Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1990, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1990, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 1990. 5 dv Viðtalið Kanínur og kartöflurækt y ** Nafii: Jón Eirífcsson Starf: Bóndi Aldur: 68 ára „ÞaÖ er mikill léttir að hætta sem oddviti en ég sakna starfsins að vissu leyti því þetta er lifandi starf. Efst 1 huga mér er þakklæti til sveitunga minna. Mikill erill fylgir oddvitastarfinu en ég hef gegnt því i 40 ár,“ sagði Jón Ei- ríksson sem nýlega lét af starfi sínu sem oddviti Skeiðahrepps. Áður var faðir hans oddviti í hreppnum í 28 ár og hefur odd- vitastaðan því verið í Vorsabæ í 68 ár. En þó að Jón sé hættur sem oddviti hreppsins gegnir hann enn ýmsum stjórnsýslustörfurn í sveitinni. „Mér fannst ég vera bdinn að gera skyldu mína við sveitarfélagið og vildi hætta á meðan fóik sæi eftir mér í starfi. Annars hefði ég verið of lengi. Ég er nú ekki alveg hættur af- skiptum af málum hér og sit í ýmsum nefndum og ráöum." Kanínurækt Árið 1948 stofnaði Jón nýbýlið Vorsabæ II. Hann er fæddur og uppalinn í Vorsabæ I þar sem foreldrar hans bjuggu. „Ég hef alltaf verið bóndi með kýr og kindur en var með lítið bu því embættisannir voru miklar. Ég er þó aðallega garöyrkjumaöur. 18 ára byijaði ég með kálrækt og var stór framleíðandi á þeim tíma. Um 1960 varð framboðið meira svo ég fór út í gulrófu- rækt. Nú hef ég snúið mér að kartöfiurækt en sonur minn hef- ur tekið við hinum hefðbundna búskap. 1981 byrjaði ég meö kan- inurækt og er einn af þeim fyrstu sem hóf ræktun á angórakanín- um. Á þeim tíma voru bændur hvattir til að prófa nýjar búgrein- ar. Ég er með um 40 dýr og unga en hef iíka prófað ræktun á hold- akaninum. Þaö gæti orðið mjög vinsælt en verst er hvað dýrt er að slátra þeim. Ég hef verið mikið í félagsmál- um aila tíð og staðið að ýmsum framfaramálum í hreppnum. Sem dæmi um það má nefna vatnsveitu og hitaveitu. Nú hafa allír bæir í sveitinní hitaveitu og vatnsveitu og er það einsdæmi á landinu.'* Dellusafnari „Ég safna ýmsu, svo sem frí- merktum umslögum og fyrir- tækjaumsiögum. Ég á orðið nokkur þúsund fyrirtækjaums- lög. Svo hef ég gaman af því að taka myndír og á nokkuð stórt myndasafn. Mest eru það heirn- Odarmyndir en ég byrjaöi að taka myndir um 1940. Ég er kálfur í hestamennsku en kona min er mikill hestamaöur. Bjöm, sonur okkar, er mikill hestamaður og er í hrossarækt." Jón kveðst vera mikill lestrar- hestur og lesa alit mögulegt. „Ég les fyrst og fremst blöð og tíma- rit. Svo hef ég gaman af aö lesa ævisögur, ýmsar frásagnir og grip stundum í spennusögur," sagði Jón aö lokum. Eiginkona Jóns er Emelía Kristbjörnsdóttir. Þau eiga fjögur uppkomin börn og sex barna- börn. *hmó Fréttir Melrakki gjaldþrota? - greiðslustöðvun fóðurstöðvarinnar er útrunnin Þórhallur Ásmundssan, DV, Sauöárkróki Enn er ekki séð hver verða afdrif fóðurstöðvarinnar Melrakka í Skagafirði en framlengd greiðslu- stöðvun fyrirtækisins rann út um mánaðamótin. Óformlegum nauð- ungarsamningum, sem lögmaður fyrirtækisins bauð upp á fyrir nokkru, er enn ekki lokið. Að sögn Áma Guðmundssonar, stjómar- formanns Melrakka, er verið að vinna að þeim og er vonast eftir árangri. Boð um nauðungarsamninga fól í sér að Melrakki greiddi um 20% skulda sinna við lánardrottna. Vit- að er að að minnsta kosti einn að- ili hefur neitað samningum í þá vem, búvömdeild SÍS. Þar er staða Melrakka talin það slæm að í raun hafi gjaldþrot blasað við fyrir löngu og með ólíkindum að stjóm fyrir- tækisins skuii ekki hafa gert sér grein fyrir því. Skúld Melrakka viö búvörudeildina nemur 4-5 milljón- um króna en heildarskuldir fóður- stöðvarinnar hafa ekki fengist upp- gefnar. Tökum ofan fyrir íslensku ostameisturunum MUNDU EFTIR OSHNUM Hann ber meistara sínum hollan vitnisburð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.