Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1992, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1992, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1992. 9 Karl Bretaprins kominn í slíkar ógöngur að aftur verður ekki snúið úr þessu: * Lýðveldissinnar ætla að koma Karli á kné » - segir náin vinkona hans og telur að samsærið nái til æðstu staða í stjómkerfínu „Þaö leikur enginn vafi á aö þetta er þrautskipulagt samsæri. Þaö nær til æöstu staöa en aö baki öllu standa lýðveldissinnar sem lengi hafa beðið efiir tækifæri til aö koma Karli á kné,“ segir lafði Tyron, ein nánasta vinkona Karls Bretaprins um langt árabil. Lítiö mál er aö setja saman sam- særiskenningu en í ljós hefur komið aö lafðin hefur sitthvað til síns máls. Ekki getur veriö einleikið aö Karl prins er nú kominn í þvílík vandræöi að hæpið er að hann fái nokkru sinni aö taka viö konungdómi. Það fyrsta er að upptökur af sam- tah Karls og hjákonunnar Camiilu Parker Bowles eru gerðar af fag- mönnum en ekki fúskara eins og raunin var þegar símtal Díönu prins- essu og ökuþórsins James Gilbey var hleraö. Þar yfirgnæfðu bark og brest- ir samtalið á köflum. Breska leyni- þjónustan að verki Upptökur af ástarsamtali Karls og Camillu bera hins vegar vott um fag- mennsku og böndin berast umsvifa- laust að bresku leyniþjónustunni. Hún hefur tæki og aöstöðu til aö standa svona að verki. Þá er mjög ólíklegt er að óviðkom- andi menn viti nákvæmlega hvaða síma á að hlera og hvenær. Þetta bendir til að menn í þjónustu kon- ungsfjölskyldunnar séu við máhð riðnir. Aðeins í Buckinghamhöh er vitað svo nákvæmiega um ferðir og gerðir Karls að hægt sé að hitta á nákvæmlega rétta samtahð. í þriðja lagi undrast menn hvers vegna samtal Karls og Camillu komst fyrst í hendur fjölmiðla nú í upphafi vetrar. Upptökumar em fjögurra ára gamlar og eldri en frægt samtal Dí- önu og Ghbeys. Hneykshð hefur því verið vel geymt öh þessi ár. Einmitt nú sér einhver sér hag í aö láta sprengjuna faha og breska konung- dæmið hefur ekki staðið svo tæpt í aldaraðir. Máhð er síst skárra en þegar Játvarður Vin. sagði af sér árið 1936. Þegar einnig er haft í huga að mjög hefur verið sótt að konungdæminu nánast aht þetta ár og konungsfjöl- skyldan hefur flækst í eitt hneykshð Camilla Parker Bowles hefur á laun átt vingott við Karl árum saman. drottning hafi ákveðið fyrr á árinu að grípa til aðgerða. Fyrst hafi hún lagt aö Karh og Díönu að lappa upp á hjónabandiö þannig aö almenning- ur vissi ekki annað en allt léki í lyndi. Það tókst ekki. Díönu var nú hótað hneyksh og hún fékk það; ástarsamtahð fræga látið leka tíl fjölmiöla. Starfsmenn drottningar höfðu þá haft það undir höndum í meira en ár. Díana lét sér ekki segjast eins og vel kom í ljós í ferðinni tU Suður-Kóreu nú í haust. Þar var hún einstaklega kuldaleg við mann sinn. Karl var og fúll á móti og sýndi konu sinni ekki minnsta áhuga. Nú var komin röðin aö Karh og reynt að snúa upp á handlegginn á honum. Honum var hótað að fjöl- miðlum yrðu færðar sannanir fyrir áralöngu ástarsambandi hans við Camillu Parker Bowles, gifta konu og tveggja barna móður. Karl beygði sig ekki og nú er nær vist að hann verður ekki Bretakonungur. -GK Karl Bretaprins stendur frammi fyrir þvl að verða að velja milli ástkonunn- ar Camillu Parker Bowles og krúnunnar. Margir telja að hann velji Camillu þótt hún sé gift kona og skilnaður við Díönu prinsessu verði eitt mesta hneykslið í sögu bresku konungsfjölskyldunnar. Símamynd Reuter Díana lætur sér í léttu rúmi liggja þótt hún verði ekki drottning. af öðru þá er eðhlegt að menn leggi trúnað á kenningar um samsæri. Helsti vandinn við samsæriskenn- ingamar er að erfitt er að sjá hver ætti að hagnast á hruni konungdæm- isins. Lýðveldissinnar eru hvorki stór né öflugur hópur að því er menn best vita enda hefur breska konungs- fjölskyldan notið fádæma vinsælda allt th þessa. Lýðveldissinnar láta þó æ meira í sér heyra. Ætlar drottning sjálf að fella Karl? Ein kenningin er að Ehsabet drottning standi sjáif að baki öhu uppistandinu. Hún hafi nú um stund ætlað sér með góöu eða ihu að koma í veg fyrir að Karl og Díana taki við eftir sinn dag. Hjónaband þeirra hef- ur verið í upplausn undanfarin fimm ár og eins víst að th skhnaöar komi eftir að þau eru sest að völdum. Það getur gamla konan ekki hugsað sér. Þessi kenning gengur út á að FAX- - SÍMA- DEILIR Nú er ekkert vandamál að vera með fax og síma eða síma og tölvumótald á einni símalínu því deilir leysir málið. Hann skynjar úr hvernig tæki hringingin kemur og sendir hana í rétt viðtökutæki, það er síma/sím- svara eða myndsendi/tölvuna. Þetta er einföld og ódýr lausn. Deiiir fæst hjá: Öryggi, Húsavík. EST, Akureyri. Radíónausti, Akureyri. ACO, Reykjavík. Heimilistækjum hf., Reykjavík G.K. Vilhjálmssyni, Smyrlahrauni 60, 220 Hafnarfirði. Sími/Fax 91-651297. ÓT TÖL VUÞJÓNUSTA, Akureyri Frekur, skap- bráður og illa upp alinn Vilhjálmur, sonurKarls BretaprinsogDí- önu prinsessu, gengur næstur foðursínumað erfðum.Hanner aðeinstíuára gamahogþvítal- innahtofungur thaðgegnakon- ungdómi þótt dæmi séu um í Bretlandi að svo ung böm hafi tekið við veldissprota. Fari svo að Karl afsali sér konung- dómi verður Ehsabet því að sitja í það minnsta th aldamóta th að Vh- hjálmur verði hæfur í embætti. Mörgum Bretum þykir þó ekki efnhegt að fá Vilhjálm fyrir konung því hann er að sögn óþægur, skap- bráður, frekur og hla upp alinn. Hann er ódæh í skóla en Díana hefur látiö hann og bróðurinn Hinrik ganga í opinbera skóla. Vilhjálmur erfóaprins. Orlando 3ja sæta + 2ja sæta sófar Kr. 131.000,- afborgunarverð Kr. 117.900,- staðgreitt 0 r^ysnD —m!ns Corsair 252 3ja sæta sóf! og 2 stólar Kr. 178.800,- afborgunarverð Kr. 160.900,- staðgreitt Opið laugardag til kl. 16.00 SUÐURLANDSBRAUT 22 ^ SÍMI 36011 AMERISKU SOFASETTIN KOMIN AFTUR ÓTRÚLEGA HAGSTÆTT VERÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.