Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1989, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1989, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1989. 39 Lífestm metra af eyðimörk sem teygði sig í allar áttir en fyrir ofan mig blasti við stjömuherinn og himingeimurinn. Á slíkum stundum hættir maður að vera upptekinn af sínum litla heimi, sínum eigin nafla og þessu litla ís- lenska þjóðfélagi sem maður býr í. Hrædd en glöð „Þessa fyrstu nótt, sem ég svaf undir berum himni, var ég afar hrædd en samt sem áður svo ein- kennilega glöð. Ég átti erfitt með að sofna en um síöir sigraði svefninn. Um klukkan eitt vaknaði ég við mik- il læti og öskur. Ég reis upp og sá ekkert nema sand og háan fjallgarð í fjarska og átti erfitt með að gera mér grein fyrir því hvaöan þessi læti komu. Allt í einu sá ég hvar komu fjörutíu úlfaldar og tíu hirðingjar í þessum síöu og fallegu kuflum sem þeir klæðast. Karlmennirnir ganga með blæjur sem er sex metra langt klæði sem þeir vefja um höfuðið. Hirðingjarnir vilja ekki koma manni á óvart og til þess að láta vita að þeir séu á leiöinni öskra þeir. Það er eitt af því sem situr eftir í minning- unni, allt þetta öskur. Þetta var eins og að ganga inn í ævintýri úr 1001 nótt; að sjá hirðingjana þeysa eftir eyðimörkinni, jóðlandi og öskrandi. Þeir heilsuðu okkur glaðlega og bjuggu sér svo búðir skammt frá okkur. Hirðingjarnir, sem voru leiðsögu- menn okkar, bjuggu sér alltaf búðir aðeins frá okkar og þeir borðuðu aldrei meö okkur. Þeir buðu hins vegar hópnum einu sinni á dag í te. Teið var búið til samkvæmt ákveðn- um hefðum. Það var alltaf höfðing- inn sem bjó það til og skenkti okkur svo í glös. Þegar líða tók á ferðina og vináttu- tengsl höfðu myndast milli okkar og hirðingjanna fórum við og hlustuð- um á þá spila á tóma vatnsbrúsa og syngja kvæðalög sín sem flest eru harmakvæði og fjalla oftast um ást- ina og samskiptin við náttúruna. Ákveðinn rytmi „Viö vöknuðum um klukkan 6.30 á morgnana og þá var kalt. Maður byrjaði á því að skara í eldinn og hita sér eitthvað að drekka og fá sér svo að borða. í svona ferð skapast ákveðinn rytmi. Það gerðist allt mjög rólega en ekki letilega. Maður gerir hlutina ákveðið en er ekkert að flýta sér. Allir höfðu sitt verk að vinna og sam- starf hópsins gekk mjög vel. Áður en ég fór út var ég búin að heyra alls konar vitleysissögur um úlfaldana og því var ég spennt þegar ég fór á bak úlfalda í fyrsta skipti. Ég hafði til dæmis heyrt að þeir væru löt dýr og vond, einnig að þeir væru hastir og mann mundi flökra við þeg- ar þeir stæðu upp með mann. Fyrstu kynni mín af úlfóldum voru hins vegar allt önnur. Þegar þeir leggjast niður á fjóra fætur svo maður kom- ist á bak þeim þá ropa þeir rosalega og þá gýs upp lykt eins og úr heilum súrheystumi. Mitt álit á úlfoldum er að þeir séu mjög rólegar skepnur en afar þijóskar. Svo var lagt af staö og í átta daga samfleytt ferðuðumst við um eyði- mörkina og bjuggum okkar nýjar búðir á hveiju kvöldi. í austurátt Fyrsta daginn í eyðimörkinni héld- um við í austurátt og komumst upp á leifar gamallar hásléttu. Við kom- um til Semid og fórum síðan eftir Talahouahout-gljúfrinu. Næsta dag fórum við eftir sandsteinsmyndun- um og árfarvegum og komum inn á sandsléttu sem afmarkast af fjöllum allt í kring. Þaö var Adrar Adjelaho. Svo gengum við upp Tihidjal-gljúfrið og skoðuöum þar nokkur þúsund ára hellamálverk. Á þriðja degi fórum þvert yfir slétt- una þangað til við komum að Nemf- ar-fjöllunum og skoðuðum gljúfrin á þessum slóðum. Daginn eftir héldum við áfram að skoða gljúfrin meðfram Drar Adjelaho og komum til Issam eftfrhádegið. Á fimmta degi fórum við í gegnum Ait Ellaouen til Tililine en þeim stað má líkja viö rústir af tröllagrafhýs- um sem grafin hafa verið