Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1990, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1990, Blaðsíða 1
Verslunarmannahelgin: Útihátíðir með hefðbxmdnu sniði Þó enn sé tæp vika í mestu um- ferðarhelgi ársins og þær skemmtan- ir sem henni fylgja, verslunar- mannahelgina, er rétt að athuga hvaða skemmtanir standa fólki til boða þessa mestu gleðihelgi ársins. Að vanda verður þjóðhátíðin hald- in í Vestmannaeyjum og í ár er það íþróttafélagið Þór sem sér um undir- búning hennar. Dagskráin veröur með heíöbundnu sniði en meðal skemmtikrafta sem fram koma má nefna Stjórnina með Grétar Örvars- son og Sigríði Beinteinsdóttur í broddi fylkingar, Bubba Morthens, Bjartmar Guðlaugsson, Jóhannes Kristjánsson eftirhermu og Svein- bjöm Guðmundsson sem kosinn var léttasta lundin hjá þeim Spaugstofu- mönnum fyrir skemmstu. í Galtalækjarskógi verður bindind- ismótið á sínum stað en nú era þrjá- tíu ár frá því það var haldið fyrst um verslunarmannahelgina. Á mótið sækir einkum fjölskyldufólk en ungl- ingum hefur þó farið fjölgandi. Meðal skemmtikrafta eru hljómsveit Ingi- mars Eydals, Halii og Laddi og Greif- amir. Komið hefur verið upp sér- stöku leiksvæði fyrir börn sem kall- ast Ævintýraland og einnig mun Bindindisfélag ökumanna gangast fyrir ökuleikni og hjólreiðakeppni. í Húnaveri verða stórtónleikar og það eru Stuðmenn sem sjá um undir- búning þeirra. Flestar vinsælustu hljómsveitir landsins mæta til leiks og úr þeim hópi má nefna Stuðmenn sjálfa, Sykurmolana, Mezzoforte, Sálina hans Jóns míns og Síðan skein sól. í Húnaveri mimu nokkrar minna þekktar hljómsveitir keppa um titil- inn „bjartasta vonin“. Fyrirhugað er að halda rokktónleika af þessu tagi tvisvar á ári. í Atlavík verður engin skipulögð skemmtun. Allir dansleikir hafa ver- ið fluttir í Valaskjálf á Egilsstöðum og þar mun Rokkabillýband Reykja- víkur leika öll kvöldin. í Húsafelh verður sérstök bama- og fjölskyldu- hátíð þar sem m.a. verður haldin bama- og unglingahljómsveita- keppni. A Snæfellsnesi verður haldið mót í nýaldarstíl þar sem lögð er áhersla á jákvætt viðhorf, sjálfsrækt og teng- ingu við móður jörð í dögun nýrrar aldar. Á mótinu verða m.a. hugleiðsl- ur og fyrirlestrar um nýöld á ís- landi. Skátar munu einnig koma saman þessa helgi. Mótsvæði þeirra er hluti af Reykjanesfólkvanginum þar sem þeir ætla að ganga maraþon- göngu í 36 klukkustundir. Iþróttafélagið Þór sér um þjóðhátíðina í Vestmannaeyjum að þessu sinni. '}V,'; '''' J ^4* Sumar- tónleikar í Skálholti Önnur tónleikahelgi Sumartón- leika í Skálholtskirkju verður helguð verkum eftir Johann Sebastian Bach og ættmennum hans. Nú þykir með ólíkindum aö verk J.S. Bach hafi verið forsmáð og gleymd í heila öld því að þegar rykið var dustað af þeim um aldamótin síð- ustu komu í ljós stórbrotin hstaverk sem eiga engan sinn líka á barokk- tímanum. Afköst hans vora hka ótrúleg en hann samdi hundruð verka fyrir ahs kyns hljóðfæri og hljóðfæraskipan. J.S. Bach vakti at- hygh manna á sembalnum sem ein- leikshljóðfæri í hljómsveitinni. M.a. samdi hann konserta fyrir tvo, þrjá og jafnvel fjóra sembala. Þrír þessara konserta verða fluttir um helgina í Skálholtskirkju og er það mikill við- burður því til skamms tíma vora ekki til þrír hvað þá fjórir sembalar á landinu. Einleikarar á sembalkon- sertunum verða Helga Ingólfsdóttir, Ehn Guðmundsdóttir, Guðrún Óskarsdóttir og Málfríður Konráðs- dóttir. Bachsveitin í Skálholti mun leika á öllum tónleikum helgarinnar en hljóðfæraleikaramir í sveitinni leika einungis á gömul barokkhljóð- færi. Þrennir tónleikar eru haldnir hveija tónleikahelgi. Tvennir á laug- ardag kl. 15 og 17 og einir á sunnu- dag og heljast þeir kl. 15. Á fyrri laug- ardagstónleikunum verða flutt söngverk eftir Bach-fjölskylduna en á seinni tónleikunum verða fluttir þrír sembalkonsertar. Dagskrá seinni tónleikanna verður svo end- urflutt á sunnudaginn kl. 15. Sumarsýning í Hafnarborg - nýr sýningarsalur opnaður A laugardag verður opnaður nýr sýningarsalur í húsakynnum Hafn- arborgar. Salurinn hefur hlotið nafn- ið Sverrissalur í virðingarskyni við dr. Sverri Magnússon, lyfsala í Hafn- arfirði, en hann lést 22. júní sl. Sverr- ir var ásamt konu sinni, Ingibjörgu Sigurjónsdóttur, er lést árið 1986, framkvöðuh að stofnun Hafnarborg- ar, menningar- og hstastofnunar Hafnarfjarðar. Af þessu tilefni verður sett upp sýning í sýningarsölum Hafnarborg- ar á hluta hstasafns þeirra hjóna sem þau afhentu stofnuninni með gjafa- bréfi hinn 1. júní 1983 í tilefni af 75 ára afmæh Hafnarfjarðarbæjar. í Sverrissal verða sýnd þrjátíu hstaverk er Sverrir Magnússon af- henti stofnuninni til eignar í nóv- ember á síðasta ári. Á laugardag verður opnaður nýr sýningarsalur i menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar. í Árbæjarsafni gefst yngstu gestunum kostur á að aka um í Ford vörubíl af árgerðinni 1917. Árbæjarsafn: Starfshættir fyrri tíma Á sunnudag verður líflegt á Árbæj- arsafni fyrir fólk á öllum aldri. Andi fyrri tíma mun leika um safnhúsin og handverk fyrri kynslóða sýnd safngestum. Unnið verður við tóvinnu, netagerð og útskurð aska. Bakaðar verða grautarlummur og boðið upp á spen- volga mjólk í Árbænum. Elsti bfil landsins verður til sýnis og í alda- mótaprentsmiðjunni verður starf- semin í fuhum gangi, krambúðin opin og gullborinn settur í gang. í Dihonshúsi verða veitingar og heitt kaffi og súkkulaöi á boðstólum við harmóníkutónhst. Ennfremur verð- ur sérstakur matseðill^ meö réttum framleiddum úr rababára. Árbæjarsafn er opið frá kl. 13-18.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.