Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1992, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1992, Blaðsíða 17
Evrópumótið 1 badminton Sigur og tap hjá íslendingum íslenska landsliðið í badminton lék tvo leiki í gær á Evrópumeistara- mótinu í Glasgow. Liðinu vegnaði vel í fyrri leiknum gegn Austurrikis- mönnum og sigraði, 5-0. Leikurinn stóð yfir á fimmta klukkutíma. í gærkvöldi beið liðið hins vegar ósigur gegn Frökkum, 3-2, eftir mjög jafna og tvísýna viðureign Ekki var ljóst hvaða úrslit leiks- ins hefðu áhrif upp á framhaldið hjá íslenska liðinu því að ekki náð- ist í fararstjóra liðsins eftir leikinn. Evrópumótið í borðtennis íslenska karlalandsliðið tapaði leikjum sínum í gær á Evrópumót- inu í borðtennis sem fram fer í Stuttgart. ísland tapaði fyrst fyrir Norðmönnum, 4-0, og í gærkvöldi fyrir Svisslendingum með sömu tölum. íslenska liðið hefur aðeins unnið einn leik til þessa á mótinu en það var gegn Möltu, 4-2, um helgina. -JKS ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1992. ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1992. Iþróttir Bjarki Sigurðsson átti stórkostlegan leik með liði sínu í gærkvöldi gegn Fram og lagði grunninn að sigri liðsins. Bjarki sýndi sína gömlu, góðu takta og skoraði 11 mörk. IBV átti ekki svarviðvömKA Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Ég er mjög ánægður með leikinn og sigurinn. Við spiluðum sem lið og það skiluðu allir sínu. Þá má ekki gleyma þætti áhorfenda sem var stór. En þetta var bara fyrri viðureignin eða sú fyrsta af þremur," sagði Alfreð Gíslason, þjálfari og leikmaður KA, eftir að KA vann ÍBV, 28-21, á Akur- eyri í gærkvöldi. Leikurinn var þokkalega leikinn miðað við að liðin eru að koma úr löngu fríi, og KA- menn voru mun sterkari og sigur þeirra aldrei í hættu. Vinnum næstu tvo „Þeir voru betri aðihnn allan leikinn. Ég bjóst við vandræðum hjá okkur í fyrsta leik en við vinnum bara næstu tvo,“ sagði Sigurður Gunnarsson, þjálfari Eyjamanna, og það er ljóst að Eyjamenn hyggja á hefndir á heimavelU sínum annað kvöld. Það var ekki síst geysisterkur varnarleikur sem skópð sigur KA, og Eyjamenn voru á köflum í mestu erfiðleikum með að finna smugur í henni. KA hafði forustuna allt frá byijun, staðan í hálileik, 13-9. í síð- ari hálfleik tókst ÍBV að minnka muninn í tvö mörk en KA svaraði með þremur á jafnmörgum mínútum og gerði út um leikinn. 10 manna lúðrasveit Geysileg stemning var á meðal hinna 950 áhorfenda. Eyjamenn mættu með 10 manna lúðrasveit og klappUð en heimamenn svöruöu með 6-7 trommusettum, lúðrum og úr varð hávaði svo vart var hægt að tala sam- an í húsinu. - Lið KA var jafnt, en ástæða til að geta stórleiks Stefáns Kristjánssonar í sókninni en í vörn- inni tóku menn á saman og unnu sem sterk Uðsheild. Flestir spá þremur leikjum Eyjamenn voru lengi í hinum mestu vandræðum, vörnin oft sein að fara út í menn, markvarslan afar slök, og liðið getur án efa betur. Flestir telja liklegt að úrslitin ráðist ekki fyrr en í þriðja leik á laugardag, og þá hefur KA heimavölUnn