Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1993, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1993, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 30. APRÍL1993 Erlend bóksjá Metsöliikiljur Bretland Skáldsögur: 1. Clive Cussler: Sahara. 2. Robert Ludlum: The Road to Omaha. 3. Catherine Cookson: The House of Women. 4. P D. James: The Children of Men. 6. Joanna Trollope: The Rector's Wife. 6. Joanna Trollope: The Choir. 7. Ruth Rendell: Kissing the Gunner's Daughter. 8. Mary Wesley: A Dubious Legacy. 9. Alexander Kent: Beyond the Reef. 10. Terry Ðrooks: Elf Queen of Shannara. Rit almenns eðlis: 1. Brían Keenan: An Evii Cradling. 2. Andrew Morton: Diana: Her True Story. 3. Peter Mayle: Toujours Provence. 4. Bill Bryson: The Lost Continent. 5. Peter Mayle: A Year in Provence. G. Peter Mayle: A Year in Provence. 7. Bill Bryson: Neither here nor there. 8. Malcolm X 8i Alex Haley; The Autobiography of Malcolm X. 9. Rory MacLean: Stalin's Nose. 10. Cleese & Skynner; Famílies & how to Survive Them. (Byggt á The Sunday Times) Danmörk Skáldsögur: I.Svend Age Madsen: At fortælle menneskene. 2. Fay Weldon: Darcys Utopia. 3. Paul Read: VI lever. 4. Isabel Allende: Andernes Hus. 5. Herbjorg Wassmo: Dinas bog. 6. Bret Easton Ellis: American Psycho. 7. Mette Winge: Sandflugt. (Byggt á Politiken Sendag) Pressan og einkalífiö Samskipti stjómvalda og dagblaða hafa oft verið stormasöm. Sums staðar, til dæmis í Bandaríkj- unum, er frelsi fjölmiðla svo ræki- lega varið í stjómarskrá landsins að stjómvöldum á hverjum tima dettur vart í hug að reyna að beita valdi sínu til að koma böndum á blöðin. Annars staðar er hótun um laga- setningu haldið sem Damóklesar- sverði yfir íjölmiðlum. Þetta á við í Bretlandi þar sem ríkur geðklofi ein- kennir oft afstöðu ráðamanna til blaðanna. Hvað er einkamál? íhaldsflokkurinn hefur sem kunn- ugt er farið með völd í Bretlandi um árabil. Ráðherrar í ríkisstjórn íhaldsmanna hafa hvað eftir annað hótað að setja lög á pressuna til að hindra að hún hnýsist í það sem stjómmálamennirnir telja einkamál. En hvað er einkamál?-* Það er ekki til neitt einhlítt svar við þeirri spurningu, eins og fram kemur í þessari nýju bók um sam- skipti stjómvalda og dagblaða í Bret- landi síðustu áratugina. Ein ástæöan er sú aö það sem telst einkamál hjá Jóni Jónssyni verka- manni getur skipt almenning vem- legu máh ef það gerist hjá Jóni Jóns- syni ráðherra. Eða, svo vitnað sé til nýlegra mála í breskum fjölmiðlum: það kemur engum við hvort Jón á Eyrinni held- ur framhjá konu sinni. En, segja breskir blaðamenn, allt öðru gildir um framhjáhald ráðherra sem hefur Umsjón Elías Snæland Jónsson í kosningabaráttu lagt sérstaka áherslu á gildi fjölskyldunnar og lát- ið af því tilefni birta af sér og eigin- konu sinni fjölda heimihslegra mynda til að undirstrika að hann sé ástkær eiginmaður. Slík hegðan ráð- herrans er bein tilraun til blekking- ar, segja þeir, og gefur að auki til kynna alvarlegan skapgerðarbrest sem kjósendur eigi heimtingu á að vita um. Þetta viðhorf er ríkjandi í fleiri löndum þótt svo sé ekki á íslandi. Tvískinnungur Athyghsvert er að lesa hér um þann tvískinnung sem gjaman ein- kennir afstöðu stjómmálamanna í þessu efni. Gott dæmi um það er fordæming margra þeirra á skrifum bresku blaðanna um framhjáhald Mellors, ráðherrans sem varð að lokum að segja af sér. Hægt er að geta sér til um af hvaða hvötum slík