Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1994, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1994, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 1994 15 Nýrvalkostur: Lærum á launum og losum pláss Enginn vafi leikur á því að ís- lenska þjóðin verður að horfast í augu við þá staðreynd að þúsundir manna verða atvinnulausar á næstu mánuðum til viðbótar við þá sem þegar hafa misst vinnuna. Afskiptaleysis- og gjaldþrotastefna ríkisstjómarinnar er ástæða böls- ins og það munu kjósendur muna þegar kemur að næstu kosningum til Alþingis. En á meðan verður þjóðin að reyna að bjarga sér sem best hún getur þar til hún er laus við óværuna. Fullfrísku fólki er ekkert eins nauðsynlegt og að finna að það gegni hlutverki í samspili þjóðfé- lagsins. Þess vegna er missir at- vinnunnar eitt það versta sem yfir fólk getur dunið og aliir eiga að leggjast á eitt til þess að afstýra því í lengstu lög. KjaUaiinn Helgi Pétursson markaðsstjóri „Reykjavíkurborg á að gefa starfsfólki sínu kost á að setjast á skólabekk á launum í lengri tíma, t.d. allt að einu ári. í stað þeirra sem kjósa að leita sér menntunar, endurmenntunar eða þjálfunar, verði ráðið fólk sem ella hefði ekki að neinu Sparnaður þýðir aukinn kostnað annars staðar Það gleymist stjómendum, bæði í opinbera geiranum og hjá einka- fyrirtækjum, að það að draga sam- an seglin á einum stað þýðir oftast nær útgjaldaaukningu og tekjutap annars staðar. Við þetta myndast sá vítahringur sem íslenskt þjóðfé- lag stefnir nú hraðbyri inn í. Það að beita aðhaldi í heilbrigðisgeiran- um, t.d. fækka starfsfólki og draga úr framkvæmdum og innkaupum, getur Utið vel út á pappírunum en við það að fólk verður atvinnulaust vegna þessa aukast útgjöld hins opinbera og stofnana vegna at- að hverfa.“ vinnuleysisbóta, tekjur minnka vegna minni skattatekna og tolla- tekna og á endanum standa menn uppi með mun meiri útgjöld en „spamaðurinn" nemur. Sókn er besta vömin í atvinnu- málum þjóðarinnar. Nokkrar hug- myndir hafa komið fram um stór- felldar arðbærar og mannfrekar framkvæmdir sem þegar í stað væri hægt að ráðast í. Ný millileið meðan við bíðum En allt tekur þetta tíma. Það er hins vegar óþolandi og einnig óþarfi að láta þúsundir manna „ ... óþolandi og einnig óþarfi að láta þúsundir manna þjást í aðgerða- leysi á atvinnuleysisbótum," segir m.a. i grein Helga. - Frá stofnfundi atvinnulausra á sl. ári. þjást í aðgerðaleysi á atvinnuleys- isbótum þar til ástandið skánar á ný. Atvinnuleysi hefur verið að aukast hvað hraðast í Reykjavík. Það er stjórnendum fyrirtækja og stofnana borgarinnar í lófa lagið að grípa inn í þessa þróun á mjög jákvæðan hátt. Reykjavíkurborg á að gefa starfsfólki sínu kost á að setjast á skólabekk á launum í lengri tíma, t.d. allt aö einu ári. í stað þeirra sem kjósa að leita sér mennhmar, endurmenntunar eða þjálfunar, verði ráðið fólk sem ella hefði ekki að neinu að hverfa. Til þess að svo megi verða þarf Reykja- víkurborg að taka höndum saman við Námsflokkana, Tómstimda- skólann og Endurmenntunardeild Háskólans og bjóða starfsfólki margvísleg námskeið sem nýtast munu starfsfólkinu og umfram