Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1990, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1990, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 9. APRÍL 1990. 19 Fréttir Dalvík: Framboðslistar sjá dagsins Ijós Geir A. Guösteinsson, DV, Dalvílc Jafnaðarmannafélag Dalvíkur var fyrst til að birta framboðslista sinn vegna bæjarstjórnarkosninganna í vor en eins 'og kunnugt er var það félag stofnað eftir að Alþýðubanda- lag og Alþýðuflokkur hér á staðn- um höfðu gengið til samstarfs um framboð. Alþýðubandalag fékk 2 menn kjörna 1986 en Alþýðuflokk- urinn bauð þá ekki fram lista. List- inn er þannig skipaður: 1. Jón K. Gunnarsson framleiðslu- stjón 2. Símon J. Ellertsson fram- kvæmdastjóri 3. Þóra Rósa Geirs- dóttir kennari 4. Halldór Sig. Guð- mundsson forstöðumaður 5. Ólaf- ur Árnason rekstrarstjóri 6. Helga Matthíasdóttir húsmóðir 7. Einar Emilsson umsjónarmaður 8. Helga Ámadóttir skrifstofumaður 9. Bjarni Gunnarsson sjómaður 10. Grétar Kristinsson verkamaður 11. Ásta Einarsdóttir leiðbeinandi 12. Elín Rósa Ragnarsdóttir sjúkra- liði 13. Ottó Jakobsson fram- kvæmdastjóri 14. Kolbrún Páls- dóttir leiðbeinandi Listi sjálfstæðismanna og óháðra hefur einnig verið birtur en þessi listi var einnig boðinn fram 1986 undir sama nafni og fékk þá 3 menn kjörna. Á listanum eru eftirtaldir: 1. Trausti Þorsteinsson fræðslu- stjóri 2. Svanhildur Árnadóttir hárgreiðslumeistari 3. Gunnar Aðalbjörnsson frystihússtjóri 4. Hjördís Jónsdóttir skrifstofumaður 5. Arnar Símonarson elliheimilis- starfsmaður 6. Óskar Óskarsson bifreiðarstjóri 7. Yrsa Hörn Helga- dóttir húsmóðir 8. Jón Þ. Bald- vinsson sjómaður 9. Albert Ágústsson verkamaðu 10. Sævald- ur Gunnarsson sjómaður 11. Björk Ottósdóttir starfsstúlka 12. Eiríkur Ágústsson verkstjóri 13. Sigurður Kristjánsson skipstjóri 14. Bald- vina Guðlaugsdóttir húsmóðir Listi fram- sóknarmanna á Höfn Júlía Imsland, DV, Höfn: Framsóknarmenn á Höfn hafa birt sinn lista yflr þá sem gefa kost á sér í framboö til bæjarstjórnar hér í vor og hefur hann verið samþykktur á félagsfundi. Listann skipa: 1. Guðmundur Ingi Sigurbjörns- son, 2. Aðalsteinn Aðalsteinsson, 3. Hannes Halldórsson, 4. Jóna Ingólfs- dóttir, 5. Guðrun Jónsdóttir, 6. Ing- ólfur Ásgrímsson, 7. Sigríður Lárus- dóttir, 8. Esther Þorvaldsdóttir, 9. Björn Júlíusson, 10. Anna Halldórs- dóttir, 11. Reynir Árnason, 12. Stefán Arngrímsson, 13. Guðbjartur Ös- surarson og 14. Birnir Bjarnason. Selfoss: Breytingar á Inghóli Regína Thorarensen, DV, Selfossi: Ég átti nýlega tal við Erlend Half- danarson, framkvæmdastjóra veit- ingastaðarins Inghóls á Selfossi og þriggja annarra þjónustufyrirtækja, sem öll eru undir sama þaki að Aust- urvegi 46. Þegar ég hitti hann var verið að leggja síðustu hönd á að teppaleggja salinn á Inghóli og koma með stóla sem skipt hafði verið um áklæði á. Eini lærði húsgangabólstr- arinn hér á Selfossi, Guðbjörg Sigur- bjömsdóttir, sá um alla vinnu og það var falleg vinna. Gólfteppin og áklæði frá Álafossi og breytingin kostaði um hálfa aðra milljón króna. Sextíu manns eru á launaskrá hjá Erlendi í fyrirtækjunum fjórum, þrjátíu þeirra í fullu starfi. Það eru fimm ár frá því veitingastaðurinn Inghóll var vígður og salurinn þar er alltaf svo hlýlegur og heimilisleg- ur. Guðjón rekstrarstjóri sagði mér að mikið væri að gera, fundir daglega og spila sveitarstjórnarkosningar í vor þar inn í. íslensk áhöfn á Bakkafossi í land íslenska áhöfnin, sem undanfarin tvö ár hefur siglt á Bakkafossi, skipi Eimskipafélagsins, verður nú að hætta á skipinu. Skipið á að manna með Þjóðverjum og Filippseyingum ásamt fimm íslendingum, sem eru fyrsti og annar stýrimaður, vélstjóri og tveir hásetar. Eimskipafélagið hefur haft Bakka- foss á leigu án áhafnar frá þýskun aðilum undanfarin tvö ár. Skipið var á sínum tíma smíðað með styrk frá þýskum stjórnvöldum og nú hefur verið tekin upp sú regla að á þeim skipum verði áhafnirnar að vera í það minnsta að hluta þýskar. Leigutíminn á Bakkafossi hefur verið framlengdur um sex mánuði. Um leið er Eimskipafélagið að athuga meðkaupánýjuskipi. -GK Sannkallað PÁSKATILBOÐ fyrir alla íslenska ostavini 15-20% afsláttur! DALABRIE INNBAKAÐUR DALABRIE DALAYRJA CAMEMBERT DJÚPSTEIKTUR CAMEMBERT PORTSALUT GRAÐAOSTUR Birgðu þig upp fyrir páskana í næstu búð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.