Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1990, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1990, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 1990. 5 dv______________________________ Fréttir Leiða sættir til stjórnarslita? - Jón Baldvin axlar byrðar flölskylduvandamála krata Þarna tókust sættir en hætt er við að meiri háttar hvellur fylgi í kjölfarið. DV-mynd Hanna 45. flokksþing Alþýðuflokksins, sem fram fór í Hafnarfirði um síð- ustu helgi, var engu öðru krataþingi líkt. Við þingsetningu blasti við að þingið yrði glæsilegra og íjölmenn- ara en nokkur sinni fyrr. Kratar gátu líka flykkst borubrattir á þingiö. Al- þýðuflokkurinn hafði fengið bestu útkomu úr skoðanakönnun DV í tvö ár og álmáhð var komið á góðan rek- spöl án þess að hafa steytt á ban- vænum skerjum fyrir stjórnarsam- starfið. Væntingar voru miklar fyrir þing- ið, væntingar um að Alþýðuflokkur- inn yrði sameiningarafl íslenskra jafnaðarmanna. Með því átti að Fréttaljós Haukur L. Hauksson og Kristján Ari Arason freistast til að ná til jafnaðarmanna sem starfa innan Alþýðubandalags- ins og í því tómarúmi sem er á milli þessara A-flokka. í því sambandi var sérstaklega horft til þess hóps fólks sem stóð að framboði um Nýjan vett- vang í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Var öllum sem þar komu við sögu sent sérstakt boðskort á opnun flokksþingsins. Olh vonbrigðum hversu illa gekk að ná tii þessa fólks en fáir tóku boðinu. Nafnlenging Auk þessa lá tillaga um viðbót við nafn flokkisns fyrir þinginu sem reyndar var samþykkt. Alþýðuflokk- urinn heitir nú Alþýðuflokkurinn- jafnaöarmannaflokkur íslands. Upp- haflega var þetta hugsað til að undir- strika eðli flokksins og til að vera á undan að tryggja sér þetta nafn sem fólk úr Alþýðubandalaginu hafði Utið hýru auga til og taUð heppilegt sem nafn til sameiningar A-flokkanna. Ástæða þess að fyrrgreint fólk í Alþýðubandalaginu lét ekki sjá sig mun fyrst og fremst hafa verið að ekki var hróflað við gömlum inn- viðum flokksins né málaefnagrund- velh hans þrátt fyrir nafnbreytingu. Sprungur í glæsiímynd Framan af var ekkert sem hróflaði við þeirri glæsumynd sem Ámundi Ámundason og fleiri höföu komiö í kring þessa októberhelgi. Það þurfti hins vegar ekki að bíða lengi eftir uppákomu sem öðru fremur á eftir að lifa í minningu manna um þetta krataþing - hávaðarifrildi formanns og varaformanns flokksins, þeirra Jóns Baldvins Hannibalssonar og Jóhönnu Sigurðardóttur. Það kom ekki aftan að neinum þingmanna að deilt yrði um hús- næðismáUn en aðdragandann að því rifrildi sem alþjóð varð vitni að um helgina mátti sjá strax eftir kynn- ingu fjárlagafrumvarpsins fyrir næsta ár. Þar 'ér ekki gert ráð fyrir neinu framlagi til Byggingarsjóðs ríkisins en 700 milljónum í Byggingarsjóð verkamanna. Jóhanna Sigurðardótt- ir telur að með fjárlagafrumvarpinu séu byggingarsjóðimir gerðir gjald- þrota og hefur krafist ríkisframlaga upp á 1-1,5 miUjarða í almenna kerf- ið. Jóhanna hefur verið mjög óhress með áhugaleysi annarra forystu- manna flokksins og þingflokksins, sérstaklega Jónanna tveggja, gagn- vart stöðu byggingarsjóðanna. Því sneri hún sér beint til þingfuUtrúa á þinginu um helgina með tillögu að ályktun um húsnæðismál. Sú tfllaga var ekki samþykkt óbreytt og áður en endanleg tUlaga til ályktunar um húsnæðismál var samþykkt