Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1989, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1989, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 26. JÚNÍ 1989. Fréttir DV-báturiim sigldi frá Akranesi 1 gær: Mannskapurinn stökk í hafið um þrjár mílur frá Akranesi - báturinn var þá farinn aö brotna en enginn leki kominn að honum Þegar DV-bátnum hafði verið siglt í tæpar þijár klukkustundir varð mannskapurinn, Gunnar Martin Úlfsson skipstjóri og aðstoðarmaður hans, Sigmjón M. Egilsson, að yfir- gefa bátinn. Ekki var það þó vegna þess að leki væri kominn að honum - varla var hægt að segja að dropi hefði komið inn í bátinn. Hitt var verra að grindin, sem gerð var úr úrvals bylgjupappa, var farin að brotna illilega. Eftir að báturinn var yfirgefinn var hann brenndur á hafi úti. Lagt var af stað frá Akranesi um stundarfjóröung yfir tvö í gærdag. Fjöldi manns hafði safnast saman á bryggunni til að fylgjast með brott- fór og sjósetningu þessa einstaka far- kosts. Bátur slysvamadeildarinnar á Akranesi, Ægir, dró DV-bátinn út úr höfninni. Það gekk ekki alveg áfalla- laust því hann var nær farinn á hlið- ina áður en bátamir komust út úr höfninni. Við þau átök brotnaði fyrsta þóftan í bátnum. Eftir að bátarnir voru komnir á frían sjó hófst hin eiginlega sigling. Stýrisbúnaðurinn reyndist mönnun- um tveimur strax erfiður og nánast ónothæfur. Reynt var af mætti að stýra með seglunum. Fimm til sex vindstiga hliðarvindur var og varð hann til þess að siglingin var talsvert erfið. Ekki var hægt að festa seglið aö neðanverðu - og urðu mennimir því að halda í það með höndum. Eft- ir um þriggja tíma vist um borð og aðeins þriggja mílna siglingu var sýnt aö bátnum yrði sennilega aldrei siglt til Reykjavikur - allavega ekki við þessar aðstæður. Grindin í bátnum var orðin tals- vert löskuð og þóftumar löngu brotnar svo mannskapurinn varð að hafast við liggjandi á hnjánum og gat nánast ekkert skipt um stellingar og gerðust menn því æ stirðari. Atökin við seglin vom talvert farin að segja til sín, svo og hreyfingarleysið - og Hér er ásjóna bátsins farin aö verða ískyggileg. Búið er að fella seglin og mennirnir tveir búnir aö yfirgefa bátinn. Skömmu siðar var dreka- hausinn tekinn af og báturinn brenndur. DV-myndir GVA enn vom ófamar um sjö mílur til áfangastaðarins - Reykjavíkur. Eftir stuttar umræður þótti sýnt að skynsamlegast væri að yfirgefa bátinn - þrátt fyrir að ekki hefði komist einn dropi af úfnu Atlants- hafinu í gegnum klæðninguna - sem gerð var úr gömlum DV-blöðum. Gunnari M. Ulfssyni skipstjóra hjálpað um borð í Ægi frá Akranesi. Slysavamabátur þeirra Akurnes- inga var enn í fylgd pappírsbátsins og eins höfðu slysavarnamenn frá Reykjavík bæst við. Þeir komu á bátnum Jóni E. Bergsveinssyni. Það var því lítil áhætta sem fylgdi því að stökkva í sjóinn - þótt úfinn væri: tveir slysavarnabátar með úrvals- mönnum tilbúnir til að aðstoða skip- brotsmennina. Eftir að ákvörðunin um að yfirgefa bátinn var tekin stukku mennimir tveir í sjóinn. Hásetinn fór fyrst og skipstjórinn skömmu síðar. Báðir vom mennimir íkæddir flotgöllum sem Slysvamafélagið hafði lánað þeim. Hinir þrælvönu og dugandi menn frá Slysvamafélaginu voru ekki lengi að aðstoða mennina um borð í björgunarbátana. Hásetinn fór um borð í Reykjavíkurbátinn og skip- stjórinn um borö í Akranesbátinn. Þar kvöddust þeir eftir ógleymanlega vist í fyrsta pappírsbáti þessarar miklu sjósóknarþjóðar. í fyrstu var ætlunin að Akranesbáturinn tæki DV-bátinn í tog og færi með hann aftur upp á Akranes. Hætt var við það og ákvað Gunnar M. Úlfsson að höggva af bátnum drekahausinn og síðan var báturinn brenndur. Hinum bátnum var siglt með miklum hraða til Reykjavíkur. Gunnar M. Úlfsson hefur eytt mik- illi vinnu í smíöi bátsins. Honum var því mikið kappsmál að koma honum til Reykjavikur - en þvi miður: svona fór um sjóferð þá. Það var kannski í fullmikið ráðist að ætla sigla bátnum frá Akranesi til Reykjavíkur - vega- lengdin er um tíu sjómílur. Eins er ekki hægt að stjóma veðrinu hér á landinu eins og við öll vitum. Það var ekki síst vegna veðursins sem sigl- ingin mistókst. Þessi sigling mun vera heimsmet. Aldrei