Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1991, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1991, Síða 5
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1991. 19 Hús og garðar Málningarvinna geturveriðmjög skemmtileg Málningarvinna er sennilega sú viðhaldsvinna sem langsamlega flestir húseigendur taka sér sjálfir fyrir hendur. Fljótt á htið virðist vera auðvelt að mála með nútíma málningu sem það er ef borið er saman við þegar málað var með gamaldags olíumálningu. Húseig- endur reyndu einnig þá að mála sjálfir en árangurinn var auðvtitað ekki jafngóður og þegar fagmenn unnu verkið. Undirbúningsvinna við máln- ingu er mjög áríðandi, rétt eins og um alla aðra vinnu sem fram- kvæmd er. Ef kastað er höndunum til undirbúningsins verður árang- urinn oft eftir því, bæði lélegur og málningin dugar skammt. Breiðiö vel yfir öll húsgögnin Mjög mikilsvert er að breiða vel yfir öll húsgögn, fjarlægja þau sem mögulegt er að hreyfa úr stað. Breiða verður vel yfir gólfið. Þetta margborgar sig. Það er ergilegt að fá málningarslettur á húsgögn, gólfteppi eða að ekki sé nú talað um parketgólfið. Haflð í huga að þegar málað er með rúllu vill ýrast úr henni og það oft langar leiðir. Hægt er að kaupa sterkt plast sem tilvalið er að nota í yfirbreiðslur þegar málað er. Leggið plastið svo snyrtilega saman að lokinni notk- un og geymið ágóðum stað, þar til mála á aftur. Hreinsið áhöldin vel Þótt penslar séu e.t.v. ekki dýrir í innkaupi borgar sig að venja sig á að þvo þá vel að lokinni notkun. Þegar notuð er vatnsmálning næg- ir að þvo áhöldin upp úr vatni, má kannski nota grænsápu ef erfltt reynist að ná málningunni af áhöldunum. Skohð mjög vel á eftir. Ef notuð er olíumálning er nauð- synlegt að hreinsa penslana með terpentínu. Hægt er að geyma pensla í vatni í nokkra daga en best er að þvo áhöldin strax að notkun lokinni. En ef skroppið er frá í stutta stund, í mat eða kaffl, er gott að hafa rúmgóðan plastpoka til að setja bakkann með rúllunni íámeðan. -A.Bj. Málningarvinna er dæmigerð um viðhaldsvinnu sem öll. fjölskyldan getur tekið þátt í - þótt þarna sé nú kannski á ferð einum of ungur hjálp- armaður! LP þakrennur I o Þola allar veðurbreytingar LP þakrennukerfið frá okkur er samansett úr galvanhúðuðu stáli, varið plasti. Styrkurinn í stálinu, endingin í plastinu. Leitið upplýsinga BLIKKSMIÐJAN SMIÐSHÖFÐA 9 112 REYKJAVÍK SlMI: 91-685699

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.