hafði fyrmefnt hávaða- rifrildi átt sér stað. Það væri að bera í bakkafuUan lækinn að lýsa nákvæmlega fúkyrða- flaumi þeim og ásökunum sem gengu mUU Jóns og Jóhönnu. Efnislega ít- rekaði hún óánægju sína með þing- menn og ráðherra Alþýðuflokksins í húsnæðismálunum. Þá taldi hún upp ýmsa málaflokka sem ríkisstjórnin, þrátt fyrir fógur fyrirheit, virtist hafa lítinn áhuga á. Þar voru Jónarnir síst undanskildir. Þessi upptalning fékk heitið „sakaskráin" í reiðilestri Jóns Baldvins á þinginu. Ýtin og óþolinmóð Síðasti dagur þingsins hófst á sátta- fundi en framámenn í flokknum voru sammála um að undir engum kringumstæðum mætti slíta flokks- þinginu án sátta formanns og vara- formanns. Margir þingmenn komu langt að og skUaboð um ósætti og kulda í flokksforystunni voru afar óæskUeg í farteskinu á heimleiðinni. ímynd glæsiþings krata í upphafi kosningabaráttu mátti ekki raska. DV hefur rætt við alþýðuflokks- menn sem segja í þessu sambandi að sættir heföu alltaf orðið á þinginu, tUbúnar eða ekta. Rifrildi Jóns og Jóhönnu ætti sér hins vegar nokkuð langa forsögu. Þau væru ekki ósam- mála um markmið en greindi hins vegar á um aðferðir og umfram aUt hraða í afgreiðslu mála. Viðmælandi DV lýsti Jóhönnu sem mjög ýtinni og fylginni sér í þeim málaflokkum sem henni stæðu næst. Væri það ekki löstur í sjálfu sér en hins vegar vekti það stundum gremju í hópi' þingmanna Alþýðu- flokksins, og ríkisstjórnarinnar, hversu ágengt henni hafi orðið með ýtninni og óþolinmæðinni þar sem ráðherrastóUinn hefur í tvígang ver- ið settur að veði. Styrkur Jóhönnu, en hún er af mörgum tahnn eini „eðalkratinn" í forystusveit Alþýðuflokksins, er hins vegar shkur innan flokksins að hún kemst nánast upp með það sem henni sýnist í félagsmálum. Draga dilk á eftir sér Ályktun um húsnæðismál, sem samþykkt var á þinginu, grundvaUar „sættir" þær sem tókust miUi Jóns Baldvins og Jóhönnu. Breyting frá upphaflegri tillögu Jóhönnu fólst meðal annars í loðnara orðalagi þar sem ekki er kveðið afdráttarlaust á um framlög til byggingarsjóða ríkis- ins. Samkvæmt þeim hefðu framlög á fjárlögum þurft að vera á bilinu 1-1,5 mflljarðar, sé tekið núð af fram- kvæmdum síðasta árs. í endanlegu ályktuninni segir: „Þingið leggur þunga áherslu á að við fjárlagagerðina fyrir árið 1991 verði framlög til Byggingarsjóðs verkamanna ákveðin þannig að þau ásamt lánsfé frá lífeyrissjóðunum dugi tíl þess að nýjar lánveitingar sjóðsins á næsta ári nái markmiðinu um það að félagslega íbúðakerfið sinni þriðjungi af árlegri íbúðaþörf.“ Skilgreining á íbúðaþörf er opin, miðar ekki endUega við að byggðar verði jafnmargar félagslegar íbúðir á þessu ári og í fyrra eins og upphafleg tiUaga Jóhönnu gerði ráð fyrir. Sættirnar við Jóhönnu, hversu miklvægar sem þær eru frá sjónar- hóU alþýðuflokksmanna, geta dregið dilk á eftir sér og jafnvel endað með stjórnarslitum. Erfið staða Ljóst þykir að með sáttasamkomu- lagi þessu hefur Jón Baldvin komið sér í mjög erfiða stöðu innan flokks- ins og þó einkum ríkisstjómarinnar. Haldi Jóhanna til streitu að byggðar verði jafnmargar félagslegar íbúðir og í fyrra stendur Jón Baldvin í þeim. sporum að vinna þeirri kröfu fylgi innan ríkisstjórnarinnar eða brjóta sögulegt samkomulag um sættir frá flokksþinginu um helgina. Takist Jóni Baldvin ekki að ná samkomulagi innan ríkisstjórnar- innar um það sem