Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1990, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1990, Blaðsíða 6
.)« i/u» 3 a jOAGUTaö’í 22 FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 1990. Kvikmyndahúsin - Kvikmyndahúsin --Kvikmyndahúsin Bíóhöllin: Utangarðsunglingar Utangarðsunglingar (The Dehn- quents) er áströlsk kvikmynd sem gerist á sjötta áratugnum. Þar er sögð saga tveggja unglinga, Lolu Lowell (Kylie Minogue) og Brownie Hansen (Charlie Schlatter). Þetta eru hressir krakkar sem ákveða flótta saman. í augum fjölskyldu beggja eru þau bara ábyrgðarlausir krakkar sem rísa ekki undir þeirri ábyrgð sem hvílir á þeim, en öll vandamál eru til þess að leysa þau eins og kemur í ljós. Þegar þau hittast fyrst, Brownie og Lola, komast þau að því að þau eiga margt sameiginlegt, meðal annars það að þeim líður illa heima hjá sér og bæði eru mjög hrifin af rokktónhst, sem á þessum árum þótti ekki merkileg tónlist, og fram- tíðardraumar þeirra renna einnig saman. Á stuttum tíma verða þau ást- fangin og ákveða að strjúka að heiman til að sjá veröldina, en flótti þeirra er stöðvaöur af foreldrum og lögreglu og þau eru aðskilin, Brownie fer á sjóinn á meðan Lola fer til Melbofirne. Þar hittast svo elskendurnir af tilviljun. Aðdráttaraflið við þessa kvik- mynd er táningastjarnan Kyhe Minogue og er þetta fyrsta kvik- myndin sem hún leikur í. Minogue er einhver allra vinsælasta söng- konan í dag, sérstaklega í Evrópu og heimalandi sínu, Ástrahu. Hún varð samt fyrst þekkt sem leik- kona. Var það fyrir hlutverk sitt í sápuóperunni Nágrannar (Nabo- urs) sem Stöð 2 hefur nýlega hafið sýningar á. Var hún kosin vinsæl- asta sjónvarpsleikkonan í Ástralíu 1988. Þótt lögin, sem hún hefur sungið inn á plötur, séu ekki merkheg eða röddin neitt sérstök þá hafa þær selst vel. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Kyhe Minogue afrekað mikið sem leikkona og söngkona og er heildarsala á plötum hennar yíir tíu milljónir eintaka. Charlie Schlatter, sem leikur að- alhlutverkið á móti Kyhe Minogue, er bandarískur leikari og vakti fyrst athygli er hann lék á móti Michael J. Fox í Bright Light, Big City. Utangarðsunghngar er fjórða hlutverk hans í kvikmynd. -HK Stjörnubíó sýnir um þessar myndir víðfræga mynd, Stálblómið, sem lýsir nokkrum árum i lífi sex kvenna i smáborg í Bandaríkjunum. Þær búa við ólíkar aðstæður, eiga sér misjafna fortíð og eru sjaldan sammála um nokkurt málefni. En eitt eiga þær þó sameiginlegt. Þær standa saman í blíðu og stríðu. Konurnar sex eru leiknar af Sally Field, Dolly Parton, Shirley McLaine, Daryl Hannah, Olympia Dukakis og Julia Roberts. Á myndinni er Shirley MacLaine sem á hér í erjum við nágranna sinn sem leikinn er af Tom Skerritt. Regnboginn sýnir Hjólabrettagengið (Gleaming the Cube) sem ætti að verða þeim mörgu ungu strákum sem stunda hjólabrettaíþróttina kær- kominn fengur. Fjallar myndin um ungan hjólabrettasnilling og leit hans að morðingja bróður síns. Laugarásbíó sýnir gamanmyndina Hjartaskipti (Heart Condition) sem er gamanmynd um nokkuð sér- stakan hjartaflutning. Grætt er hjarta svarts manns í hvítan sem á erfitt með að sætta sig við það enda var hann yfirlýstur svert- ingjahatari. Ekki bætir það úr að sá svarti gengur aftur til að fylgj- ast með þeim sem fékk hjartað. Það eru úrvalsleikararnir Bob Hoskins og Densel Washington sem leika aðalhlutverkin. Má geta þess að Washington fékk i vor óskarsverðlaun sem besti leikari í aukahlutverki. Sýningar Grafík-gallerí Borg Síðumúla 32 Þar er nú blandað upphengi: grafíkmynd- ir eftir um það bil 50 höfunda, Utlar vatns- lita- og pastelmyndir og stærri olíumál- verk eftir marga af kunnustu