Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1993, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1993, Blaðsíða 28
48 MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1993 Afmæli w 13 V Hjörtur Leó Jónsson Hjörtur Leó Jónsson, fyrrv. hrepp- stjóri, til heimilis aö Kárageröi við Eyrargötu á Eyrarbakka, er sjötíu ogfimmáraídag. Starfsferill Hjörtm- fæddist á Kambi í Deild- ardal í Skagaflröi og ólst upp í Hofs- hreppi í Skagafirði. Hann lauk bamaskólanámi á Hofsósi, stundaði nám við Bændaskólann á Hólum 1933-34 og nám við íþróttaskólann í Haukadal 1938-39. Hjörtur stundaði síðan ýmis störf til sjós og lands, var t.d. lögreglu- þjónn á Siglufirði um skeið. Hann flutti á Eyrarbakka 1946 og haíði þar um tíma allmikla garðrækt. Hjörtiu- var hreppstjóri á Eyrar- bakka í tuttugu ár. Hann sá um sjúkrasamlag Eyrarbakka um ára- bil og sá um öll sjúkrasamlög Ámes- sýslu á árunum 1972-90 er hann hætti vegna aldurs. Fjölskylda Kona Hjartar er Sesselja Ásta Er- lendsdóttir, f. 28.9.1921, húsmóðir. Hún er dóttir Erlends Jónssonar, skipstjóra á Stokkseyri, og Vigdísar Guðmundsdóttur húsmóður. Böm Hjartar og Sesselju Ástu era Jón Erlendur, f. 8.3.1946, starfsmað- ur við véla- og pallaleigu í Reykja- vík; Vigdís, f. 2.3.1951, starfar við leikskóla á Selfossi, gift Þórði Árna- syni trésmíðameistara og eru böm þeirra Þórdís Erla, f. 15.10.1970, snyrtifræðingur og Ami Leó, f. 7.11. 1973, við byggingarvinnu; Hreinn, f. 13.3.1956, sjómaöur í Þorlákshöfn og em böm hans Ásta Huld, f. 2.11. 1981, Hjördís Gígja, f. 21.9.1986 og HreinnOrri,f. 17.11.1989. Dætur Hjartar frá fyrra hjóna- bandi með Lilju Fransdóttur em Hólmfríður Rannveig, f. 6.10.1941 starfsmaður við Barnaskólann á Laugarlandi í Holtum, og á hún fjög- ur böm, Önnu Lilju, f. 24.4.1959, húsmóður, Ingu, f. 20.4.1961, hús- móður, Sigmar, f. 18.9.1962, tré- smíðameistara og Birgi Leó, f. 20.2. 1970, trésmíðameistara; Hrafnhild- ur, f. 25.8.1943, lengst af starfsmaður við Keflavíkurflugvöll og á hún íjög- ur böm, Þórdísi, f. 3.6.1964, húsmóð- ur, Nönnu, f. 10.2.1967, húsmóður, Svein, f. 1.4.1964, tamningamann og Vigdísi, f. 11.4.1973, starfsmann við gróðurhús. Albræður Hjartar: Runólfur Jóns- son, f. 1919, b. á Brúarlandi í Skaga- firði; Páll A. Jónsson, f. 1921, fyrrv. hótelstjóri á Siglufirði; Ingólfur, f. 1923, d. 1990, b. á Nýlendi í Skaga- firði. Hálfsystkini Hjartar: Steinþór Ás- geirsson, f. 1912, d. 1993, fram- kvaemdasljóri í Reykjavík, og Bald- ur Ásgeirsson, f. 1914, Ustamaður og starfsmaður hjá GUti í Reykjavík; María Jónsdóttir, f. 1923, húsmóðir á Siglufirði. Foreldrar Hjartar vom Jón HaU- dór Árnason, f. 1878, d. 1939, tésmið- Hjörtur Leó Jónsson. ur og skáld á Kambi, og Hólmfríður RannveigÞorgilsdóttir, f. 1888, d. 1973, bóndi. Hjörtur og Sesselja Ásta taka á móti gestum í Tryggvaskála milU kl 19.00 og 21.00 á afmæUsdaginn. Sviðsljós Samæflng björgunarsvelta á Austurlandi var nýlega haldln á Neskaup- staó. Ellefu slöngubátar tóku þátt i verklegri æflngu með útkalli en siö- an var elnnig æfing með þyrlu frá Varnarliðinu á Keflavikurflugvelli. Björgunarsveitarmenn voru mjög ánægóir með árangurinn af æfing- unni en á myndinni má sjá hluta af búnaði þeirra. DV-mynd Hjörvar Sigurjónsson, Neskaupstaö Smáauglýsingar - Sími 632700 Ódýri tjaldvagninn. Frumsýnum ódýr- an og vandaðan 4 manna fjölskyldu- vagn sem kemur mjög á óvart, aðeins kr. 269.800. stgr. Sjón er sögu ríkari. Verið velkomin í sýningarsal okkar. Víkurvagnar, Síðumúla 19, s. 684911. ■ Sumarbústaöir Heilsársbústaðirnir okkar eru íslensk smíði, byggðir úr völdum, þurrkuðum norskum viði. Verð á fullbúnum hús- um er frá: 35 m2, kr. 2,3 m., 41 m2, kr. 2,7 m., 45 m2., kr. 2,9 m., 50 m2, kr. 3,2 m., 61 m2, kr. 3,6 m. með eldhúsinnr., hreinlætistækjum (en án verandar og undirstöðu). Húsin eru fáanleg á ýms- um