í klettana. Hádegisverður i Saharaeyðimörkinni DV-mynd ÞRH Þá var haldið til Tikoubaouine þar sem sandurinn breiðir úr sér í öldur og umvefur klettana. Daginn eftir héldum við eftir árfarvegi til Ass- assou. Næstsíðasta daginn fórum viö gegnum Imeroudene-gilið, sem er umkringt sandöldum, til að komast að Tiramiouinsvæðinu og síðasta daginn fórum við svo um Kalambo og Tisras þar sem stórir sveppir af bleikum sandsteini rísa upp. Um kvöldið komum við svo til bæjarins Djanet aftur. Ferðir Að skoða landslag „Dagamir gengu út á það að vakna snemma og ferðast um á úlfóldunum fram að hádegi og skoða landslag. í kringum hádegið áðum við og elduð- um. Þegar við vorum búin að borða lögðum við okkur á skuggsælum stað í einn til tvo tíma. Svo var lagt af stað aftur, annaðhvort á úlföldunum eða gangandi, og haldið áfram að skoða landslag og hellamálverk. Landslagið á þessum slóðum er mjög fallegt þótt það sé óblítt á að líta. Það fer enginn til Sahara til að skoða gróður eða menningarleifar þó að á stöku stað megi sjá menjar um forna búsetu. Þetta var ekki erfitt feröalag, það var mun auðveldara en hálendisferð á íslandi. Þama vinnur náttúran með fólki. Hér er maður alltaf að beijast viö kulda, rok og rigningu. Þarna er lofslagið þægilegt og auö- velt að kveikja eld. Það sem situr eftir í minningunni er landslagið og þessi rytmi sem maður gekk inn í, svo og kynnin af hirðingjunum. Touregamir, leiðsögumenn okkar, eru sérstakur þjóðflokkur, stolt fólk en ekki dramblátt. Þeir hafa mjög ákveðnar reglur um samskipti sem maður skynjar mjög fljótt. Öll kynni ganga hægt fyrir sig. Hirðingi segir aldrei beint við þig; „Mér líkar við þig.“ Þessir menn hafa lifað alla ævi við mæðraveldi. Konan hefur sérstaka stöðu í þeirra samfélagi. Virðing erf- ist í gegnum konuna. Konan sér um að mennta bömin. Hún kann öll kvæðin og þjóðsögumar en líkt og við eiga þeir ógrynni af kvæðum og sögum. Konurnar eyða miklum tíma í að snyrta sig. Fegurðarskyn er mjög ríkt í þessu fólki og það veltir því mikið fyrir sér hvað sé fallegt. Þeir ......... Leiðsögumennirnir i hvíld. ganga til dæmis alltaf í ljósbláum, dökkbláum eða svörtum kuflum í eyðimörkinni af því að þessir litir fara svo vel við lit sandsins. Enda er það satt, það er mjög fallegt að sjá hirðingja í eyðimörkinni í þessum fallegu kuflum sem þeir klæðast. Eyðimörkin seiðir Ég held að ef maður hefur áhuga á að ferðast um hálendi íslands og hef- ur yfirhöfuð gaman af víðáttu hafi maður gaman af að ferðast um eyði- mörk. Hins vegar er Sahara svo stór og teygir sig inn í svo mörg lönd að þar þarf að velja réttan árstíma með tilliti til hitafars og staði sem eru ekki hættulegir yfirferðar. Þegar við vorum þarna var hitinn á daginn 24-30 stig en 4-6 gráður á nóttinni og það var því mjög þægilegt að vera þar. Það er margt sem situr eftir í minn- ingunni eftir þessa ferð. Þessi hægi rytmi, landslagið, kynnin af hirðingj- unum og öll þessi endalausa víðátta. Þetta verður væntanlega ekki mín síðasta eyðimerkurganga, ég hef það á tilfinningunni að þetta sé sú fyrsta af mörgum. Ferðalag í eyðimörkinni er ferðalag á vit hins ókunnuga í heiminum, jafnt og á vit þess ókunn- uga í sjálfum þér,“ segir Þorbjörg að lokum. -J.Mar Auglýsing frá ríkisskattstjóra HÚSNÆÐISSPARNAÐAR- REIKNINGUR Samkvæmt ákvæðum 3. málsl. 7. gr. laga nr. 49/1985 um húsnæðissparnaðarreikninga hefur ríkisskattstjóri reiknað út þær fjárhæðir er um ræðir í 2. mgr. 2. gr. laganna og gilda vegna innborgana á árinu1990. Lágmarksfjárhæð skv. 2. málsl. 2. mgr. 2. gr. laganna verðurkr. 36.092 og hámarksfjárhæð kr. 360.920. Lágmarksfjárhæð skv. 3. málsl. 2. mgr. 2. gr. laganna verður kr. 9.023 og hámarksfjárhæð kr. 90.230. Reykjavík 18. desember 1989 RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.