Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1990, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1990, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 12. MAÍ 1990. 9 DV_________________________________________Sviðsljós Stephanie Mónakóprinsessa gengin út: Brúðkaupið fer fram í júní Þá er hún loksins gengin út, yngri prinsessan í Mónakó. Stephanie, sem er 25 ára gömul, hefur verið orðuð við ýmsa karlmenn og margsinnis hefur verið rætt um hjónabönd. Það er þó ekki fyrr en nú sem hún opin- berar trúlofun sína. Sá lukkulegi heitir Jean-Yves. Hann er Frakki og jafnaldri hennar. Rainier fursti getur því andað léttar þessa dagana. Það var 21. apríl sem veislan fór fram í hölhnni eftir að pabbi gamli hafði gefið samþykki sitt við ráðahagnum. Nokkrir góðir vinir fengu boðskort um að mæta í veisluna sem fram fór á veitingahúsinu Telegraphe í París. Sjö mánuðir eru síðan Stephanie hitti Jean-Yves og sagt er að það 'nafi verið ást við fyrstu sýn. Stephanie, sem haíði verið búsett í Los Angeles, flutti til Parísar að beiðni kærastans og þau hafa vart litið hvort af öðru síðan. Á trúlofunardaginn var Step- hanie klædd í kjól frá tískukónginum Saint-Laurent. Skartgripir voru glitrandi belti, armband og eyma- lokkar í stíl. Og unnustinn færði henni dýrindisdemantshring til að innsigla sambandið. Stephanie geislaði af hamingju þennan dag og menn sögðu að hún væri afarlík móður sinni, greifynj- unni Grace Kelly, en átta ár em síðan hún fórst í bílslysi. Stephanie var einmitt með henni í bílnum þann dag og var mjög lengi að ná sér eftir dauða móður sinnar. Kunningjar hennar segja að órói og óstöðugleiki hennar undanfarin ár sé án efa þess- Stephanie og væntanlegur eigin- maður, Frakkinn Jean-Yves. ari þungbæru lífsreynslu að kenna. Stephanie var fyrst orðuð við Paul Belmondo yngri en hann hjálpaði henni mikið fyrstu mánuðina eftir lát móöur hennar. Hún lifði alltaf eins og hver dagur væri sá síðasti og fað- ir hennar, Rainier fursti, hafði mikl- ar áhyggjur af líferni dóttur sinnar. En aliir þroskast einhvern tíma og Stephanie virðist hafa náð sér að fullu. Trúlofunarveislan var haldin í Par- ís vegna þess að Stephanie vildi að alhr vinir þeirra gætu komið. Flestir þeirra búa í París. Hins vegar verður brúðkaupið haldið í Mónakó meö tU- heyrandi standi sem hæfir prinsessu. Þegar unga parið kom að veitinga- húsinu í litla rauöa Renaultinum hennar Stephanie voru lífveröirnir ekki langt frá og á tröppum veitinga- hússins biðu fjörutíu ljósmyndarar. Svæðið var lokað almenningi. París- arregnið demdist yflr þau er þau komu úr bílnum og það var Albert prins, bróðir Stephanie, sem tók á móti þeim. Karólína prinsessa var einnig í móttökunni. Yfir hundrað gestir komu í veisl- una og þar á meðal var gamla barn- fóstran hennar Stephanie, Madame Momege. Þarna mátti líka sjá Thi- erry Roussel sem var kvæntur Christinu Onassis og átti með henni dóttur sem hann sér um núna. Borð- in í salnum voru með mismundandi litum dúkum og skreytingum. Þau nýtrúlofuðu sátu við rautt og hvitt borð. Veisluborðið var glæsilegt og þar mátti meðal annars sjá íranskan ka- víar. Mikil terta var á borð borin sem skreytt var með rósum og nöfnum hinna nýtrúlofuðu. Veislan stóð langt fram á nótt. Brúðkaupið fer fram í júní og þar verður á gestalista frægt fólk frá löndum víða um heim. í þetta sinn hefur Mónakóprinsessan ekki verið gift áður og veislan verður í samræmi við það. Menn muna kannski er Karólína, nýskilin og barnshafandi, gekk í hjónaband. Jean-Yves er sonur þekkts arki- tekts í París en lítiö er vitað um hann. Þó herma sögur að hann hafi verið talsverður glaumgosi og eigi því ekki óhk ár að baki og væntanleg eigin- kona. Það sem hann var hrifnastur af í fari sinnar heittelskuðu var þó sú staðreynd að hún tekur sjálfa sig ekki of hátíðlega. LIT-RIT HF. Ljósritun í litum á pappír og glærur. Minnkun - stækkun, stærst A3. Skipholti 29, s. 62-62-29 HJALLASÓKN Aðalsafnaðarfundur verður haldinn sunnudaginn 13. maí í Digranesskóla að lokinni guðsþjónustu sem hefst kl. 11.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. SÓKNARNEFND HJALLASOKNAR ^Lás á bilastæóið vió blokkina i bilgeymsluna Frábær lausn, einföld uppsetning. Innandyra sem utan. Alltaf friður með stæðið. Gott verð. Dreifing hf. Skipholti 29. S: 612388 Sumir bflar eru betri en aðrir Honda Accord EX 2,0 1990 kostar aðeins frá kr. 1.290.000,00. Þessi bíll er ríkulega útbúinn og m.a. með aukabúnað eins og rafdrifnar rúður, rafstýrða spegla, hita í sætum, vökvastýri/veltistýri, samlæsingar, samlita stuðara, útvarp/segulband og margt fleira. Honda Accord er margfaldur verðlaunabíll og hlaut Gullna stýrið í Þýskalandi. í ár var Honda Accord kosinn bíll ársins í sínum flokki í Bandaríkjunum og þar var hann einnig mest seldi bíllinn á síðasta ári. Við bjóðum sérlega hagstæð greiðslukjör þar sem aðeins þarf að greiða 25% út og afganginn á allt að 30 mánuð- um. Komið, sjáið og sannfærist að hér er á ferðinni frábær bíll. ÍHONDA 5.0 -IS HONDA Á ÍSLANDI, VATNAGÖRÐUM 24, S-689900 UHONDA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.