Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1992, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1992, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1992. 15 Að halda í viðskiptavininn „Oftast gera fyrirtæki sér heldur ekki grein fyrir því að þau hafi yfirhöf- uð misst viðskiptavin!" Eg fór út að borða rétt fyrir jólin og varð þá fyrir þeirri óskemmti- legu reynslu að finna bein í fisk- réttinum minum. í stað þess að láta kyrrt liggja sýndi ég þjónustustúlk- unni hvað ég hafði fundið. Hún kom aftur að borðinu stuttu seinna með þau skilaboð úr eldhúsinu að það væru bein í fiski! - Ég tjáði henni að mér væri fullkunnugt um það en spurði jafnframt hvort þau kostuðu eitthvað aukalega. Skilaboðin sem ég fékk næst úr eldhúsinu voru þau að kokkurinn hefði gert mistök. Hann heföi ætlað að setja möndlu í fiskinn en óvart sett bein í staðinn! Það var ekki fyrr en ég kvartaði undan aula- fyndninni sem kæmi úr eldhúsinu að ég var beðinn afsökunar á mis- tökunum og reynt var að gera gott úr þeim. Loforð og væntingar Þarna missti þessi annars ágæti veitingastaður af gullnu tækifæri til að bæta skjótt og vel fyrir mistök sín og öðlast um leið tryggan við- skiptavin. Með því að bæta fyrir mistök í þjónustu er nefnilega öft hægt að gera viðskiptavininn ánægðari en þó allt hefði gengið snurðulaust fyrir sig! Þjónustufyrirtæki geta stóraukiö hagnað sinn með því að halda betur í viðskiptavini sína. Þannig hafa fyrirtæki í Bandaríkjunum getað aukiö hagnað sinn um allt að 100% með því einu aö halda í 5% fleiri viðskiptavini. Aðalmarkmið þjón- ustufyrirtækja ætti aö vera að halda í alla þá viðskiptavini sem þau hagnast á að þjóna. Kjallarinn Friðrik Eysteinsson rekstrarhagfræðingur Markaðsstarf fyrirtækja snýst -í stórum dráttum um að ná í við- skiptavini og halda þeim. Fyrirtæki reyna að ná til sín nýjum viðskipta- vinum með loforðum en halda í þá með því að uppfylla væntingar þeirra og helst rúmlega það. Fáir virðast hins vegar gera sér grein fyrir að það er allt að 5 sinnum dýrara að afla nýs viðskiptavinar en halda í þann gamla! Með ólíkindum í þjónustufyrirtækjum er ekki hægt að koma í veg fyrir mistök. En með þvi að bregðast fljótt og rétt við er hægt að komast hjá því aö búa til óánægða viðskiptavini. En það er ekki nóg að bregðast bara við kvörtunum. Meirihluti þeirra sem eru óánægðir með þjón- ustu kvarta ekki en hætta eigi að síður að eiga viðskipti við fyrirtæk- ið. Til að ná til þeirra sem ekki kvarta verða fyrirtækin að vita hverjir viöskiptavinir þeirra eru og fylgjast síðan með því hverjir þeirra hafi hætt að eiga viðskipti við þau. Þeir sem yfirgefa fyrirtæk- in eru oft þeir sem best vita hvem- ig bæta megi þjónustuna! Það er með ólíkindum hve upp- lýsingar um viðskiptavini eru lítið notaðar og einnig hve mörg fyrir- tæki hirða lítið um að safna slíkum upplýsingum. Það þekkist vart að forráðamen fyrirtækja leiti skýr- inga á því hvers vegna viðskipta- vinir þeirra yfirgáfu þau, þó svo þeir hafi bæði nöfn þeirra og síma- númer. Oftast gera fyrirtæki sér heldur ekki grein fyrir því að þau hafi yfirhöfuð misst viðskiptavin! Að taka mið af gagnrýni Gæði þjónustu er hægt aö bæta jafnt og þétt með því að hlusta á þá sem eru óánægðir og taka mið af gagnrýni þeirra. Til að ná aukn- um gæðum þurfa forráðamenn margra þjónustufyrirtækja þó fyrst að átta sig á því