Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1991, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1991, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 1991. Útlönd í Grikklandi hafa flóttamannabúðir verið settar á stofn til að veita albönskum flóttamönnum húsaskjól. Talið er að um fjögur þúsund Albanir séu þegar komnir til Grikklands. Flestir eru þeir af grískum uppruna. Símamynd Reuter Sprengja sprakk á f undi í Albaníu Baker hvetur til aðstoðar Bandarískir hermenn með kistu eins af þeim þremur Bandaríkjamönnum sem myrtir voru af vinstri sinnuðum skaeruliðum í El Salvador 2. janúar siðastiiðinn. Simamynd Reuter Utanríklsráöherra Bandarikjanna, James Baker, hvatti í gær Banda- ríkjaþing til að veita aftur hemum í E1 Saivador tugi milljóna dollara aðstoö. Það var í kjölfar árásar vinstri sinnaðra skæruliða í E1 Salvador á bandaríska herþyrlu sem Baker fór þess á leit við þingið að aðstoð yrði veitt á ný. Tveir handarískir hermenn voru skotnir í höfuðið af stuttu færi eftir aö þyrla þeirra haföi verið skotin niður að því er sendiherra Bandaríkj- anna í E1 Salvador sagði. Þriðji Bandaríkjamaðurinn lést af völdum inn- vortis meiðsla. Lík þeirra allra voru flutt til Bandaríkjanna í gær. Vilja eftirlit með spilavítum Jafnaðarmenn í Danmörku ætla að kretjast breytinga á lögunum um spilavíti til að hægt verði að skrá gestina og fylgjast með spilavitunum á sjónvarpsskjám.'Að sögn jafnaðarmanna bendir reynslan af fyrstu vik- unni sem spilavíti eru leyfð í Danmörku til þess að þörf sé á fyrmefndum breytingum. Segja jafnaðarmenn að nauðsynlegt sé að koma í veg fyrir að brögð séu höfð í tafh. Er ætlunin aö hægt verði aö skiptast á upplýsingum við spila- víti í öðram löndum. Spies-f yrirtækið til sölu? Svo virðist sem Janni Spies Kjar sé búin aö fá nóg af ferðabransan- um. Erlent flugfélag er sagt hafa fengið fyrirspurn um hvort það hefði áhuga á að taka við ferða- skrifstofu hennar að því er danska dagblaðið Börsen skrifar. Frá því í nóvember hefur Janni varla látið sjá sig í fyrirtækinu. Hún er nú farin í fri til Karíbahafs ásamt eiginmanni og dóttur en þar eiga þau eyju. Enginn sími er sagð- ur vera á eyjunni og fjölskyldan er ekki væntanleg heim til Danmerk- ur fyrr en i febrúar. Janni Spies Kjár, eigandi Spies- ferdaskrifstofunnar. Tugir látast í kuldakasti Að minnsta kosti sextíu og fjórir hafa látið lífið í miklum kuldum sem herjað hafa í fjallahéruðum í austurhluta Afganistans í síðustu viku. Heimildarmenn afganskra skæruliða í Pakistan greindu frá þessu í gær. í siðustu viku var greint frá þvi aö að minnsta kosti áttatíu manns heiðu látist af völdum kulda í suðurhluta Afganistans og í tlóttamanna- búöum í suðvesturhluta Pakistans. - eitt bam særðist en ekki alvarlega Sprengja sprakk á fundi nýja al- banska lýðræðisílokksins í bænum Vlore í suðurhluta Albaníu í gær. Um 40 þúsund manns voru þar sam- ankomin til aö hlýöa á ræður leiðtoga flokksins. Fundurinn fór friðsamlega fram þar til sprengjan sprakk. Hún var þó ekki talin öflug og aðeins eitt barn særðist lítilega á fæti. „Við vitum ekki hver kom sprengj- unni fyrir en það er augljóst að hér voru einhverjir að verki sem vilja koma í veg fyrir allar breytingar í landinu með því að hleypa fundum stjórnarandstæðinga upp,“ sagði Genc Polo, talsmaður Lýðræðis- flokksins, í símaviðtali við Reuters- fréttastofuna. Mikill órói er víða í borgum og bæjum í Albaníu og hefur svo verið allt frá því Ramiz Alia forseti ákvað að slaka á tökum kommúnistaflokks- ins á stjórn landins. Eftir atvikið í gær kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu í nálægum bæjum í suð- urhluta Albaníu. Mótmælendur söfnuðust saman fyrir utan bygging- ar flokksins og vitað er að einhveijir særðust. Á laugardaginn kom til átaka í bænum Skóder í norðri eftir að hóp- ur manna ætlaði að ganga að landa- mærunum við Júgóslavíu og yfirgefa landið. Áður höfðu borist fréttir um að landamærin hefðu verið opnuð en það var síðar borið til baka. Stjórnar- andstæðingar segja að íjórir menn hafi orðið fyrir skotum lögreglu í Skóder en enginn þeirra sé lífshættu- lega slasaður. \ Stöðugur straumur fólks hefur ver- ið yfir landamærin til Grikklands í suöri frá því fyrir áramót. Tahð er að ekki færri en fjögur þúsund manns hafi þegar komist yfir landa- mærin með því aö ganga yfir fjall- lendi þar sem landamæravarsla er lítU. Áætlað er að halda almennar kosn-' ingar í Albaníu þann 10. febrúar. Lýðræðisflokkurinn vill fá kosning- unum frestað fram á vorið til að fá betri tíma til að undirbúa kosninga- baráttuna. Flokksmenn segja að stjórnin vilji flýta kosningunum sem mest til að þurfa ekki að fást við vel skipulagða stjórnarandstöðu. Takist ekki að fá kosningunum frestað kem- ur til greina að hundsa þær alger- lega. Reuter Datt á son sinn og krámdi hann til bana Kona nokkur í Egyptalandi féll of- an á fjögurra ára gamlan son sinn í baðherbergi íbúðar sinnar og kramdi hann til dauða. Konan var 120 kíló að þyngd og hafði átt við hjartasjúkdóm að stríða. Hún lét einnig lífið í fallinu og er talið að dauða hennar megi rekja til hjartabilunar. Mæðginin fundust látin þegar farið var að grennslast fyrir um þau. Kon- an hét Hindia Abdel-Hamid og var tæplega fertug. Hún bjó ásamt syni sínum í bænum Giza á vesturbakka Nílar. Reuter Jól haldin hátíðleg í Sovétríkunum Nokkrlr Rússar klæddust herbúningum frá dögum Napoleons er þeir sóttu messu um jólin sem haldin voru hátíðleg i gær. Samkvæmt göml- um sið minnast kristnir Rússar á jólunum þeirra sem fallið hafa i stríði. Síoiamynd Reuter í fyrsta skipti í meira en sjö áratugi var almennur frídagur í Rússlandi í Sovétríkjunum í gær er jóhn voru haldin hátíðleg. Flykktust menn í kirkjur og á Rauða torginu í Moskvu söfnuðust menn saman með kyndla. Sovéska sjónvarpið sendi beint út frá kvöldmessu í Jelokhov dómkirkj- urini. Rússneska þingið samþykktí í síöasta mánuði beiðni patríarksins um að jólin yrðu almennur frídagur. Frí var einnig i Ukraínu og Moldovu. í Sovétríkjunum og öörum Austur-Evrópulöndum halda réttrúnaðar- menn jólin hátíðleg tveimur vikum á eftir Vesturlandabúum. í Eystra- saltslöndunum þremur, þar sem kaþólikkar og mótmælendur eru i meiri- hluta, vorujólin haldinhátíðleg25. desember. ReuterogRitzau

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.