Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1993, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1993, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1993 Eins og sjá má eru ýmis hljóðfæri gripin með í Hljómskálann. miöar í bíó ■ Geislaplötur með tónlistinni Nú er tækifæri fyrir alla krakka að ná sér í miða á bíómyndina í Regnbogan- um sem, aö sjálfsögðu, er með íslensku tali. Litaðu myndina og sendu til Krakkabklúbbsins fyrir 28. apríl nk. Nöfn 50 heppinna krakka verða dregin út og fá þeir tvo miða á Tomma og Jenna. Aðrir 15 krakkar verða dregnir út og fá þeir geislaplötu með tónlistinni úr myndinni. Allir vinningarnir verða sendir til vinningshafa í pósti. Nafn:..................................................................... Heimilisfang:............................................................. Póstnúmer:................................................................ I' Utanáskrtftln er v/Tommi og Jonni Þverholti 11, 105 Royklavík S-K-í-F-A-N Söngglatt fólk kemur saman einu sinni í viku: Rútubíla- lögin sungin viö raust í Hljóm- skálanum Á hveiju mánudagskvöldi frá klukkan 9.30-11 heyrist margradda söngur frá Hljómskálanum. Hann kemur þó ekki frá hefðbundnum kór heldur hressum hópi fólks sem kem- ur saman og tekur gömlu „rútubíla- lögin“ sér til upplyftingar og ánægju. Þarna eru sungin viö raust lög eins og Þórsmerkurljóð og vafalaust lagiö um hann Bjössa á mjólkurbílnum, svo eitthvaö sé nefnt. Þeir sem eiga hljóðfæri grípa þau gjaman með sér. Sumir spila á gítar, aðrir á blásturs- hljóðfæri og enn aðrir á trommur. AÚir leggja eitthvað af mörkum meö söng og hijóðfæraleik. DV sló á þráðinn til Jóhönnu Magnúsdóttur sem er ein úr hópnum og situr að auki í þriggja manna stjórn hans. Hún sagði að það væri ákveðinn kjami, um 40 manns, sem kæmi oftast í sönginn á mánudags- kvöldum. Sannast sagna væri Hljóm- skálinn að springa utan af söngfólk- inu þar sem alltaf væru einhverjir að bætast í hópinn. Oft mættu svo margir að einhverjir yröu að sitja á gólfmu. Fólkiö mætti með texta- möppumar sínar, sem sífellt væri að bætast í, og síðan skiptist það á um að velja lög. Allir yröu að syngja það sem stungið væri upp á. Þaö er ekki einungis fullorðna fólk- ið sem hefur gaman af að taka lagiö. Börnin og unglingarnir láta sig ekki heldur vanta. Öllum er frjálst að koma og töluvert um að börn komi meö foreldrum sínum. Þaö á ekki síst við fyrir jóhn en þá eru sungnir jólasöngvar, kökur og gos eru á boð- stólum og mikil stemning í lofti. Starfað í tíu ár Þessi lífsglaði hópur hefur nú sung- ið saman í rúmlega tíu ár. í haust var haldið upp á tíu ára afmæliö með skemmtun í Risinu. Þá var borðaður góður matur, dansað af krafti við harmóníkuundirleik og lagið auðvit- að tekið. Sönghópurinn gerir ýmislegt fleira en að hittast reglulega í Hljómskál- anum. Hann heldur vorfagnað, þorrablót, fer út að borða og kíkir inn á krá eða fer eitthvað annað þar sem hægt er að syngja. Einnig er farið í Heiðmörk og grillað, auðvitað með hljóðfæri og söngmöppur í fartesk- inu. Meginmarkmiöið er aö hafa gaman af líðandi stundu og njóta þess aö vera saman, eða eins og einn, sem nýkominn er í sönghópinn, orð- aði það: „Það sem mér finnst svo stórkostlegt er að hér eiga alhr sinn tilverurétt.“ Stundum bregða svo félagamir undir sig betri fætinum og heim- sækja ýmsar sjúkrastofnanir og syngja með þeir sem þar dvelja svo- htla stund. Þannig hafa þeir heim- sótt Reykjalund nokkrum sinnum, Sunnuhhð og Sjálfsbjargarhúsiö svo eitthvað sé nefnt. Talsvert er um að slíkar stofnanir hafi samband við hópinn og biðji hann að koma og syngja með fólkinu, sem þar dvelur, um stund. Það er auösótt mál og borgun má ekki nefna. Allt er þetta gert ánægjunnar vegna. Byrjaði í heimahúsum Nú kynni sjálfsagt einhver að spyija hvert hafi verið upphafið á samstarfi þessa lifsglaða fólks. Því er til aö svara, að nokkrir upphafs- mannanna tóku sig til og byijuðu að syngja í heimahúsum. Var þá komið saman heima hjá félögunum til skipt- is. Síðan fór þetta að vinda upp á sig, þannig að húsnæði var tekið á leigu til þess að hægt væri að gefa fleirum kost á aö vera með. Ekki hefur af veitt því þetta hefur heldur betur hlaðið utan á sig þau tíu ár sem hópurinn hefur sungið saman. Og enn eru nýir að bætast við. -JSS Og svo syngur fólk af innlifun, eins og vera ber. DV-myndir Hanna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.