allt fyrirtækjum og stofnunum borgar- innar í framtíðinni. Atvinnuleysis- tryggingasjóður þarf að koma inn í þetta átak af fullum krafti og styrkja það. Ég er þess fullviss að margir starfsmenn borgarinnar myndu grípa tækifærið og leita sér mennt- unar og jjjálfunar við þessar að- stæður. í kjölfar þess má einnig gera ráð fyrir nýjum hugmyndum, fijórri umræðu og betri vinnu- brögðum. Það má einnig gera því skóna aö einkafyrirtæki og ríkis- stoftianir fylgi í kjölfarið. Við skul- um hafa hugfast að við greiðum út atvinnuleysisbætur, hvort sem unniö er eða ekki, og ég er þess fullviss að fólk vill heldur taka til hendinni og vera virkt í daglegu lífi en að þiggja bætur fyrir að sitja aðgerðalaust. Helgi Pétursson Félagafrelsi strætómanna Meirihluti borgarstjómar í Reykjavík hefur hleypt af stað leið- indum gagnvart starfsfólki og far- þegum SVR. Þessi meirihluti hefur fengið stuðning frá VSÍ og ASÍ við sinn bága málstað. Starfsfólkið hefur óskað eftír því að vera áfram í sínu stéttarfélagi og það óskað eftír viðræðum og áframhaldandi samningum fyrir hönd starfsfólksins. Þessu neitar yfirstjómin og vísar til þess að fyr- irtækið sé í VSÍ og VSÍ semji eki við neinn nema ASÍ-félög. En hvers vegna var þetta fyrir- tæki látið ganga í VSÍ? Af hverju haíði aldrei verið minnst einu orði á hugsanlega aðild fyrirtækisins að VSÍ og hugsanlegum vandamálum því samfara í kynningu t.d. á vett- vangi borgarstjórnar? Ómyndug stjórn fyrirtækisins Nú er það svo að borgarstjóri skipaði nýja stjóm fyrirtækisins við formbreytinguna yfir í hlutafé- lag. Þessi stjóm hefur ekkert gert til aö reyna að leysa deiluna, hún virðist ekki vera myndug til eins né neins. Óneitanlega gefur þetta manni tilefni til að velta fyrir sér til hvers Kjallaiinn Unnur Eggertsdóttir vagnstjóri hjá SVR hf. stjómir almenningsfyrirtækja séu, forstjórar og aðalforstjórar ef það er ekki á verkahring þeirra að semja um kaup og kjör við starfs- fólkið? Þessir aðilar hafa frá önd- verðu sagt aö þeir hefðu ekki um- boð, það væri VSÍ sem hefði samn- ingsumboðið fyrir fyrirtækið. En hvað um eigenduma, Reyk- víkinga? Þeir höfðu kosið sér borg- arstjóm með meirihluta og minni- hluta og þannig eiga þeim að vera tryggð áhrif á almenningssam- göngur í borginni. Með hinni nýju skipan hefur áhrifum borgarbúa verið komið fyrir kattamef. Það er borgarstjóri einn sem ræður - og hirð hans. Sveigjanlegt prinsipp Minrdhluti borgarstjómar lagði til við meirihlutann að fyrirtækið yrði þá látið ganga úr VSÍ og losa sig þannig við hindrunina fyrir friði um fyrirtækið. Þessu neitaði meirihlutinn. Og ekki má gleyma að Lára Júl- íusdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ, sem hefur talið ástæðu til að styðja forstjórana í þessum deilum við starfsmenn SVR, færir fram þau rök í fréttaskýringu í Mogganum að óeðlilegt sé að Starfsmannafé- lagið semji við VSÍ. Kenningin er sem sagt sú að VSÍ semji eingöngu við ASÍ og BSRB- félög semji við hið opinbera, ríkis- vald og sveitarfélög. Staðreyndin er hins vegar sú að stéttarfélög semja út og suður við opinber fyrir- tæki og óopinber. Og það er auðvit- að viss samkeppni á milli þeirra. Ef málflutningur ASI er tekinn bókstaflega þá hljóta BSRB-sam- tökin að gera kröfii til þess að ASÍ félög, sem semja við hið opinbera, gangi úr ASÍ yfir í BSRB. Eða gild- ir lögmálið bara fyrir suma? Unnur Eggertsdóttir „En hvað um eigenduma, Reykvík- inga? Þeir höfðu kosið sér borgarstjóm með meirihluta og minnihluta og þann- ig eiga þeim að vera tryggð áhrif á al- menningssamgöngur í borginni.