sem forskot. Hafsteinn Bragason, minnsti maðurinn á vellinum, átti frábæran leik i liði Stjörnunnar og hér er hann að skora eitt af 9 mörkum sínum. Á innfelldu myndinni er Eyjólfur Bargason, þjálfari Stjörnunnar, einbeittur á svip. DV/mynd GS FHskotiðákaf -frískir Stjömumenn lögðu Hafnflrðingana að velli með 7 marka mun Stefán Kristjánsson átti góðan leik Sigurður Friðriksson skoraði 5 mörk í liði KA og skoraði 7 mörk. fyrir ÍBV. „Við göngum nú tíl leikhlés. Þó svo að við höfum lagt FH-inga að velU hér í, Kaplakrika er sigurinn ekki í höfn og við byggjum ekkert á þessum leik. Við náðum upp frábærri vörn og mark- vörslu og við höfðum trú á okkur sjálf- um. Pressan var á FH-liðinu fyrir þenn- an leik en ætli það snúist ekki við á miðvikudaginn," sagði Eyjólfur Braga- son, þjálfari Stjörnunnar, viö DV eftir að Stjarnan hafði unnið óvæntan en glæsilegan sigur á FH, 21-28, í úrsUta- keppni 1. deildar karla í handknattleik í Kaplakrika í gær. Stjömumenn gáfu tóninn strax í upp- hafi leiks, skoruðu þrjú fyrstu mörkin í leiknum og það tók FH-inga 6 mínútur að komast á blað. FH jafnaði metin eftir 10 mínútna leik og staðan var jöfn í leik- hléi. Eftir jafnar upphafsmínútur í síðari hálfleik náðu Garðbæingar tökum á leiknum og hreinlega „völtuðu" yílr deildar- og bikarmeistara FH og þegar upp var staðið var munurinn 7 mörk og aðra eins útreið hefur FH vart fengið á heimavelU sínum. „Þeir voru einfaldlega miklu betri, spiluðu örugglega sinn besta leik í vetur og við áttum ekkert svar við því. Ég tel að við höfum gefist upp of snemma og eftirleikurinn var auðveldur fyrir Stjörnuna. Við ætlum að kryfja þennan leik saman í dag og munum koma í Garðabæinn til að sigra og ekkert annað með hjálp okkar stuðningsmanna," sagði Kristján Arason, þjálfari og leik- maður FH, við DV eftir leikinn. Það er óhætt að taka undir orð Kristj- áns. Stjarnan lék án efa sinn besta leik í vetur. Vörn Uðsins geysilega sterk og Ingvar Ragnarsson lokaði marki á tíma í síðari hálfeik. Enginn var þó betri en Hafsteinn Bragason, hornamaðurinn knái. Hann skoraði mörk úr öllum regn- bogans litum og réðu FH-ingar ekk- ert við hann. Patrekur átti mjög góð- an síðari hálfleik og aUt Uðið á hrós skUið fyrir góöan leik. „Þetta var sætt. Við komum vel undirbúnir til leiks og náðum heldur betur að stinga upp í menn sem hafa haft á orði að liðið væri karakter- laust. Við ætlum að slá FH-inga út,“ sagði Patrekur Jóhannesson, leik- maður Stjömunnar, við DV. Þetta var ekki dagur FH-inga. Liðið lék lengstum undir getu, sérstaklega í síðari hálfleik. Bergsveinn og Óttar voruskástumennliðsins. -GH Skíðamót á Akureyri: Yf irburðir Pernillu Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Sænski ólympíumeistarinn Pem- illa Wiberg hafði mikla yfirburði í þriðju keppninni á alþjóðamótinu á skíðum í Hlíðarfjalli í gær, eins og í tveimur fyrri keppnunum. í gær var keppt í svigi kvenna og fékk sú sænska tímann 93,48 sek. Önnur var Kristina Anderson frá Svíþjóð á 95,43 sek. og Ásta HaU- dórsdóttir náði góðum árangri og fékk tímann 