Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1990, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1990, Blaðsíða 3
EÖSTUDAGUR 26.- JÁNÚAR "1990. ' Dans- staðir Ártún, Vagnhöfða 11 Gömlu dansamir fóstudagskvöld kl. 21-3 og laugardagskvöld kl. 22-3. Hljómsveitin Danssporið leikur fyrir dansi bæði kvöldin. Bjórhöllin, Gerðubergi 1 Opið öll kvöld frá kl. 18-1 og um helg- ar til kl. 3. Li£andi músík fimmtu- dags-, föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Casablanca, Skúlagötu 30 Diskótek fóstudags- og laugardags- kvöld. Danshöllin, Brautarholti 22, s. 23333 „Þjóðbjörg og Doddi bregða fyrir sig betri fætinum“ sýnt laugardags- kvöld. Klakabandið frá Ólafsvík leik- ur fyrir dansi fóstudags- og laugar- dagskvöld á annarri hæðinni. Lúdó og Stefán leika fyrir dansi í Mánasal á fóstudagskvöld. Duus-hús, Fischersundi, sími 14446 Diskótek fóstudags- og laugardags- kvöld. Fjörðurinn, Strandgötu 30, sími 50249 Hljómsveit leikur fyrir dansi á fóstu- dags- og laugardagskvöld. Danshúsið Glæsibær, Álfheimum, sími 686220 Danshljómsveitin leikur fyrir dansi fóstudags- og laugardagskvöld. Hollywood, Ármúla 5, Reykjavík Hin góðkunna hljómsveit Ðe Lónli Blú Bojs leikur fyrir dansi fóstudags- og laugardagskvöld. Hótel Borg, Pósthússtræti 10, Reykjavik, sími 11440 Diskótek fóstudags- og laugardags- kvöld. Borgarkráin er opin til kl. 24 báða dagana. Gömlu dansarnir meö hljómsveit Jóns Sigurðssonar á sunnudagskvöld. Hótel Esja, Skálafell, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík, simi 82200 Dansleikir fóstudags- og laugardags- kvöld. Lifandi tónlist. Opið frá kl. 19-1. Hótel ísland, Ármúla 9, sími 687111 Söngskemmtunin „Rokkóperur“ á laugardagskvöld. Hljómsveitin Stjómin leikur fyrir dansi fóstudags- og laugardagskvöld. Á Café fsland- spilar Kvartett Tómasar R. Einars- sonar á laugardagskvöld. Hótel Saga Á laugardagskvöldið verður fmm- sýnd skemmtidagskráin „Skemmti- sighng á þurru landi" í Súlnasal. Nokkrir af fremstu skemmtikröftum landsins hrífa gesti með sér í bráð- hressandi skemmtun. Hljómsveitin Einsdæmi leikur fyrir dansi. Keisarinn v/Hlemmtorg Diskótek föstdags- og laugardags- kvöld. Sportklúbburinn, Borgartúni 22 Hljómsveitin Hvísl leikur á neðri hæð um helgina. Á 3. hæðinni er lokað vegna einkasamkvæmis á föstudags- kvöld en hljómsveitin Rósin leikur fyrir dansi á laugardagskvöld og Þor- steinn Eggertsson kemur fram og rokkar. Frítt inn. Staupasteinn, Smiðjuvegi 14D, s. 670347 Hljómsveit leikur fyrir dansi fóstu- dags- og laugardagskvöld. Tunglið og Bíókjallarinn, Lækjargötu 2, sími 621625 Diskótek fostudags- og laugardags- kvöld. Ölver, Álfheimum 74, s. 686220 Opið fimmtudags-, fóstudags-, laugar- dags- og sunnudagskvöld. Hljóm- sveitin Hrím leikur um helgina. • .......................-.........--19- » -v ' ■ f *■ i ■ • í 1 • í * K - ♦ •• » '• £ í . t « 1 >» 5 i * 3 'W ' . • ■ Angus Rollo skemmtir Á veitingahúsinu Fógetanum skemmtir þessa dagana skoskur skemmtikraftur, Angus Rollo. Angus Rollo er mjög fjölhæfur skemmtikraftur. Hann syngur, gamnar sér viö áhorfendur og held- ur uppi góðri stemningu. Kvartett Kristjáns Magnússonar. Hótel Saga - Ómladí, Ómlada: Skemmtisigling á þurru landi Hótel Saga kveður skammdegis- drungann eftirminnilega í kútinn með splunkunýrri skemmtidag- skrá í Súlnasal. Það eru hinir landsþekktu grínarar Ómar Ragn- arsson og Þórhallur Sigursson, Laddi, sem bjóða gestum í hressa „sjóferð" þar sem stefnan er tekin á stanslaust fjör og haldið rakleitt suður til „Horrimolinos“. Skipstjóri er grínfræðingurinn Halli og Ómar og Laddi bregða sér í allra sjókvikinda líki. Meðal far- þega eru gleðimennirnir Eddi, Elli, Leifur óheppni, hin hrokafulla Elsa Lund, Magnús og Mundi, HLÓ- flokkurinn, Marteinn Mosdal og síðast en ekki síst magadansmær sem iðar í undirfógru skinninu. Þegar á leiðarenda er komið taka Ragnar Bjarnason og hljómsveitin Einsdæmi við og leika fyrir dansi. Miðaverð (skemmtun og veislu- matur) er 