Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1990, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1990, Blaðsíða 7
EÖSTUDAGUR 11. MAÍ 1990. 23 Frjálsíþróttafólk verður i sviðsljósinu á nýja vellinum í Mosfellsbæ um helgina en þar fer fram Vormót Aftur- eldingar sem er fyrsta mótið af átta í stigakeppni FRÍ. íþróttir um helgina: Fyrsta stiga- mótið í frjálsum í Mosfellsbæ Helgin sem nú fer í hönd er meö rólegra móti á íþróttasviðinu, enda ríkir núna hálfgert millibilsástand. Vetrargreinarnar eru að leggjast í dvala og sumargreinarnar eru í startholunum. Knattspyrna Knattspyrnumenn eru að ljúka undirbúningi sínum fyrir keppnis- tímabilið sem hefst af alvöru eftir rúma viku. Litlu bikarkeppninni lýkur um helgina og á morgun mætast FH og ÍA í úrslitaleik á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði. Hann hefst kl. 11.30 til.að'lenda ekki í samkeppni við úrslitaleikinn í ensku bikarkeppninni. Frjálsar íþróttir Vormót Aftureldingar fer fram á nýja leikvanginum í Mosfellsbæ á morgun, laugardag. Þetta er fyrsta mótið af átta í stigakeppni Frjáls- íþróttasambands íslands 1990. Karlar keppa í 100, 1500 og 5000 metra hlaupum, langstökki, há- stökki og kúluvarpi. Konur keppa í 100, 800 og 3000 metra hlaupum, langstökki og kúluvarpi. Allar greinarnar nema kúluvarp kvenna eru liðir í stigakeppninni. Skotfimi Fjórða haglabyssukeppnin (skeet) á þessu keppnistímabili fer fram á velli Skotfélags Suðurlands, norðaustur af Þorlákshöfn, um helgina. Sautján keppendur víðs vegar af landinu eru skráðir til keppninnar sem stendur yfir frá kl. 9 til 15 bæði laugardag og sunnu- dag. Golf Fyrsta stórmót sumarsins í Vest- mannaeyjum fer fram um helgina, J&B-mótið. Það stendur yfir bæði laugardag og sunnudag. Bifreiðaíþróttir Áhugamenn á Suðurnesjum fá mikið við sitt hæfi því tveir við- burðir á sviði bifreiðaíþrótta eru þar á dagskrá um helgina. Tor- færukeppni er haldin í Grindavík á laugardag og þá fer einnig fram fyrsta rallkeppni sumarsins vítt og breitt um Suðurnesin. íþróttir í sjónvarpi íþróttaþáttur ríkissjónvarpsins á laugardag stendur frá kl. 13.45 til 18. Byrjað er á beinni útsendingu frá úrslitaleik Manchester United og Crystal Palace um enska bikar- inn í knattspymu en síðan er með- al annars á dagskrá golf og pílu- kast. Á Stöð 2 er þáttur á sunnudag frákl. 16 til 19.19. -VS Listasafn íslands Fríkirkjuvegi 7 íslensk myndlist í eigu safnsins til sýnis. Leiðsögn í fylgd sérfræðings er á fimmtu- dögum kl. 13.30-13.45. Safnast er saman í anddyri safnsins og er leiðsögnin öllum opin og ókeypis. Listasafnið er opið alla daga nema mánu- daga kl. 12-18 Veitingastofa safnsins er opin á sama tíma. Sýningin stendur út maí. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Laugarnestanga 70 Safnið verður lokað út mánuðinn. Þann 3. júni verður safnið opnað að nýju með sýningu á andlitsmyndum eftir Sigurjón en hann var sem kunnugt er einn þekkt- asti „portrett" smiður sinnar tíöar og eft- ir hann liggur hátt á annað hundrað slíkra verka. Sjóminjasafn íslands Vesturgötu 8 Hafnarfirði - sími 52502 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-18 eöa eftir nánara samkomulagi í síma 52502. Póst- og símaminjasafnið Austurgötu 11 Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15-18. Aögangur ókeypis. SPRON Álfabakka 14 Sunnudaginn 6. maí kl. 14-17 mun Spari- sjóður Reykjavíkur og nágrennis opna myndlistarsýningu. Sýnd verða verk eftir Katrinu Ágústsdóttur. Myndefnið sækir Katrín aðallega í húsaþyrpingar t.d. í Reykjavík og íslenskt landslag. Á sýning- unni er myndefniö nokkuð úr Breiðholts- hvertinu og umhverfi þess svo og nokkr- ar landslagsmyndir. Sýningin, sem er sölusýning og mun standa yfir tii 31. ágúst nk„ verður opin