Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1992, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1992, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1992: 33 TQkyimingar Leikhús Brögð og brellur Nýlega kom út bókin Brögð og brellur, en í hennl eru spilagaldrar, talnaþrautir og töfrabrögð. Höfúndur bókarinnar er Sheila Anne Barry, þýðandi Friðrik D. Stefánsson, útgefandi Bókaútgáfan Dani- el og Prenttækni hf. annaöist prentun. Bókin, sem er prýdd fjölda skýringar- mynda og er 125 bls., fæst í flestum bóka- búðum og sölutumum. STÚDENTALEIKHÚSIÐ sýnir Beðíð eftír Godot eftir Samuel Beckett í leikstjórn Björns Gunnlaugssonar. 3. sýn. i kvöld. Föstud. 10. júlí. Föstud. 17. júli. Sýningar hef jast kl. 20.30. Sýnt er á Galdraloftinu, Hafnarstræti 9. Ekki er unnt aö hleypa gestum Inn í salinn eftir að sýningin er byrjuð. Miðasala í s. 24650 og á staðnum eftirkl. 19.30. fMWSMMI i WMA2J0 SW»«".6SUB»«Í 06 HKÍMX6* . Hótel Bifröst Sumarstarfsemi Hótel Bifrastar hófst 12. júní sl. í hótelinu eru 26 herbergi, fþrótta- salur, gufubað og ljósabekkir. Einnig er hægt að fá svefnpokapláss í skólastofum. Hótelið er rekið af Samvinnuferðum- Landsýn, hótelstjóri er Þóra Brynjúlfs- dóttir og matreiðslumeistari er Jóhann Bragason. Nýtt aðalkort af Vestfjörðum Laindmælingar íslands hafa gefið út nýtt aðalkort af íslandi í mælikvarðanum 1: 250.000. Um er að ræða blað 1, sem sýnir Vestfirði. Kortið hefur mikið verið leið- rétt frá síðustu útgáfu. Það veitir m.a. nýjustu upplýsingar um þjóðvegakerfið á Vestfjörðum, veganúmer, vegalengdir o.fl. Kortið fæst í Kortaverslun Landmæl- inga íslands og 200 sölustöðum um land allt. Æskulýðsvika Evrópuráðsins í Bratislava. Evrópuráðið skipuleggur nú í annað sinn í sögu ráðsins æskulýðsnámstefnu, sem haldin verður dagana 12.-19. júh nk. í Bratislava, Tékkóslóvakíu. Rúinlega 250 ungmenni, sem eru fulltrúar ýmissa æskulýðssamtaka víðsvegar um Evrópu, munu fjalla um stöðu ungs fólks og taka afstöðu til ýmissa málaflokka sem snerta ungt fólk. Sex ungmenni á vegum Æsku- lýðssambands íslands og EFIL (alþjóða- samtök skiptinema) munu verða fulltrú- ar íslands á námstefhunni. Grundyallarrit um umhverfis- mál á íslandi Út eru komnar bækumar ísland, um- hverfi og þróun og Iceland: National Re- port to UNCED á vegum umhverfisráðu- neytisins. Útgáfuþjónustan Skerpla gefur bækumar út. Iceland: National Report to UNCED er skýrsla íslands sem undirbúin var vegna Heimsráðstefhu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun sem haldin var í Rio de Janeiro í júní sl. ís- land, umhverfi og þróun er íslensk gerð þessarar skýrslu. í bókunum er gefið fyrsta heildstæða yfirlitið um lunhverfi og þróun á íslandi. Eiður Guðnason um- hverfisráðherra fylgir bókinni úr hlaði með formála. Umsjón með gerð skýrsl- unnar höfðu Þórir Ibsen deildarsérfræð- ingur og Jón Gunnar Ottósson deildar- stjóri en fjölmargir aðilar, ráðuneyti o.fl. lögðu hönd á plóginn. Athugasemd: Létt spaug við Grímsá Einhveijir hafa misskihö létt spaug Rúnars Marvinssonar, meistara- kokks veitingahússins Við Tjömina, í DV í gær. Þar sagði Rúnar, sem nú er kokkur við Grímsá í Borgarfirði, að leiðinlegt væri að vinna í veitinga- húsinu vegna þess hve erilhnn væri mikill. Þetta ber auðvitað ekki að taka bókstaflega. Þetta er sagt á góðri stund á bakka Grímsár þar sem erill hvunndagsins er víðs fjarri. Rúnar heldur að sjálfsögðu áfram að sinna gestum veitingahúss síns af sömu snQld og áður. Fjárdrápið 1 Selvogi: Eigendur hundsins létu vita Iðnaðarráðuneytið hefur nýlega gefið út tvo bæklinga um verkefni í iðnaðar- og orkumálum. Annar bæklingurinn nefnist íslenskur iðnaður, framtíðarstefna, þróun og horfur. Þar er fjallað um ýmis málefni iðnaðarins í ljósi þeirra þáttaskila sem nú eru að verða f þjóðmálum. Hinn bæklingurinn heitir Orkulindir og jarðefni, framtíðarverk- efni. í formála segir að fiskstofnar og gróðurmold séu næstum fullnýttar auð- lindir en miðað við íbúafjölda eigi íslend- ingar miklar orkulindir og að mestu leyti ónýttar. Bent er á að orkulindir íslands séu svo miklar að þjóðin eigi margra kosta völ samtímis um nýtingu þeirra. Bæði þessi rit er hægt að panta hjá iðnað- ar- og viðskiptaráðuneytunum í síma 91- 609070. Hafnargangan í kvöld, fimmtudagskvöld kl. 21, verður farið frá Hafnarhúsinu og haldiö áfram að skoða gömlu húsin við Grófina. Að þessu sinni verða húsin á elstu verslun- arlóð Reykjavíkur, Geysishúsin, og Liverpool-húsin, Hlaðvarpinn, skoðuð. I lokin verður farið upp í Hallgrímskirkju- tum og horft yfir hafnarsvæðið. Tapað fundið Veiðivesti fannst í nágrenni Reykjavíkur fyrir u.