Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1992, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1992, Blaðsíða 4
[ 20 Sýningar Art-Hún Stangarhyl 7, »ími 673577 I sýningarsal og vinnustofum eru til sýnis og sölu olíumálverk, pastelmyndir, grafík og ýmsir leirmunir. Opió alla daga frá kl. 12-18. Árbæjarsafn „Það er svo geggjaö" nefnist sýning sem stendur nú yfir í Árbæjarsafni. Opið alla daga nema mánu- daga kl. 10-18. Sýningin verður í allt sumar. Ásgrímssafn BergstaAastræti 74, simi 13644 Safn Ásgríms Jónssonar er opið á laugardögum og sunnudögum kl. 13.30-16.00. Ásmundarsafn Sigtúni, sími 32155 Þar stendur yfir sýning sem ber yfirskriftina Bók- menntirnar í list Ásmundar Sveinssonar. Jafnframt hefur veriö tekin í notkun ný viðbygging við Ásmund- arsafn. Safnið er opið kl. 10-16 alla daga. Ásmundarsalur v/Freyjugötu Opiö alla virka daga frá kl.10-16. FÍM-salurinn Garöastræti 6 Laugardaginn 22. ágúst opnaði finnska listakonan Lena Pyyhtiá-Viljanen sýningu á olíumálverkum. Sýningin stendur til 7. sept. og er opin daglega frá kl. 14-18. Gamla Álafosshúsiö Nú stendur yfir sýning á verkum Hauks Dórs. Á sýn- ingunni eru málverk og teikningar. Sýningin er opin alla laugardaga frá kl. 12-18 og stendur í allt sumar. Café Mílanó Nú stendur yfir sýning á verkum Ríkeyjar Ingimund- ardóttur. Á sýningunni eru olíumálverk, vatnslita- myndir og skúlptúr. Gallerí 11 Skólavöröustíg 4a Nú standa yfir sýningar listamannanna Magnúsar S. Guðmundssonar og Ólafs Benedikts Guðbjarts- sonar,(innri salnur). Sýningarnar standa yfir til 3. sept. og eru opnar daglega frá kl. 12-18. Gallerí G-15 Skólavöröustig 15 Siðasta sýningarhelgi á Ijósmyndasýningu Katrinar Elvarsdóttur. Á sýningunni eru 20 svart-hvítar silfur- gelatínljósmyndir sem allar eru unnar á þessu ári. Sýningin verður opin laugardag og sunnudag frá kl. 14-18 og stendur til 1. september. Gallerí Borg v/Austurvóll, s. 24211 Nú stendur yfir sölusýning á verkum islenskra lista- manna. Á sýningunni eru meðal annars verk eftir Kjarval, Ásgrím Jónsson, Gunnlaug Blöndal, Erró, Tolla, Sigurjón Ólafsson. Sýningunni lýkur i lok ág- úst og er opin alla virka daga frá kl. 14-18. Gallerí Ingólfsstræti Bankastræti 7 Nú stendur yfir sýning á myndum, máluðum á silki, eftir Guðrúnu Arnalds. Einnig eru fjögur myndverk, unnin úr bývaxi og litadufti á striga eftir Jón Sæ- mundsson. Sýningin er opin alla daga frá kl. 14-18. Gallerí List Skipholti, sími 814020 Sýning á listaverkum eftir ýmsa listamenn. Opið dag- lega kl. 10.30-18. Gallerí Port Kolaportinu Opið laugard. kl. 10-16 og sunnud. kl. 11-17. Galleri Sævars Karls Bankastræti 9, sími 13470 7. ágúst opnaði Helgi Valgeirsson myndlistarsýningu í Gallerí Sævars Karls. Á sýningunni eru málverk og teikningar. Sýningin er opin á verslunartíma og stendur til 4. september. Gallerí Umbra Amtmannsstíg 1 Nú stendur yfir sýning á verkum Halldóru Emilsdótt- ur. Á sýningunni eru verk sem unnin eru á þessu ári og er þetta sjötta einkasýning hennar. Sýningin stendur til 9. sept. og er opin þriðjud.