að fyrirtæki þeirra hagnast meira til lengri tima litið með því að gera viðskiptavini sína ánægða en með því að vera sífellt að auglýsa eftir nýjum. Nú eru fyrirsjáanlegir miklir erf- iðleikar i atvinnurekstri á íslandi. Að vísu átti það að vera mönnum ljóst fyrir allnokkru hvert stefndi en látum það hggja á milli hluta. En besta ráðið sem hægt er að gefa þjónustufyrirtækjum á þessum samdráttartímum er að draga úr kostnaðinum við öflun nýrra við- skiptavina en auka í staðinn ijár- festinguna í þeim gömlu. Friðrik Eysteinsson „En besta ráðið sem hægt er að gefa þjónustufyrirtækjum á þessum sam- dráttartímum er að draga úr kostnað- inum við öflun nýrra viðskiptavina en auka í staðinn fjárfestinguna 1 þeim gömlu.“ Opið bréf til þingmanna: Er mennt máttur? „Hvað verður um þorpið okk- ar?“ „Hvað getum við gert?“ „Hvað er eiginlega að okkur?“ „Hvar er allur baráttuvilji þjóðarinnar?" „Hvers vegna erum við svona von- laus, ekki bara við í þessu þorpi, heldur stór hluti þjóðarinnar?" Spurningamar hlaðast upp. Ég held að ég viti hluta af svar- inu. Það er búið að brjóta mark- visst niður baráttuvilja þjóðarinn- ar 'undanfarin ár. Þið þingmenn berið þess merki líka. Þið verðið að gera ykkur grein fyrir mein- semdinni til aö geta læknað hana. Margir læknar staðna svo í sínu starfi að þeir láta sér nægja að skaffa meðal sem slær á afleiðingu sjúkdóms en nenna ekki að leita að orsökinni. Okkur flnnst þetta slæleg vinnubrögð en þau viðgang- ast í allri stjómun landsins. Áberandi þröngsýni Ég held að alþýða manna sé sam- mála um að orsökin fyrir þessu ástandi, þessu vonleysi, sé ekki bara minnkandi sjávarafli heldur ótrúleg þröngsýni yfirstéttanna í landinu. Á undanfórnum áratug hefur smám saman myndast mikil stéttaskipting í þessu landi. Þetta hefur, því miður, fylgt aukinni menntun í landinu. Þama held ég að séu rætur meinsins. Mennta- kerfið okkar er í mínum augum einn ahsherjarsirkus og það em afsprengi þess sem ráða þessu þjóð- félagi. Þaðan koma sérfræðingarn- ir og embættismennimir sem í raun ráða. Það htur út fyrir að margir ykkar, kæm þingmenn, slá- ist við vindmyhur. Þið reynið að ráða einhveiju en það er alveg sama hvað þið gerið, sérfræðing- amir sjá ahtaf viö ykkur. Þegar ég ræði við menn, sem hafa ahst upp í Reykjavík og stundað nám þar í kannski aldarfjórðung, þá finnst mér áberandi í málflutn- KjaHarinn ingi þeirra ótrúleg þröngsýni. Oft hef ég setið og hugsað: „Hvemig getur einn maður gengið í skóla í öll þessi ár og samt vitað svona ht- ið?“ En nú er ég komin út á hála braut. Það hefur aldrei mátt gagn- rýna menntun á íslandi. Hún er eins og kýmar á Indlandi „tabú“ og ég skh eiginlega ekki að orðið skuh ekki vera skrifað með stómm staf. Ég tek það fram að ég ber mikla virðingu fyrir þekkingu og fróðleik en eins og menntun hefur verið framkvæmd á íslandi finnst mér óvirðing við þekkinguna að setja samasemmerki á núlli þess- ara tveggja hugtaka. Sem betur fer eigum við fullt af fólki sem er haf- sjór af fróðleik á hinum ýmsu svið- um en það fólk finnst yfirleitt meö- al bænda, sjómanna og verkafólks. Það virðist vera að út úr ahri þessari skólagöngu komi einstakl- ingar með þekkingu sem nýtist þjóðfélaginu illa vegna þess hve þröng hún er. Við eigum fuht af lögfræðingum, viðskiptafræðing- um, hagfræðingum og hver veit hvað sem eru sérfræðingar í að setja saman samninga