96,00 sek. Karlarnir kepptu einnig í svigi og Atle Hovi frá Noregi sigraði á 108,99 sek. Annar varð Christophe Granberg frá Svíþjóð á 109,27 sek. Kristinn Björnsson náði bestum árangri íslensku keppandanna, fékk tímann 112,07 sek. og varð í 5. sæti. Úrslitakeppni 1. deildar karla 1 handbolta: Bjarki óstöðvandi - skoraði 11 mörk þegar Víkingur sigraði Fram, 26-21, í Víkinni „Við tókum okkur saman i andlitinu um miðjan síðari hálUeik en fram að þeim'tíma var leikurinn í járnum. Ég held að við höfum leikið þokkalega á heildina litið en FramUðið var virkUega erfitt viðureignar. Ég var hræddur þegar Framarar komust yfir en þetta fór vel þegar upp var staðið. Annar leikurinn veröur örugglega erfiðari en þessi,“ sagði Bjarki Sigurðsson sem átti stór- kostlegan leik með VíkingsUðinu gegn Fram og lagði grunninn að sigri sín liðs, 26-21, í Víkinni í gærkvöldi. Þetta var fyrsti leikur Uðanna í 8-Uða úrslitunum en Framarar fá Víking í heimsókn í HölUna á miðvikudagskvöld- ið. Leikurinn var lengstum mjög spenn- andi og jafn en Víkingar þó jafnan með nauma forystu í fyrri hálfleik. Bæði liðin sýndu góðan handbolta en markvarslan var slök en lagaðist þegar á leikinn leik. Víkingar léku mjög hraðan handbolta en vörn Framliðsins var föst fyrir en hún hefur ekki verið eins sterk í vetur. AtU Hilmarsson, þjálfari Fram, hefur greini- lega æft hana vel í hléinu. Síðari hálfleikur var mjög jafn framan af en upp úr honum miðjum sýndu Vík- ingar klærnar og sigú fram úr. Leik- reynslan sem liðið býr reyndist nota- drjúg á lokakaflnum. Hinir ungu strákar FramUðsins misstu einbeitinguna og Víkingar tryggðu sér öruggan sigur. Hrafn Margeirsson markvörður varði geysilega vel á lokakaflanum og lokaði hreinlega markinu. „Við lékum vel í 45 mínútur en síðan reyndu strákarnir ótímabær skot og því fór sem fór. Sigur Víkinga var of stór að mínu mati en það er gott að við fáum annað tækifæri gegn þeim og það verður nýtt til fulls. Ég er þokkalega bjartsýnn fyrir annan leikinn en með skynsamleg- um leik getur aUt gerst," sagði AtU Hilm- arsson, þjálfari Fram, eftir leikinn við DV. Bjarki Sigurðsson var að öðrum ólöst- uðum besti leikmaður vallarins í gær- kvöldi. Sýndi þar sína gömlu takta og var virkilega gaman að horfa til hans. Birgir Sigurðsson var seigur á Ununni en ekki má líta af honum eitt andartak þá er voðinn vís. Hrafn Margeirsson var sömuleiðis sterkur í markinu undir lok- in. Annars var liðsheild Víkinga sterk í þesum leik. Gunnar Andrésson var í strangri gæslu allan leikinn og komst lítið áleið- is. Karl Karlsson náði sér á strik í síðari hálfleik og Jason Ólafsson hefur ekki sýnt jafn góðan leik í langan tíma. Mar- kvarsla FramUðsins var alls ekki nógu góð. -JKS Fundur stjómar IHF um helgina: Landsliðið ekkimeðáOL Nú er Ijóst að íslenska hand- boltalandsUðiö mun ekki taka þátt á ólyrapíuleiknunura í Barcelona í sumar. ísland var fyrsta varaþjóð Evrópulanda og voru margir þeirrar skoðunar að íslendingar tækju sæti Júgóslavíu vegna ástandsins þar. Málefni Júgóslav- íu voru rædd á fundi