-laugard. kl. 12-18 og sunnud. kl. 14-18. Lokað á mánud. Geysishúsið Aöalstræti 2 Nú stendur yfir sýningin Höndlað í höfuðstað - þættir úr sögu verslunar í Reykjavík. Að sýningunni standa Borgarskjalasafn Rvíkur, Ljósmyndasafn Reykjavíkurborgar og Verslunarmannafélag Rvík. Á sýningunni er reynt að rekja þróun verslunar I borg- inni frá upphafi hennar til nútímans meö skjölum, Ijósmyndum og öðrum gögnum. Sýningin mun standa til 30. ágúst. Hún er opin alla daga kl. 9-20. Aðgangur ókeypis. Hafnarborg Strandgötu 34 Nústenduryfirmálverkasýnig Elíasar B. Halldórsson- ar. Á sýningunni eru 46 olíumálverk sem flest eru unnin á sl. ári. Sýningin stendur til 31. ágúst. Sýning- arnar eru oprtar alla daga nema þriöjudaga frá kl. 12-18. J kaffistofu stendur nú yfir sýning á högg- myndum úr steini. Verkin eru eftir Einar Má Guðvarð- arson og Susanne Christensen og eru unnin í marm- ara, íslenskan grástein og móberg. Sýningin er sölu- sýning og er opin virka daga frá kl. 11—18. Hún stend- ur til 31. ágúst. Hafnarhúsið Tryggvagötu Nú stendur yfir sögusýning í Hafnarhúsinu. A sýning- unni er sýnd þróun og uppbygging Reykjavíkurhafn- ar og þar er einnig mikil veggmynd sem Gylfi Gísla- son myndlistarmaður hefur gert af Reykjavíkurhöfn eins og hún mun hugsanlega líta út áriö 2017. Sýn-' ingin er opin daglega frá kl. 13-18 fram til hausts. Hótel Lind Nú stendur yfir sýning á verkum Reynis Sigurðsson- ar. Á sýningunni eru 24 oliumálverk og einnig akrýl- rnyndir. Sýningin er opin á afgreiðslutíma veitinga- hússins. Sýning á Hressó Opnuð hefur verið í veitingahúsinu Hressó sýning á Ijósmyndum eftir Kristján Logason. Myndirnar eru ýmist svarthvítar, handmálaðar eða í lit. Hlaðvarpinn Vosturgötu 3 Nú stendur yfir sýning á verkum myndlistarkonunn- iar Lu Hong. Myndirnar eru málaðar með vatnslitum á sérstakan kínverskan bambuspappír. Sýningin er opin alla virka daga kl. 12-18, laugard. kl. 10-18 og sunnud. kl. 13-17. Sýningin stendur til 30. ágúst. Kjarvalsstaðir og er opin alla daga frá kl. 10-18. Nesstofusafn Neströö, Seltjarnarnesi var formlega opnað föstudaginn 10. júli sl. Þetta er nýtt lækningminasafn og þar eru til sýnis áhöld og tæki sem tengjast sögu læknisfræðinnar á islandi. Sofan er opin á sunnud., þriðjud., fimmtud. og laug- ardögum frá kl. 12-16. Aðgagnseyrir er kr. 200. Norræna húsið Laugardaginn 29. ágúst verður opnuð f anddyri sýn- ing á grafíkverkum eftir norska listamálarann Ludvig Eikaas. Myndefnið er Henrik Ibsen og persónur hans. I sal stendur nú yfir farandsýning á heföbundinni japanskri leirgerö. Á sýningunni eru verk eftir 56 leir- kerasmiði. Sýningin er opin alla daga frá kl. 14-19 og stendur til 6. sept. Listasalurinn Nýhöfn: Hafsteinn Austmann sýnir málverk og vatnslitamyndir Hafsteinn Austmann opnar sýn- ingu í Listasalnum Nýhöfn, Hafnar- stræti 18, laugardaginn 29. ágúst. Á' sýningunni eru málverk og vatns- litamyndir, unnar á síðastliðnum þremur árum. • Hafsteinn er fæddur 1934 á Ljóts- stöðum í Vopnafirði. 