Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1990, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1990, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SÍMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Milli steins og sleggju Vestræn ríki hafa verið milli steins og sleggju í af- stöðu sinni til deilandi aðila i Kampútseu eða Kambód- íu. Forystumaður þriggja skæruliðahópa, Sihanouk prins, kom hingað til lands fyrir nokkrum árum. Honum var þá fagnað sem þjóðhetju af ráðamönnum hér. Si- hanouk hefur að mörgu leyti verið þokkalegur. En það breytir því ekki, að hann er í bandalagi við glæpamenn. Rauðu kmerarnir, sem vinna með Sihanouk, myrtu eina milljón landsmanna sinna, þegar þeir voru við völd. Við íslendingar þurfum einnig að taka afstöðu í þessu máh, til dæmis hjá Sameinuðu þjóðunum. Hver á að fara með atkvæði Kampútseu? Bandaríkin studdu Rauðu kmerana og Sihanouk, þar til í síðustu viku. Þá breyttist þessi afstaða. Bandaríkjamenn stefna nú að því, að allir aðilar semji, ríkisstjórnin og skæruhðar. Síðan verði frjálsar kosningar. Þetta verður seint. Si- hanouk og Rauðu kmerarnir ætla nú einmitt að herða baráttu sína. Þau eru svör þeirra við stefnubreytingu Bandaríkj amanna. En úr vöndu hefur verið að ráða fyrir vestræn lýð- ræðisríki. Víetnamar höfðu lagt undir sig meginhluta Kampútseu og komið á leppstjórn, sem enn situr. Þetta gerðist árið 1979. Hinir illræmdu Rauðu kmerar hrökt- ust frá, enda var þar um ihþýði að ræða. En eins og mál stóðu _í þá daga, var skiljanlegt, að vestræn ríki gætu ekki stutt leppstjórn Víetnama. Því kusu ýmsir að styðja þá hreyfingu þriggja skæruliðaílokka, sem síð- ar komst á laggirnar. Þar voru Rauðu kmerarnir aðalaf- hð. En þeir kusu að hafa prinsinn sem forystumann, þar sem það leit mun betur út út í frá. Því fögnuðu íslenzkir landsfeður Sihanouk fyrir nokkrum árum. Þá virtust menn í bili hafa gleymt, að hann starfaði með hði, sem hafði líf mihjón landsmanna sinna á samvizkunni. Sjálfsagt er að benda ítarlega á þetta. Við eigum ekki að veita þessum mönnum stuðn- ing okkar. Við eigum ekki heldur að styðja leppstjórn Víetnama. En nokkur von er th, að aðstæður breytist enn. Kínverska harðlínustjórnin styður Rauðu kmerana. Kínverjar hafa einnig reynt styrjaldir gagnvart Víet- nömum, þótt lítið hafi gengið. Rauðu kmerarnir hafa fengið fjárstuðning frá Kín- veijum og að vestan. Sovétmenn styðja aftur á móti Víetnama og lepp- stjórn þeirra. Það sem nú er að gerast, er að Sovétmenn milda afstöðu sína í flestum efnum. Leiðtogar Sovétríkj- anna virðast reiðubúnir til að veita aukið lýðfrelsi. í höfuðborg Kampútseu eigast við harðhnukommar og þeir, sem vhja meira lýðfrelsi. Látum okkur bíða og sjá, hvernig þau mál fara. Eltum Bandaríkin ekki í blindni, eins og við höfum svo oft gert í utanríkismálum. Fari svo, að lýðréttindi nái fram að ganga og Víetnamar láti Kampútseumenn ráða sínum málum, eigum við fremur að styðja shka stjórn en Si- hanouk prins, sem er bandingi gamahar glæpaklíku. Þetta eru mál, sem við íslendingar þurfum skjótt að gera upp við okkur. Fari svo hins vegar, að harða hnan ráði stefnu vald- hafa í höfuðborg Kampútseu, Phnom Pehn, skulum við láta þessi mál hið mesta afskiptalaus. Þetta verða þá tvær glæpakhkur, sem eigast við. Fyrir aha muni: látum Bandaríkin ekki segja okkur fyrir verkum. Haukur Helgason Olafur Ragnar Grimsson fjármálaráðherra. -.....þegar fjármálaráðherrann hefur löggjafarvaldið í sínum höndum „ber brýna nauðsyn til“ að setja bráðabirgðalög um málið. - Ástæðan er ekki umhyggja fyrir náms- mönnum ... heldur vísitöluleikur til að koma í veg fyrir launahækkanir," segir greinarhöf. m.a. Vísitöluleikur og virðisauka- skattur á bækur Ríkisstjórnin hefur sett bráða- birgðalög til að koma í veg fyrir launahækkanir í haust. Eitt aðal- bjargráð ríkisstjórnarinnar nú er að flýta niðurfellingu virðisauka- skatts á íslenskar hækur og láta hana taka gildi 1. september í stað 16. nóvember nk. Tillögur um þetta efni voru þrí- vegis felldar af stjórnarmeirihlut- anum á Alþingi. Frumvarp um að fella virðisaukaskattinn á íslensk- ar bækur niður 1. september til hagsbóta fyrir námsmenn fékkst ekki afgreidd úr nefnd að undirlagi fjármálaráðherra sem nú „telur brýna nauðsyn til“ að setja bráða- birgðalög um þetta efni til að halda launum niðri. Ráðherrann veit reyndar að þessi flýting kostar ríkissjóð nánast ekki neitt þar sem menn hefðu frestað bókakaupunum þar til skatturinn yrði afnuminn. Lagabreytingar fyrir síðustu jól Þegar