alþjóða hand- knattleikssambandins um helgina og var ákveðið að Júgóslavia héldi sæti sínu í handknattleikskeppni ólympíuleikanna. Ef þeir sæju sér ekki fært að taka þátt yrði Slóven- um og Króötum boðiö að koma sér saman um þátttöku. Kúba hefur tilkynnt að þeir sjái sér ekki fært að taka þátt í hand- knattleikskeppni ólympíuleikanna af fjárhagsiegum ástæðum. Brasil- íumönnum, sem var fyrsta vara- þjóð fyrir Ameríku, hefur verið boðin þátttaka og hafa þeir þegið boðið. Stjórn IHF tók ekki opinbera afstöðu Stjórn alþjóða faandknattleikssam- bandsins tók ekki opinbera afstöðu til beiðni íslands um að fá aö halda HM hér á landi 1995 efnislega en samþykkti að raálinu yröi vísað til þingsins til staðfestingar eða höfn- unar vegna breyttra forsenda. Þá fór gjaldkeri IHF yfir endurskoð- aöa fjárhagsáætlun fyrir HM ’95, sera tækninefndinni var afhent í Austurríki á dögunum. Gjaldker- inn gerði engar athugasemdir og taldi hana raunhæfa. fijóst er að HSÍ þarf á næstu mánuðum að vinna vel að því að upplýsa aðildaþjóðir IHF um stöðu mála og afla HM ’95 á íslandi áframhaldandi stuðnings til aö tryggja farsæla afgreiðslu á þing- inu í Barcelona. -GH Liverpool á Wemley Það verða Liverpool og Sunderland sem leika til úrshta um enska bikar- inn í knattspymu á Wemley þann 9. maí. Liverpool mátti hafa sig allt við að sigra 2. deildar lið Porstmouth í undanúrslitum á Villa Park í gær. Eftir markalausan leik og framleng- inu var gripið til vítaspyrnukeppni og þar vann Liverpool, 3-1. Engu munaði þó að 2. deildar Uðið færi með sigur af hólmi en Uðið átti skot í stöng á lokamínútu venjulegs leik- tíma. -GH FH (11) 21 Stjaman (11) 28 0-3, 4-4, 7-5, 9-9, 11-11, 14-14, 15-17, 18-20, 18-23, 21-28. Mörk FH: Hans Guðmundsson 7/2, Þorgils Óttar Mathiesen 4, Kristján Arason 3, Guðjón Áma- son 3, Gunnar Beinteinsson 2, Sig- urður Sveinsson 1, Hálfdán Þórð- arson 1. Varin skot: Bergsveinn Berg- sveinsson 16/1, Magnús Sigmunds- son 1. Mörk Stjömunnar: Hafsteinn Bragason 9, Patrekur Jóhannes- son 5, Skúli Gunnsteinsson 5, Axel Björnsson 3, Einar Einarsson 3/2, Magnús Sigurðsson 1, Hilmar Hjaltason 1. Varin skot: Brynjar Kvaran 3, Ingvar Ragnarsson 12. Brottvísanir: FH 6 mín., Stjarn 6. Dómarar: Óli Ólsen og Gunnar Kjartansson, sæmilegir. Áhorfendur: 1200. Víkingur (13) 26 Fram (12) 21 0-1, 3-1, 6-4, 8-8, 11-9, 13-10, (13-12). 13-13, 15-13, 15-16, 18-18, 22-19, 24-20, 26-21. Mörk Víkings: Bjarki Sigurðsson 11/1, Birgir Sigurðsson 5, Gunnar Gunnarsson 4/1, Guðmundur Guð- mundsson 3, Björgvin Rúnarsson 1, Alexji Trúfan 1, Ámi Friðleifs- son 1. Varin skot: Hrafn Margeirs- son 8, Reynir Reynirsson 5. Mörk Fram: Páll-Þórólfsson 6/4, Karl Karlsson 5, Jason Ólafsson 4, Gunnar Andrésson 2, Davíð Gíslason 2, Brynjar Stefánsson 2. Varin skot: Sigtryggur Albertsson 5. Brottvísanir: Vík 4 mín., Fram 6. Dómarar: Gunnar Viðarsson og Sigurgeir Sveinsson. Slakir. , Áhorfendur: Um 700. KA ÍBV (13) 28 (9) 21 2-0, 3-3, 6-3, (13-9), 16-10, 17-15, 20-15, 23-18, 28-21. Mörk KA: Stefán Kristjánsson 7, Sigurpáll Aðalsteinsson 