Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1993, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1993, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1993 17 343 334 333 325 Fréttir Guðmundur Davíð Jón Halldór Jóhanna Ámi Baldvin Þorsteinn Friörik Ossur Mánaðartekjur ráðherranna á bilinu 228-666 þúsund krónur: 700 |jlíS. Hjólatjakkar, fastir lyklar, topplyklasett, loftpressur, loftverkfæri og fleira. íslenska verkfærasalan hf. Skemmuvegi 18 (bleik gata) Sími 870770. Grænt númer 996-799 Opið frá 12-16 alla virka daga. AFSLÁTTUR AF • ••••••••••••••• ÖLLUM HREINLÆTISTÆKJUM VIKUTILBOÐ FRÁ 7.-14. OKTÓBER Guðmundur Arni langtekjuhæstur - Friðrik Sophusson og Össur Skarphéðinsson á botninum Guðmundur Arni Stefánsson heil- brigðisráðherra er langtekjuhæstur ráðherranna í ríkisstjórn íslands þegar tekjugreiðslur fyrstu átta mán- uði þessa árs eru skoðaðar, hefur fengið 666 þúsund að meðaltah á mánuði. Heildartekjur Guðmundar Árna þetta tímabil eru um 5,3 millj- ónir. Um 410 þúsund króna bæjar- stjóratekjur fyrstu sex mánuðina og að minnsta kosti þriggja mánaða bið- tekjur eru inni í þeirri tölu ásamt ráðherratekjunum og tekjum fyrir setu í stjóm Landsvirkjunar. Sé bið- tekjunum sleppt er Guðmundur Árni samt langtekjuhæstur, með 585 þús- und krónur á mánuði. Þegar talað er um tekjur ráðherr- anna hér er einungis átt við hefð- bundnar staðgreiðslutekjur, án dag- peninga eða annarra fríðinda. Davíð Oddsson forsætisráðherra er langt á eftir en í öðru sæti, með 400 þúsund krónur á mánuði eða sam- tals 3,2 milljónir króna fyrstu átta mánuðina. Inni í þeirri tölu em einn- ig tekjur borgarfulltrúa í Reykjavík. Þau era 58 þúsund krónur á mánuði eða tæpar 700 þúsund krónur á ári. í þriðja sæti er Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra, með 385 þúsund krónur á mánuði eða samtals rúmar 3 milljónir. Halldór Blöndal, landbúnaðar- og samgönguráðherra, er í fjórða sæti með 385 þúsund á mánuði, Jóhanna Sigurðardóttir í því fimmta með 370 þúsund, Sighvatur Björgvinsson iðn- aðar- og. viðskiptaráðherra í sjötta sæti með 343 þúsund, Ólafur G. Ein- arsson menntamálaráðherra í því sjöunda með 333 þúsund og Þor- steinn Pálsson sjávarútvegs- og dóms- og kirkjumálaráðherra með 334 þúsund krónur á mánuði. Næstneðstur er fjármálaráðherr- ann, Friðrik Sophusson, með 325 þúsund krónur á mánuði. Neðstur er síðan Össur Skarphéðinsson um- hverfisráðherra með 228 þúsund krónur á mánuði. Hann hefur þó þá sérstöðu að hafa verið á 177 þúsund króna þingfararkaupi fyrstu sex mánuðina og síðan á 293 þúsund króna ráðherratekjum. Inni í þessum tekjutölum er reikn- að orlof sem viðkomandi ráðherra hefur ekki getað tekið og því fengið greitt. Hvort sem ótekið orlof skýrir það að fullu eða ekki em dæmi um Sameining sveitarfélaga: Embættismenn borgarinnar sjá um atkvæðagreiðsluna Embættismenn Reykjavíkurborg- ar sjá um framkvæmd atkvæða- greiðslunnar um sameiningu Reykjavikur, Seltjamarness, Mos- fellsbæjar, Kjalameshrepps og Kjós- arhrepps i Reykjavík fyrir hönd umdæmanefndarinnar á höfuðborg- arsvæðinu þegar gengið verður til atkvæða þann 20. nóvember. Markús Örn Antonsson borgarstjóri segir að unnið sé að tillögu um hvernig staðið verði að atkvæðagreiðslunni og verði hún lögð fyrir fund borgarráðs í dag. „Ég sé í sjálfu sér ekki neina ástæðu til að fresta þessum kosning- um því að ákvörðun hefur verið tek- in um atkvæðagreiðslu á öllu land- inu sama daginn. Umdæmanefndim- ar hafa umboð til að koma fram með tillögur og leggja fyrir kjósendur. Það er alltaf matsatriði hvemig túlka eigi ákvæði í þessum lögum. Um- dæmanefndin hefur óskað eftir því að viðræður verði við fulltrúa Reykjavíkurborgar um þessi mál og telur sig þar með vera að uppfylla ákvæði um samráð,“ segir Markús Öm Antonsson borgarstjóri um til- lögu alþýðubandalagsmanna um að fresta atkvæðagreiðslunni 20. nóv- ember þar sém of skammur tími sé til stefnu. „Þetta er alltof skammur tími þeg- ar við borgarfulltrúarnir sem eigum að vinna þessu máh brautargengi höfum ekki nægan tíma til að setja okkur inn í það. Mér finnst alveg nauðsynlegt að tUlögumar geti geij- ast með fólki og mér hefði þótt það eðlilegra að tillögumar hefðu komið fram núna og kosið um þær að ári,“ segirSigrúnMagnúsdóttir. -GHS að ráðherrar hafi fengið tvöfalda hefðbunda tekjuupphæð einn mán- uðinn af þessum átta eða meira. Loks eru engir dagpeningar inni í þessum tölum en ekki er greiddur staðgreiðsluskattur af þeim. Eins og fram hefur komið í DV geta dagpen- ingar verið afar drjúg tekjuuppbót fyrir ferðaglaða ráðherra. -hlh Verðdæmi: aaj/i , SALERNI O. JlO,- kt ATH. NÚ HÖFUM VIÐ OPIÐ ÁSUNNUDÖGUM FRÁ KL. 13.00 TIL 15.00 Hallarmúla 4 • 108 Reykjavík • Sími: (91) 3 33 31 RENAULT -fer á kostum NOKKRIR RENAULT BÍLAR ÁRGERÐ 1993 ..á veiðt Þú sparar allt að kr. 200.000,- TEGUND VERÐA ÁRGERÐ 1993 VERD A ARGERÐ 1994 2 stk. Clio RN, 3 dyra 3 stk. Clio S, 3 dyra 2 stk. Clio RT, 5 dyra 2 stk. Clio RT, 5 dyra, sjálfskiptir 3 stk. Renault 19 RT, sjálfskiptir 3 stk. Renault 19 RTi 869.000,- 995.000,- l.019.000,- 1.049.000,- 1.350.000,- 1.345.000,- 969.000,- 1.099.000,- 1.119.000,- 1.169.000,- 1.495.000,- 1.545.000,- Vetrarbónus á öllum Renault bílum í október: 4 vetrardekk í skottið Bílaumboðið hf. Krókhálsi 1,110 Reykjavík, sími 686633 Innifalið í verði er málmlitur, skráning og ryðvörn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.