Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1990, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1990, Blaðsíða 3
\ MÁNUDAGUR 19. MARS 1990. Fréttir Stangaveiöifélag Keflavíkur: Dýrasti dagur- inn í Fáskrúð á 23.500 Stangaveiðifélag Keflavíkur er þessa dagana að senda sínum félags- mönnum veiðiglaðning fyrir sumar- ið og er úrvalið fjölbreytt. Þeir Keflvíkingar hafa handa fé- lagsmönnum veiðileyfi í Vatnamót- in, Geirlandsá, Seltjörn, Hömrum í Grímsnesi, Flókadalsá, Krossá, Set- bergsá, Fáskrúð, Langá á Mýrum, Stóru-Laxá í Hreppum og Heiðar- vatni. Ef viö byrjum á að líta á laxveiði- leyfln í Hömrum í Grímsnesi þá kosta þau dýrustu 12.500 kr. og ódýr- ustu 7.000 kr. í Flókadalsá í Borgar- firði kosta dýrustu leyfin 16.800 kr. og ódýrustu 5.700 kr. í Krossá á Skarðsströnd eru þau dýrustu á 16.700 og ódýrustu 7.700 kr. í Set- bergsá eru dýrustu leyfin á 16.500 og ódýrustu 9.600 kr. í Fáskrúö eru þau dýrustu á 23.500 kr. og ódýrustu á 18.000 kr. í Geirlandsá er bæði lax og sjóbirt- ingur, dýrustu leyfin þar eru á 5.900 kr. og ódýrustu á 2.400 kr. Vorveiði- leyfi í Geirlandsá kostar 3.200 kr. í Vatnamótum kostar dagurinn 3.200 kr. en í Seltjörn 700 kr. -G.Bender Veiðimaðurinn Gunnar Magnússon með 6 punda lax úr Fáskrúð í Dölum en dýrasti dagurinn þar kostar 23.500 kr. , DV-mynd AA Línusjómenn: Mótmæla ger- ræði ráðherra Áhafnir á nítján línubátum hafa ráðherrans sé gerræði og segja að mótmælt banni sjávarútvegsráð- bannið sé aðfór að frjálsum fisk- herra á útflutningi á flöttum fersk- mörkuðum. Þá segja þeir að reynsla fiski. ' síðustu ára sýni að auka þurfi frelsi Sjómennirnir segja að ákvörðun í viðskiptum með fisk. -sme Fjárdráttur hjá KEA í Hrísalundi Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii: „Ég vil ekki tjá mig neitt um þetta mál og gef engar upplýsingar um það,“ sagði Guðjón Ármannsson, verslunarstjóri stórmarkaðs KEA í Hrísalundi á Akureyri, um fjárdráít- armál sem kom þar upp á dögunum. Sömu svör var að hafa hjá Birni Ingimarssyni, endurskoðanda KEA. „Við gefum engar upplýsingar um þetta mál. Það kom þarna upp mis- ferli tveggja starfsmanna sem sagt var upp störfum og annað vil ég ekki segja um málið,“ sagði Björn. Engar fréttir var að hafa af málinu hjá rannsóknarlögreglunni á Akur- eyri en þar á bæ eru menn í „frétta- bindindi" eins og verið hefur að und- anförnu og veita fjölmiölum ekki upplýsingar um rannsókn mála. 3 er lokadagur pantana í næstu afgreiðslu á Macintosh-tölvubúnaði með verulegum afslætti, samkvæmt ríkissamningi þeim, sem gerður var á milli Innkaupastofnunar ríkisins og Radíóbúðarinnar hf. Pantanir berist til Kára Halldórssonar, Innkaupastofnun ríkisins, Borgartúni 7, sími 26844, fyrir 28. mars 1990. Radíóbúðin hf. Apple-umboðið VIÐKOMUHAFNIR í ENGLANDI OG Á MEGINLANDI EVRÓPU: - HULL.............alla mánudaga - ANTWERPEN........alla þriðjudaga - ROTTERDAM........alla þriðjudaga - HAMBORG..........alla miðvikudaga - BREMERHAVEN..annan hvern mánudag (REYKJAVÍK þriðjudaga - miövikudaga)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.