Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1989, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1989, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1989. Fréttir Þurfum að hafa meiri afskipti af hermönnum - segir Karl Hermannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Keflavlk „Staöreyndin er sú aö undanfarin tvö ár hefur þeim tilfellum fjölgað þar sem við höfum orðið að hafa af- skipti af vamarhðsmönnum,“ sagði Karl Hermannsson, aðstoðaryfirlög- regluþjónn í Keflavík, þegar hann var spurður um samskipti Keflavík- urlögreglunnar við hermenn af flug- vellinum. Karl sagði að hugsanleg skýring á þessu væri sú að Flugstöðin væri nú komin út fyrir varnarsvæðið og ferð- um íslendinga þangað inn hefði fækkað. Þá væri líka augljós ástæða að fjölgun skemmtistaða í Keflavík væri mikil undanfarin ár. Undir það tók Friðþór Eydal, blaðafuhtrúi varnarhðsins. Hann sagði að fyrir 1982 hefði ekki verið neinn skemmti- staður í Keflavík en síðan hefði orðið mikil fjölgun matsölustaða þar sem beinlínis reyndu að draga vamar- hðsmenn til sín. Karl sagði að árekstrarvandamál hefðu verið rædd á síðasta ári en síð- an væri eins og agaleysi hefði farið vaxandi. Friðþór sagðist ekki geta tekið undir það að agaleysi væri vandamál meðal vamarhðsmanna né að það færi vaxandi. Þau tilfelh sem kæmu upp væra tilviljunar- kennd og væru eins og búast mætti við í 3.200 manna byggð. Þess má geta að fram til miðnættis hafa allir hermenn leyfi til að vera niðri í Keflavík. Eftir miðnætti skipt- ir hins vegar máh hve háttsettir menn em og þurfa óbreyttir her- menn sérstök leyfi til útivistar. -SMJ Lundinn háfaður í Vestmannaeyjum. Eyjamenn hafa undanþágu frá banni við lundaveiðum að sumarlagi. DV-mynd Brynjar Gauti Vestmannaeyjar: Lundaveiði á friðunartíma í lögum um fuglaveiðar og fugla- friðim em lundaveiðar bannaðar frá 20. maí til 1. september. Vestmanna- eyingar stunda þó veiðamar yfir sumarmánuðina. Að sögn Jóhanns Brandssonar hjá Náttúrufræðistofnun gildir bannið ekki um Vestmannaeyjar því að um búbætur er að ræða. Skotveiöar em bannaðar á þessu tímabih en leyft er að veiða í háf. Taldi hann að Vest- mannaeyingar veiddu geldfugl og ungfugl, og væri það undantekmng ef varpfugl slæddist með. Sigurður Þráinsson hjá Náttúmvemdarráði sagði að það væri hefð fyrir þessum veiðum Vestmannaeyinga og þær ættu aö vera í lagi þar eð lundinn er ekki í neinni útrýmingarhættu. Ragnar Helgason, lundaveiðimað- ur í Vestmannaeyjum, sagði að Vest- mannaeyjar fengju undanþágu. Bær- inn leigði út veiðileyfi frá 11. viku sumars til 17. viku sumars, 29. júní til 17. ágúst. Öhu verra fannst honum að í Papey veiddu menn lundann frá því hann kemur, í kringum sumar- daginn fyrsta, og þar til hann fer, síðla hausts. í 10 gr. laganna segir: „Á takmörk- uöum svæðum, þar sem veiði, eggja- eða ungataka þeirra sjófugla, sem taldir em í 2. málsgr. 8 gr. (þar á meðal lundi), telst til hlunninda, skulu friðunarákvæði laga þessara ekki vera til fyrirstööu því, að nytja megi þau hlunnindi eftirleiðis.“ -GHK Hermenn í Keflavlk: Gengu með bar- dagahnífa um götur Fyrir stuttu þurfti lögreglan í Keflavík að hafa afskipti af þrem hermönnum sem vom á ferð í Kefla- víkurbæ kl. fimm að nóttu til. Her- mennimir vom þama í algem leyfis- leysi enda þurfa óbreyttir hermenn leyfi til aö vara á ferðinni eftir mið- nætti fyrir utan vahargirðinguna. Vom hermennimir með bardaga- hnífa á sér en höfðu þá í shðrum. Þegar lögreglan tók mennina hafði engin kvörtun borist vegna þeirra. Hermennirnir höfðu skriðið út um gat á vahargirðingunni eftir að hafa verið í gleðskap uppi á velli. Eftir að lögreglan handtók þá vom þeir færð- ir upp á vöh þar sem herlögreglan tók við þeim. Munu hermennimir taka út sína refsingu þar. -SMJ sunnan 'iiv Garðar Guöjónsaan, DV, Alcranesl á sex nÚhjÓmr króna. Sveitar- ___ ________________ felogm greiða kostnaðmn að hálfú Bæjarráð Akraness samþykkti á á móti skipulagsstjóm ríkisins. firndi í síöustu viku að reyna að Um er að ræða skipulag fyrir koma starfi við svæðisskipulag Akranes og hreppana sunnan sunnan Skarðsheiöar í hendur Skarðsheiöar. Skipuð hefur verið heimamanna. Tveir aðilar á Akra- samstarfsnefnd sveitarfélaganna nesi hafa sýnt verkinu áhuga en um máhð og eiga Akumesingar tvo auk þess hefur Guðrún Jónsdóttir, fulltrúa á móti einum fuhtrúa