Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1990, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1990, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ .1990. Fréttir Smábátaeigendur: Mikill munur á tekjum eftir landsfjórðungum munurinn allt að 1,2 milijómr á 35 tonna afla Ólafsvík og Hellissandu Patreksfjöi * Fyrstu 6 mánuöi ársins ♦Fiskmarkaður Suðumesja *Fiskmarkaður Hafnarfjarðar *Faxamarkaður Reykjavík Kílóaverð á þorski í krónum til smábáta- eiganda á nokkrum stóðum á landinu. 1 - 0 10 20 30 40 50 60 Trillukarl, sem landar þorskafla sínum og fær fyrir hann landssam- bandsverð, fær greiddar 45.580 krón- ur fyrir tonnið. Það er lágmarksverð sem þýðir að ekki má greiða lægra verö fyrir 2,5 kg þorsk. Trillukarl á Neskaupstað, sem landar afla sínum þar, fengi hins vegar öllu hærra verð eða 58.790 krpnur ef landað væri sama magni. í Ólafsvík eða á Helhssandi fengjust hins vegar 60-63.000 krónur fyrir tonnið en enn hærra verð fengist ef þorskurinn væri seldur á Fiskmark- aði Suðurnesja því þá fengjust 79.200 krónur. í því dæmi er miðað við meðalverð á þorski fyrstu sex mán- uði ársins á markaðnum. Samkvæmt könnun, sem Lands- samband smábátaeigenda gerði fyrir DV i nokknnn verstöðvum, kemur í Ijós að það er afar mismunandi eftir verstöðvum hversu mikiö menn fá greitt fyrir afla sinn og sömuleiðis er mismunandi hvaða hlunninda menn njóta í heimahöfn. Á Bakkafirði fá menn greitt lands- sambandsverð fyrir þorskinn en ef þeir ísa hann í kör fá þeir greitt 10 prósent aukaálag sem hækkar verðið upp í 50 krónur fyrir kílóið. Neskaupstaður, Ólafsvík og Helhs- sandur skera sig mjög úr þessari. mynd því í úrtakinu sem tekið var er hvergi borgað jafnhátt verð fyrir þorskinn auk þess sem línubátar fá greitt 5 prósent aukaálag á Neskaup- stað sem hækkar verðið ennfrekar eða upp í 61,72. Á Stöðvarfirði og Raufarhöfn njóta trihukarlar þeirra hlunninda að fá fría beitu og beitingaraðstöðu. Á Sauðárkróki er borgað 25 prósenta aukaálag fyrir góðan fisk sem fer í salt og það hækkar verðið upp í 55,60 krónur. Þeir sem landa á Vopnafirði og Patreksfirði njóta hins vegar minnstrar fyrirgreiðslu. Þeir fá ein- ungis greitt landssambandsverð fyr- ir sinn fisk og ekkert umfram það. Það er því gífurlegur munur á því hvaða tekjur trihukarlar hafa eftir því hvar þeir búa á landinu. Ef tekið er dæmi af trihukarh sem gerir út 5 tonna trihu sem aflar 35 tonn í sum- ar verður munurinn hvað augljós- astur. Ef viðkomandi sjómaður gerir út frá Patreksfirði eða Vopnafirði og landar afla sínum þar fær hann um 1,6 mihjónir í tekjur. Ef sama dæmi er reiknað út fyrir Neskaupstað fengi trihukarlinn um 2 mihjónir í tekjur. Á sama tíma myndi trillukarl, sem byggi í Keflavík og seldi afla sinn á Fiskmarkaði Suðumesja, fá greiddar um 2,5 milijónir, í því dæmi er reikn- að með meðalverði á þorski fyrstu sex mánuði ársins á markaðnum. Ef trihukarhnn hefði hins vegar selt afla sinn á Fiskmarkaðinn í Hafnar- firði fengi hann heldur hærri tekjur eða tæpar 2,8 mihjónir sé miðað við meðaltalsverð. í reikningsdæminu munar þvi 1,2 mihjónum á því hvað sjómaður, sem selur afla sinn á fiskmarkaöi, fær meira greitt fyrir hann en sá sem selur á landssambandsverði. -J.Mar sambanda á Rúmlega 2000 fuhtrúar ilkis- stjórna og samtaka aðila vinnu- markaðarins sóttu þing Aiþjóða- vinnumálastofnunarinnar sem haldið var í Genf 6.-27. júní. Frá íslandi sóttu fuhtrúar \únnu- markaðarins, neytisins og utanríkisráöuneytis- ms Alþjóðasambandiö samþykkti einróma nýja alþjóöasamþykkt um meðferð efhasambanda á vinnustöðum. Markmið nýju samþykktarinnar er að draga úr slysum og atvinnusjúkdómum vegna vinnu með efnasambönd. Einnig að stuðla að því að efni séu metin í þeim tilgangi að ákvarða hættuna af þeirra völdum, tryggja að atvinnurekendur fái upplýsingar um rétta meðferö frá f'ramleiðanda og að starfsmenn fái fræðslu á vinnustað um vamaraðgerðir th að draga úr hugsanlegri skaðsemi þeirra. Þingið aigreiddi aöra alþjóða- samþykkt um næturvinnu. Sam- kvæmt nýju alþjóöasamþykkt- inni er næturvinna skilgreind sem: „Öll vinna framkvæmd á samfelldu sjö klukkustunda tíraabih þar sem tíminn frá mið- nætti til kl. fimm að morgni er innifalinn.