Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1989, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1989, Blaðsíða 26
LífsstíU Vegna góðra undirtekta hefur verið ákveðið að halda áfram sölu lamba- kjöts á lágmarksveröi. Stefnt er aö því að alls verði seldir 100 þúsund pokar eins og sjást á myndinni. Meira lamba- kjöt á lág- marksverði -150 tonn í viðbót verða seld Ákveðið hefur verið að 150 tonn til viðbótar verði boðin almenningi á sértilboði því sem markaðssett hefur verið á vegum stjórnvalda undir nafninu lambakjöt á lágmarksverði. Tæp 900 tonn af lambakjöti seldust í júlí og er um helmingur þess lamba- kjöt á lágmarksverði. í heild hefur sala á kindakjöti veriö mun meiri en búist hafði verið við. Þegar hafa selst um 570 tonn af lambakjöti á lágmarksverði eða um 80 þúsund pokar. Það eru eins og fyrr segir 150 tonn í viöbót sem áætl- að er að selja eða um 20 þúsund pok- ar. „Viðbrögðii} hafa sýnt að við erum á réttri leið,“ sagði Þórhallur Arason, starfsmaöur landbúnaðarráðuneyt- isins, í samtali viö DV. „Við höfum þegar stigið skref í rétta átt en það má alltaf gera betur. Við höfum sýnt fram á að þaö er hægt að selja lamba- kjöt ef það er markaðssett á réttan hátt.“ -Pá Ólöglegt að neita að taka við inn- leggsnótum Þess eru mörg dæmi aö verslanir taki ekki við innleggsnótum þegar um útsölur er að ræða. Að mati Neyt- endasamtakanna stenst slíkt ekki gagnvart lögum enda hefur verslun viðurkennt að neytandinn eigi kröfu á vörum að sömu upphæö meö því aö gefa út innleggsnótu. í fréttatilkynningu samtakanna um þetta mál segir: „Útsala, rýming- arsala eða önnur sala á lækkuðu verði geta á engan hátt breytt þessum rétti neytandans." Þetta þýöir í framkvæmd að sá sem á t.d. innleggsnótu að upphæð 1.000 krónur í einhverri tiltekinni verslun getur keypt jafnviröi þess af útsölu- vörumoglátiðnótunaámóti. -Pá FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1989. 250 tonn af súpu- kjöti á tilboðsverði - þar af 150 seld beint til kaupmanna og í vinnslu Ríkisstjórnin hefur ákveðið að heimila verðlækkun á súpukjöti í 1. flokki og verða 250 tonn seld með sérstökum afslætti. Stefnt er að því að um 100 tonn af súpukjöti verði seld í 6 kg pokum, sérstaklega snyrt með líkum hætti og lambakjöt á lág- marksverði. Með þessu er reynt að koma til móts við þarfir neytenda sem ekki hafa getað nýtt sér fyrra tilboð á lambakjöti en það var sér- staklega snyrt með tilliti til glóðar- steikingar. Afgangurinn, eða um 150 tonn, verður seldur í heilu lagi til kjöt- kaupmanna og kjötiðnaðarstöðva til Neytendur framleiðslu á saltkjöti og fleiru. Pokarnir, sem væntanlegir eru í verslanir í næstu viku, verða sér- staklega merktir sem Súpukjöt á lág- marksverði. í pokanum verður heill frampartur í bitum. Banakringlan, aukafita og skankar verður fjarlægt. Þar sem svo stór hluti kjötsins er seldur beint til kaupmanna og kjöt- vinnsla er þá einhver trygging fyrir því að sú lækkun skili sér til neyt- enda? „Nei, það er engin trygging fyrir því,“ sagði Þórhallur Arason, starfs- maður landbúnaðarráðuneytisins, í samtali við DV. „Við treystum því hins vegar að samkeppni veiti kaup- mönnum nægt aðhald í þessum efn- um. Við vitum að þær kjötvinnslur, sem kaupa kjöt með þessum hætti, ætla að láta lækkunina skila sér til neytenda og kaupmenn gera eflaust hiðsama." -Pá Verðmunur í dreifbýli og þéttbýli: Leitið ekki langt yfir skammt I nýjasta tölublaöi Vinnunnar er greint frá lítilli könnun á verði kaffl- pakka á ýmsum stööum á landinu og eru niðurstöðurnar um margt at- hyglisverðar. Kafflpakkinn er, eins og vænta mátti, ódýrastur í Reykjavík þar sem hann fæst á 104 krónur. Hæsta verð í Reykjavík er 118 krónur. Verðið á Hellissandi er hins vegar lítið hærra eða 107 krónur fyrir pakkann. Hæsta verð á landsbyggðinni er algengt 116-118 krónur en hæst 123 krónur í Vestmannaeyjum. Munur á hæsta og lægsta verði á landsbyggðinni er svipaður því sem þekkist í Reykja- vík. Af þessu má draga þá ályktun að fylgist landsbyggðarbúar með verði í sinni heimabyggð geti þéir gert þar jafngóð kaup og með því að fara í stórmarkaði á höfuðborgarsvæðinu. -Pá Kaffisopinn er góður og þvi fylgjast flestir vel með kaffiverði. En það getur verið nóg að gera verðsaman- burð i sinni heimabyggð. Vandræði í útlöndum: Enginn vildi taka „Við héldum að kortið okkar væri eitthvað skemmt og fórum með það í banka og þar var það umsvifa- laust tekið af okkur," sagði ung kona í samtali viö DV. Hún og maður hennar eru nýlega komin heim úr feröalagi um Evrópu með Enginn vildi taka við greiðslukortinu. gegnum einhverja vél sem les á segulröndina á því,“ sagði konan. Allar vélar höfnuðu kortinu þótt konan fullyrði að ávallt hafi verið staðiö í skilum með greiðslur af því og því ekki um neins konar van- skil að ræða. „Þetta var alveg hræðilegt. Þaö var alls staöar litið á okkur sem glæpamenn og það kostaði mikið stapp og vesen að fá kortið aftur úr bankanum þar sem það var tek- ið af okkur.“ Allir staðirnir, þar sem reynt var að nota kortið, auglýsa aö þar sé tekið viö Euro greiðslukortum. Kreditkort h/f á íslandi reyndi að aðstoða hjónin eftir megni og sendi þeim m.a. peninga svo að þau kæm- ust á leiðarenda. „Ég get ekki útskýrt hvers vegna þetta gerðist," sagði Gunnar Bær- ingsson, framkvæmdastjóri Kred- itkorta h/f, í samtali við DV. „Ef vélarnar hafna kortunum er hægt að slá inn númer kortsins beint. Kort eru ekki tekin af fólki nema um einhver vanskil sé að ræða.“ Segulröndin á kortinu, sem lesið er af, inniheldur ýmsar upplýsing- ar og þar á meðal um hvort óhætt sé að taka við kortinu. Röndin á ekki að skemmast svo auðveldlega þannig að beinast liggur við að álykta að um gallað kort hafi verið að ræða. -Pá greiðslukortið tvö börn sín. Þau lentu í verulegum vandræðum á seinnihluta' ferða- lagsins því að þar sem þau ætluðu að greiða vörur eða þjónustu með Euro greiðslukorti var því alls staöar hafnað. „Kortinu er alls staðar rennt í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.