Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1992, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1992, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 8. MAl 1992. Fréttir ________________________________________________ Landsbankinn með hærri vexti en hinir bankamir: Svik á samningi haldi bankinn uppi vöxtum - segja þeir Guðmundur J. Guðmundsson og Þórarinn V. Þórarinsson „Ég tel að aðrir bankar en Lands- bankinn væru ekki að bregðast þeim fyrirheitum sem gefin hafa verið hækki þeir vexti til samræmis við Landsbankann. Það er Landsbank- inn sem er að svíkja fyrirheitið. Það er alveg ljóst að við munum ekki taka því þegjandi ef bankinn heldur uppi hærri vöxtum sem verður til þess að aðrir bankar og sparisjóðir hækka sína vexti. Við munum þá að sjálf- sögðu snúa okkur til eiganda Lands- bankans með máhð verði hann til þess að aðrir bankar hækki sína vexti til samræmis," sagði Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins, um það vaxtastríð sem virðist í uppsighngu, og frá var skýrt í DV í gær, vegna þess að Landsbankinn er með allt að eitt prósent hærri vexti en hinir bankarnir. „Ég Ut á það sem svik á loforði rík- isstjómarinnar um vaxtalækkun, fari aðrir bankar að hækka sína vexti upp í það sem Landsbankinn er með. Það var gengið út frá því að bankam- ir lækkuðu vexti. Þaö hafa þeir gert og ef þeir ætla að hækka þá aftur, þá era það svik,“ sagði Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dags- brúnar, í samtah við DV. MikiU kurr er í íslandsbanka, Bún- aðarbanka og sparisjóðunum vegna þess að Landsbankinn heldur uppi aUt að eitt prósent hærri vöxtum en þeir. Talið er að Landsbankinn geti hagnast um 700 miUjónir króna á ári á þessum vaxtamun. Landsbankinn á í erfiðleikum vegna gjaldþrota fyrirtækja sem hann hefur þurft að taka á sig. Má þar nefna Álafoss og fiskeldisfyrir- tækin. Þess vegna telja stjómendur bankans sig ekki getað lækkað vexti meira en þeir hafa gert. Þetta getur aftur á móti leitt til vaxtastríðs sem bryti í bága við loforð ríkisstjómar- innar til aðUa vinnumarkaðarins um almenna vaxtalækkun. -S.dór Stuðningsmenn Fæðingarheimilis Reykjavíkur afhentu í gær Davíð Oddssyni forsætisráðherra áskorun við Alþing- ishúsið um að beita sér fyrir því að framtíðarlausn verði fundin á starfsemi heimilisins. Myndirnar eru teknar af stuðningskonum heimilisins og ráðherranum við Alþingishúsið. DV-myndir Brynjar Gauti Sölrnmöstöðin: ■■ Umtalsverður samdráttur hef- ur orðið bæði í útflutningsmagni og tekjum Sölumiðstöðvarinnar í fyrra, borið saman við árið á und- an, að því er fram kom hjá Jóni Ingvarssyni, stjómarformanni SH, á aðalfundinum í gær. Þannig nam heUdarframleiösla frystihúsa og frystiskipa, sem SH selur fyrir, 85 þúsund tonnum í fyrra sem er 2,4 prósentum minna en árið á undan. Rekstrar- tekiur SH í fyrra námu 16,5 millj- örðum króna á móti 17,3 miUjörð- um króna árið á undan. Þær drógust þvi saman um 5 prósent milU ára. Heildarhagnaður SH i fyrra, samkvæmt samstæðureikningi og þegar afkoma erlendra dóttur- fyrirtækja er tekin með, nam 166 miUjónum króna en var 302 miUj- önir árið á undan. Sölumiöstöðin fiutti í fyrra mest út til Japans, Kóreu og Tai- wan, eöa samtals 19.552 tonn. Bandaríkin eru í 2. sæti með 18.215 tonn en útflutningsverð- mætlð er mest á Bandaríkja- markaði, eða 5,6 milljarðar króna á móti 2,7 til A-Asíuiandanna. í fyrra dróst útflutningur tíl Bandaríkjanna saman um 12 pró- sent en útflutningur tii Evrópu- landa jókst um svipað magn. Útgerðarfélag Akureyringa er stærsti framleiðsluaðUinn innan SH með 9 þúsund tonn, að verð- mæti 2,1 mUljarður. Grandi hf. er í öðra sæti með 10 þúsund tonn, að verðmæti 1,7 miUjarðar króna. Verðmætámunurinn ligg- urísamsetninguafla. -S.dór Jón lngvarsson á SH-fundi: veru- legursamdráttur DV-myndHanna Lítill spamaður af sumarlokunum á sjúkrahúsum: Vandinn færður til segir Jóhannes Pálmason, framkvæmdastjóri Borgarspítalans „Sá spamaður sem ætlast er tíl að náist skilar sér ekki fyrir þjóðfélagið í heUd,“ segir Pétur Jónsson, fram- kvæmdastjóri Landspítalans, um sumarlokanir á sjúkrahúsum. Hann leggur þó áherslu á að sumarlokanir stafi ekki bara vegna niðurskurðar á íjárveitingum til sjúkrahúsa heldur einnig vegna skorts á hjúkranar- fólki. „Spamaöur við að loka hlutum deUda í stuttan tíma skUar sér ekki nema að hálfu leyti. Það næst ekki samsvarandi fækkun