Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1992, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1992, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1992. LífsstQl dv DV kannar verð í matvöruverslunum: Bónus selur aðeins fjórar tegundir af tólf - Fjarðarkaup selur allar Vikuleg verðkönnun DV var gerð í gær. Farið var í Bónus Skútuvogi, Hagkaup Eiðistorgi, Kaupstað við Hringbraut, Miklagarð og Fjarðar- kaup. Valdir voru tólf vöruflokkar af handahófi áður en lagt var af stað í könnunina. Þegar upp var staðið kom sú athyglisverða niðurstaða í Neytendur ljós að Bónus selur aðeins fjórar af þeim tólf vörutegundir sem teknar voru í könnunina, Mikligarður átta af tólf en Fjarðarkaup allar tólf. í Bónusi og Miklagarði er þó sama vara til í flestum tilfellum en undir öðrum vörumerkjum. Það dugar bara ekki f verðkönnun þar sem allt- af verður að bera saman sömu vöru af sömu þyngd og innihaldi. Perur ódýrastar í Bónusi Perur voru langódýrastar í Bónusi eða 61 króna hvert kíló. Dýrastar voru þær í Fjarðarkaupum og Kaup- stað á 99 krónur. Hagkaup var með næsthæsta verðið, krónur 95 og Mikligarður seldi perurnar á 66 krónur. Munur á hæsta og lægsta verði er 62%. Lambahryggur af nýslátruðu var ódýrastur í Fjarðarkaupum og Miklagarði eða 735 krónur. Verðið í Miklagarði er með 3% staðgreiðslu- afslætti. Kílóverð af hrygg var 758 á Hagkaup og 804 í Kaupstaö. Á flest- um stöðum var til kjöt frá haustslátr- un 1991 og var þaö mun ódýrara. Lambahryggur ’92 fékkst ekki í Bón- usi. Munur á hæsta og lægsta verði var 9%. Barilla pastaskrúfur aðeins á tveimur stöðum Barilla pastaskrúfur fengust að- Hæsta og lægsta verð Bananar 1i3kí.*3- Grænmeti og ávextir eru ýmist á upp- eða niðurleið í verði, Palmol. uppþv. 160.....-.... Hæst Lægst eins á tveimur stöðum af þessum fimm, í Hagkaupi kr. 65 og í Fjarðar- kaupum kr. 66. Munurinn er rétt rúmt eitt prósent sem varla telst mikið. Barilla skrúfur fengust ekki í Miklagarði, Kaupstað eða Bónusi. Mikligarður og Kaupstaður selja It- aliana pastaskrúfur í pokum og er verðmunur mjög mikill. 500 g poki kostar 67 krónur í Miklagarði en 82 krónur í Kaupstað. Heinz bakaðar baunir fengust ekki í Bónusi né Miklagarði. í Kaupstað kostuðu þær 55 krónur en 52 krónur í Hagkaupi og Fjarðarkaupum. Mun- urinn er 5% í allt. í Bónusi fengust Heinz bakaðar baunir „Vegaterian" sem eru kryddaðri en þessar venju- legu. Hálfdós kostaði 44 krónur. Verðmunur á lambahrygg af nýslátruðu er níu af hundraði. Palmolive uppþvottalögur fékkst ekki í Bónusi og ekki í Hagkaupi. Dýrastur var hann í Kaupstað á kr. 137 en ódýrastur í Miklagarði á kr. 102. Munurinn er 34 prósent. í Fjarð- arkaupum kostaðir Palmolive 123 krónur. HuntsÞ tómatsósa, 680 g, fékkst ekki í Miklagarði og ekki í Bónusi. Dýrust var hún í Hagkaupi, kr. 109, en ódýr- ust, kr. 104, í Fíarðarkaupum. Mun- urinn á hæsta og lægsta verði er 5%. Bónus selur Hunt’s tómatsósu í 907 g flösku á 123 krónur. -JJ Tómatar hækka í verði Verð á tómötum hefur hækkað stöðugt síðan í ágústlok. Þann 26. ágúst var meðalverð á tómötum 181 króna en er nú 226 krónur og er mis- munur 25%. Grænu vínberin eru á uppleið aftur en fyrir hálfum mánuði var meðalverðið 140 krónur en er nú 169 krónur. Mandarínurnar hafa lækkað mikið frá því í síðustu könnun sem gerð var þann 7. október. Þá var meöal- verðið 195 krónur en er nú 150 krón- ur. Blómkál er á uppleið milli vikna. Þann 14. október var meðalverð 149 krónur en er nú 187 krónur. Meðalverð á kínakáli er á hægri uppleið en meðalverðið er nú 109 krónur en var 101 króna fyrir viku. Rauða paprikan hrapar hins vegar í verði á milli kannana. Þess ber að geta að verð á rauðri papriku var kannað síðast fyrir mánuði og þá var meðalverðið 534 krónur en er nú 338 krónur. -JJ Sértilboð og afsláttur: Á sértilboði hjá Bónusi má fá stk. 1 pakka, 538 g poka af engifer- Ariel Ultra, 2,8 kg á krónur 929, tiu kökum á kr. 141, Krakus rauðrófur stykkja pakkníngu af hulstrum yfir í sneiðum, 454 g á 29 krónur, 2 stk. myndbandsspólur á kr. 499, nýja fljótandi handsápa frá Hreini; ann- Frónkexið Smell á kr. 79 fyrir 225 að með dælu og hitt er áfylling, g pakkningu, Tapir salemispappír, samtals á 219 kr. 32 rúllur í pakka á 589 krónur og í Miklagarði er mikiö til af Better Negrakossa frá Opal, 6 stykki í Value vörum á tilboðsverði. Tóm- pakka, á krónur 99. atsósan kostar 69 kr. 906 g, bakaðar Á vikutilboði í verslunum Kaup- baunir á kr. 39, ananas í bitum, 454 staðar er reykt medisterpylsa á g á 49 krónur og örbylgjupopp á krónur 489 kílóið, Heinz bakaðar kr. 79 með þremur í pakka. baunir, hálfdós á 39 krónur, Polo Sértilboð þessa vikuna í Hag- myntubrjóstsykur á 85 kr„ fimm kaupi er nautahakk sem lækkar rúlJur í pakkningu, Rollo súkkul- úr 639 krónum í 499 krónur, Em- aðimolar, 3 rúllur á 99 krónur mess vanillustangir, 10 stk. á kr. pakkinn, og Frón Smellur (nýtt á 199, Bla Tern salemispappír, 8 rúll- markaði) á kr. 79. ur á 129 krónur. Bondelle grænar Fjaröarkaup em með mörg sértíl- baunir, 400 g á 39 kr. og 5 tegundir boð á kjarapalli. Þar má nefna af Knorr gryta á 139 krónur pakk- Hatting bruður á 69 krónur með 18 inn. -JJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.