v. af 8 + biðskák, Short 3,5 af 7 + biðskákina við Karpov, Ljubojevic 2,5 v. af 8 + biðskák, Jóhann 2,5 v. af 9 og Portisch rak lestina með 1,5 v. af 7 + biðskák. Mótið í Rotterdam er fimmta heimsbikarmótið af sex. Viö getum rifiaö það upp að hver skákmeist- aranna teflir í fjórum mótum af þessum sex og árangur úr þremur bestu mótunum telur til heims- bikarstiga. Nú er staðan þannig að Garrí Kasparov er efstur með 83 stig úr þremur mótum, sem gerir 27,67 stig að meðaltali. Karpov hef- ur lokið tveimur mótum og hefur 54.5 stig, eða 27,25 stig að meðal- tali. Salov er í þriöja sæti með 24,25 stig að meðaltali úr þremur mótum og Ehlvest hefur 22,5 stig að jafnaði úr tveimur mótum. í 5. sæti er Ljubojevic með 22,17 stig úr þrem- ur mótum og Hubner hefur 21,5 stig úr tveimur tilraunum. Ef Karpov sigrar 1 Rotterdam og einnig á síðasta mótinu, sem haldið verður í Skellefteá í Svíþjóð í ágúst, veröur hann heimsbikarmeistari. Annars hreppir heimsmeistarinn, Garrí Kasparov, titilinn. Hann tek- ur ekki þátt í mótinu í Rotterdam en K-in bæði veröa með í Skell- efteá. Nái Karpov að vinna í Rott- erdam er hætt viö að lokaslagurinn verði spennandi. Gífurlegar flækjur Taflmennskan í Rotterdam hefur verið ærið gloppótt, svo að meistar- amir hafa á stundum mátt skamm- ast sín fyrir afleikina. Á milli örlar þó á snilldarlegum töktum, eins og vera ber er þessir kappar eiga í hlut. Litum á sýnishom af taflmennsk- unni. Fyrst sjáum við öraggt hand- bragð Ánatoly Karpovs, sem nær snemma frumkvæðinu gegn Seirawan, þótt hann hafi svart. Það er þó ekki fyrr en eftir afar slakan leik Bandaríkjamannsins sem staða Karpovs verðm- sigurvænleg. Hann gerir svo út um taflið með smekklegri skiptamunarfóm. Ljubojevic á hlut í síðari skákun- um. Sigurvegarinn fra Barcelona er algjörlega heilium horfinn í Rotterdam en alltaf verða skákir hans áhugaverðar. Enski stærð- fræðidoktorinn John Nunn er í aðalhlutverki í skák þeirra sem tefld var í 8. umferð. Mannsfóm hans í miðtaflinu kemur Ljubo í opna skjöldu og hann nær ekki að ráða fram úr vandamálunum. Þriðja skákin er milh Ljubojevic og Jóhanns Hjartarsonar sem hef- ur einnig átt afar erfiða daga á þessu heimsbikarmóti. Er þetta er ritað hefur Jóhann enn ekki unnið skák, en þessi gegn Ljubo sýnir þó að hann reynir. Jóhann leggur allt í sölumar fyrir sókn og vel má vera að hann missi einhvers staðar af gullnu tækifæri. Skákskýrand- inn telur hyggilegast að láta skák- ina tala sínu máli og spilla henni ekki með miöur gáfulegum athuga- semdum. Flækjumar era gífurleg- ar. Hvitt: Yasser Seirawan Svart: Anatoly Karpov Nimzo-indversk vöm 1. d4 Rffi 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2 0-0 5. a3 Bxc3+ 6. Dxc3 b6 7. Bg5 Bb7 8. f3 h6 9. Bh4 d5 10. cxd5 exd5 Skák Jón L. Árnason 11. e3 He8 12. Bf2 c5 13. Bb5 cxd4 14. Dxd4 Bc6 15. Bd3 Rbd7 16. Re2 Rc5 17. Bc2 Bb5 18. Dd2 Hc8 19. Rd4 Bc4 20. Bg3 Rh5 21. Kf2 DfB 22. Hacl Re4+ 23. Bxe4 dxe4 24. Hc3 exf3 25. gxf3 Bd5 26. Hxc8 Hxc8 27. Hcl Hd8 28. De2 Rxg3 29. hxg3 h5 30. Da6?? Hroðalegur afleikur. Hvítiu’ hef- ur verið í nauðvöm alla skákina en nú finnst honum skyndilega tími til kominn að blása til sóknar. 