frá föstudegi til mánudags frá kl. 9.15-16. Barnabækur til sýnis í Gerðubergi Bamabókaráðið, íslandsdeild IBBY, sýn- ir myndskreyttar tékkneskar barnabæk- ur í menningarmiðstöðinni. Sýningin stendur út maímánuö. Sýningar verða fyrir börn á dagvistarheimilum og aðra áhorfendur í maímánuði en nánari upp- lýsingar um þær má fá í Gerðubergi. Vinnustofa Ríkeyjar Hverfisgötu Þar eru til sýnis og sölu postulínslágy myndir, málverk og ýmsir litlir hlutir. Opið er á verslunartíma þriðjudaga, mið- \dkudaga, fimmtudaga og föstudaga og á laugardögum kl. 10-16. Þjóðminjasafnið Safnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 11-16. Eden Hveragerði Hörður Ingólfsson sýnir 14 vatnslita- myndir í Eden. Flestar myndirnar eru frá Suðurlandi og eru málaðar á sl. ári. Myntsafnið á Akureyri Aðalstræti 58 - sími 24162 Opið ei: kl. 13.30-17 alla daga vikunnar. í vörslu óskilamunadeildar lögreglunnar er margt óskilamuna svo sem: reiðhjól, barnakerrur, fatnaður, lyklaveski, lyklar, buddur, seðlaveski, kvenveski, skjalatöskur, úr, gler- augu o.fl. Er þeim sem slíkum munum hafa glatað, bent á að spyrjast fyrir um þá á skrifstofu óskilamuna, Hverfis- götu 113, (gengið inn frá Snorrabraut) frá kl. 14.00- 16.00 virka daga. Þeir óskilamunir sem eru búnir að vera í vörslu lög- reglunnar ár eða lengur verða seldir á uppboði í portinu að Borgartúni 7, laugardaginn 12. maí 1990. Uppboð hefst kl. 13.30. Lögreglustjórinn í Reykjavík. Mánudaga - föstudaga, 9.00 - 22.00 Laugardaga, 9.00 - 14.00 Sunnudaga, 18.00 - 22.00 'A 'j AUGLÝSING FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU Nám á framhaldsskólastigi skólaárið 1990-91 Á vegum menntamálaráðuneytisins er fyrirhuguð kennsla á framhaldsskólastigi fyrir nemendur sem hafa þörf fyrir sérkennslu. Námið fer aðallega fram í formi námskeiða sem hald- in verða á ýmsum stöðum í Reykjavík og Reykja- nesumdæmi. Helstu kennslugreinar eru: Heimilisfræði, lestur, leikræn tjáning, líkams- þjálfun, mál og tjáning, mynd- og handv mennt, samfélagsfræði, skrift, stærðfræði, tónlist. Upplýsingar um fyrirkomulag námsins verða veittar í framhaldsskóladeild menntamálaráðuneytisins kl. 13.00-19.00 mánudaginn 14. maí og þriðjudaginn 15. maí í síma 609570. Nauðungaruppboð annað og síðara, á eftirtöldum fasteignum, fer fram að Bjarnarbraut 2, Borgarnesi, fimmtud. 17. maí 1990 kl. 10.00: Litla-Berg, Reykholtsdal, þingl. eig- andi Ólaíur Guðmundsson. Uppboðs- beiðendur em Veðdeild Landsbanka íslands og Sigurðm-1. Halldórsson hdl. Sumarb. nr. 22 Indriðast., Skorradal, þingl. eigandi Þorgrímm' Ólafsson. Uppboðsbeiðandi er Landsbanki ís- lands. Beitistaðir, Leirár- og Melahreppi, þingl. eigandi Guðmundur Óskarsson. Uppboðsbeiðandi er Tryggvi Bjama- son. Sýslumaður Mýra- og Borgarfjarðarsýslu Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eftirtalinni fasteign: Borgarvík 24, Borgamesi, þingl. eig- andi Guðmundur Pétursson. Upp- boðsbeiðandi er Veðdeild Landsbanka Islands. Böðvarsgata 12, e.h., Borgamesi, þingl. eigandi Hörður Jóhannesson. Uppboðsbeiðendui- em Ásgeir Thor- oddsen hdl. og Ólafur Sigurgeirsson hdl. Vatnsendahlíð 39, Skoiradal, tal. eig- andi Rúnar Guðjón Guðjónsson, fer íram á eigninni sjálfri fimintud. 17. maí 1990 kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er Fjár-heimtan hf. Höfii, Leii’ái’- og Melahreppi, spilda, þingl. eigandi Finnbogi Jónsson. Upp- boðsbeiðandi er Sigurður I. Halldórs- son hdl. Sýslumaður Mýra- og Borgarfjarðarsýslu Kveldúlfsgata 14, e.h., Borgamesi, þingl. eigandi Sigurður Már Gestsson. Uppboðsbeiðendur em Lögfi-æðistof- an Lögvísi sf., Fjárheimtan hf., Róbert Ámi Hreiðarsson hdl., Ari ísberg hdl. og Sigríður Thorlacius hdl. ■»

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.