“ Skylduáskriftaö RÚV f flestum lönd- um Evrópu „Lögbundin áskrift vegna aðgangs að útvarps- og sjónvarps- sendingum stöðva í eigu ríkisins er og hefur verið í flestum lönd- Hördur Vllhjálms- um Evrópu. fjármálastjórf Greiðslu- RUV- skyldan er bundin við tæknilega möguleika á móttöku. Á það skal bent aö afnotagjald RÚV hefur að jafnaði verið mjög hógvært. RÚV ber ýmsar lög- bundnar skyldur, t.d. með lang- bylgju- og miðbylgjusendingum sem tryggja öryggisleið til fólks- ins í landinu ef vá ber að höndum. Auk þess þjóna þessar sendingar fiski- og farskipum og ferðalöng- um í óbyggðum landsins. RÚV eöa réttarasagt viöskipta- vinir þess bera niðurfelld afhota- gjöld um 8 þúsund elli- og örorku- lífeyrisþega. Hér er um að ræða 170 millj. kr. og ég veit ekki um neinn aðila sem reiðubúinn væri til að taka þessi gjöld á sig. Þetta lögbundna gjald tryggir RÚV sérstakt svigrúm til innlendrar dagskrárgerðar á sviðí menningar og fræðslu. Ekki er hægt að $já að einkareknar stöðvar þar sem markaðslögmálin ríkja geti sinnt þessu hlutverki jafn vel þótt RÚV nyti ekki við. Afnotagjöld eru létt- bærari en „nefskattur". Fjölmenn og fátæk heimili hlytu að axla þyngri byrðar með „nefskattí" sem leggst á uppkomna tjöl- skyldumeðlimi hvem um sig. Utvarps- og sjónvarpstöövar í Belgíu komust á vonarvöl fýrir nokkrum árum þegar afnotagjöld voru felld niður þar í landi og reynt /ar að breyta stöðvunum í „A-hluta stofnanir“ meö föstu ríkisframlagi á hveiju ári. Aftur var horfið til fyrri skipunar.“ „Mér finnst vera búið að skikka okkur alltof lengi tii aö greiöa þessi bless- uðu afnota- göld ríkis- sjónvarps. Ég held satt að KHst'" Jónsdóttir, segja að þetta talsmadurandstæó- hUótibaraað inga skylduáskriftar. hafa orðið utundan í kerfinu og gleymst þar. Það er ábyggilega kominn tími á þessi mál þó fyrr heföi verið þar sem fleiri sjón- varpsstöðvar hafa bæst í hópinn. Fólk ætti aö sjálfsögðu að hafa fijálst val meö það hvað horft er á. Innheiratuaðferðir ríkisút- varps- og sjónvarps eru til skammar. Geta þessir menn ekki unniö dagvinnu eins og flestar aörar innheimtustofnanir gera og hætt að angra fólk á kvöldin? Þetta er að verða einn stór elt- inga- og feluleikur með þessi sjónvarpstæki sem maður taldi sig hafa fúllan rétt á að eiga eftir að hafa fest kaup á þeira líkt og öðrum heimilistækjum. En RÚV áskilur sér rétt til að koma og fjarlægja þitt sjónvarps- tæki af þínu heimili ef þú neitar að horfa á þá og borga afnota- gjöldia Hvar ervalið? Þeir sem hafa efhi á munu ábyggilega halda áfram að borga af öllum þeim stöðvum sem þeir eiga kost á. En við hin viljum fá aö ráða því hvaö við veljum. Þetta erubreyttir timar. -IBS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.