hstamönn- um þjóðarinnar. Gallerí List Skipholti 50 Til sölu verk eftir þekkta íslenska lista- menn. Opið á afgreiðslutima verslana. Gallerí Sævars Karls, Bankastræti 9, Listahátíðarsýning Gallerís Sævars Karls er myndlistarsýning Eddu Jóns- dóttur. Sýningin nefnist Vörður og eru vatnslitamyndir og smáskúlptúrar úr gleri, grásteini og pappamassa - hugleið- ingar listamannsins um vörðuna sem vegvísi: Sýningin stendur til 24. júní og er opin á verslunartíma, kl. 9-18. J. Hinriksson, Maritime Museum Súðarvogi 4 Sjóminja- og vélsmiðjumunasafnið er opið frá kl. 13-17 þriðjudaga, miðviku- daga, fimmtudaga, fóstudaga og laugar- daga. Kjarvalsstaðir v/Miklatún Að Kjarvalsstöðum stendur nú yfir í öllu húsinu yfirlitssýning á íslenskri högg- myndalist fram til ársins 1950. Á sýning- unni eru verk eftir Einar Jónsson, Ás- mund Sveinsson, Siguijón Ólafsson, Gunnfriði Jónsdóttur, Guðmund frá Miðdal, Ríkarð Jónsson, Magnús Á. Ámason, Nínu Sæmundsson og Martein Guðmundsson. Sýningin er framiag Kjarvalsstaða til Listahátíðar 1990. Kjarvalsstaöir eru opnir daglega frá kl. 11-18 og er veitingabúðin opin á sama tíma. Listasafn Einars Jónssonar er opið alla daga kl. 13.30-16 nema mánu- daga. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega kl. 11-17. Mokkakaffi Skólavörðustíg Ásta Ámadóttir sýnir vatnslitamyndir á Mokka. Sýningin stendur til 19. júní. Mokkakaffi er opið virka daga kl. 10-23.30 og á sunnudögum kl. 14-23.30. Nýhöfn Hafnarstræti 18 Magnús Tómasson sýnir skúlptúra. Á sýningunni, sem hlotið hefur nafnið Land og vættir, eru verk aðallega unnin úr áli og jámi. Sýningin er opin virka daga kl. 10-18 nema mánudaga og um helgar kl. 14-18. Hún stendur til 20. júni. Katel Laugavegi 20b (Klapparstigsmegin) Til sölu em verk eftir innlenda og er- lenda listamenn, málverk, grafík og leir- munir. Sýning í Odda nýja hugvísindahúsinu er opin daglega kl. 13.30-17. Þar em til sýnis 90 verk í eigu safnsins, aðallega eftír yngri listamenn þjóðarinnar. Að- gangur að safninu er ókeypis. Listasafn ASI v/Grensásveg Þar stendur yfir sýning á grafíklist frá Frakklandi. Listasafn ASÍ og sendiráð Frakklands standa að þessari sýningu. Á sýningunni em myndir eftir fjölda þekktra myndlistarmanna af ýmsu þjóð- emi. Franski píanóleikarinn Francoise Choveaux mun leika á píanó við opnun sýningarinnar. Sýningin er opin virka daga frá kl. 16-19 og um helgar frá kl. 14-19. Lokað á mánudögum. Aögangur að sýningunni er ókeypis. Listasafn íslands Fríkirkjuvegi 7 Þar stendur sýning á verkum franska myndlistarmannsins André Masson. Að sýningunni standa Listasafnið og Lista- hátið í Reykjavík. Á sýningunni em 52 verk, olíumálverk og teikningar. Lista- safnið er opið hvítasunnudag kl. 12-22, annan í hvítasunnu kl. 12-22, virka daga 12-18, helgar kl. 12-22. Veitingastofa safnsins er opin á sama tíma. Lokað mánudaga. Sýningun'ni lýkur 15. júlí. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Laugarnestanga 70 í listasafni Sigurjóns í Laugamesi er nú til sýnis úrval af andlitsmyndum Sigur- jóns frá timabilinu 1927-1980. Safnið er opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-18, mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fímmtudaga kl. 20-22. Sjóminjasafn íslands Vesturgötu 8 Hafnarfirði - sími 52502 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-18 eða eftir nánara samkomulagi í síma 52502. Stöðlakot Bókhlöðustíg 6 Guttormur Jónsson sýnir skúlptúr. Verkin em öll unnin í gijót. Sýningin er opin daglega kl. 13-18 og lýkur þann 17. júni. Póst- og símaminjasafnið Austurgötu 11 Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15-18. Aðgangur ókeypis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.