7/3, Al- freð Gíslason 5, Erlingur Kristj- ánsson 4, Ámi Stefánsson 2, Jó- hann Jóhannsson 2, Pétur Bjarna- son 1. Varin skot: Axel Stefánsson 12. Mörk ÍBV: Sigurður Friðriksson 5/2, Zoltan Belanyi 4, Sigurður Gunnarsson 4/1, Guðfmnur Krist- mannsson 3, Gylfi Birgisson 2, Jó- hann Pétursson 1, Erlingur Ric- hardson 1, Sigurbjöm Óskarsson 1. Varin skot: Sigmar Þröstur 5. Ingólfur Arnarsson 3. Brottvísun: KA 16 mínútur, ÍBV 2 mínútur. Dómarar: Guðjón L. Sigurðsson og Hákon Sigurjónsson, slakir. Áhorfendur: 952 greiddu aðgang. Selfoss Haukar (13) 34 (11) 27 2-2, 5-3, 7-5, 7-7, 9-8, 12-9, (13-11). 15-12, 19-14, 24-15, 25-19, 28-20, 31-25, 34-27. Mörk Selfoss: Sigurður Sveins- son 12/4, Einar G. Sigurðsson 8, Gústaf Bjarnason 6, Jón Þórir Jónsson 3, Sigurjón Bjarnason 3, Einar Guðmundsson 2. Varin skot: Gísli Felix Bjamason 9, Einar Þor- varðarson 12. Mörk Hauka: Páll Ólafsson 7/2, Óskar Sigurðsson 4, Sigurjón Sig- urðsson 3, Sveinberg Gíslason 3, Jón Öm Stefánsson 3, Halldór Ing- ólfsson 2, Aron Kristjánsson 2, Petr Bamruk 2, Pétur Vilberg Guðnason 1. Varin skot: Magnús Áranon 9, Þorlákur Kjartansson 1. Brottvisanir: Selfoss 14 mín., Haukar 4 mín. Dómarar: Stefán Amaldsso'n og Rögnvald Erhngsson, dæmdu ágætlega í heildina en sumir dóm- arjreirra vöktu furðu. Ahorfendur: Um 600. IBR mfl. karla A-riðill KRR REYKJAVIKURMÓT MEISTARAFLOKKUR KARLA ^^IR-VIKINGUR í kvöld kl. 20.00 Á GERVIGRASINU í LAUGARDAL Siggi í ham - Selfoss sigraði Hauka, 34-27 Sveinn Helgason, DV, Selfossi: „Við komum ákveðnari til leiks og unnum fyrst og fremst á betri vörn og markvörslu. Leikurinn í Hafnar- firði verður erfiður en við munum fara þangað til að vinna. Ef við fáum okkar fólk með í Fjörðinn þá held ég að við klárum dæmið á miðviku- dag,“ sagði Einar Gunnar Sigurðs- son, leikmaður Selfyssinga, við DV eftir sigurinn gegn Haukum, 34-27, á Selfossi í gærkvöldi en leikunnn var Uöur í 8-liða úrslitum um íslands- meistaratitilinn í handknattleik. Selfyssingar vel hvattir af heima- mönnum unnu öruggan sigur á Haukum á heimavelU í gærkvöldi. Haukamenn þurfa aö taka sig saman í andlitinu fyrir leikinn í Hafnarfrrði annað kvöld ef ekki á illa aö fara. Fyrri hálfleikur var þó í jafnvægi en í upphafi síðari hálfleiks skildu leiðir gjörsamlega. Góð vörn og mark- varsla Selfyssinga geröi útslagið og ennfremur léku' þeir Sigurður Sveinsson og Einar Gunnar Sigurðs- son sóknarleikinn eins og kóngar. Á sama tíma náðu þeir Petr Bamruk og Halldór Ingólfsson sér engan veginn á strik. Hins vegar stóð Páll Ólafson vel fyrir sínu, dreif sína menn áfram en það dugði ekki til. „Við erum auðvitað svekktir en ég held að menn séu komnir niður á jörðina og við sýnum hvað við getum í næsta leik,“ sagði Sigurjón Sigurðs- son hjá Haukum eftir leikinn við DV. Sigurður Sveinsson og Einar Gunnar Sigurðsson voru bestu menn Selfyssinga en Sigurði var sýnt rauða spjaldið þegar skammt var til leiks- loka en annar dómarinn taldi hann vera að mótmæla dómi og fyrir vikið var Sigurður sendur í sturtu. Mar- kvarslan var sterk og var sérlega gaman að sjá til Einars Þorvarðar- sonar í markinu. 