Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1992, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1992, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 20. MARS 1992. 7 Fréttir Leiklistarskóli íslands: Gísli nýtur ekki trausts nemenda eða kennara „Ég hef fengið bréf frá kennurum og nemendum Leiklistarskóla ís- lands. í því er þess farið á leit við mig að ég taki ekki við stöðu skóla- stjóra skólans. í bréfmu er stuðn- ingsyfirlýsing við einn umsækjand- ann. Mín viðbrögð við bréfinu eru neikvæð, ég mun að sjálfsögðu ekki fara eftir þessum tilmælum," segir Gísli Alfreðsson, nýráðinn skóla- stjóri Leiklistarskóla íslands. - Er ekki erfitt fyrir þig að taka við þessari stöðu þegar þú hefur ekki traust nemenda og kennara skólans? „Það er mjög algengt að stöðuveit- ingar af þessu tagi séu viðkvæmar. Anneæs kæri ég mig ekki að ræða þetta mál frekar," segir Gísli. Innan Leiklistarskóla íslands ríkir óánægja með ráðningu Gísla Alfreðs- sonar sem skólastjóra. Þegar staðan var auglýst í febrúar sóttu sex um hana. Þau eru Edda Þórarinsdóttir, Guðjón Ingi Sigurðsson, Hafliði Am- grímsson, Jónína Ólafsdóttir, Kol- brún Halldórsdóttir og Gísh Alfreðs- son en hann óskaði nafnleyndar. Samkvæmt heimildum DV hélt skólanefnd skólans fund áður en ráð- ið var í stöðuna. Nefndin er skipuð 9 fulltrúum. Á fundinn komu 7 og mæltu fjórir með ráðningu Hafliða Arngrímssonar en þrír með ráðn- ingu Eddu Þórarinsdóttur. Mennta- málaráðherra skipaði síðan Gísla í stöðuna. DV ræddi við nokkra kennara og nemendur Leiklistarskólans en þeir vildu ekki tjá sig opinberlega um máliðaðsvokomnumáli. -J.Mar Það er ekki hægt að segja annað en að þingmennirnir okkar tengist traustum böndum Þremenningar á þingi Þingkonumar Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Lára Margrét Ragn- arsdóttir og Valgerður Gunnarsdótt- ir eiga fleira sameiginlegt heldur en að vera allará þingi fyrir Reykjavík. Þær stöllur em nefninlega þre- menningar. Afl Lám Margrétar í móöurætt, Kristján Schram skip- stjóri, og afi Valgeröar í föðurætt, Gunnar Schram símstöðvarstjóri, voru bræður. Einnig var móðuramma Láru Margrétar, Lára Jónsdóttir (eigin- kona Kristjáns Schram), systir föð- urömmu Ástu Ragnheiðar, Ástu Jónsdóttur. Þær Lára og Ásta voru dætur Jóns Þórðarsonar, skipstjóra á Vesturgötunni. Og þótt þær Ásta Ragnheiöur og Valgerður séu ekki skyldar eru þær tengdar því að ömmusystir Ástu Ragnheiðar var gift afabróður Val- gerðar! Lára Margrét er sem kunnugt er þingmaður Sjálfstæðisflokksins en þær Ásta og Valgerður varaþing- menn sem nú sitja á þingi, Ásta fyrir Framsóknarflokkinn en Valgerður fyrir Alþýðuflokkinn. -S.dór íhuga að kæra Innheimtur og ráðgjöf: Opinber rannsókn vænlegur kostur - segirformaðurNeytendasamtakanna „Ein þeirra fáu leiða í máli sem þessu er að óska eftir opinberri rann- sókn á fyrirtækinu. Það er vænlegur kostur og við skoðum hann vand- lega,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Samtökin eru að safna gögnum frá um tug fyrrum áskrifenda Þjóðlífs sem hafa óskað aðstoðar vegna inn- heimtukrafna frá fyrirtækinu Inn- heimtur og ráðgjöf. Tvisvar hefur verið leitað til Neyt- endasamtakanna vegna kröfu um fjárnám enda þótt fólk hafi haft kvitt- anir í höndunum. Önnur var felld niður eftir að DV greindi frá málinu en hin krafan er á 74 ára gamla konu á Akureyri. „Það er hugsanlegt að fleiri slík mál séu í gangi og hins vegar hefur leitað til okkar fólk sem telur sig aöeins hafa samþykkt tilraunaá- skrift, sagt Þjóðlífi upp símleiðis en fengiö blaðið áfram og síðan rukkan- ir og innheimtureikninga," segir Jó- hannes. -VD Undirskriftasöfnun gegn óvægnu innheimtuvaldi Um 30 manna áhugahópur úr Manngildishreyfingunni hyggst stofna svokallaðan aðgerðahóp um félagslegt misrétti. Stofnfundur verður í Hlaðvarpanum á sunnudag og hyggst hópurinn hefja starfsem- ina með því að vekja athygli á málum fólks sem orðið hefur fyrir óvægnu innheimtuvaldi og safna undirskrift- um um land allt sem sendar verða dómsmálaráðherra. Með undirskriftunum fylgir kynn- ing á máli 74 ára gamallar konu á Akureyri sem hefur, þrátt fyrir að eiga kvittanir fyrir greiðslum, fengið háar