3900 kr. Til hagræðis fyr- ir gesti utan af landi er boðið upp á sérstaka helgarpakka með ferð- um og gistingu í samvinnu við Flugleiðir og Arnarflug. Hin mörgu andlit Omars og Ladda. Bjartmar í Stykkishólmi Bjartmar Guölaugsson heldur tónleika í Hótel Stykkishólmi í kvöld, 26. janúar. Á laugardags- kvöld heldur hann tónleika í Klif- inu, Ólafsvík. Hefjast tónleikarnir kl. 23.00. Bjartmar mun flytja efni af síðustu hljómplötu sinni, Það er puð að vera strákur, ásamt fjölda laga af öðrum plötum sínum. Maraþon- keppni í boccia Tuttugu og fimm íþróttamenn í íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík munu leika boccia í 24 tíma frá kl. 17 í dag til kl. 18 annað kvöld í íþróttahúsi fatlaðra sem nú er ver- ið aö byggja í Hátúni 14. Keppnin er til styrktar ferð _ íþróttafélags fatlaðra á norrænt íþróttamót í Málmey 10.-11. febrúar en þangað fara 20 keppendur frá félaginu. íslendingar voru mjög sigursælir á íþróttamótinu í Málmey fyrir ári og urðu stigahæstir og unnu far- andbikar mótsins. Einnig urðu ís- lensku þátttakendurnir stigahæst- ir í bocciakeppninni og sundkeppni mótsins. íslensku íþróttamennirnir stefna að því að vinna bocciakeppnina á Málmeyjarleikunum aftur í ár og verða því með áheitasöfnun í mara- þonkeppninni þar sem haégt er að greiða 50 aura fyrir hvern boccia- leik sem leikinn verður þennan sólarhring. Áheitum á meðan á keppninni stendur er tekið á móti í símum félagsins, 688002 og 688226. Glaumberg í Keflavík: Rokk, sviti og pilsaþytur Café Hressó: Smekk- leysukvöld Smekkleysa efnir til hljómleika í Café Hressó í Austurstræti þar sem fram koma nokkrar af litríkari hljómsveitum höfuðborgarinnar, alls þrjár. Hljómsveitirnar eru þungarokks- sveitin Bootlegs sem sendi frá sér sína fyrstu plötu seint á liðnu ári, Ham sem gáfu út plötuna Buffalo Virgin á erlendri grund í gegnum One Little Indian í Bretlandi og loks Bless sem gáfu út plötuna Melting á merki Smekkleysu skömmu fyrir áramót. Skemmtikvöld Smekkleysu hefst kl. 23.00 stundvíslega í innri sal Hressó. Aðgangseyrir er kr. 500. í sýningunni er fylgst með ungum sveitapilti, Lúðvík Lyndal að nafni, og hans fyrstu ferð til stórborgar- innar. Lúðvík er saklaus sveita- drengur í meira lagi og lendir í hin- um ýmsu ævintýrum er til borgar- innar kemur og eru þau túlkuð með dansi, söng og látbragði. í sýningunni er fjöldi dansara og söngvara ásamt stórsveit Rokka- billibands Reykjavíkur. Söngvarar eru meðal annars Einar Júlíusson, Anna Vilhjálmsdóttir, Bjarni Ara- son, Guðmundur Hermannsson, Tómas Tómasson og Haraldur Helgason. Dansarar eru meðal annars Jón Ólafur Magnússon, Eydís Eyjólfsdóttir og rokkparið María Huldardóttir og Jóhannes Bachmann en hann leikur jafn- framt aðalpersónuna Lúðvík Línd- al. Kynnir og sögumaður er hinn kunni útvarpsmaður Gunnlaugur Helgason. Miðaverð á sýninguna er 2700 með tvíréttaðri máltíð. Þorrasveifla í Pottinum Fógetinn: Stórsýningin Rokk, sviti og pilsa- þytur er nú að fara á stað í annað sinn í Glaumbergi í Keílavík laug- ardaginn 27. janúar og fer fjöldi sýninga eftir aðsókn og eftirspurn. Aðsókn var mjög góð fyrir áramót og öll aðsóknarmet á Suöurnesjum slegin. Arnaldur Bachmann og Eydís Eyjólfsdóttir i hlutverkum sínum i Rokk, sviti og pilsaþytur. Angus Rollo. Kvartett Kristján Magnússonar, píanóleikar mun leika í heita Pottinum í Duus-húsi á .sunnudagskvöldið. Áuk hans skipa hljómsveitina altó- og tenórsaxófónleikarinn Þorleifur Gíslason, kontrabassaleikarinn Tómas R. Einarsson og trymbillinn Guðmundur R. Einarsson. Kvartettinn meö þá Kristján og Þorleif í broddi fyikingar hefur leikið saman í nær áratug með nokkrum mannabreytingum þó. Tónlistin flokk- ast að stærstum hluta undir hefðbundinn djass, lög frá svingskeiðinu og bobbtímabilinu ásamt öðrum frá síðasta áratug. Ekki er loku fyrir það skotið að sveitin fái óvæntan gest til að spila með á sunnudagskvöldið. Tónleikarnir hefjast kl. 21.30.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.