frá arkitekt í Reykjavík, sóst eftir því. hverju hinna. Nefiidin kemur sam- Magnús H. ðlafsson arkitekt og an á Akranesi 1. ágúst nk og verður VT-teiknistofan á Akranesi vilja fá þá rætt um hver hlýtur verkið. verkið en um er að ræða verkefhi I dag mælir Dagfari_________________ Fátækt í Svíþjóð Spumir hafa borist af því að Is- lendingar séu að flýja land. Flótta- mennimir segja farir sínar ekki sléttar af efnahag sínum hér heima, atvinnuleysi og búraunum og ætla að sækja th útlanda, þar sem ríki- dæmiö og vellystingamar bíða þeirra án nokkurrar fyrirhafnar að manni skilst. Þetta em auðvitað dapurlegar fréttir þegar ástandið á íslandi er orðið þannig aö besta fólk verður að flýja land th að hafa í sig og á. Menn fara viða th að sækja sér viöurværi. Bandaríkin em vinsæl vegna þess að þar rúmast svo margt fólk. Margir fara tíl Noregs, sennhega vegna þess að þaðan er- um við komin og rétt mátulegt á Norðmennina að taka við okkur aftur. En stærsti hópurinn flytur th Svíþjóðar, vegna þess að þar er sagt aö best sé að búa. Menn verði ríkir á augabragði, húsnæði sé ekk- ert vandamál og ef menn búi við atvinnuleysi, þá sjái tryggjngamar um lífsviðurværiö sem sjálfsagt er þá helmingi betra heldur en hér heim á Fróni, þar sem kerfið tímir engu. Best er sagt að íslenskir læknar hafi komiö sér fyrir í Svíþjóð enda era margir tugir íslenskra lækna búsettir í Svíþjóð viö góðan oröstír. Þaö kom því aldeihs á óvart þegar DV birti viðtal við íslenskan lækni, sem búið hefur í Svíþjóð, og læknir- inn fullyrðir aö enginn safni auði í Svíalandi. Hann segir að fimmtíu prósent séu hirt af mönnum í skatta og afgangurinn endist ekki fyrir matnum. Maturinn sé síður en svo ódýrari heldur en hér heima, enginn geti keypt sér íbúð og fólk bíði í þijú ár eftir aö fá þak yfir höfuðið. Læknirinn segir að ef menn eigi ekki pening í Svíþjóð, þá eigi menn ekki pening. Þaö þýöir htið fyrir almenning að ætla sér að lifa á krítarkortum þar í landi. Engir em kaffi- eða matartímar í Svíþjóð samkvæmt þessu viðtali og þar vinna menn í níu tíma töm. Þeir einu sem em ríkir í Svíþjóð em annaðhvort með einkafyrirtæki eöa fæddir inn í ríkar fjölskyldur. Hann klykkir út með þvi að segja að þeir einu sem plummi sig, séu bótaþegar sem em á opinbem framfæri. Þar hafa menn það. Það em sem sagt tómir fátækhngar sem búa í Svíþjóð, húsnæðislausir og matar- lausir aumingjar, sem ekki fá einu sinni kaffitíma. Áht er hirt í skatt- inn og ef skatturinn er endur- greiddur vegna ofsköttunar, þá neyðast Svíar th að eyða þeim pen- ingum í jólagjafir fyrir aðra! Og viö sem héldum að Svíþjóð væri gós- enlandið þar sem smjör drypi af hveiju strái. Veslings Islending- amir sem era að flýja land. Þeir eiga ekki sjö dagana sæla. Þeir fara úr öskunni í eldinn. Það er mikh guðsmhdi að þessi læknir skyldi gefa sig fram og segja sannleikann. Það er þakkarvert að hann skuh hafa sloppið frá Svíþjóð, slyppur og snauður, ef að hkum lætur, en reynslunni ríkari. Það hggur við að maður vorkenni öh- um þeim íslensku læknum sem ennþá húa við þetta harðræði í Svíþjóð og komst sjálfsagt ekki heim vegna fátæktar. Hvemig skyldi standa á því að vel menntað fólk leggur þaö á sig að dvelja í úflöndum við slíkar aðstæður? Hvað er þaö sem dregur fólk th Svíþjóðar frá þessu dásamlega landi okkar, þar sem aht er miklu auðveldara og ódýrara? Það skyldi þó ekkivera að íslendingamir í Svíþjóð séu allir á sósíalnum? Það er jú eina fólkið sem hefur það gott? Það er eina fólkið sem er ofan á í lífinu, ef það hefur ekki fæðst með silfurskeið í munninum eða stofn- að fyrirtæki á eigin spýtur th aö svindla á skattinum. Nei, þá er betra að búa á íslandi og nota krítarkortið og eiga pening þó maður eigi ekki pening. Hér geta menn farið á hausinn með elegans og byijaö upp á nýtt. Hér em menn landsfrægir skuldakóng- ar og uppteknir í þrotabúskap og eiga rikisstjómina eða borgar- sfjórnina vísa th að hlaupa undir bagga, þegar hla stendur á. Hér borga menn glaðir skattana sína, vegna þess að Ólafur Ragnar fer vel með peningana í ríkissjóði. Hér fá menn kaffitíma og matartíma ' eins og þá lystir ogjafnvel líka þeg- ar þeir hafa ekki lyst. Þá em þeir bara notaðir th að gera eitthvað annað þvi hér þarf enginn aö vinna fyrir kaupinu sínu sem á annað borð hefur fengið starf. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.