þ.b. hálfum mánuði. Upplýsingar í síma 41776. Veiðivon 370 laxar komnir á land úr Laxá í Kjós - Mjög mikil veiði í Elliðaámim og Haukadalsá „Það er þokkaleg veiði hér núna en það er eingöngu veitt á flugu enda útlendingar einráðir í ánni. Laxinn fór að gefa sig eftir að áin htaðist og vatnið óx töluvert," sagði Ásgeir Heiðar, leiðsögumaður við Laxá í Kjós, í samtali við DV í gærkvöldi. „Það virðist vera komið þó nokkuð af fiski í ána en á land eru komnir 370 laxar. Veiðin undanfarið hefur verið mjög góð miðað við það að vatnið hefur verið að aukast og þegar áin fer að sjatna verður hér buhandi taka,“ sagði Ásgeir Heiðar ennfrem- ur. Álíka ganga í Elliðaárnar og á sama tíma í fyrra Mjög svipað magn er af laxi nú í Elhðaánum og á sama tíma í fyrra. Þann 8. júh í fyrra höfðu 599 laxar gengið gegnum teljarann en í gær vou þeir orðnir 597. Alls höfðu veiðst 218 laxar á hádegi í gær en þá komu 15 laxar fyrir hádegi. Á sama degi í fyrra höfðu veiðst 98 laxar. Mokstur í Hauku „Veiðimenn hér hafa verið að mok- veiða og þetta er tniklu betri veiði en í fyrra,“ sagði Torfi Ásgeirsson við Haukadalsá í samtah við DV í gær. „Laxinn er vænn en smálaxinn er farinn að hellast upp í ána. Það hafa alls veiðst um 140 laxar en á sama tíma í fyrra voru þeir 66. Stærsti lax- inn er 17 pund og veiddi Valgarð Briem hann á maðk. f fyrradag veiddust 24 laxar og fyrir hádegi í gær komu 13 laxar á land. Nú eru hér ítalir við veiðar sem kunna htið en mokveiða samt. Einn þeirra hefur ekki fengið fisk síðustu tvö árin hér í Haukadalsá en er nú búinn að fá 10 laxa,“ sagði Torfi. Mjög góð veiði hefur verið i Elliða- ánum að undanförnu og er veiðin til muna betri en í fyrra. Guðný Snæ- björnsdóttir og Kristján Snæbjörns- son fengu átta laxa á hálfum degi þann 7. júlí. Urðu þau systkin fyrst veiðimanna í ánum til að ná leyfileg- um afla. Sigurgísli Ingimarsson tannlæknir með tvo væna laxa sem hann veiddi i Víðidalsá. Þetta voru fyrstu tveir laxar Sigurgísla sem þykir mjög efnilegur veiðimaður. Laxarnir voru 13 og 15 pund og tóku maðk við Brúna. SK/DV-mynd Lúther Bylgjunni í boði Landsbanka íslands. Aðgangseyrir er 800 kr. Porthátíö í dag, fimmtudaginn 9. júli, kl. 16.30 verða haldnir útitónleikar í Portinu, Tryggva- götu 12. Þar munu koma fram margir ungir og efnilegir tónlistarmenn og mun hver hljómsveit spila í 15-30 mín. Ifljóm- sveitimar spila ailflestar hin ýmsu af- brigði dauðarokks. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Þær söfnuðu fyrir Sophiu, Sæunn Elsa og Andrea ösp. DV-mynd Páll Pétursson, Vík Tombóla fyrir Sophiu Tvær tíu ára stúlkur í Vík í Mýrdal, þær Sæunn Elsa Siguröardóttir og Andrea Ösp Karlsdóttir, héldu tombólu nýverið til styrktar Sophiu Hansen. Þeim tókst að safna kr. 5.390 og verða þessir pening- ar sendir til hennar í þeirri von að þeir megi verða að einhverju gagni í því að fá dætur hennar aftur til Islands. Vegna forsíðumyndar í DV á þriðjudag er rétt að taka það fram að eigendur hundsins, sem drap lömbin, tilkynntu bændunum í Vogs- ósum um atburðinn. Eigendumir munu gera upp sín mál við fjáreig- endur. Þetta kom fram hjá Þórarni Snorrasyni í Vogsósum en komst ekki að fyrr en nú. Tónleikar Útgáfutónleikar safnplötunnar Bandalög 5 verða á Púlsin- um í kvöld, 9. júlí, kl. 22-24. Hljómsveit- imar Ný dönsk, Jet black ice, Veröld og Sirkus babaló munu koma fram og munu tónleikamir vera í beinni útsendingu á Allt í veiðiferðina Veiðileyfi í Oddastaðavatni LAUGAVEGI 178, SÍMAR 16770 - 814455, FAX 813751

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.