Jóhanna sættir sig við og vUji hann umfram aUt halda sáttum við hana má aUt eins vænta að ríkisstjómin eigi ekki langt eftir ólifað. Áblaðamannafundi, sem Jón Bald- vin hélt í gær í tilefni flokksþingsins, vUdi hann ekki gefa upp hve mikU framlög tíl byggingarsjóðsins þyrftu aö vera tU að sættir héldust. Hann taldi þó fuUvíst að hægt væri að mæta þörfmni með niðurskurði í fjárlögum á öðram sviðum, sér í lagi niðurskurði til Lánasjóðs íslenskra námsmenna. Framlög til LÍN í fjár- lagafrumvarpinu nema tæpum tveimur mUljörðum. Ólíklegt þykir að Jóni Baldvin auðnist að ná samstöðu meðal sam- ráðherra sinna um stórfelldan niður- skurð á framlögum tU LÍN. Þó Jó- hanna sætti sig einungis við helming upphaflegra krafna sinna þýddi það fjórðungs skerðingu á framlögum tU LÍN. Hvellur óhjákvæmilegur ÓUklegt er að samkomulag náist innan ríkisstjómarinnar um stór- felldan niðurskurð til LÍN tíl að mæta kröfum Jóhönnu. Því þyrfti að auka fjárlagahalla næsta árs með lántökum eða auka tekjur ríkissjóðs með skattheimtu. Ljóst er að mqrg- um innan ríkisstjórnarinnar þættu þá sættirnar miUi fórmanns og vara- formanns Alþýðuflokksins dýru verði keyptar. Jón Baldvin virðist kominn í þá klemmu að þurfa að velja miUi lífs ríkisstjómarinnar og sátta við Jó- hönnu. Hvorn kostinn sem hann vel- urhlýsthvelluraf. -hlh/kaa BÍLAR Næturvörður passar bílana á stærsta sölusvæði borgarinnar Subaru station 4x4, árg. '89, hvítur, ek. 27.000 km. Mazda 626 GLX 2000, árg. '88, grár, ek. 30.000, 5 dyra. Mazda 626 disil '87, 4ra dyra, gull- brúnn, v. 580.000, skipti upp. Wagoneer LTD '87, sá vandaðasti, með öllum aukabúnaði. Glæsivagn. Má greiðast með löngu skuldabréfi. Bronco Custom '79 (R-45), vél 351 Windsor, stór dekk, sérlegur gripur, kr. 650.000 Lada Sport '88, rauður, ek. 25.000, 5 g., skipti á fólksbíl, kr. 500.000. Mazda 323 '86, grænn, kr. 415.000. Nissan Prairie 4x4 '88, kr. 1.000.000. VW Golf CL '87, hvítur, ek. 38.000. Toyota LandCruiser '82, bensín, lang- ur, blár, kr. 1.000.000. Toyota Corolla liftback, rauður, kr. 550.000, árg. '87. Skoda 120 '88, kr. 190.000. Chevrolet Monza '87, svartur, sjálfsk., kr. 470.000. Mazda 323 1500 '87, blár. 4ra d„ kr. 515.000. Benz 230 E '86, vínrauður, ek. 50.000, sjálfsk., kr. 1.750.000. Mitsubishi L-300 '88, dísil, 5 manna, 4x4, kr. 990.000. Lada Sport '89. kr. 500.000. Lada Sport '90, kr. 560.000. Peugeot 505 dísil '84, 8 manna, kr. 400.000. Toyota double cab 4x4 dísil, árg. '90, 5 manna skúffublll, blár, nýr. Mazda extra cab 4x4, B-2600, árg. '89, skúffubíll, með tvöföldu húsi, m/pallhúsi, grár, ek. 1.100 km, nýr bíll. GMC 3500 High Sierra 4x4, árg. 85, 6.2 dísil, rauður skúffubíll með pall- húsi, 36" dekk. UAZ Rússi 4x4, árg. 81, Perkinsdísil, ný frá 1983, 8 manna hús frá 1983. Toyota Corolla liftback '88, rauður, ek. 20.000, v. 725.000. Skoda Favorite '89, rauður, ek. 9.000, v. 375.000. MMC Galant '90, hvítur, ek. 2.000, 4ra d„ kr. 1.100.000. Lada station '90, kr. 415.000. MMC Lancer station 4x4 '88, GLX, blár, ek. 28.000, kr. 850.000. Pajero '88 dísil turbo, langur, ek. 45.000, v. 1.750.000. Suzuki Fox SJ4-13 88, rauður, m/blæjum, kr. 785.000. Peugeot 309-XE '89, rauður, ek. 14.000, v. 595.000. Alal ^iQa^aftatt 15-0-14 og 17-17-1 MIKLATORG uíl fcefijutn flWa fittlia ÍLSTA BÍLASALAV Á ISLANDI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.