1951 innritaðist hann í Myndlistaskólann í Reykjayík og á árunum 1952-1954 stundaði hann nám við Handíða- og mynd- listaskólann. Að því loknu hélt hann til Parísar í framhaldsnám við Aca- demie de la Grande Chaumier og dvaldi þar tvö ár. Hafsteinn hefur haldið íjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýn- ingum hér heima og erlendis. í apríl síðastliðnum hélt hann einkasýn- ingu í Galleri Orpheus í Eskilstuna í Svíþjóð. Hann hefur um árabil ver- ið kennari viö Myndhsta- og hand- íðaskóla íslands, er formaður Félags íslenskra hstamanna og á sæti í safn- ráði Listasafns íslands. Hafsteinn Austmann í sýningarsalnum Nýhöfn þegar unnið var að uppsetn- ingu mynda hans. Sýningin Hafsteins í Nýhöfn er 12-18 virka daga og frá 14-18 um sölusýning og er hún opin frá kl. helgar. Lokað á mánudögum. Þannig teiknar Ludvig Eikaas Henrik Ibsen. Norraena húsið: Henrik Ibsen og per- sónur hans í anddyri Norræna hússins verður opnuð á laugardaginn sýning á graf- íkverkum eftir norska hstmálarann Ludvig Eikaas. Myndefnið er Henrik Ibsen og persónur hans, en í sept- ember í fyrr kom út heildarútgáfa á verkum Henrik Ibsen í Noregi og var Ludvig Eikaas fenginn til að mynd- skreyta verkið og á sýningunni má sjá hvemig hann túlkar margar af persónum þeim sem Henrik Ibsen skóp í leikritum sínum. Einnig verð- ur sýning á heildarútgáfunni en hún er í tveimur bindum ahs um 1000 blaðsíður. í tengslum við opnunina verður dagskrá í fundarsal Norræna húss- ins. Þar talar Kristinn Einarsson, framkvæmdastjóri Den norske Bok- klubben og segir frá útgáfimni og kynnir verkið. Jahn Otto Johansen ritstjóri kynnir Ludvig Eikaas og hstamaðurinn tekur einnig til máls og segir sitt htið af sjálfum sér. Ludvig Eikaas er fæddur 1920. Hann er meðal fremstu núlifandi hstamanna Nopregs. Eikaas er fjöl- hæfur í hstsköpun sinni, málar, vinnur með grafík og gerir högg- myndir. Nýljistasafnið: Nan Hoover sýnir videoverk Hinn alþjóðlegi listamaður, Nan Hoover, mun halda yfirlitssýningu á videoverkum sínum í Nýhstasafninu dagana 29. og 30. ágúst. Hoover vinnur verk sín í margvís- leg form, samanber gjörninga, inn- stilhngar, teikningar og grafík, en aðallega eru þau kvikmynda- og videogerð. Verk Nan Hoover eru mörg hver athugun á grunneindum ljóss, hvemig ljós, skuggi, hlutur og hreyfing tengjast tíma og rúmi. Nýlega hefur Nan Hoover tekið við stöðu prófessors í videohst í Lista- akademíunni í Dusseldorf eftir ára- langan feril í Hollandi sem hstamað- ur og kennari. Nan Hoover hefur haldið sýningar í Evrópu, Japan, Ástrahu og Bandaríkjunum. Þetta er í annað skipti sem hún heimsækir ísland. í fyrra skiptið sýndi hún gjöminga í Nýhstasafninu í byrjun síðasta áratugar. Sýningartímar Nan Hoover: Laug- ardaginn 29. ágúst frá kl. 14-18 er stöðug myndbandasýning á stórum skermi. Sams konar sýning er á sama tíma á sunnudaginn. Kl. 19-22 á sunnudag heldur Hoover fyrirlestur um verk sín og sýnir videoverk. Þóra Sigurjónsdóttir, listakona frá Lækjarbakka í Gaulverjabæjarhreppi, í sýningarsal sínum. Nýtt gallerí í sveitinni Kiistján Einarsson, DV, SeHossi Að Lækjarbakka í Gaulveijabæjar- hreppi hefur hstakonan Þóra Sigur- jónsdóttir opnað sýningarsal þar sem hún sýnir handverk sín. Lækjar- bakki stendur við ströndina í um það bil 20 km fjarlægð frá Selfossi. í húsi sínu hefur Þóra komið sér fyrir í nýbyggðum sal og býður nú gestum og gangandi að skoða og kaupa. Þóra vinnur mikið í akrýlhtum og málar hún myndir á tré, steina og striga. Einnig vinnur hún ýmsa skúlptúra úr blómum og öðru efni sem til fehur. Þóra vann áður að búskap en heilsan brást og hefur hún alfarið snúiö sér að hstinni. Verk hennar hafa verið sýnd í Þýskalandi og þangað hefur hún selt stein- og trémyndir. Messótinta, æting