Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1990, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1990, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1990. Fréttir Nýir kjarasamningar voru undirritaðir í nótt: Sumir kalla samningana efnhagslegt valdarán - 9,5 prósent launahækkun næstu 18 mánuðina og uppbætur á laun undir 60 þúsund krónum Upp úr klukkan eitt í nótt voru nýir kjarasamningar aöila vinnu- markaöarins, ríkisstjómarinnar og Stéttarsambands bænda undirritaðir í Karphúsinu. Samið var til 15. sept- ember 1991 eöa í rúma 18 mánuði. Ár og dagar eru síðan kjarasamn- ingar hafa veriö gerðir til svo langs tíma. Miðað við það sem aðilar vinnumarkaðarins hafa knúið ríkis- stjómina til að gera í sambandi við þessa samninga höfðu sumir á orði að aðilar vinnumarkaðarins og bændasamtökin hefðu framið efna- hagslegt valdarán. Samkvæmt samningunum hækka laun um 9,5 prósent á samningstím- anum. Frá 1. febrúar hækka laun um 1,5 prósent, 1. júni um 1,5 prósent, 1. desember um 2 prósent, 1. mars 1991 um 2,5 prósent og 1. júní 1991 um 2 prósent. í samningunum er ákvæði um sér- stakar láglaunabætur. Launabæt- urnar reiknast þannig að fundið er meðaltal heildartekna á tímabilinu 1. febrúar til 30. apríl og 1. september til 30. nóvember í ár og 1. febrúar til 30. apríl 1991. Sú upphæð, scm þann- ig er fundin, er dregin frá 60 þúsund krónum miðað við fullt starf allan viðmiðunartímann. Upphæð launa- uppbóta er helmingur þannig feng- innar niðurstöðu. Orlof er innifalið í launauppbótunum og verða þær að hámarki 10 þúsund krónur miðað við fullt starf. Þá er gert ráð fyrir að greiddar- verði 10 þúsund krónur í sérstaka desemberuppbót til þeirra sem eru í fullu starfl. Starfsfólk, sem áunnið hefur sér fullan orlofsrétt hjá sama vinnuveit- enda næstliðið orlofsár, fær 7.000 króna orlofsuppbætur í ár og 7.500 krónur sumarið 1991. Fæðingarorlof verður 6 mánuðir eftir tveggja ára starf hjá sama vinnuveitenda. Skipuð verður launanefnd til að fylgjast með þróun kaupmáttar. Hvor samningsaðili um sig skipar tvo menn í nefndina sem mun halda fundi mánaðarlega með formanni stjórnar Seðlabanka, Þjóðhagsstofn- unar, hagstofustjóra og hagsýslu- stjóra, til að tryggja sem besta upp- lýsingaöflun. Hafi verðlag í maí og september 1990 og í maí 1991 hækkað umfram viðmiðunarmörk fram- færsluvisitölu á launanefndin aö ákveða viðbrögð. Hún getur ákveðið launahækkun að því marki sem framfærsluvísitala fer yfir viðmið- unarmörk. Urskurður launanefndar skal miðast við laun eins og þau voru 31. desember 1989 og 31. desember 1990. Alþýðusambandið fer með oddaatkvæði. Þyki vinnuveitendum úrskurðurinn í andstöðu við for- sendur er þeim heimilt að segja samningunum upp innan tveggja sólarhringa frá úrskurði. Þetta eru höfuðatriðin í kjara- samningi Vinnuveitendasambands- ins, Alþýðusambandsins og Vinnu- málasambandsins. Inni samninginn fléttast svo það sem ríkisstjórnin lof- ar að beita sér fyrir. -S.dór Þreyttir en ánægðir menn að lokinni undirritun kjarasamninga í nótt. Þeir Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýðusam- bandsins, og Einar Oddur Kristjánsson, formaður Vinnuveitendasambandsins, takast í hendur fyrir framan Hauk Halldórsson, formann Stéttarsambands bænda. DV-mynd KAE Ásmundur Stefánsson: Öðruvísi samningar en áður hafa verið gerðir „Ég vil sérstaklega þakka fyrir það samstarf sem við höfum átt hér og þá þolinmæði sem við öll höfum orð- ið að sýna hvort öðru. Ég held að þessir samningar sem við erum að gera núna séu fyrir margra hluta sakir öðruvísi en við höfum gert hingað til. Þaö er sérstak meöal ann- ars að hér með okkur er formaður Stéttarsambands bænda, sem kom inn í þessar viðræður og lagði sitt af mörkum til þess að við næðum þeim marknúðum sem við viljum ná,“ sagði Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýðusambandsins, eftir undirritun kjarasamninganna í nótt. Hann sagði að reynsaln ein gæti svarað þvi hvort hér væri verið að gera góöan kjarasamning eöur ei. Hann sagðist vona að meö honum yrði ýmsu snúið til betri vegar í þjóð- félaginu. Fyrst og fremst því aö vöxt- unum verði náð niður, verðbólgunni verði náð niður, óbreytt búvöraverð væri tryggt út þetta ár og hann sagð- ist vona að atvinnurekendur öxluöu þær kauphækkanir sem samið hefur verið um án þess að láta verðlagið rúlla áfram. Ásmundur lagði áherslu á að hann skoraði á atvinnurekendur að standa sig vel í þvi efni enda hefðu þeir gef- ið skýr fyrirheit um að það muni þeirgera. -S.dór - sjá einnig á bls. 31 Benedikt Davíðsson: Þetta geta orðið tímamótasamningar „Ef tekst að ná þeim markmiðum sem þessir samningar eru byggöir á, má kalla þetta tímamótasamninga. Og ég játa að ég er sæmilega ánægð- ur með þá og mjög spenntur að sjá hver árangurinn verður,“ sagði Benedikt Davíðsson, formaöur Sam- bands byggingamanna. Hann sagði að sér þætti tilraunin sem verið er að gera afar forvitnileg. Hann benti á að 1986 hefði verið gerð svipuð tilraun sem þáverandi ríkis- stjórn hefði síðan eyðilagt. „Og auðvitað höfum við byggt á reynslunni sem við fengum þá enda eru vítin til að varast þau,“ sagði Benedikt. Hann sagðist hafa heyrt að fólk kallaði kjarasamningana efnahags- legt valdarán aðila vinnumarkaðar- ins. Það sagðist hann telja ómaklegt. Hér hefði hins vegar átt sér stað efna- hagsleg leiðbeining af hendi aðila vinnumarkaðarins. -S.dór Einar Oddur Kristjánsson: Allt er þetta viðkvæmt og lítið má út af bera „Þetta er ekki tímamótasamning- ur. Við erum bara að leggja af stað í langa vegferð og við vonum að þetta takist og dæmiö gangi upp. Ef þetta tekst þá hafa átt sér stað tímamót. En ég vara við of mikilli bjartsýni, þetta verður erfið leið. Og ég tel óþarfa að gefa henni einkunn fyrr en árangurinn kemur í ljós,“ sagði Einar Oddur Kristjánsson, formaður Vinnuveitendasambandsins, aö lok- inni undirritun kjarasamninga í nótt. Hann sagði að gerð þessara kjara- samninga hefði verið mikið púslu- spil. Það þurfti að ræða við marga aðila, ríkisstjórnina, opinbera starfs- menn, bændur og ýmsa aðra hags- munaaðila. Og allir hefðu verið til- búnir til að leggja sitt af mörkum svo þessi samningatilraun mætti takast. Einar Oddur var þarna að gera sína fyrstu kjarasamninga, sem formaður Vinnuveitendasambandsins. Hann var spurður hvort eitthvað sérstakt hefði komið honum á óvart og hvort hann teldi að einhverju þyrfti að breyta varðandi vinnubrögð við kjarasamningagerð? „Ég er ekki vissum að ég geti metiö það hér og nú. Ég get þó sagt það að í samskiptum við hina fjölmörgu aðila í þjóðfélaginu, sem við höfum verið að setja okkur í samband við, þá hafa þau samskipti verið ákaflega elskuleg. Ekki síst samskiptin við verkalýðshreyfmguna þótt ég hafl stundum sagt við þá vini mína að aldrei veröi þeir kallaðir hraðsuðu- katlar,“ sagði Einar. Hann sagðist ánægöur með samn- ingana þegar á allt væri litið, en tók skýrt fram að allt væri þetta afar viðkvæmt og lítiö mætti út af bera. -S.dór Bankar og sparisjóðir lofa vaxtalækkun Samband viðskiptabankanna og Samband sparisjóðanna sendu aðil- um vinnumarkaðarins bréf í nótt þar sem tilkynnt er um 7 prósent lækkun á vöxtum almennra skuldabréfa frá 1. febrúar. Aðrir vextir veröi síðan lækkaðir til samræmis. Þá er því heitið að l. hvers mánað- ar muni vextir lækka fari svo að verðbólgan náist jafnt og þétt niður, eins og stefnt er að með nýju kjara- samningunum. -S.dór Loforð undirritað af Steingrími Rétt áður en undirritun kjara- samninganna fór fram í nótt, barst samningamönnum bréf undirritað af Steingrími Hermannssyni for- sætisráðherra þar sem hann lýsir því yfir hvað ríkisstjómin ætli að gera til að greiða fyrir kjarasamn- ingum. Helstu atriði þess eru: Varið verður 750 milljónum króna umfram íjárlög í ár, til að halda verði lanbúnaðarafurða óbreyttu til 1. desember 1990. Skip- uð verður nefnd til að framkvæma úttekt á kostnaði við framleiðslu, vinnslu og sölu innlendra búvara og gera tillögu um stefnumörkun að hagkvæmari búvörufram- leiðslu. Frítekjumark tekjutryggingar- þega gagnvart greiðslum úr lífeyr- issjóðum hækkar 1. júlí næstkom- andi í 19.000 krónur og 1. janúar 1991 í 21.500 krónur. Greiðsluábyrgð ríkissjóðs gagn- vart lífeyrissjóðum við gjaldþrot fyrirtækja verði næstu 18 mánuði. Dregið verður úr fyrirhuguðum sköttum og gjöldum eða gjaldskrár- breytingum opinberra fyrirtækja í febrúar sem nemur 0,3 prósent lækkun á framfærsluvísitölu. Athugað verði með rétt farmanna til bóta almannatrygginga vegna starfa þeirra á skipum sem skráö eru erlendis. Unnið verði að því að samræma skattlagningu fyrir- tækja því sem gerist í samkeppnis- löndunum. Aflamiðlun verði komið á svo fljótt sem verða má, til að stýra útflutningi á óunnum fiski. Þá óskar ríkisstjórnin sérstak- lega eftir auknum kaupum lífeyris- sjóða á spariskírteinum ríkissjóðs umfram kaup þeirra á bréfum Hús- næðisstofnunar ríkisins. Lækkun vaxta verði tryggð til frambúðar til samræmis við hjaðn- andi verðbólgu og verður skipaður starfshópur til að vinna að því máh. Þessi loforð og markmiö undirrit- ar Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra. - -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.