um leiö í öðr- um deUdum, eins og til dæmis síma- þjónustu og launadeUd, til að spam- aöurinn skUi sér að öUu leyti,“ segir Pétur. í.sumar verður að meðaltali 94 rúmum lokað á ríkisspítulunum, frá maíbyrjun til ágústloka. I í skýrslu Ríkisendurskoðunar er greint frá könnun sem gerð var tU að meta raunverulegan spamað vegna lokunar öldranardeUdar í Há- túiú fyrir tveimur áram. Niðurstöð- ur könnunarinnar bentu tU þess að heUdarspamaður fyrir ríki og sveit- arfélög hefði varla verið meiri en 2 miUjónir króna þar sem kostnaður- inn féU til annars staöar í staðinn. í skýrslunni segir ennfremur að telja verði líklegt að spamaður vegna lok- ana á öðram deUdum ríkisspítala sé mun minni en álitið hefur verið. Á Borgarspítalanum verður 71 sjúkrarúmi, á skurðlækningadeUd, lyflækningadeUd og GrensásdeUd, lokað um þriggja mánaða tímabU í sumar. „Þetta era hefðbundnar sum- arlokanir vegna skorts á starfsfólki. Þetta era minni lokanir en oft áður vegna aukinna bráðavakta sem við fengum frá Landakoti," segir Jó- hannes Pálmason, framkvæmda- stjóri Borgarspítalans. Aðspurður hvort engu yrði lokað ef nóg starfsfólk væri svarar Jóhann- es: „Það er kannski hvorki hægt að svara þessu játandi eða neitandi. Ef það væri tU nóg að fólki þá myndu fjárveitingar til spítalanna, bæði Borgarspítalans og annarra, ekki vera nægar. Fjárveitingavaldið hefur gert ráð fyrir samdrætti í rekstri sjúkrahúsa að sumarlagj vegna skorts á starfsfólki. En nú þegar ver- ið er að skera niður meira er það tíl viðbótar.“ Jóhannes leggur á það áherslu að engum öldrunarrúmum verði lokað á Borgarspítalanum. Hann tekur undir það sem kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar að spamaður við lokun öldranardeUda sé lítUl. „Vandinn er ekki leystur, hann er færður til. Kostnaðurinn feUur til annars staðar." Um það hvort sparnaður við lokun annarra deUda sé minni en álitið hefur verið tekur Jóhannes það fram að starfsemi annarra deUda sé sveiflukenndari og því erfitt að segja tíl um hvort kostnaðurinn faUi tíl annars staðar. -IBS Að sögn talsmanna lögreglu- embætta á höfuðhorgarsvæðinu og viðar hefur sektum ekki verið beitt ennþá þó að sumir bifreiða- eigendur hafi ekki tekið nagla- dekk undan ökutækjum sínum. ; Reglugerð kveöur á um að naglahjólbarðar séu bannaðir á tímabilinu 15. apríl til 1. nóvem- ber. Hins vegar tekur reglugerðin mið af þvi aö ef færö gefi ttiefhi til annars sé ökumönnum heimilt aö búa bfla sina í samræmi við aðstæður. Talsmaður iögreglunnar í Reykjavík sagöi í samtali við DV að um leið og veður færi að skána færi lögreglan að huga að aðgerð- um í þessu sambandi. -ÓTT Reynir Traustason, DV, Flateyii: Frekar dræm grálúðuveiöi hef- ur verið aö undanfómu. Nokkur fjöldi togara hefur verið að veið- um á svoköUuðu Hampiöjutorgi djúpt út af Víkurál og hefur afli þeirra veriö misjafn. Grálúðan stendur mjög djúpt eða frá 450 niður á 600 faðma dýpi. Menn hafa nokkrar áhyggj- ur af þeim samdrætti sem orðíð hefur í þessum veiðiskap á örfá- um árum en þrátt fyrir stóraukna tækni við veiöarnar dregst afli á sóknareiningu sífellt saman. Suðurland: skipaður héf- aðsdómari Forseti íslands hefur skipað Þorgeir Inga Njálsson í embætti héraðsdómara viö héraðsdóm Suðurlands. Skipunin gildir írá og með 1. júlí þegar ný lög taka gildi um aðskiinað dóms- og fram- kvæmdavalds. Þorgeir Ingi hefur til þessa verið settur héraðsdóm- ari við sama dómstól. -ÓTT Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Um 30 þúsund tonnum af loðnu var landað á Þórshöfn í vetur og má segja að loðnan, ásamt því að þar var landað á miffi 3 og 4 þús- und tonnum af síld, hafi bjargaö miklu varðandi atvinnu þar. Loðnan var að mestu brædd en þó eitthvað fryst af hrognum og á þriöja þúsund tonn af síldinni vora söltuð og flökuö í tunnur. Reinhard Reynisson, sveitar- stjóri á Þórshöfn, sagði i samtali viö DV að atvinnuástandiö heföi verið gott og það eina sem væri að angra menn í augnablikinu vaeri að grásleppuvertíöin færi fremur hægt af staö. Reinhard sagöi að útlit með sumarvinnu væri ágætt þótt heldur minna virtist um að fyrir- tæki á staðnum ætluðu að ráða skólafólk. Sveitarfélagið myndi koma þar inn í en á vegum þess á m.a. aö steypa kantsteina við götur, vinna við holræsi, ijúka við byggingu á tveimur kaup- leiguíbúðum og hugsanlega byrja á tveimur öðrum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.