fordæming er fram sett þegar haft er í huga að einn ráðherr- anna reyndi í síðustu kosningabar- áttu að koma á framfæri við útbreitt dagblað kvennafarssögum af hættu- legum pólitískum andstæðingi íhaldsflokksins. Það er sum sé í lagi að blöðin fjalli bara ef þeir em úr röðum andstæð- inganna. Við lestur þessarar forvitnilegu bókar er þó ljóst að bresku blöðin hafa ýmislegt að skammast sín fyrir. Ég vil nefna tvennt sérstaklega. Annars vegar hrægammslegar at- lögur að fólki sem er svo óheppið að lenda að ósekju í einhverjum harm- leik. Slík saklaus fómarlömb hafa gegnum tíðina fengið hraksmánar- lega meðhöndlun af hálfu breskra blaða. Hitt er póhtísk einsýni og bhnda margra þessara dagblaða. Hún náði hámarki í fyrirlitlegum skriðdýrs- hætti frammi fyrir þýsku nasistun- um og ógnarverkum þeirra - allt þar til síðari heimsstyrjöldin hófst. Þar var sýnu verstur hlutur þeirra blaða sem mestrar virðingar njóta. The Good, the Bad and the Unacceptable. Höfundur: Raymond Snoddy. Faber & Faber, 1993. Metsölukiljur Bandaríkin Skátdsögur: 1. John Grisham: The Pelican Brief. 2. Michael Crichton: Jurassic Park. 3. John Grisham: The Fírm. 4. John Grisham: A Time to Kill. 5. W.E.B. Griffin: The Assassin. 6. Amanda Quick: Dangerous. 7. Sue Grafton: „I" is for Innocent. 8. Dick Francis: Comeback. 9. Belva Píain: Treasures. 10. Michaei Crichton: Rising Sun. 11. Maya Angelou: On the Pulse of Morning. 12. Eric Segal: Acts of Faith. 13. Anne Rice: The Witching Hour. 14. Kathryn Harvey: Stars. 15. Barbara Delinsky: More than Friends. 16. Robert B. Parker: Double Deuce. 17. Jayne Ann Krentz: Wildest Hearts. Rit almenns eölis: 1. M. Scott Peck: The Road Less Travelled. 2. Maya Angelou: I Know why the Caged Bird Sings. 3. Peter Mayle: A Year in Provence. 4. R. Marcinko 8t J. Weisman: Rogue Warrior. 5. Deborah Tannen: You just Don't Understand. 6. Gloria Steinem: Revolution from within. 7. Susan Faludi: Biacklash. 8. Al Gore: Earth in the Balance. 9. Piers Paul Read: Alive. 10. Nancy Friday: Women on Top. (Byggt á New York Times Book Review) Vísindi Skrifað er á skjá nýju vasatölvunn- ar og bréfið sent með innbyggðu faxi í næstu heimsálfu. Skrifstofu stungið í vasann í venjulegri vasabók er bara pappír og þaðan verður ekkert tek- ið nema rífa blööin úr. Þetta er auðvitað ófært ástand og því kepp- ast öll helstu tölvufyrirtæki heims nú viö að koma á markað tölvuv- æddum vasabókum sem gera nán- ast aflt sem miklu úrvali af skrif- stofutækjum er ætlað að gera. í eitt tæki er sett minnisbók, far- sími, tölva og fax. Tækið verður að vera svo fyrirferðarlítið að það komist fyrir í vasa en svo öflugt að það ráöi við verkefni forvera sinna á skirfstofunum. Eitt erfiðasta vandamáhð er að lyklaborð kemst ekki fyrir á svo htlu tæki. í einni útgáfunni hefur því lyklaborðið verið leyst af hólmi með penna. Þá skrifar notandinn á skjáinn í stað þess að slá upplýs- ingamar inn. Þetta tæki kallast Newton og kemur frá rafeindafyr- irtækinu Sharp. Þaö mun kosta um 60.000 íslenskar krónur. Reyta hár sitt vegna geim- geisla „Við sitjum nú uppi með hundruö einskisnýtra bóka. Allt sem til þessa hefur verið sett á blað um gammageisla utan úr geimnum er bara rugl,“ segir Stan Woosley, stjamfræðingur hjá bandarísku geimferðastofnuninni NASA, eftir nýjustu mælingar á þessum dular- fullugeilslum. Hann og aðrir stjarnfræðingar reyta nú hár sitt yfir niðurstöðun- um. Vísindamennhöfðu sett