'Haukaliðið fær annað tækifæri annað kvöld en ljóst er að liðið þarf að leika mun betur til að jafna met- in. Páll Ólafsson stóð upp úr í liðinu. -JKS Sigurður Sveinsson var í miklum ham og skoraði 12 mörk. Páll Olafsson lék best i liði Hauka en það dugði ekki til að þessu sinni. íþróttir___________________ Sport- stúfar PSV og Ajax, sem berj- ast um hollenska meistaratitihnn i knattspyrnu, unnu bæði leíki sina um helgina. PSV er með þriggja stiga forskot á Ajax og er hklegt til að veija titil sinn. Ursht leikja urðu þannig: Ajax - Den Haag........3-2 Groningen - Feyenoord..1-0 Waalwijk - Maastricht..1-1 Utrecht - Vitesse.....1-1 Twente-Venlo..........2-1 Sparta-Roda...........4-0 PSV-Willem.............3-0 Sittard -Dordrecht....0-0 Dœtinchem - Volendam...3-0 PSV er með 52 stig, Ajax 49, Feyenoord 42, Vitesse 37. Börsungar töpuöu gegn Valencia Barcelona varð að sætta sig við tap gegn Valencia í spænsku l. deildinni í knattspymu um helg- ina. Á sama tíma gerðu aöal- keppinautarnir í Real Madrid markalaust jafntefh við Mallorca. Manolo Sanchez skoraði 4 mörk í stórsigri Atletíco Madrid og Cadíz. Úrsht leikja í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu urðu þannig: Albacete - Coruna.....3-0 Burgos -Logrones......2-0 Mallorca - Real Madrid.0-0 Espanol - Gijon.......2-0 Sociedad - Sevilla....2-1 Oviedo - Valladohd....2-1 Atl.Madrid-Cadiz......5-1 Osasuna - Tenerife....2-0 Valencia - Barcelona..1-0 Real Madrid er með 44 stig, Barcelona 42, Atletico Madrid 40, Albacete 36, Valencia 36. Aftur markalaust hjá Hlyni Hlynur Stefánsson og félagar hans í Örebro gerðu markalaust jaftitefli gegn GAIS í sænsku úr- valsdeildinni í knattspyrnu á sunnudapnn. Úrsiit leikja um helgina urðu þannig: Djurgárden - Trelleborg.1-2 Frölunda - Gautaborg....1-0 Malmö-Öster.............2-2 Norrköping - AIK........3-1 GAIS - Örebro...........0-0 Víkingur mætir IRikvÖld Eínn leikur er á Reykjavíkurmót- inu í knattspyrnu í kvöld. ÍR og Víkingur leiða þá saman hesta. sína og hefst viðureign hðanna á gervigrasinu í Laugardal klukk- an 20. Kristlnn og Helgi í FIBA-prófið Körfuboltadómararnir Kristinn Óskarsson og Helgi Bragason hyggj- ast reyna að næla sér í FIBA réttindi eða alþjóðleg dóm- araréttindí. Þeir þreyta prófiö i Noregi samhhða Norðurlanda- mótinu sem haldíð verður þar í næsta mánuði. Leifur Garðars- son og Kristinn Möller hugöust reyna fyrir sér líka en komast ekki vegna prófa og þá er Leifur á fuhu með FH i knattspymunni á sama tíma. ÍR-ingar með skotnámskeið Körfuknattleiksdeild ÍR gengst fyrir körfuboltanámskeiöi þar sem lögð veröur áhersla á skot- tækni. Myndband veröur notaö til að lagfæra skotstíl. Þjálfari ÍR, Arthur Babcoock, er kennari ásamt troðkóngnum Samuel Gra- ham, Námskeiðið verður haldið dagana 21.-23. apríl fyrir 12 ára og yngri og 27.-29. apríl fyrir 13-16 ára. Kennslan fer fram í Seljaskóla og eiga þátttökutil- kynningar að berast í síma 74424 Og 613303.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.