áður hefur pappírsbátur siglt jafnlanga vega- lengd og veriö eins lengi á floti. -sme Eitt skal yfir alia ganga Fjármálaráðherra hefur gengið vel í aðför sinni að atvinnurekstrinum í landinu. Best tókst honum þó upp þegar honum tókst að loka stærsta verktakafyrirtækinu. Verktaka- fyrirtæki eru til óþurftar. Þau taka stór verk að sér með undirboðum, hafa sæg af fólki í vinnu hjá sér og borga vist sæmileg laun. Þau lifa og hrærast í ftjálsri samkeppni og ala upp í fólki óþarfan dugnað og útsjónarsemi sem engum kemur að neinu gagni nú til dags. Þau hækka launin á markaðnum og skapa óþægindi fyrir ríkissjóð sem þarf að kljást við starfsmenn á ríki- sjötunni sem heimta sömu laun fýrir miklu minni vinnu. Háskóla- menntaðir ríkisstarfsmenn eru meira að segja búnir að fá það inn í kjarasamninga sína að laun þeirra skuli endurskoðuð með til- ' liti til þess hvað almenni markað- urinn borgar. Verktakafyrirtækin eiga líf sitt undir markaðnum og ef ríkið verður að koma 1 veg fyrir stórstökk í launum ríkistarfs- manna er ekki annað ráð en að koma þessum markaðsfyrirtæKj- um fyrir kattamef. Ekki er hægt að reka ríkisstarfsmennina, ekki verður dregið í land með kjara- samningana og þá er bara að keyra niður launin á markaðnum svo samanburðurinn verði viöráðan- legur. Hagvirki í Hafnarfirði hefur þrjú hundruð manns í vinnu. Hagvirki vinnur aðallega fyrir ríkið með því að gera tilboð í verk á vegum ríkis- ins sem ekki eru söluskattsskyld. Hingað til hefur verið htið svo á að báðir aðilar hafi hag af þessu fyrirkomulagi. Ríkiö þarf að borga minna fyrir verkin þegar ekki þarf að gera ráð fyrir söluskatti í tilboð- unum. Og fyrirtækin geta boðið lægra og hugsanlega grætt á verk- unum þegar enginn söluskattur er annars vegar. Allir hafa grætt. Skattborgaram- ir með því að fá virkjanir og vegi fyrir minni pening, Hagvirki með því að geta boðiö í verkin án þess að tapa á þeim og ríkið með því að þurfa hvorki að leggja söluskatt á sjálft sig né heldur að innheimta hann. Það er að segja meðan verkið er unnið og verkinu skilað. Ríkið hefur nefnilega lögin og valdið sín megin og þegar verktakinn er bú- inn að Jjúka sinu verki og allt er í lukkunnar velstandi era hæg heimatökin að leggja söluskatt á verktakann og ná til baka fjórð- ungnum af öllu því sem ríkið hefur greitt samkvæmt tilboðinu! Þetta er aðferð sem ekki getur klikkaö, sérstaklega þegar fjár- málaráðuneytið og lögreglan hafa lögin sín megin og þar að auki rétt- lætið sem felst í því að ekki má gera upp á milli fyrirtækja. Ólafur Ragnar er svo réttsýnn maður og heiðarlegur að hann hefur opin- berlega skýrt frá því að hann geti ekki opnað aftur hjá Hagvirki og bjargað þijú hundmö manns frá atvinnuleysi vegna þess að þá sé hann að gera upp á milli fyrir- tækja. Það getur vel verið aö Hag- virki skuldi engan söluskatt og það getur vel veriö að ríkissjóður sé að innheimnta söluskatt sem aldrei var innheimtur l\já ríkinu. En fjár- málaráðherra hefur svo mikla samúð meö öllum hinum fyrirtækj- unum, sem hann er búinn að loka, að hann getur ekki gert þeim það til miska að opna hjá Hagvirki. Það er sem sagt svo góður og rétt- látur ráðherra sem við eigum um þessar mundir aö Hagvirki verður að líða fyrir það að búið er að loka hjá öðmm. Nú er það aö vísu sami ráðherrann sem lokaði hjá þessum sömu fyrirtækjum en hann getur því miður ekki opnað hjá neinum af þvi að það er lokað hjá hinum. Réttlætið á íslandi hefur tekið saman höndum við þá póhtík fjár- málaráðherra að atvinnurekstur- inn sé til óþurftar. Það er í nafni réttlætisins og jafnaðarstefnunnar sem ríkisvaldið lokar og læsir á atvinnustarfsemina og er það sann- arlega göfugur málstaður. Fyrir- tæki sem ekki borga söluskatt til ríkisins sem þau ekki skulda af því þau létu ríkið ekki borga þennan sama söluskatt, þessi fyrirtæki veröa lögð niður í samúðarskyni gagnvart öðrum fyrirtækjum sem fjármálaráðherra hefur þurft að loka til að sinna sínu pólitíska hlut- verki. Svona er nú réttlætið komið á hátt stig. Þetta hefst upp úr því að rukka ekki ríkið um söluskatt til að flytja söluskattinn úr einum vasanum í annan! Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.