saman margar kenningar um hvaðan gammageislar kæmu en engin þeirrafærstaðist. í fyrsta lagi koma geislamir úr öllum áttum og því virðist sem þeir séu upprannir alísstaðar og hvergi. Þá em þeir mun sterkari en áður var taiið og það er ekki upplífgandi þegar enginn veit hvaðan þeir koma. Sælt aðvera fátækur Sálfræðingar við háskólann í Tennessee í Bandaríkjunum segja að afkomendur ríkra manna fái oftar hjartasjúkdóma en þeir sem alist hafa upp við sult og seym. Uppeldinu er kennt um en ekki ólíku mataræði. Sú niðurstaða er dregin af því að þegar mönnum er skipt í hópa eftir skapferli þá lenda þeir sem alist hafa upp við auðlegð miklu oftar í hópi þeirra stressuðu ogóþolinmóðu. Stresshðinu er mun hættara við hjartasjúkdómum en hinum. Mun- urinn er tahnn stafa af ólíkum kröfum til bama í uppvextinum. Sundmenn eyða meiri orku en skokkarar. Sund er betra en skokk Bandaríski tölfræðingurinn og sundmaðurinn Howard Wainer hefur fundið út að sund krefst meiri orku en skokk eða hlaup. Skokkarar halda öðm fram en ná- kvæmar mælingar á brennslunni í líkamanum sýna að sundmenn reynameiraásig. í tilraun vom hópar sundmanna og skokkara fengnir til að taka á í 20 mínútur. Skokkararnir komust þrisvar sinnum lengri leið á þess- um tíma en sundmennimir höfðu brennt fjórðungi meiri orku. Þá kom í ljós að simd hefur þeim mun meiri áhrif á brennsluna í likaman- um sem menn em lélegri í sundinu. Þráðlausbær Smábærinn Quitanque í Texas er sérstakur að því leyti að þar em engar símalínur. Seint á síðasta ári var hefðbundið símakerfi lagt niö- ur og þess í stað teknir í notkun þráðlausir örbylgjusímar. Nýju símamir em tengdir um- heiminum gegnum nokkrar ör- bylgjustöðvar í bænum. Notendur segjast nú heyra betur í viðmæ- lendum sínum enda hljóðið skýr- ara en bæði í farsímum og venju- legumsímum. Röð og regla ertímasóun Ein leiðin tíl að spara tíma við leit að skjölum á skrifborði er að hafa allt á rúi og stúi. Mark Landsdale við háskólann í Loug- hborough á Englandi hefur kannað málið og segir að þeir sem hafa allt í röð og reglu séu að jafnaði lengur að finna það sem þeir leita að á skifborðinu en hinir sem sitja í mslahaugnum. Landsdale segir að óreiðumenn og reglumenn séu tvær ólíkar manngerðir sem ekki hugsa eins. Og hann fullyrðir að þeir sem kunna best við sig í miðjum gíg af pappírum, gömlum kaffivættum dagblöðum og kexi hugsi skýrar en hinir. Óreiðumennimir viti aUtaf í hvaða samhengi þeir lögðu hlutinn frá sér síðast og geti því sótt hann aftur í hauginn á örskotstund. Reglumennimir búi sér til kerfi til að raða hlutunum eftir og mvrni bara eftir kerfinu en ekki hvar hluturinner. Nú er hægt að velja hvort kýr eign- ast naut eða kvigur. Kálfarvaldir eftir kyni Bandarískum erfðafræðigum hefur tekist að skUja á miUi karl- og kvenkynsarfbera í nautasæði og ráða þannig hvort kýmar eiga naut eða kvígur. Aðferðin er nokkuð flókin en ár- angurinn er ótvíræður. Með hinni nýju aðferð er hægt að ráða kyninu Í90%tilvika. Rannsóknir hafa leitt í ljós að um 4% meira er af erfðaefni í karlkyns- frumum í sæðinu en kvenkyns. Við Utun á sæðinu taka karUrumumar meira af Utarefninu til sín og eftir þaö er hægt að láta tölvu skilja kyninað. Nautgripabændum þykir þetta spennandi kostur því mjólkur- bændur vUja kvígur en kjötbændur naut. Sömu aðferð má nota á mannfólkið ef vilji er íyrir hendi. Umsjón Gísli Kristjánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.