Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1989, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1989, Blaðsíða 3
MIÐVIKUJÍAGUR 11, OKTÓBE^ .1,989, 19 Utanferðir Norræna ferðaskrifstofan: Færir út kvíarnar - Búdapest og Prag Líkt og undanfarin ár eru flug- félögin með ýmiss konar viku- og helgartílboð 1 gangi fyrir þá sem vflja bregða sér út fyrir landstein- ana í faeina daga. Af vinsælustu ferðunum eru flögurra daga ferð- ir til einhverrar stórborgar í Evr- ópu vinsælastar. Umboðssala Nær allar feröaskrifstofurnar eru með þessar pakkaferðir f umboðssölu fyrir flugfélögin og því hægt aö bregða sér irm á næstu ferðaskrifstofú og panta ferðina. Ferðaskrifstofumar og flugfélögin aðstoða fólk við að panta miöa á tónleika og í leikhús og á þessum stöðum er oft að finna upplýsingar um skemmti- lega tónleika og það helsta sem er á fjölunum í viökomandi stór- borg. Aö vísu skal þess getið aö oft getur verið vandkvæðum bundiö að fá miða í bestu sætí nema pantaö sé með góðum fyrir- vara. Það er því ekki úr vegi að athuga sinn gang sem fyrst standi hugur fólks tíl aö skreppa í leik- hús eða á tónleika. Fjögurra daga ferðir Hér á eftir gefum við verö á nokkrum fjögurra daga helgar- ferðum til stórborga Evrópu. Verðið er miðað við að gist sé á þriggja til fjögurra stjömu hóteli en sé valið ódýrara hótel lækkar verðið en sé valið dýrara hótel hækkar það. Það er þvi dálítíð undir hveijum og einum komið hvað hann vill eyða í helgarferð- ina. Innifaiið í verði er flug, gisting og morgunveröur. Flugleiöir bjóða bæði helgar- ferðir til London og Glasgow. Þaö er mun dýrara aö fara á fyrr- nefnda staðinn. Þangað kostar ferðin 31.200 krónur fyrir mann- inn eða 62.400 krónur fyrir hjón. Helgarferð til Glasgow kostar 24.400 krónur fyrir mamiinn eða 48.800 krónur fyrir hjón. Flugleiðir og Amarflug bjóða helgarferðir til Þýskalands. Flug- leiðir fljúga til Frankfurt og helg- arferö fyrir einn kostar 25.080 krónur eða 50.160 krónur fyrir hjón. Það er heldur dýrara að fara til Hamborgar meö Amar- flugi. Þangaö kostar helgarferðin fýrir einn 29.140 krónur eða 58.280 krónur fyrir tvo. Það kostar það sama að fara til Amsterdam og Hamborgar eða 29.140 fýrir einn og 58.280 krónur fýrir tvo. Dýrasta helgarferðin er svo tíl Kaupmannahafnar. Þangað kost- ar helgarferöin 34.070 krónur fýr- ir einn eða 68.140 krónur fyrir tvo. London..............31.200 kr Glasgow..............24.400 kr. Frankfurt 25.080 kr. Kaupmannahöfii...34.070 kr. Amsterdam............29.140 kr. Hamborg..............29.140 kr. Á töflunni sést hvað kostar fýr- ir einstakling að skreppa í fjög- urra daga helgarferð. Innifalið í veröi er flug, gisting í þrjár nætur á þriggja til fjögurra stjömu hót- eh og morgunverður. -J.Mar Það er ýmislegt á prjónunum hjá Norrænu ferðaskrifstofunni í vetur, meðal annars mun hún bjóða upp á tvo nýja áfangastaði, borgirnar Búdapest og Prag, og er flogið til þessara tveggja staða í gegnum Kaupmannahöfn. Norræna feröaskrifstofan hefur til þessa fyrst og fremst verið þekkt fyr- ir umboð sitt fyrir farþegaferjuna Norrænu. Nú hefur verið ákveðið að auka þjónustu skrifstofunnar og nú annast hún útgáfu allra almennra farseðla, auk þess sem hún selur helgar- og vikupakka til ýmissa stór- borga. Boðið er upp á viku einstaklings- eða hópferðir tíl Búdapest. Róman- tískir aðdáendur borgarinnar hafa í áranna rás kallað hana ýmsum nöfn- um, svo sem htlu París og perluna við Dóná, og margir telja Búdapest fallegustu borg Evrópu. ' Búdapest var upprunalega tvær borgir, Búda og Pest. Búda var byggð á hæðum og þar er að frnna elsta og fallegasta hluta borgarinnar. Pest var hins vegar byggð á flatlendi og þar eru helstu verslunarhverfm. í Búdapest ríkir lífsgleði. Þar er fjöldi næturklúbba, tónleikasala og leikhúsa. Ungverjar eru miklir mat- menn og ungversk matargerðarhst er fræg að fornu og nýju. Þýska skáldið Göthe sagði að Prag væri fegursta djásnið í kórónu heimsins og víst er að borgin er náma fyrir þá sem hafa áhuga á fomri byggingarlist. Þar er að finna ótölu- legan fjölda vel varðveittra bygginga frá ýmsum tímabilum, svo og fom mannvirki. Norræna ferðaskrifstofan mun bjóða upp á vikuferðir til Prag. í verði hverrar ferðar er innifalið flug, gisting, hálft fæði, skoðunarferð um borgina og heilsdagsferð til Karlovy Vary og vikumiði í öli almennings- farartæki í borgarinnar. -J.Mar jörernasprauta fyrir veturinn -á góðu verði Mallorkaloftbrú Atlantik býður þér: Sumarauka - veðurblíðu - hagstœð innkaup - hvíld. Stuttar ferðir - samt nógu langar til að njóta þess besta sem gott frí hefur upp á að bjóða. Vetrarvörur í ótrúlegu úrvali og á góðu verði - á Mallorka. Hitinn um og yfir 20 stig á þessum árstíma — á Mallorka. Skinnavara og skófatnaður á hlœgilegu verði - á Mallorka. Gististaðir Atlantik eru alltaf í sérflokki - líka á Mallorka. Fararstjórar Atlantik gera nœstum allt fyrir þig - á Mallorka. Spáðu í verðið og veðriðl Þú fœrð ekki betri fjörkipp fyrir veturinn en með loftbrú Atlantik - til Mallorka! Verð frá 28.500kr. Brottfarardagar: 25. okt., órfá sœti laus, 31. okt., 8 daga ferð, Gisting á Royal Playa de Palma, Royal Cristina, Royal Magaluf og inni í Palma á: Hotel Jaime III og Hotel Bellver Sol. Atlantikfarþegar haustsins 1988 byggja á reynslunni og flykkjast hópum saman í fjörefnasprautu suðrœnnar sólar fyrir veturinn. FERÐASKRIFSTOFAN dUAMTMC HALLVEIGARSTÍG 1 SÍMI 28388 OG 28580 Getur þú verið án hennar?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.