Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1993, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1993, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1993 11 Menning Uppgjör við kven- ímyndina - Róska 1 Sóloni íslandus Á sínum tíma innleiddi SÚM- hópurinn rýmisvitund í hérlenda myndlistarflóru og hóf hið hvers- dagslega á stall. Þetta var geijun breyttra gilda þar sem útísýningar á Skólavörðuholti léku m.a. stórt hlutverk. Meðal þessara lista- manna var Róska sem um þetta bil og síðar var við nám á Ítalíu og sýndi þar á samsýningu sem var túeinkuð þeirri hugsjón að listin Myndlist Ólafur Engilbertsson ætti að vera fátæk; „l’arte povera". Nú, aldarfjórðungi síðar, hefur Róska komið fyrir nýjum verkum í sal Sólons íslandus í Bankastræti. Tölva sem skissubók Listakonan hefur fengist við sitt af hveiju síðustu árin, þ.á m. kvik- myndagerð, tölvugrafík, ljósmynd- un, klippimyndagerð, olíumálun og skúlptúrgerð. Á sýningunni gefur að líta sýnishorn allra þessara tæknibragða að kvikmyndagerð undanskilinni. í stígagangi hanga fjórar tölvugrafíkmyndir. Lista- konan hefur lýst því yfir að hún hafi verið fyrst til að sýna slíkar myndir hér á landi, en þó lítíð hafi farið fyrir tölvugrafík í sýningar- sölum borgarinnar hafa þónokkrir myndlistarmenn og ljósmyndarar beitt fyrir sig tölvutækni og sýnt tölvugrafík á síðustu sex árum eða svo. Hvað sem því líður, bera vinnubrögð listakonunnar því vitni að hún vilji umgangast tölv- una líkt og skissubók, fremur en að freista þess að töfra fram ljós- myndaraunsæi eða platþrívíðar málverkseigindir. Þessar Mtprent- anir tölvurissmynda eru að mínu mati það heildstæðasta á allri sýn- ingunni. Þar setur tæknin listakon- unni þær skorður sem hún virðist annars eiga í nokkrum vanda með að setja sér. „Konan 2000“ Yfirskrift sýningarinnar er „Kon- an 2000“ og áður en síðasta skrefið er stígið úr stiga inn í sal blasir óvænt við kvenímynd í formi dyra og yfirskriftin „Don’t step on my breast!" staðfestir grun sem verður að vissu þegar komið er inn í sal- inn; enginn kemst þar inn nema í gegnum dyr í formi bijóstmyndar af kvenveru sem mótuð hefur veriö í vír. Þetta verk er snjöll innsetn- ing, en að mínu mati nýtur verkið sín ekki sem skyldi í þessum sal vegna glugganna. Fjögur málverk af stærri gerðinni eru meginuppi- staða sýningarinnar. Þau sýna öll hinar ýmsu hhðar útjaskaðrar kvenímyndarinnar; pinnahæla í lóöréttri og láréttri stöðu, litaðar varir og hendur fyrir augum, Þessi málverk eru máluð í sterkum litum og eru þannig í anda popplistar og þeirrar glingurlistarstefnu sem gætt hefur m.a. í vesturheimi síð- ustu árin. Yfirbragð þeirra er hins vegar ekki jafn markvisst og þeirra mynda sem listakonan málaði hér í denn. Boðskapurinn fer samt ekki á milli mála frekar en fyrri daginn. Mörg járn í eldinum Hið sama má segja um klippi- mynd og gvassmynd sem sýna hóru við tvenns konar aðstæður. Inntakið stendur greinilega ofar útfærslunni í huga listakonunnar. Það er greinilega ekkert markmið hjá Rósku aö fága útfærslu verka sinna, en það fer ekki hjá þvi að þegar mörg járn eru í eldinum vilja þau hitna misvel. Tvær ljósmyndir teknar í metrói, líkast til í Róma- borg, og tvær aðrar af rusli og pappírsrifrildum á vegg fóru þann- ig fyrir ofan garð og neðan hjá undirrituðum. Ég gat með engu móti séð tenginguna við inntak sýningarinnar; uppgjörið við kvenímyndina. Þar vantaði nauð- synlegan tengihð; skýringar og boðskap hstakonunnar í prentaðri sýningarskrá, en þann hlut skortir á ahtof mörgum sýningum, jafnt í smærri sem stærri sölum. Regnboginn - Amos og Andrew: ★★ y2 Þjófur í eigin húsi Samskipti svartra og hvítra í Bandaríkjunum hafa löngum verið viðkvæmt mál og með réttu tilefni hinna alvarlegustu umþenkinga, hvort sem er í formi ritaðs máls eða bíómynda. Höfundur Amos og Andrew tekur hins vegar gamansaman pól í hæðina þótt undirtónn- inn sé alvarlegur. Hér segir frá frægum svörtum rithöfundi og fræði- manni, Andrew, sem flytur inn í nýkeypt sumarhús sitt á lítilli eyju við norðanverða austurströnd Banda- ríkjanna, í hverfi þar sem aðeins búa hvítir og ríkir og fordómafulhr Kanar jafnvel þótt þeir hafi einu sinni verið með fijálslyndara mótí sumir hveijir. Vegna misskilnings og htt duhnna kynþáttafordóma góðviljaðra eyjarskeggja fer þó svo að Andrew er áht- inn vera innbrotsþjófur. Löggan mætir á staðinn, með lögreglustjórann Tolhver í broddi fylkingar. Það er mikið í húfi því hinn sami Tolhver ætlar að bjóöa sig fram til virðulegra embættis í kosningum að hausti og þess vegna gott aö sýna einurð og hörku gagnvart glæpahyskinu. Hið sanna kemur þó í ljós en skaðinn er skeður og eitthvað verður að taka til bragðs til að bjarga málum. Þá kemur Amos til sögunnar, smákrimmi í fangelsi Tolhvers. Hann á að taka klúðrið á sig gegn því að fá að fara fijáls ferða sinna til Kanada. Upphefst þá enn meira klúður en nokkru sinni fyrr en ekki verður greint frá því nánar. Amos og Andrew er sannköhuð gamanmynd. Henni tekst það sem því miður vih svo oft misfarast í HoUy- wood, nefnilega að vera skemmtileg. Á stundum er hún jafnvel bráðfyndin. Og E. Max Frye, sem bæði semur handritið og leikstýrir, tekst að halda nokkuð góðum dampi mestallan tímann. Hann hefur líka sér til fulltingis þrjá góða leikara í aðalhlutverkunum, þá Nicolas Cage í hlutverki Amos- ar, Samuel L. Jackson í hlutverki Andrews og Dabney Coleman í hlutverki lögreglustjórans seinheppna. Ein- valahð sem á marga frábæra spretti. Nú þegar verslunarmannahelgin er að baki og haust- ið framundan er því tilvahð að létta skapið aðeins með því að bregða sér að sjá Amos og Andrew. Samuel L. Jackson og Nicolas Cage i hlutverkum Andrews og Amosar sem eiga i útistöðum við lögg- una. Kvikmyndir Guðlaugur Bergmundsson Amos og Andrew. Leikendur: Nicolas Cage, Samuel L. Jackson, Dabney Cole- man. Handrit og leikstjórn: E. Max Frye. þú ert iffandi _ ð DV geturðu komist umhverfis Hnattferð er á meðal fjölmargra frábœrra sumarvtnn- inga í Askriftarferða- getraun DV ogFlugleiða. Þeir einirgeta átt þessu sérstaka heimsláni að fagna sem er áskrifendur að DV. Það borgar sig að vera áskrifandi aðDV. FLUGLEIÐIR jörðin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.