sem ekki þarf að standa við og eru að leiða þjóðfélagið í ógöngur. skriflegir samningar þurfi að standa meira en í mánuð. Þá er farið út í ýmiss konar hagræðingu sem felur í sér að fyrri samningar henta ekki lengur. Ég legg th aö inn í háskólanám verði tekin tveggja ára þegnskylduvinna í undirstöðu- atvinnugreinum þjóðarinnar th aö þessir menn læri að íslensk þjóð getur ekki lifað á því einu að flytja inn vörur frá öðrum löndum og selja. Við hér á Stokkseyri höfum feng- ið að kenna á þessum næstum því ósýnhegu öflum í þjóðfélaginu sem embættismannakerfið er. Undan- farnar vikur hefur staðið yflr svo- kölluð sameining tveggja fyrir- tækja hér við ströndina, Hraö- frystihúss Stokkseyrar hf. og Glett- ings hf. í Þorlákshöfn. Við, sem höfum fylgst með vinnu þeirra manna sem staöið hafa að þessum samningum, höfum orðið æ meira undrandi eftir því sem meira hefur komið í ljós af vinnu- brögðum þeirra. í mínum huga er þarna ekki um sameiningu að ræða. heldur yfirtöku á einu fyrirtæki th að bjarga öðru. Eins og flestir vita, sem fylgjast með fréttum, hafði Hraðfrystihús Stokkseyrar hf. fengið aðstoð af almannafé th að rétta við rekstur- inn. Þetta þótti réttlætanlegt, ekki síst vegna þess að Hraðfrystihúsið var almenningshlutafélag þar sem sveitarfélagið átti 80% hlutafjár fyrirtækisins. Mikið var rætt um þessa fyrirgreiðslu og skiptar skoð- anir eins og gengur en ekkert skorti á upplýsingar fjölmiðla um málið. En viti menn, þegar farið var aö ræða sameiningu á þeim forsend- um að þessi aðstoð myndi ekki nægja fyrirtækinu th áframhald- andi rekstrar fór fréttaflutningur að verða harla einkennilegur. Að vísu var áfram'talað um slæma skuldastöðu Hraðfrystihússins en einhvern veginn tókst að eyða jafn- óöum ahri umræðu um hitt fyrir- tækið í máhnu. Hverju er verið að bjarga? Glettingur hf. er fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtæki í Þorlákshöfn sem rekið er af einni fiölskyldu. Ekki hefur fengist uppgefin ná- kvæmlega skuldastaða fyrirtækis- ins en heyrst hafa tölur upp á rúm- an mihjarð. Skuldastaða Hrað- frystihúss Stokkseyrar hf. er í dag 280 mihjónir. Það sem undrar okk- ur íbúa Stokkseyrar mest er að þegar upp er staðið og samningar liggja fyrir eru eignir Hraðfrysti- hússins, eins og nýlegar byggingar á Stokkseyri, mjög lágt metnar en ýmsir óáþreifanlegir hlutir, eins og svoköhuð veiðireynsla eða utan- kvótafiskur, hátt metnir. Afleiðing- in er sú að í nýju fyrirtæki skiptist eignarhlutfahið þannig að: a) Hlutafiársjóður á þar 27%. b) Glettingur hf. 64% c) Stokkseyrarhreppur 3,8% d) Aðrir aðhar 5,2% Þetta segir okkur að Stokkseyr- ingar ahir eru um það bh hálf- drættingar á við hvert bama Björg- vins Jónssonar í Þorlákshöfn. Hverju er verið að bjarga? Einni fiölskyldu? Nei, hér er eitthvað á bak við sem ekki má hta dagsins fiós. Haldið þið að grundvöhur sé fyrir rekstri þessa nýja fyrirtækis eða eigum við von á einu stórkost- legu gjaldþroti í viðbót? Rut Gunnarsdóttir Rut Gunnarsdóttir bankastarfsmaður Yfirtaka á fyrirtæki Fyrir nokkrum árum töldu menn sjáífsagt að orð skyldu standa en nú dettur engum manni í hug að „Menntakerfið okkar er í mínum aug- um einn allsherjarsirkus og það eru afsprengi þess sem ráða þessu þjóðfé- lagi. Þaðan koma sérfræðingarnir og embættismennirnir sem 1 raun ráða. /

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.