breytingar voru gerðar á lögum um virðisaukaskatt skömmu fyrir síðustu áramót vakti tvennt fyrir ríkisstjórninni. Ann- ars vegar taldi ríkisstjómin að hækka þyrfti skatthlutfallið til að afla nýrra tekna í ríkissjóð og hins vegar voru staðfestar ýmsar und- anþágur frá skattinum. Ein þeirra undanþága, sem Al- þingi samþykkti, var niðurfelhng á virðisaukaskatti á íslenskar bæk- ur. Þannig var þó gengið frá hnút- unum að niðurfeUingin átti ekki að taka gildi fyrr en 16. nóvember tíl að ríkissjóður missti einskis af tekjum sínum á yfirstandandi ári. Virðisaukaskattur, sem feUur til eftir 15. nóvember á þessu ári, er nefnUega ekki gjaldkræfur fyrr en á því næsta. Stjómarandstaðan á Alþingi flutti ýmsar breytingartUlögur við stjómarfrumvarpið um virðis- aukaskattinn. Þar á meðal vom tU- lögur um breyttan gUdistökutíma niðurfelUngar virðisaukaskatts á íslenskar bækur. í efri deUd komu fram tvær tillögur um að breyta dagsetningunni í 1. september 1990, önnur frá sjálfstæöismönnum, hin frá KvennaUstanum. Þær vom báðar felldar. í neðri deUd endur- fluttu sjálfstæöismenn sína tiUögu en KvennaUstinn lagði fram tUlögu um 16. september. Þær vom báðar studdar af stjómarandstöðuflokk- unum þremur en feUdar með at- kvæöum stjómarliösins. Meðrök og mótbárur í framsöguræðu með stjómar- frumvarpinu um breytingu á virð- isaukaskattslögunum sagöi fjár- Kjallannn Friðrik Sophusson alþingismaður málaráðherra að ekki væri talið rétt að láta niðurfelUngu bóka- skattsins hafa áhrif á tekjuforsend- ur fjárlaga á yfirstandandi ári. Talsmenn stjómarandstöðunnar bentu hins vegar á að bókakaup skólafólks ættu sér fyrst og fremst stað í byrjun september. Hætta væri á því að nemendur drægju bókakaup fram yfir 15. nóvember til að njóta niðurfellingarinnar. Slíkt gæti haft slæm áhrif á námið og ríkissjóður yrði af skattinum hvort eð væri. Þær fréttir bámst strax í vor úr framhaldsskólum landsins að reynt yrði að taka tiUit til niðurfell- ingarinnar með því að fresta eins og hægt væri kennslu bóka sem áttu ekki að lækka í verði fyrr en 16. nóvember. Ljóst var að efna- minni nemendur myndu fresta bókakaupum þar til niðurfelUngin tæki gildi. Hvort tveggja gat haft slæmar afleiðingar í för með sér fyrir námið. Sala á íslenskum bókum, öðrum en námsbókum, á sér einkum stað rétt fyrir jólin. Bækur, sem fólk kaupir til jólagjafa á næstu jólum, veröa án virðisaukaskatts. Tekju- tap ríkissjóðs vegna breytingar á gildistímanum er miklu minna en ætla mætti. Flestir hefðu frestað kaupunum á bókum, sem þeir gátu án verið, þar 111 bókaverð lækkaði. Frumvarp sjálfstæðismanna Þrír þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins fluttu á síðasta þingi sérstakt frumvarp um að feUa niður virðis- aukaskatt af íslenskum bókum 1. september. Meginrök voru þau að flýting gUdistökunnar kæmi náms- mönnum vel og heföi lítil sem eng- in áhrif á tekjur ríkissjóðs. Undir þessi sjónarmið tóku nokkrir þingmenn stjórnarUðsins sem samifærst höfðu um þessi rök - ekki síst vegna upplýsinga frá fiUltrúum námsmanna. Þegar mál- ið kom tíl afgreiðslu í fjárhags- og viðskiptanefnd neöri deUdar komu hins vegar skýr skilaboö frá Ólafi Ragnari Grímssyni fjármálaráð- herra um að stjórnarliðar mættu ekki samþykkja frumvarpið. Ódýr vísitöluleikur Nú - tæpum þremur mánuðum síðar - þegar íjármálaráðherrann hefur löggjafarvaldið í sínum höndum „ber brýna nauðsyn tU“ að setja bráðabirgðalög um máhð. Ástæöan er ekki umhyggja fyrir námsmönnum, sem hefðu orðið að fresta bókakaupum, heldur vísi- töluleikur tU að koma í veg fyrir launahækkanir. Ráðherra veit að þetta er ódýrasta leiðin fyrir ríkis- sjóð sem hefði orðið af þessum tekj- um hvort sem var. Það hlýtur að vera athygUsvert fyrir námsmenn að sjá á hvaða for- sendum ríkisstjórnin kemur til móts við þeirra sjónarmið. Það hlýtur einnig að vera umhugsunar- vert fyrir launamenn hvemig fjár- málaráðherra ætlar að halda launahækkunum niðri án þess að það bitni á ríkissjóði. Og síðast en ekki síst ætti þessi ákvöröun ráð- herrans að vera lærdómsrík fyrir stjómarþingmennina sem komu fjórum sinnum á sl. þingi í veg fyr- ir að máhö næði fram að ganga að tilhlutan fjármálaráðherra. Friðrik Sophusson „Það hlýtur að vera athyglisvert fyrir námsmenn að sjá á hvaða forsendum ríkisstjórnin kemur til móts við þeirra sjónarmið. Það hlýtur einnig að vera umhugsunarvert fyrir launamenn hvernig fjármálaráðherra ætlar að halda launahækkunum niðri án þess að það bitni á ríkissjóði.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.