kröfur frá Innheimtum og ráðg- jöf sem sér um að innheimta áskriftar- gjöld fyrir tímaritið Þjóðlíf. Þar er skorað á dómsmálaráðherra aö stöðva aðfórina að konunni og beita sér fyrir löggjöf sem komi í veg fyrir að innheimtufyrirtæki og opinbert yfirvald geti beitt saklaust fólk mis- rétti. Að sögn Júlíusar Valdimarssonar, talsmanns AFM 92, eins og hópurinn kallast, verður hver mánuður til- einkaður málefnum ýmissa minni- hlutahópa og vakin athygli á þeim með ýmsum hætti. „Við bjóðum fólki að hafa samband við okkur á skrif- stofu okkar í síma 62 38 25 á kvöldin og segja reynslusögur sínar af þeim málum sem við tökum fyrir hvern mánuð,“ segir hann. „Við munum síðan safna upplýsingum og vera fólki til ráðgjafar". -VD Undirboð á erlendum mörkuðum Færeyingar samir við sig Nýlega var Færeyingum úthlutað kvóta til veiða við ísland og var hann minnkaður um 2500 tonn frá því sem hann var á síðasta ári. Mikil andstaða var við að þeir fengju fiskveiðiheimildir að þessu sinni vegna minnkandi afla hér við land og niöurskurðarkvóta hjá ís- lendingum. Lengi vel var allur fiskur meö uppbótargreiðslum en nú er aðeins ein tegund með uppbótar- greiðslur og er það karfinn en þeir greiða 20 ísl. kr. með hveiju kílói. Þetta kemur illa út í sambandi víð samkeppni á karfamarkaönum í Þýskalandi. í vetur hefur það komið fyrir nokkrum sinnum að sett hefur verið á markaðinn nokkuð af flökum á talsvert lægra verði en við getum sætt okkur við og nýlegt dæmi er um að verðið féU um 10 kr. kg þegar Færeyingar seldu karfann á nokkru lægra verði en tíðkast hafði. Eins koma fram í þessum pisth verslunarhættir þeirra, Dana og Grænlendinga á rækjumarkaönum í Englandi. Nú styttist óðum í páskahátíðina og er oft gott verð á ferskfiskmark- aðnum og vonandi verður svo nú. Að undanfomu hefur verið sæmUegt fiskirí og verður vonandi ekki til þess að hrúgað verði of miklum fiski á markaðinn í einu. England Gámasölur fram til 13. mars sl. Þýskaland: Bv. Drangey seldi afla sinn í Brem- erhaven 13. mars sl., aUs 109 tonn fyrir 11,6 mUlj. kr. Meðalverð 105,97 kr. kg. Þorskur seldist á 118,09 kr. kg, ýsa 92,38, ufsi 86,43, karfi 106,44, grálúða 172,64 og blandað 92,80 kr. kg. Bv. Breki seldi afla sinn í Bremer- haven, alls 240 tonn fyrir 21,9 miUj. kr. Meðalverð 91,16 kr. kg. Þorskur var á 111,65, ýsa 107,93, ufsi 88,80, karfi 90,49 og blandaö 75,97 kr. kg. Bv. Ögri seldi afla sinn í Bremer- haven 16.-17. mars, aUs 284 tonn, fyr- ir 26,2 miUj. kr. Meðalverð var 92,49 kr. kg. Aflinn var eingöngu karfi sem seldist á 92,58 kr. kg. England: Verð á BiUingsgate að undanfórnu Verö á smærri laxi.....292 kr. kg Verö á stærri laxi.....397 kr. kg SUungur...................238 kr. kg Stórlúða..................905 kr. kg Smálúða................888kr.kg Sólkoli...................224 kr. kg Þorskur, hauslaus......314 kr. kg Þorskflök................391 kr. kg Ýsuflök..................391 kr. kg Reyktýsuflök.............466 kr. kg Skötuselur...............819 kr. kg Roðrifinn steinbítur..466 kr. kg FersksUd..............0,93kr. kg Reykt sfid............1,45 kr. kg Frakkland: Fystu daga marsmánaðarins féU verð á fiski verulega og ekki er séö fyrir hvemig framhald verður. TaUð er aö vegna þess hvað margir fóm í vetrarfrí hafi eftirspumin minnkað. í París var UtU umferð og merkja mátti það á ýmsu ööru að fækkað hafði verulega í borginni. Fiskmarkaður Ingólfur Stefánsson Nokkrir fiskkaupmenn lokuðu búðum sínum og töldu að það væri ekki ábatasamt að hafa opið. Nokkuð af fiski lá á markaðnum, sumt orðið vikugamalt og ekki kræsUeg vara. Var þar aðaUega um lax að ræða. Sundurliðun eftirtegundum: Seltmagníkg Verðíerl.mynt Meðalverð á kg Söluverðisl. kr. Kr. á kg Þorskur 168.291,00 225.050,45 1,42 23.106.491,07 145,97 Ýsa 112.681,00 202.178,45 1,79 20.760.077,97 184,24 Ufsi 11.487,00 8.616,63 0,75 884.908,24 77,04 Karfi 26.172,00 22.056,87 0,84 2.265.071,56 86,55 Koli 20.943,00 32.056,95 1,53 3.291.494,78 157,16 Grálúða 13.960,00 19.825,00 1,42 2.036.542,95 145,88 Blandað 50.508,00 67.426,07 1,33 6.922.998,11 137,00 Samtals: 394.042,00 577.210,45 1,46 59.267.587,77 150,41

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.