30. - Bxf3! Auðvitað. Ekki gengur 31. Rxf3 vegna 31. - Dxb2+ og síðan fellur hrókurinn á cl. 31. Dxa7 Bg4+ 32. Kel ABCDEFGH 32. - Hxd4! Einfalt og sterkt. Eftir fómina er auövelt að rekja taflið til sigurs á svart. 33. exd4 De6+ 34. Kd2 Ef 34. Kf2 De2+ 35. Kgl De3+ og hrókurinn fellur óbættur. 34. - De2+ 35. Kc3 De3+ 36. Kc2 Bf5+ 37. Kdl Dxd4+ Þaö sýnir vamarleysi hvíts að áður en svartur hremmir feitasta bitann fær hann sér tvö peð í for- rétt. Með 37. - Dgl + 38. Kd2 Df2+ 39. Kc3 De3 + gat hann unnið hrók- inn en hann hleypur ekki burt. 38. Kel De3+ 39. Kdl Dd3+ 40. Kel Dxg3 + 41. Kdl Dgl + 42. Kd2 Df2+ og nú var Seirawan nóg boðið og gafst upp. Hvitt: John Nunn Svart: Ljubomir Ljubojevic Sikileyjarvöm 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 RfB 5. Rc3 a6 6. Be3 e5 7- Rf3 Dc7 8. a4 h6 9. a5 Be610. Rd5 Bxd5 11. exd5 Rbd712. Be2 g613.0-0 Bg714. c4 0-0 15. Rd2 Rh7 16. b4 e4 17. Hcl f5 18. f4 exf3 fr.hl. 19. Rxf3 Hae8 20. Bf2 Rg5 21. c5 dxc5 22. Rxg5 hxg5 23. d6 Dc8 24. bxc5 g4 25. Bxa6! bxa6 26. c6 Be5 Riddarinn getur vitaskuld ekki hreyft sig vegna 27. d7 með gaftli á drottningu og hrók. Svartur tapar því manninum aftur en Nunn er ekkert að flýta sér að taka hann. 27. Hel Bffi 28. D-d5+ Kg7 29. Hedl He5 30. Dd3 Rc5 Erfitt var að ráöa við hótunina 31. cxd7 Dxd7 32. Hc7 o.s.frv. Ljubo gefur manninn með góðu en tafliö er tapað. 31. Bxc5 Dxc6 32. Bb6 Db5 33. Dxb5 Hxb5 34. d7 Bd8 35. Bxd8 Hxd8 36. Hc8 Og Ljubojevic gafst upp. hlutu 6 vinninga af 7 mögulegum á Boðsmóti Taflfélags Reykjavíkur, sem lauk sl. miðvikudag. Dan hafði betri stigatölu, 24 stig á móti 22 stig- um Þrastar, og var því úrskurðað- ur sigurvegari. Eiríkur Bjömsson, Ólafur B. Þórsson og Haraldur Haraldsson deildu þriðja sæti með 5,5 vinninga og 5 vinninga hlutu Halldór Pálsson, Héðinn Stein- grímsson, Hrannar Baldursson, Jóhannes Ágústsson, Kristján Eð- varðsson og Ólafur J. Einarsson. Þátttakendur á mótinu vora 73 talsins og var teflt eftir Monrad- kerfi. Helgannót á Djúpavogi Um næstu helgi, 23.-25. júní, stendur tímaritið Skák, í samvinnu við heimamenn, fyrir 36. helg- annótinu og verður nú teflt á Djúpavogi. Mótið er haldið í tilefni af 400 ára afmæh staðarins og er hið fyrsta í nýrri fimm móta hrinu. Vegleg verðlaun era í boði, kr. 50.000 fyrir 1. sætið, 25.000 fyrir 2. sætið, síðan 15.000 og 10.000, auk fjölda aukaverðlauna, s.s. öldunga- verðlauna, unglingaverðlauna og fegurðarverðlauna. Þá verða veitt vegleg heildarverðlaun, fyrir best- an árangur í fimm mótum. Að vepju má búast við því að margir okkar snjöllustu skák- meistara verði meðal þátttakenda á mótinu og ffést hefur að Aust- firðingar muni flölmenna. Mótið hefst kl. 17 á fóstudag og lýkur með kvöldverðarhófi á sunnudag. Þeir sem hafa hug á tafli á Djúpavogi þurfa að skrá sig tímanlega þjá tímaritinu Skák en mótið er öllum opið. -JLÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.