Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1990, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1990, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1990. Utlönd Sænskur prófessor um framtíð Sovétforseta: Næstu mánuðir geta skipt sköpum , Sænski rithöfundurinn Anders Áslund, höfundur bókar um Sovét- ríkin á tímum perestrojku, telur aö framtíð Mikhails S. Gorbatsjov Sovétforseta og umbótastefnu hans ráöist á næstu mánuðum. Banda- ríska tímaritið Newsweek setur þessa bók Áslunds - Barátta Gor- batsjovs fyrir efnahagsumbótum - efst á lista þeirra sem fylgjast vilja með. Áslund, þrjátíu og sjö ára prófess- or í hagfræði og fyrrum stjómarer- indreki í Moskvu, spáði falli stjóm- arinnar í Tékkóslóvakíu síðastliöið haust. Hann reyndist hafa rétt fyrir sér. Hann spáði því einnig að fyrr- um leiðtogi austur-þýskra komm- únista, Egon Krenz, myndi sitja stutt. Aftur reyndist hann sann- spár. Nú segir þessi sænski höfundur, og vonar aö hann hafi rangt fyrir sér, aö Gorbatsjov, forseti og leið- togi sovéska kommúnistaflokksins, hafi litla möguleika á að sitja á valdastóli næstu mánuði. Litháen mesta ögrunin Ef andstæðingar forsetans sov- éska viþa steypa honum verða þeir að láta til skarar skríða áður en bæjar- og sveitarstjórnarkosningar fara fram í mars, sagði Áslund ný- lega á fundi með erlendum frétta- riturum í Stokkhólmi. Segir hann að í ljósi kringumstæðna sé rökrétt aö þá muni fall forsetans koma. Áslund lítur á ákvörðun forystu kommúnista í Eystrasaltslýðveld- inu Látháen frá síöasta ári - sem jafnframt er fyrsti klofningur inn- an sovéska kommúnistaflokksins frá byltingunni 1917 - þess efnis aö Mikhail Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna og leiðtogi kommúnistaflokksins. slíta tengslin við móðurflokkinn í Moskvu sem alvarlegustu ógnun viö stöðu Gorbatsjovs, alvarlegri en ólgan í lýðveldinu Azerbajdzhan og þjóðemisróstur. „Ef Gorbatsjov viðurkennir sjálf- stæðan flokk í Litháen mun meiri- hluti stjómmálaráðs sovéska kommúnistaflokksins velta honum úr sessi,“ sagði Áslund. Hann bætti við að ef forsetinn vísaði kröfum Litháa á bug myndi hann þar með tapa stöðu sinni meðal frjálslyndra stuðningsmanna sinna og gera harðlínumönnum auðveldara með að steypa honum af stóli. Slæmt efnahagsástand Áslund segir að efnahagsástandið í Sovétríkjunum sé jafnvel en veik- ara fyrir og byrði hemaðarumsvifa á stjómvöld enn meiri en CIA, bandaríska leyniþjónustan, og flestir vestrænir stjómarerindrek- ar hafa hingað til talið. Efnahagslíf- ið þarfnast nauðsynlega endur- skoðunar við en Gorbatsjov getur aðeins reitt sig á stuðning tveggja manna í stjórnmálaráðinu - annars vegar Eduard Sévardnadze utan- ríkisráðherra og hins vegar Alex- andr Jakovlev - fyrir róttækum markaðsumbótum, segir Áslund. Áslund telur að verg þjóöarfram- leiðsla Sovétríkjanna hafi fallið um fimm prósent á síðasta ári og muni minnka um tíu prósent á þessu ári. Nikolai Belov, háttsettur sov- éskur tölfræðingur, sagði aftur á móti í síðustu viku að verg þjóðar- framleiðsla hefði aukist um þrjú prósent árið 1989 sem er einu og hálfu prósenti minna en áætlað var. Snjall stjórnmálamaður Og ennfremur, þvert á mat margra sérfræðinga, telur Áslund Gorbatsjov hlynntan vestrænum hugmyndum, s.s. markaðskerfi og lýðræði. En hann telur einnig að Sovétforsetinn hafi ekki það pólit- íska vald sem þarf til að koma Sov- étríkjunum á braut raunverulegra umbóta. Áslund er tregur til að afskrifa Gorbatsjov. „Hann er líklega snjallasti stjómmálamaður verald- ar þannig að maður gerir ráð fyrir að hann finni leið út úr þessu,“ segir Áslund. En það sem miklu máli skiptir að mati Áslund er að Nikolai Ryzhkov, forsætisráðherra Sovétríkjanna, er lítt hlynntur metnaöi Eystrasalstríkjanna og Gorbatsjov þarf að öllu jöfnu stuðning forsætisráðherrans ef hann vill ná stuðningi meirihluta stjórnmálaráðsins. Reuter Leiðir aukið atvinnuleysi til falls Syse? Þrír og hálfur mánuður er nú lið- inn frá því að Jan P. Syse varð for- sætisráðherra Noregs. í haust voru fáir þeirrar skoðunar að minni- hlutastjóm borgaralegu flokkanna yrði langlíf. Stjómin er enn viö völd en sam- staridð milli flokkanna þriggja, Hægri flokksins, Miðflokksins og Kristilega þjóðarflokksins, er stundum stirt. Stjómmálamenn í Miðflokknum era þegar famir aö tala um að stjómin verði að fara frá ef atvinnuleysið minnki ekki á árinu. Frá því að Syse, sem er leiðtogi Hægri flokksins, tók viö völdun 16. október hefur atvinnulausum fjölg- aö úr áttatíu þúsund í hundrað og fimm þúsimd. Hneykslismál Verkamannaflokkurinn þykir ekki hafa staðið sig sem stjórnar- andstöðuflokkur. Það sem hefur lamað flokkinn era uppljóstranir um hneykslismál. Reiulf Steen, fyrram formaður flokksins, hefur skrifað opinskátt um valdabaráttu innan flokksins og Arvid Engen húsgagnasali tók árum saman upp á segulband samtöl sín um pólítík við ýmsa leiðtoga verkalýðshreyf- ingarinnar. Hans mál er nú fyrir rétti í Osló. Haröasta gagnrýnin á stjómina hefur í staðinn komið frá hægri. Framfaraflokkurinn, sem fékk tuttugu og tvo menn kjöma í haust en hafði áður tvo, hefur getaö stað- iö sameinaður út á við þrátt fyrir að fulltrúar hans séu margir nýir og þyki oft fara sínu fram. Samið við Hagen Formaður flokksins, Carl I. Hag- en, þykir reyndar ekki hafa haft mikil áhrif á framvindu pólitískra mála en hann hefur fengið stjóm- arflokkana til að viöurkenna í raun að það sé aðeins til hans sem þeir geti snúið sér til að koma tillögum sínum í gegn. Þegar afgreiða þurfti fjárlagafrumvarpið fyrir jól neydd- ist Syse til að seipja við Hagen und- ir fjögur augu til aö koma á mála- miðlun. Það hefur vakið furðu aö stjómin, og þá ekki síst Kaci Kullman Five, hinn nýi viðskiptamálaráðherra, hefur ekki átt í vandræðum vegna afstöðunnar til Evrópubandalags- Jan P. Syse hefur nú verið forsætisráðherra Noregs í þrjá og hálfan mánuö. ins. Margir höfðu spáð því að það mál yrði stjóminni erfiðast. Þróun- in í Austur-Evrópu er sögð hafa leitt til þess að samingingaviðræð- urnar milli Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA, og Evrópubanda- lagsins, EB, þykja ekki jafn umdeil- anlegar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.