byggingarstigum. - Greiðslukjör - Teikningar sendar að kostnaðarlausu. RC & Co hf„ s. 670470. ■ BjQar til sölu Toyota LandCruiser GX, árg. '87, til sölu, ekinn 100 þús. km, rafmagn í rúðum, aukamælar og 33" dekk. Verð 1.650 þús. stgr. Upplýsingar í sima 98-78815. Þessi húsbíll er með öllum þægindum, þ. á m. stóru fortjaldi, bensínljósamót- or og dráttarkúlu o.m.fl. Verð aðeins 1.300 þús. Hafið samband við auglþj. DV í síma 91-632700. H-971. ■ Ýmislegt Nú býðst fyrirtækjum og einstaklingum aðstaða til geymslu á stóru sem smáu á vöktuðu útisvæði. Bjóðum geymslu- reiti í öllum stærðum, frá 25 m2 upp í nokkur þúsund m2. Allt eftir því hvað hentar hverjum og einum. Tökum einnig í umboðssölu vinnu- vélar, vinnuskúra, timbur, báta o.fl. Geymslusvæðið hfi, Kapelluhrauni v/Straumsvík, s. 654599, fax 654647. QMI-torfæran verður haldin á Hellu 5.6. ’93 kl. 14. Skráning hefst .27.5. og lýkur 30.5. kl. 22. Skráning: s. 98-75940 kl. 17-22, fax 98-75227. F.B.S.H. Meiming Málverk á sýningu Mai-Bente Bonnevie í Norræna húsinu. DV-mynd þök Af jörðu - Mai-Bente Bonnevie í Norræna húsinu Á undanfömum árum hefur einhvers konar aftur- hvarf til hins upprunalega verið áberandi í listum- ræðu. Það sem einkennt hefur póstmódemismann er upprifjun á hinum ýmsu vendipunktum í Ustasög- unni, einkum þó endurreisninni. Þannig má segja að listamennirnir séu að viðurkenna að nútíðin búi ekki yfir sjálfstæðri eigind, heldur sé hún einungis stökk- pallur fortíðar inn í framtíð, jafnframt því sem lýst er yfir vantrú á framþróunarhugmyndum og nýjunga- gimi módernismans. Hluti af þessum breyttu áhersl- um felst þó í umhyggju fyrir núinu. Umhverfisvemd- arsjónarmið em þar ofarlega á blaði og norska hsta- konan Mai-Bente Bonnevie, sem nú sýnir í Norræna húsinu, bendir á að í djúpum skilningj sé upplifun konunnar samsvarandi ferh Móður Jarðar; hringrás lífs og dauöa, áminning og spegih. Gagnstætt því ferh sé lífsgæðakapphlaup karhnanna með tílheyrandi mengun og verðmætasóun. Er nema von að umhverfis- vemdarsinnar krefjist mæðraveldis? Óléttar myndir og fullar af orku Bonnevie kveðst hafa fundiö samsvörun í hst ný- steinaldar og ennfremur í hst Súmera og Egypta hvað varöar áherslu á kvenleikann. Þar era konurnar gjaman óléttar og fullar af orku, frjósemi og lífi - synd- in var þá enn ekki komin til skjalanna. í verkum núm- er ehefu og tólf, „Vita I-II“, marka form kvenlíkamans flötinn á afgerandi og markvissan hátt með ástríðu- þranginni útgeislan rauðra og okkurgulra tóna. Ann- ars vinnur listakonan yfirleitt ekki beint út frá formum kvenlíkamans, heldur lætur huga og hönd reika um flötinn í tiltölulega frjálsu flæði. Þetta gengur vel upp í verkum á borð við Gegnum múra (nr. 1), í náttúraöfl- unum (nr. 2), „Magma“ kemur í ljós (nr. 5), Uppljómun (nr. 24) og Eyjum (nr. 26). Allt era þetta htrík verk, Myndlist Ólafur Engilbertsson sem markast þó af jarðarlitum, einkum þeim heitari, og bundin í léttleikandi innri strúktúr sem styður vel við eigindir htanna. Lífsgildið og framvindan Flest önnur verk á sýningunni eru hins vegar ýmist ofunnin eða ofhlaðin. I sumum tilvikum virðist orsök- in hggja að nokkra í því að hstakonunni gengur verr að vinna smá verk en stór. í öðram virðist hún einfald- lega hafa farið of geyst í hugmyndaflæðinu og kaffært upphaflega myndbyggingu. Undantekning er þó mynd- röðin „Potent form“ sem samanstendur af einföldum vatnshtamyndum, rauðleitum kringlóttum formum sem minna á kviknun lífs. Aö mínu mati hefði mynd- röð þessi þó notið sín betur í einum ramma, einni hehdarbyggingu. Samantekið ætti sýning Mai-Bente Bonnevie að vekja fólk til umhugsunar um gildi lífsins og mikilvægi þess að hindra ekki eðhlega framvindu þess. Og þá er ekki svo lítið til unnið. Sýningunni lýk- ur nk. mánudag, 31. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.