“ í henni felast og þær skuldbindingar að gerðar séu ráöstafanir tii að vemda heilsu næturvinnufólks, bæta stöðu þess til samvista með fjölskyidu, lengja barnsburðarleyfi og flölga tækifærum til þátttöku í félags- málum. -J.Mar Launahækkun BHMR: Kostar ríkið 50 milljónir Samkvæmt upplýsingum fjár- málaráöuneytisins kostar 4,5 pró- sent launahækkun tíl háskóla- manna um 25 milljónir á mánuðL Efháskólamenn ganga inn í þjóð- arsáttina og afsala sér þar með þessari launahækkun fá þeir hana eftir sem áður greidda út fyrir júh og ágúst. Hún mun því kosta ríkissjóð um 50 milijónír króna. -gse I dag mælir Dagfari___________ í geHarhúsi Snemma í síðustu viku birtist merkheg mynd á forsíðu Morgun- blaðsins. Hún var af forsætisráð- herranum okkar, Steingrími Her- mannssyni, þar sem hann kraup niður og strauk skoskri geit. Th hhðar við geitina og Steingrím voru þeir Harry Sangster frá Hihs- rannsóknarstofnuninni og Sir David Steel, fyrrum formaöur Frjálslynda flokksins. Tekið var fram í myndatexta að Steingrímur væri yst th vinstri á myndinni. Fór því ekki á mihi mála hver var Steingrímur og hver var geitin. Þetta var skemmtheg mynd og ólíkt viðfehdnari en myndin sem Dagfari hafði kvöldið áður séð í sjónvarpinu af svaðilfórum Stein- gríms Hermannssonar sem var kominn með jeppann sinn út í miðja á og sat þar fastur. Forsætis- ráðherrann okkar var sagður á leið á skíði í Kerlingarfjöll en festi bh- inn sinn í ánni og varð að draga hann upp. Dagfari hefur löngum dáðst að þreki ráðherrans og undraðist þá yfirferð hans að geysast í Kerling- arfjöh á laugardegi og vera svo kominn th Skotlands á mánudegi, fyrst th að fara á skíði og svo th að skoða geitur, og má af þessu sjá að við erum heppin með forsætis- ráðherra sem unnir sér aldrei hvhdar. Ahar eru þessar ferðir ráð- herrans í þágu þjóðarinnar og eng- inn má misskhja skíðaferðina. Ráð- herrann þarf þrek og orku og ork- una fær hann upp th fjaha og Stein- grímur hittir þar að auki margt fólk á skíðum sem kemur sér vel fyrir land og þjóð. í fyrra fór Stein- grímur á skíði í Liechtenstein og hitti þar fyrir forsætisráðherra þess lands og gat fyrir vikið boðið þessum kohega síniun í Kerlingar- fjöh og eru þetta köhuð gagnkvæm utanríkisviðskipti og koma sér vel. Sjálfsagt hefur forsætisráðherra Liechtenstein verið fastur í ánni með Steingrími og þannig fengið að kynnast því hvað íslenski for- sætisráðherrann er laginn við að taka kelduna fram yfir krókinn. En aftur th myndarinnar í Morg- unblaðinu. Steingrímur var að kynna sér geitarækt hjá Skotum en þar eru geitur ræktaðar th fram- leiðslu á kasmírull. Steingrímur var sem sagt kominn í geitarhús að leita sér uhar. Sjálfsagt hefur farið fagnaðarstraumur um marg- an íslendinginn við að lesa þau tíð- indi, sérstaklega þá sem hafa að undanfömu stundað fiskeldi eða minkarækt við misjafnan orðstír. íslendingar em nefnhega að kom- ast í þrot með þessar nýbúgreinar sínar, enda selst hvorki eldislax né loðdýraskinn þótt dijúgt sé fram- leitt. Er orðið tímabært fyrir ís- landsmanninn að finna sér nýja búgrein th að taka við af fiskeldinu og loðdýraframleiðslunni þegar þær atvinnugreinar em komnar endanlega á hausinn. Og hvað er þá skynsamlegra en einmitt að hefia geitarækt á íslandi th uhar- framleiðslu? Og hvað er þá mikh- vægara en einmitt sjálfur forsætis- ráðherrann stígi fyrsta skrefið og klappi fyrstu geitinni? Svo illa vhdi th að í miðri kynnis- ferðinni varð Steingrímur að gera hlé á ullarleitinni th að fljúga heim og miðla málum í dehum ríkisins við háskólamenn. Steingrímur þurfti að bjarga þjóðarsáttinni og hefur í því sambandi verið í geitar- húsi BHMR að undanfórnu að leita þeirrar uhar sem stillir th friðar. En Steingrimur gleymir áreiðan- lega ekki skosku geitinni sinni og Sangster 'og Steel frá Skotiandi gleyma áreiðanlega ekki Stein- grími, enda er þeim öhum í mun að koma geitarækt af stað á íslandi ef marka má svipinn á geitinni og Skotunum. Steingrímur er sér- fræðingur í að leita uhar í geitar- húsum. Hann veit hvað hann syng- ur og skoska geitin veit hvar hún hefur Steingrím th að halda lífi. Hún treystir því að íslendingar sjái sér hag í því að reisa geitarhús í leit að ull, enda eru Islendingar margfrægir fyrir geitarhús sín í fiskeldisstöðvum og minkabúum. Þar hafa þeir leitað uhar og fjár- sjóða og þegar þeir loksins fá raun- verulegt geitarhús í staðinn fyrir öll hin búin mun bæöi geitinni og íslensku þjóðinni verða borgið. Skítt veri með uhina, hún er auka- atriði. Ef íslendingar reisa nógu" mörg geitarhús verða þeir upp- teknir við að leita uharinnar á meðan. Það er þeirra siður. Þar hafa þeir reynsluna. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.