Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1993, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1993, Blaðsíða 3
Mismunur á kjörvöxtum Islandsbanka og vöxtum spariskírteina o n mm 0,37% 0,07% °W° 0.05% mar. apr. maí jun FÖSTUDÁÖUR 15. J'ANÚAR 1993. Á - ftO% oHW"uj; Mý" 9fC staðgbeiðsluafsU greiðslukortawg AHKUG4RDUR MARKAÐUR VIÐ SUND Fréttir Lagt til að lauitin verði gerð opinber - borgarstjóri vill trúnað en formaður BSRB vill að leyndinni sé aflétt „Þetta er liður í því að svipta leynd- inni af samningum við fólk. Það eru skiptar skoðanir um það hvort laun og hlunnindi eigi að vera trúnaðar- mál. Ég tel að þetta eigi að vera opin- bert mál, ekki síst á tímum atvinnu- leysis. Þá eru þessar upplýsingar mikilvægar ef tryggja á lögbundið jafnrétti í launamálum," segir Ólína Þorvarðardóttir borgarfulltrúi. Ólína og Guðrún Ögmundsdóttir, borgarfulltrúi Kvennalistans, hafa lagt fram tillögu í borgarráði um að Reykjavíkurborg láti liggja frammi lista yfir aUa borgarstarfsmenn. Á listunum komi fram upplýsingar um hvaða störfum þeir gegni, starfsald- ur, launaflokk auk upplýsinga um ýmis fríðindi, svo sem bílastyrki, yf- irvinnugreiðslur og dagpeninga. Sambærilegir listar lágu frammi hjá borginni fram til ársins 1976 og stutt er síðan ríkið hætti að birta slíka bsta. Á fundi borgarráðs á þriðjudag- inn var máUnu vísað tíl umsagnar starfsmannastjóra. Að sögn Ögmundar Jónassonar, Borgarstjóri er andvígur því að op- inbera laun borgarstarfsmanna formanns BSRB, hefur það jafnan verið afstaða BSRB að ekki eigi að hvfla leynd yfir umsömdum launa- kjörum. í seinni tíð hafi það í raun verið óæskileg þróun hjá ýmsum opinberum aðflum að sitja á þessum upplýsingum. „Þessi leynd er alþekkt sem vald- stjórnsaðferð innan fyrirtækja og þar er starfsfóUd jafnvel bannað að skýra öðrum frá launum sínum. Þetta er til þess faUið að sundra fólki og valda tortryggni. Ég er því hlynnt- ur því almenna sjónarmiði að þessi mál séu höfð uppi á borðum en ekki niðri í skúffu,“ segir Ögmundur. Að sögn Markúsar Arnar Antons- sonar borgarstjóra er hann andvígur því að borgin sem vinnuveitandi taki einhUöa ákvörðun um að gefa út opinbera skrá um launakjör starfs- manna sinna. Virða beri trúnaö viö þá. Á hinn bóginn hafi borgarfuUtrú- ar og fuUtrúar starfsmannafélaga aðgang að upplýsingum um röðun í launaflokka. Hann segir enga leynd hvíla yfir fastri yfirvinnu yfirmanna sé eftir því leitað af réttum aðUum. Það sé hins vegar misskUningur að telja yfirvinnu, bfiastyrki, dagpen- inga og fleira til hlunninda eins og skUja megi af tillögu Ólínu og Guð- rúnar. -kaa Bankarnir tregir til vaxtalækkunar - byggðu hækkun á tvöfalt meiri verðbólgu en verður Bankarnir eru tregir tU að lækka vextina, þótt þeir hafi byggt vaxta- hækkun um áramótin á tvöfalt meiri verðbólgu en verður í reynd. Ríkisstjórnin ákvað að hætta við lækkun endurgreiöslu á virðis- aukaskatti af vinnu iðnaðarmanna við íbúðarhúsnæði. Þetta þýðir, að verðbólguhraðinn næstu mánuði verðm- aðeins um helmingur af því, sem eUa hefði orðið. Verðbólguhraðinn hefði eUa orð- ið 7 prósent á tímabUinu janúar til apríl. Eftir breytinguna verður verðbólguhraðinn líklega um 4 prósent þessa mánuöi, miðað við ársgrundvöU. Þetta er verðbólgan á mælikvarða lánskjaravísitölu. Hefði ríkisstjómin staðið áfram við að lækka endurgreiðslu á virðis- aukaskatti af vinnu iðnaðarmanna við íbúðarhúsnæði hefði verð- bólguhraðinn í janúar-febrúar orð- ið 16-17 prósent á ársgrundvelli. Lánskjaravísitcdan hefði í þeim mánuði einum hækkað um 1,3 pró- sent vegna þessa. En af þessu verð- ur ekki. Ríkið veldur raunvaxtahækkun Bankarnir hækkuðu vexti á óverð- tryggðum útlánum um 2 prósentu- stig um áramótin. Það var rökstutt með yfirvofandi aukningu verð- bólgunnar. Verðbólgan eykst af fleiri orsökum en virðisaukaskatt- inum, meðal annars koma fram áhrif gengisfeflingarinnar. Nú segj- ast bankamenn munu endurskoða ákvörðun sína um vaxtahækkun, eftir að ríkisstjórnin hefur breytt stefnu um virðisaukann. En hversu mikilli lækkun má þá búast við? Bankarnir eru tregir til að lækka og hafa enn ekki gert upp hug sinn. Þeir segja, að vextir á verðtryggðum útlánum hafi fyrir áramótin veríð miðaðir viö 1,5 pró- senta verðbólguhraða. Nú, segja bankamenn sem DV hefur rætt við, Grafið sýnir mismuninn á kjörvöxtum á lægstu útlánum íslandsbanka og vöxtum á spariskírteinum ríkisins. Vextir á spariskírteinum urðu jafn- vel hærri en kjörvextirnir eins og sést. Þannig keyrði ríkið raunvexti upp. Sjónarhom Haukur Helgason hafi þeir um áramót hugsað sér 5,5 prósenta verðbólguhraða næstu 4 mánuði. Þeir hafi hækkað vextina um 2 prósentustig en önnur 2 pró- sentustig hafi verið eftir „í pípun- um“. Sú hækkun hefði hugsanlega komið á næstunni. Nú verði ekki af þeirri viðbótarhækkun, eftir að rOcisstjórnin hafi breytt afstöðu sinni um virðisaukaskattinn. En sumir segja sem svo, að bankarnir hafi byggt tveggja prósenta vaxta- hækkun á verðbólgustigi, sem í reynd verði helmingi minna. Því sé rökrétt að bankarnir dragi til baka helminginn af vaxtahækkun- inni eða um 1 prósentustig á óverö- tryggðum útlánum. Raunvextir, vextir umfram verð- bólgustig, lækka hins vegar ekki. í ljós kemur, að það er ríkið, sem hefur sprengt upp raunvextina. Vextir á spariskírteinum ríkisins hækkuðu að undanfórnu. Þeir urðu þá jafnvel hærri en lægstu vextir á útlánum bankanna, tO dæmis kjör- vöxtum íslandsbanka, eins og sést á meðfylgjandi grafi. Þannig gat borgað sig fyrir menn að taka lán til þess að kaupa spariskírteini rík- issjóðs með hagnaði. Það getur að sjálfsögðu ekki gengið. Því hækk- uðu bankamir raunvexti um ára- mótin í framhaldi af umsvifum rík- isins á lánsíjármarkaði. Deilur í borgarráði um launakjör borgarstarfsmanna:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.