og steinþrykk Gunnhildur Ólafsdóttir opnar sýn- ingu á verkstæði sínu að Lamba- staðabraut 1, Seltjamamesi, laugar- daginn 29. ágúst. Gunnhildur útskrif- aðist úr grafíkdeild Myndlista- og handíðaskóla íslands 1989 og hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum. Messótinta, æting og steinþrykk em þær aöferöir sem hún hefur feng- ist mest við í myndum sínum. Þetta er fyrsta einkasýning Gunnhildar og stendur hún th 6. september. Sýning- in er opin alla daga frá kl. 15-21. Síðasta sýningarhelgi Katrínar í G15 Nú em síöustu forvöð að sjá ljós- myndasýningu Katrínar Elvarsdótt- ur í G15 að Skólavörðustíg 15. Á sýn- ingunni era 20 svart-hvítar silfur- gelatínljósmyndir, ahar unnar á þessu ári. Katrín hefur stundaö ljós- myndanám í Bandaríkjunum und- anfarin fjögur ár og tekið þátt í sam- sýningum þar í landi. Hún hélt loka- sýningu viö Art Institute of Boston síðasthðið vor. Sýningin í G15, sem er sölusýning, verður opin laugardag og sunnudag frá kl. 14-18. FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1992. Sýningar Nýhöfn Hafnarstræti 18 Laugardaginn 29. ágúst opnar Hafsteinn Austmann sýningu. Á sýningunni eru málverk og vatnslita- myndir, unnarásl. þremuráru’m. Sýninginersölusýn- ingin og er opin frá kl. 12-18 virka daga frá kl. 14-18 um helgar. Lokað á mánudögum. Nýlistasafnið Vatnsstig 3b Laugardaginn 15. ágúst var opnuð minninaarsýning um Ragnar Kjartansson myndhöggvara. Á sýning- unni er lögð áhersla á þau myndefni sem listamann- innum voru hugstæð og hjartfólgin. Á sýningunni eru alls um 40 verk, unnin meó margvislegri tækni. Sýningin er opin daglega kl. 14-18 og stendur til 30. ágúst. Katel Laugavegi 20b, simi 18610 (Klapparstigsmegin) Til sölu eru verk eftir innlenda*og erlenda listamenn, málverk, grafík og leirmunir. Lambastaðabraut 1 Seltjarnarnesi Laugardaginn 29. ágúst opnar Gunnhildur Ölafsdótt- ir sýningu. Sýningin er opin alla daga frá kl. 15-21. Listasafn Einars Jónssonar Njarðargotu. simi 13797 Opið alla daga nema mánudaga kl. 13.30-16. Högg- myndagarðurinn er opinn daglega kl. 11-18. Listmunahúsið Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, sími 621360 Síðasta sýningarhelgi á nokkrum stórum sjávarlífs- myndum Gunnlaugs Scheving. Myndirnar hafa verið fengnar að láni hjá ýmsum einkaaðilum og opinber- um aðilum. i minni sal á annarri hæð er verið að sýna og selja fjölda myndverka eftir íslenska sam- timalistamenn. Listinn gallerí - innrömmun Síðumúla 32, sími 679025 Uppsetningar eftir þekkta islenska málara. Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-18 og sunnudaga kl. 14-18. Listasafn Háskóla íslands i Odda, simi 26806 Þar er nú á öllum hæðum sýning á nýjum verkum í eigu safnsins. Opið er daglega kl. 14-18. Aðgangur að safninu er ókeypis. Lóuhreiðrið Laugavegi 59 Agatha Krisjánsdóttir sýnir i kaffistofunni, á 2. hæð, fyrir ofan Hagkaup. Á sýningunni eru 10 olíumál- verk. Opið mánudaga-föstudaga frá kl. 9-18. Mokkakaffi Skólavörðustíg Um þessar mundir stendur yfir sýning á verkum Haralds Jónssonar. Á sýningunni eru teikningar, unnar á pappír á undanförnum mánuðum. Sýningin er opin alla daga kl. 9.30-23.30 nema sunnud. kl. 14-23.30 og stendur fram eftir ágúst. Myndlistarsýning í menntamálaráðuneyti Elin Magnúsdóttir sýnir oliumálverk og vatnslita- myndir, Tryggvi Hansen sýnirtölvugrafik og Elinborg Guðmundsdóttir, Margrét Salome Gunnarsdóttir og Sigrún Gunnarsdóttir sýna leirlistarverk. Sýningin er opin á virkum dögum á starfstíma ráðuneytisins kl. 8-16. Perlan öskjuhlið Nú stendur yfir málverkasýning Jóns Baldvinssonar. Sýningin stendurtil 2. september og ber heitið Með- an eg ungur er. Sjónminjasafn íslands Nú stendur yfir sýning Skipaútgerðar rikisins. Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 14-18. Stofnun Árna Magnússonar Árnagarði, Suðurgötu Nú stendur yfir handritasýning i Árnagarði. Á sýning- unni eru m.a. handrit sem minna á ævistarf Árna Magnússonar. Einnig eru galdrakver og eitt merkasta rímnahandrit sem varðveist hefur. Sýningin er opin alla daga vikunnar nema sunnudaga frá kl. 14-16. Sýningin stendur til 1. september. Póst- og símaminjasafnið Austurgötu 11, simi 54321 Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15-18. Aðgangur ókeypis. Vinnustofa Ríkeyjar Hverfisgötu 59, simi 23218 Þar eru til sýnis og sölu postulínslágmyndir, málverk og ýmsir litlir hlutir. Opið er á verslunartíma þriðju- daga, miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga og á laugardögum kl. 10-16. Þjóðminjasafn íslands Sýningin Húsvernd á islandi var opnuð í Bogasal Þjóðminjasafns islands laugardaginn 27. júni sl. Þar er saga húsverndar á islandi rakin í stórum dráttum og kynntar aðgerðir opinberra aðila sem markað hafa stefnuna á hverjum tíma. Mikill hluti sýningar- efnisins er Ijósmyndir, teikningar, vatnslitamyndir og uppdrættir af gömlum húsum og húshlutum. Minjasafnið á Akureyri Aðalstræti 58. simi 24162 Opið daglega kl. 11-17. Myndlistarskóli Akureyrar Laugardaginn 22. ágúst opnaði sýning á bandarisk- um einþrykkimynda. Sýningin er opin daglega frá kl. 14-18 og stendur til 5. sept. Gallerí Hulduhólar Mosfetlsbæ Siðasta sýningarhelgi á sýningu listamannanna Steinunnar Marteinsdóttur, Sveins Björnssonar, Hlíf- ar Ásgrímsdóttur og Sverris Ólafssonar. Sýningin er opin fimmtudag og föstudag frá kl. 17-22 og laugar- dag og sunnudag frá kl. 14-19. Vinnustofa Snorra Alafossvegi 18a, Mosfellsbæ Þann 16. júlí sl. opnaði Snorri Guðmundsson sýn- ingu á Listaverki náttúrunnar sem eru höggmyndir úr hrauni og öðrum náttúrulegum efnum. Hraunið, sem valió er í hvern grip, er allt út síðasta Heklu- gosi. Sýningin er opin frá kl. 14-20. Tjarnarbíó, sími 19181 Sýðasta sýngarhelgi á sýningunni Light Nights. Sýn- ingarnar hefjast kl. 21-23. Sýningin er gerð til fræöslu um íslenska menningu, þjóðsögur og vík- ingatímann. Sýningin fer fram á ensku. Hótel Búðir Núna stendur yfir sýning á verkum listamannanna Arnar Karlssonar, HalldórsÁsgeirssonar og Magnús- ar Sigurðssonar. Örn sýnir vatnslita- og klippimyndir í þvottahúsinu, Halldór Ásgeirsson sýnir verk sín á bryggjunni og Magnús Sigurðsson sýnir nokkur verk inni á hótelinu. Allar sýningarnar standa yfir i sumar. Gallerí Slunkaríki isafirði Laugardaginn 22. ágúst opnaði myndlistarmaðurinn Grétar Reynisson sýningu. Á sýningunni eru teikn- ingar, sumar unnar með blýanti og kaffi á pappir, en aðrar gerðar með blásaumi, tré, límbandi og oliu. Sýningin stendur til 13. september.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.